Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, dregur í efa að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé treystandi. Hann hafi samþykkt í fyrra að beita meðlimi Evrópusambandsins ekki frekari tollum en ætli sér þrátt fyrir það að setja tolla á nokkur ríki Evrópu í tengslum við hótanir hans í garð Grænlands. Erlent 20.1.2026 13:45
Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Rússar gerðu í nótt umfangsmiklar árásir á orkukerfi Úkraínu þar sem notast var við 372 sjálfsprengidróna og skot- og stýriflaugar. Slíkar árásir hafa verið tíðar að undanförnu en Úkraínumenn eru að ganga í gegnum einn kaldasta veturinn á svæðinu í mörg ár. Erlent 20.1.2026 12:13
Fyrsta árinu af fjórum lokið Ár er nú liðið frá því Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna í annað sinn. Óhætt er að segja að mikið hafi gengið á á þessu ári enda mættu Trump og hans fólk mun undirbúnara í Hvíta húsið en á hans fyrra kjörtímabili. Strax á fyrsta degi var ríkisstjórnin sett í fimmta gír og þar hefur hún að mestu verið. Erlent 20.1.2026 10:28
Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent 19.1.2026 20:34
Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Bandaríkjaforseti segist ekki lengur telja sig skyldugan til að hugsa aðeins um frið í heiminum eftir að hann hlaut ekki friðarverðlaun Nóbels í fyrra. Þetta skrifar hann í bréfi til forsætisráðherra Noregs þar sem hann ítrekar hótanir vegna Grænlands. Erlent 19.1.2026 08:54
Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Spænsk yfirvöld gáfu það út í morgun að tala látinna í lestarslysinu sem varð í suðurhluta landsins í gærkvöldi hafi hækkað upp í 39. Að minnsta kosti 73 voru fluttir á spítala og þar af voru 24 sagðir alvarlega slasaðir. Fjögur börn eru sögð á meðal þeirra slösuðu. Erlent 19.1.2026 07:20
Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um Grænland á samfélagsmiðli sínum Truth Social í morgun, eftir óvenjulanga þögn. Evrópuleiðtogar réðu ráðum sínum í gær og munu funda áfram í vikunni um viðbrögð við hótunum Trump um viðbótartolla á átta Evrópuríki. Erlent 19.1.2026 06:38
Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Að minnsta kosti 21 er látinn og tugir til viðbótar slasaðir eftir árekstur tveggja háhraðalesta á Suður-Spáni í kvöld, sunnudag, að sögn yfirvalda. Erlent 19.1.2026 00:02
Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins hefur ákveðið að kalla saman ráðið vegna hótana Donalds Trumps Bandaríkjaforseta er varða innlimun Grænlands. Trump boðaði í gær tolla á átta NATO-ríki sem höfðu sent hermenn til landsins. Erlent 18.1.2026 20:41
Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Talsmaður Keirs Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segir að forsætisráðherrann hafi talað við Donald Trump Bandaríkjaforseta í síma í dag. Ráðherran hafi sagt að það væri „rangt“ að leggja tolla á bandamenn sína fyrir það eitt að reyna að tryggja öryggi á norðurslóðum. Erlent 18.1.2026 20:20
Þjóðverjar yfirgefa Grænland Eftir aðeins tvo daga á heræfingu á Grænlandi snúa þýskir hermenn aftur heim, en þeir millilentu á Íslandi síðdegis í dag. Talsmaður hersins segir að verkefni hermannana sé lokið. Fulltrúar íslensku landhelgisgæslunnar eru um kyrrt á Grænlandi, að sögn gæslunnar. Erlent 18.1.2026 19:51
Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, segist hafa rætt við Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna „öryggisástandsins“ á Grænlandi. Rutte segist hlakka til að sjá Trump á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsstofnunarinnar (World Economic Forum) sem hefst á morgun. Erlent 18.1.2026 18:14
Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Lífið í Nuuk höfuðborg Grænlands hefur vægast sagt breyst undanfarna daga. Eftir enn ítrekaðar hótanir Bandaríkjaforseta um að innlima landið með valdi hrundu Danir af stað skyndilegu heræfingunni Arctic Endurance og þessi minnsta höfuðborg heims varð að virki á örskotsstundu. Erlent 18.1.2026 16:16
Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Eftir linnulausa ofankomu í austurrísku Ölpunum síðustu vikuna féll í gær fjöldi snjóflóða og hafa átta manns látið þar lífið. Síðdegis í gær hreif snjóflóð þrjá tékkneska skíðamenn í Murtal-héraði í Steiermark. Þeir fundust síðar látnir. Erlent 18.1.2026 15:18
Miklar sviptingar í Sýrlandi Stjórnarher Sýrlands og aðrar sveitir hliðhollar stjórnvöldum hafa í dag og um helgina rekið sýrlenska Kúrda (SDF) og bandamenn þeirra á brott frá stórum svæðum í austurhluta Sýrlands. Harðir bardagar eru sagðir eiga sér stað í borginni Raqqa og er herinn sagður hafa náð mikilvægum olíulindum í austurhluta landsins. Erlent 18.1.2026 14:45
Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni „Ég verð að segja eins og er að þessi nýjustu skilaboð frá Bandaríkjaforseta eru mikil vonbrigði og áhyggjuefni. Ekki síst fyrir líkt þenkjandi þjóðir sem trúa á frelsi, lýðræði og alþjóðalög og virðingu fyrir þeim. Þetta eru mikil vonbrigði.“ Erlent 18.1.2026 14:03
Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Löndin sem Trump hefur hótað háum tollum gangi þau ekki að óskum hans um að styðja innlimun hans á Grænlandi hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu. Þau segjast tilbúin til viðræðna en að þeim verði ekki hnikað hvað fullveldi þeirra varðar. Erlent 18.1.2026 13:58
Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Nóbelsnefnd friðarverðlaunanna hefur gefið út yfirlýsingu vegna framsals Maríu Corinu Machado verðlaunahafa á medalíu sinni til Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Yfirlýsingin er stutt og afdráttarlaus og segir nefndin að verðlaunin séu verðlaunahafans eins, burtséð frá því hvar peningurinn sé niðurkominn. Erlent 18.1.2026 12:37
Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kallar eftir því að Evrópusambandið beiti „ofurvopni“ sínu gegn Bandaríkjunum vegna aðgerða Donalds Trump varðandi Grænland. Utanríkisráðherra Danmerkur segir erfitt að átta sig á Bandaríkjamönnum og forsætisráherra Ítalíu segir Bandaríkjamenn ekki skilja Evrópumenn. Erlent 18.1.2026 12:10
Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sett 1.500 fallhlífarhermenn í viðbragðsstöðu vegna mögulegra aðgerða í Minnesota. Það er ef Donald Trump, forseti, stendur við hótun sína um að beita gömlum uppreisnarlögum til að siga hernum á mótmælendur í ríkinu en þar hafa umfangsmikil mótmæli gegn starfsemi Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) átt sér stað. Erlent 18.1.2026 10:01
Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Íbúar Nuuk létu rigningu ekki stöðva sig í gær og mótmæltu í þúsundatali. Mótmæli voru einnig haldin í smærri byggðum landsins stóra, þar sem fólk stóð saman gegn hótunum ráðamanna í Bandaríkjunum. Erlent 18.1.2026 09:02
Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Ali Khamenei, æðstiklerkur Íran, viðurkenndi í fyrsta sinn í ræðu sem hann hélt í gær að þúsundir hefðu látið lífið í mótmælum í Íran á undanförnum vikum. Sumir hefðu dáið á „ómennskan og grimmilegan“ máta. Hann kenndi þó Bandaríkjunum og Ísrael um allt saman. Erlent 18.1.2026 07:49
Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Verslunarsamningur Bandaríkjanna og Evrópusambandsins frá því í fyrra er í uppnámi þar sem meirihluti á Evrópuþingi vill ekki lengur staðfesta samkomulagið í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði átta Evrópulöndum með tollum í tengslum við Grænland. Erlent 17.1.2026 23:24
Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Forsætisráðherra Bretlands segist munu ræða við Bandaríkjastjórn um fyrirhugaða Grænlandstolla. Leiðtogar Evrópu stilla nú saman strengi eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti boðaði tolla gegn átta NATO-ríkjum vegna þess að þau sendu mannskap til Grænlands í hernaðaræfingu. Erlent 17.1.2026 20:45
Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Frakklandsforseti segir að Evrópulönd muni svara fyrirhuguðum Grænlandstollum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, taki þeir gildi. Hótanir Bandaríkjamannsins séu óásættanlegar og dragi ekki úr stuðningi Frakklands við Danmörku. Erlent 17.1.2026 19:09