Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur skipað nýjan starfsmannastjóra í stað Andríjs Jermak. Sá síðarnefndi sagði af sér eftir að hafa verið bendlaður við umfangsmikið spillingarmál. Erlent 2.1.2026 22:52
Sprenging eftir að gestir opnuðu út Fjörutíu manns létu lífið í eldsvoða á skemmtistað í Sviss á nýársnótt. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá gosblysi. Talið er að svokölluð yfirtendrun skýri hversu hratt eldurinn breiddi úr sér. Erlent 2.1.2026 20:02
Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Íslenskur sérfræðingur í málefnum Írans segir ört vaxandi verðbólga meginorsök götubardaga og fjölmennra mótmæla víða um Íran undanfarna fimm daga. Kaupsýslumenn í Teheran hófu mótmælin en hafa nú breiðst um allt landið. Erlent 2.1.2026 18:39
Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Lögregla í Sviss óttast að um fjörutíu manns hafi farist í sprengingunni sem varð í kjallara skemmtistaðar í skíðabænum Crans Montana í svissnesku Ölpunum í nótt. Erlent 1.1.2026 13:01
Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Hinn 34 ára Zohran Mamdani sór í nótt embættiseið sem borgarstjóri New York-borgar. Hann er fyrsti múslíminn til að gegna embætti borgarstjóra New York, en hann er af suðurasískum uppruna og fæddur í Úganda. Erlent 1.1.2026 11:50
Kirkja í Amsterdam alelda Mikill eldur kom upp í hinni 154 ára Vondelkerk í Amsterdam í Hollandi í nótt. Eldurinn blossaði upp um miðnætti og var fljótur að dreifa sér um kirkjuna. Erlent 1.1.2026 09:58
Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Tugir manna eru taldir af og rúmlega hundrað til viðbótar eru slasaðir eftir að sprenging varð í nýársfögnuði á bar í svissneska skíðabænum Crans-Montana í nótt. Erlent 1.1.2026 08:15
Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Kamilla Bretadrottning greindi í dag frá blygðunarsemisbroti sem hún varð fyrir á unglingsárum. Árásin hafi reitt hana til reiði en hún haldið henni leyndri í fjölmörg ár þar til hún heyrði aðrar konur greina frá ofbeldisreynslu sinni. Erlent 31.12.2025 15:43
Dótturdóttir JFK er látin Tatiana Schlossberg, barnabarn Johns F. Kennedy fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er látin 35 ára að aldri. Hún lést úr hvítblæði. Erlent 31.12.2025 07:58
Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka Yfirvöld í Tyrklandi hafa handtekið 357 menn sem grunaðir eru um að tengjast Íslamska ríkinu. Var það gert í kjölfar skotbardaga milli lögregluþjóna og ISIS-liða í gærmorgun þar sem þrír lögregluþjónar, öryggisvörður og sex ISIS-liðar féllu. Erlent 30.12.2025 16:44
„Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Rússnesk stjórnvöld hafa veitt fyrrverandi þingmanni fjarhægriflokksins Sannra Finna hæli á grundvelli meintra pólitískra ofsókn sem hann sæti í heimalandi sínu. Hann var rekinn úr flokknum fyrir fimm árum vegna rasískra skrifa á netinu. Erlent 30.12.2025 15:40
Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Fjöldi rússneskra hermanna sem fallið hafa í átökunum í Úkraínu hefur aukist meira á undanförnum tíu mánuðum en nokkurn tímann áður frá því stríðið hófst. Minningargreinum um rússneska hermenn í fjölmiðlum í Rússlandi hefur fjölgað um fjörutíu prósent á þessu ári, borið saman við 2024. Erlent 30.12.2025 15:34
Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Evrópusambandið má ekki láta neinn bilbug á sér finna og ætti svara refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar af fullri hörku, að mati eins fyrrverandi embættismanna þess sem sætir aðgerðunum. Bandaríkjastjórn refsaði honum og þremur öðrum fyrir þátt þeirra í að setja reglur á samfélagsmiðla. Erlent 30.12.2025 14:07
Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna opinberuðu í gærkvöldi þrítugustu árásina á bát sem sagður er hafa verið notaður til að smygla fíkniefnum til Bandaríkjanna. Árásin var gerð á Kyrrahafinu undan vesturströndum Suður-Ameríku og munu tveir menn hafa verið um borð í bátnum þegar hann var sprengdur. Erlent 30.12.2025 13:49
TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Finnskur unglingur er látinn eftir að hafa fallið af ríflega þrjú hundruð metra háu útvarpsmastri þar sem hann hafði verið að taka upp myndskeið fyrir TikTok-áskorun. Erlent 30.12.2025 13:35
Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Borgin El Fasher í Súdan er að mestu yfirgefin en lítill fjöldi fólks heldur til í rústum húsa eða undir grófum híbýlum úr plasti. Þetta segja starfsmenn Sameinuðu þjóðanna sem tókst nýverið að heimsækja borgina, í fyrsta sinn síðan vígamenn hóps sem kallast RSF frömdu þar mikil ódæði fyrr í vetur. Erlent 30.12.2025 12:34
Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Ráðamenn í Rússlandi ætla að herða kröfur sínar gagnvart Úkraínumönnum í vegna meintrar drónaárásar á eitt af heimilum Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, og vilja ekki eiga beinar viðræður við Úkraínumenn. Ráðamenn í Úkraínu segja enga slíka árás hafa verið gerða en Rússar hafa engar sannanir fært fyrir því að árásin hafi verið gerð og eiga sér langa sögu ósanninda. Erlent 30.12.2025 10:52
Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Her Sádi-Arabíu gerði í morgun loftárásir á höfnina í Mukalla í Jemen sem sagðar eru hafa beinst að vopnasendingum frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Ráðamenn í Sádi-Arabíu vöruðu í kjölfarið furstadæmin við því að aðgerðir þeirra og stuðningur við vopnaðan hóp sem kallast STC væri einkar hættulegur. Erlent 30.12.2025 09:41
Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Árið sem er að líða er á meðal þeirra þriggja hlýjustu frá því að mælingar hófust samkvæmt greiningu vísindamanna. Meðalhiti síðustu þriggja ára mælist nú í fyrsta skipti yfir viðmiðunarmörkum Parísarsamkomulagsins. Erlent 30.12.2025 09:01
Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Volodómír Selenskí Úkraínuforseti hefur neitað fyrir að hafa átt nokkurn þátt í árás sem er sögð hafa verið gerð á eitt af heimilum Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta í nótt. Erlent 30.12.2025 08:37
Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Bandaríkjastjórn mun leggja fram tvo milljarða Bandaríkjadala í sjóð undir stjórn Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA), í stað þess að fjármagna einstaka undirstofnanir og verkefni í málaflokknum. Frá þessu var greint í gær. Erlent 30.12.2025 08:01
Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Hamas-liðum verði refsað grimmilega afvopnist samtökin ekki innan tíðar. Afvopnun Hamas sé skilyrði þess að farið verði í annan fasa vopnahlésins á Gasa. Erlent 29.12.2025 23:27
Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði á dögunum að herafli sinn hefði gert árás á „stóra aðstöðu“ í Venesúela í síðustu viku. Hann sagði þó lítið annað og embættismenn í Bandaríkjunum hafa ekki viljað svara fyrirspurnum blaðamanna um hvað Trump hafi verið að vísa í. Erlent 29.12.2025 15:00
Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Yfirvöld í Norður-Kóreu sögðu frá því í morgun að gerð hefði verið tilraun með langdræga stýriflaug sem á að geta borið kjarnorkuvopn. Tveimur slíkum var skotið á loft í gær, nokkrum dögum eftir að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, skoðaði kjarnorkuknúinn kafbát sem verið er að smíða þar. Erlent 29.12.2025 14:26