Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Margir eru sagðir særðir eftir stunguárás um borð í lest á leið til Cambridge-skíris á Bretlandi. Erlent 1.11.2025 22:27
Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa fyrirskipað hernaðarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að undirbúa mögulega árás á Nígeríu. Þar vilji hann gjöreyða Íslömskum öfgamönnum sem séu að drepa kristna menn þar í landi. Erlent 1.11.2025 22:15
Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Þrettán ára stúlka frá Louisiana-ríki Bandaríkjanna fannst á í kassa á heimili manns, sem hún hafði kynnst á netinu, í Pennsylvaníuríki. Erlent 1.11.2025 18:16
Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Norðurlandaráð hefur ákveðið að Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fái nú föst sæti í forsætisnefnd ráðsins, sem er æðsta stjórnvald þess á milli hinna árvissu þinga. Erlent 31.10.2025 12:17
Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Æðsti lögmaður ísraelska hersins sagði af sér í morgun vegna myndbands sem lekið var til fjölmiðla í fyrra. Það sýndi ísraelska hermenn umkringja palestínskan fanga og hafa hermennirnir verið sakaðir um að misþyrma honum kynferðislega en rannsókn á leka þessum var opnuð fyrr í vikunni. Erlent 31.10.2025 11:51
Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að leiðtogar Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni beiti kjarnorkuúrræðinu svokallaða eða því sem Trump kallar einnig „Trump-spilið“. Það er að fella úr gildi regluna um aukinn meirihluta í þingdeildinni, svo hægt verði að opna á rekstur alríkisins á nýjan leik. Erlent 31.10.2025 10:32
Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að taka á móti í mesta lagi 7.500 flóttamönnum á næsta ári. Um er að ræða verulega fækkun en viðmið ríkisstjórnar Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var 125.000 flóttamenn. Erlent 31.10.2025 09:00
Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Hundruð þúsunda strangtrúaðra gyðinga söfnuðust saman í Jerúsalem í gær til að mótmæla herskyldu, sem strangtrúaðir hafa hingað til verið undanskildir. Erlent 31.10.2025 08:19
Orðin hæsta kirkja í heimi Kirkjan Sagrada Familia í Barcelona á Spáni varð í gær hæsta kirkja heims þegar byrjað var að koma fyrir neðri hluta kross á miðturni kirkjunnar. Framkvæmdir við kirkjuna Sagrada Familia hófust árið 1882 og standa enn yfir. Erlent 31.10.2025 07:45
Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær, með 51 atkvæði gegn 47 að ógilda tollana sem Donald Trump lagði á um 100 ríki heims með forsetatilskipun. Erlent 31.10.2025 07:12
Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Andrés, yngri bróðir Karls Bretakonungs hefur nú verið sviptur prins-titli sínum og þarf að yfirgefa hið sögulega Royla Lodge í grennd við Windsor kastala, hvar hann hefur búið síðustu áratugi. Erlent 31.10.2025 06:58
Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Starfsmaður heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna reyndi ítrekað að fá einkaflugmann Nicolas Maduro, forseta Venesúela, til að fljúga forsetanum á stað þar sem hægt væri að handtaka hann. Í staðinn fékk flugmaðurinn gylliboð um fúlgur fjár en ráðabruggið bar á endanum ekki árangur. Erlent 30.10.2025 23:20
Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði í dag eftir því að Joe Biden, forveri hans, yrði settur í fangelsi. Í færslu á sínum eigin samfélagsmiðli sagði Trump að Biden væri glæpamaður, „meiriháttar lúsablesi (Lowlife)“, algerlega misheppnaður og ljótur að utan sem að innan. Erlent 30.10.2025 17:00
Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Rússar gerðu í nótt og í morgun umfangsmiklar árásir á orkuinnviði í Úkraínu, eins og þeir hafa reglulega gert á undanförnum vikum. Árásirnar leiddu til rafmagnsleysis víða um landið. Þær beindust þó ekki eingöngu gegn orkuinnviðum og féllu að minnsta kosti þrír í þeim, þar á meðal sjö ára stúlka. Erlent 30.10.2025 13:43
Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Norskt almannasamgöngufyrirtæki hefur varað yfirvöld við því að Kínverjar geti fjarstýrt rafmagnsvögnum sem eru notaðir á götum Oslóar. Strætó á höfuðborgarsvæðinu notar sömu kínversku vagnana. Erlent 30.10.2025 11:57
Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sameinuðu þjóðirnar segja að fellibylurinn Melissa hafi valdið fordæmalausri eyðileggingu á Jamaíku og hafa kallað eftir aðstoð handa eyríkinu. Fellibylurinn, sem þykir einn þeirra öflugustu á Karíbahafinu í mannaminnum, lék íbúa á Kúbú og Haítí einnig grátt. Erlent 30.10.2025 11:02
Losa hreðjatakið í eitt ár Donald Trump og Xi Jinping, forsetar Bandaríkjanna og Kína, virðast hafa slíðrað sverðin, ef svo má segja, í viðskiptadeilum ríkjanna. Trump tilkynnti að tollar á vörur frá Kína yrðu lækkaðir um tíu prósent og yrðu 47 prósent. Kínverjar ætla í staðinn að fresta gildistöku umfangsmikilla takmarkana á sölu og flutning sjaldgæfra málma og afurða úr þeim um eitt ár. Erlent 30.10.2025 09:53
Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Aðeins örfáum þúsundum atkvæða munar á hægrijaðarflokki Geerts Wilders og miðflokknum D66 þegar 98 prósent atkvæða hafa verið talin eftir þingkosningarnar í Hollandi í gær. Þetta yrði í fyrsta skipti sem tveir stærstu flokkarnir á þingi yrðu jafnstórir og er það talið geta hægt á stjórnarmyndun eftir kosningar. Erlent 30.10.2025 09:33
Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Bresk stjórnvöld sviptu konu barnabótum eftir að hún bókaði flug til Osló en fór ekki úr landi. Yfirvöld töldu að þar sem konan hafði ekki „komið aftur“ frá Noregi, væri hún þar með flutt úr landi. Erlent 30.10.2025 09:29
Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú fyrirskipað Bandaríkjaher að hefja að nýju tilraunir með kjarnorkuvopn en slíkar tilraunir hafa ekki verið gerðar í rúm þrjátíu ár. Erlent 30.10.2025 07:56
Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre Lögregla í Frakklandi hefur handtekið fleiri í tengslum við ránið í Louvre-safninu í París fyrr í mánuðinum. Saksóknari segir að fimm til viðbótar hafi verið handteknir til viðbótar við þá tvo sem voru handteknir á laugardag. Erlent 30.10.2025 07:52
„Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Franska þingið hefur samþykkt að innleiða hugtakið „samþykki“ inn í löggjöf landsins er varðar nauðganir. Ástæðan er fyrst og fremst mál Giséle Pelicot, sem var byrlað og nauðgað af fjölda manna fyrir tilstilli eiginmanns síns. Erlent 30.10.2025 07:19
Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Frjálslyndi D66-flokkurinn fær samkvæmt útgönguspám flest sæti á hollenska þinginu. Þannig gæti flokksformaðurinn Rob Jetten orðið landsins yngsti og fyrsti opinberlega samkynhneigði forsætisráðherra. Á sama tíma hefur Frelsisflokkur Geert Wilders tapað þriðjungi sinna þingsæta samkvæmt könnunum. Erlent 29.10.2025 23:54
Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hið minnsta fjórir eru látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí vegna flóða af völdum fellibylsinss Melissu. Þetta staðfesta yfirvöld í báðum löndum. Erlent 29.10.2025 22:55