Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Enn fleirum sagt upp hjá Ár­vakri

Útvarpsmaðurinn Bolli Már Bjarnason er meðal þeirra sem var sagt upp störfum hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, mbl.is og K100 í gær. RÚV greinir frá því að minnst átta starfsmönnum hafi verið tilkynnt um uppsögn í gær.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sagt upp eftir 26 ár á Morgun­blaðinu

Víði Sigurðssyni, fréttastjóra íþróttadeildar Morgunblaðsins og mbl.is, hefur verið sagt upp störfum hjá Árvakri. Hann hefur lokið störfum hjá fjölmiðlinum eftir 26 ára starf.

Innlent
Fréttamynd

Reynslu­bolti kveður lög­regluna

Sveinn Kristján Rúnarsson, sem hefur verið andlit lögreglunnar á Suðurlandi í lengri tíma, hefur söðlað um og ráðið sig til Landsvirkjunar. Hann segir hollt að breyta til og nýtur þess að starfa í himnaríki, við dyr hálendisins.

Innlent
Fréttamynd

Jón Ingi nýr for­stjóri PwC

Jón Ingi Ingibergsson hefur verið kjörinn forstjóri PwC á Íslandi af eigendum félagsins og tekur við starfinu frá og með áramótum. Í tilkynningu segir að Jón Ingi búi að fjölbreyttri stjórnunarreynslu auk djúprar sérfræðiþekkingar á sviði skatta- og lögfræðiráðgjafar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gréta María ó­vænt hætt hjá Prís

Gréta María Grétarsdóttir er hætt störfum sem framkvæmdastjóri Prís. Þetta staðfestir hún við Vísi. Hún hefur verið framkvæmdastjóri lágvöruverslunarinnar síðan hún opnaði dyr sínar í ágúst í fyrra en var þar á undan forstjóri Heimkaupa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Edda Rós til Hag­stofunnar

Edda Rós Karlsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri hagtalna hjá Hagstofu Íslands en hún hefur undanfarin tólf ár starfað hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) í Washington að umbótaverkefnum á sviði fjármálastöðugleika.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Auður segir skilið við Gímaldið

Auður Jónsdóttir, rithöfundur og blaðamaður, hefur ákveðið að ljúka störfum hjá Gímaldinu, nýstofnuðum menningarfjölmiðli en hún er annar stofnenda miðilsins. Auður hyggst einbeita sér að skrifum en hún er meðal rithöfunda sem fá listamannalaun í hálft ár á næsta ári.

Menning
Fréttamynd

Lauf­ey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum

Laufey Rún Ketilsdóttir hefur látið af störfum fyrir þingflokk Miðflokksins. Laufey hóf störf fyrir þingflokkinn í október í fyrra en þar áður gegndi hún starfi upplýsingafulltrúa Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Innlent
Fréttamynd

Páll Winkel meðal um­sækj­enda um em­bætti ráðu­neytis­stjóra

Fangelsismálastjóri í leyfi, háskólaprófessor og fjórir stjórnendur eru meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu. Sex umsóknir bárust um embættið en staðan var auglýst laus til umsóknar þann 25. nóvember síðastliðinn og rann umsóknarfrestur út þann 10 desember.

Innlent
Fréttamynd

Helgi Val­berg tekur við ritarastöðunni

Helgi Valberg Jensson, lögfræðingur í forsætisráðuneytinu, tekur við sem ritari þjóðaröryggisráðs um næstu mánaðarmót. Forsætisráðherra féllst á tillögu Þórunnar J. Hafstein, fráfarandi ritara, að hún láti af störfum.

Innlent
Fréttamynd

Slökkvi­liðs­stjóri fer í fullt starf hjá al­manna­varna­nefnd

Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, hefur tekið við fullu starfi sem framkvæmdastjóri almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðisins, tímabundið til eins árs. Með ráðningu Jóns Viðars er markmiðið að efla starf og skipulag almannavarna höfuðborgarsvæðisins. Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri verður settur slökkviliðsstjóri á meðan.

Innlent
Fréttamynd

DiBiasio og Beaudry til Genis

Genis hf. hefur ráðið Stephen DiBiasio til starfa og mun hann stýra alþjóðlegum rekstrar- og markaðsmálum félagsins. Þá hefur Michael Beaudry verið ráðinn til að leiða markaðssókn fæðubótarefnisins Benecta í Bandaríkjunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þor­björg hættir aftur hjá Sam­tökunum´78

Þorbjörg Þorvaldsdóttir hættir sem samskipta- og kynningarstjóri Samtakanna ´78 um áramótin. Þorbjörg tilkynnir um vistaskiptin í Facebook-færslu í dag. Hún segir óvíst hvað taki við en hún sé afar þakklát að hafa fengið að sinna þessu hlutverki. Þorbjörg segir óvíst hvað taki við umfram áframhaldandi bæjarpólitík en hún hefur setið í bæjarstjórn Garðabæjar frá því 2021.

Innlent