Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þrí­tugasta á­rásin á bát meintra smyglara

Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna opinberuðu í gærkvöldi þrítugustu árásina á bát sem sagður er hafa verið notaður til að smygla fíkniefnum til Bandaríkjanna. Árásin var gerð á Kyrrahafinu undan vesturströndum Suður-Ameríku og munu tveir menn hafa verið um borð í bátnum þegar hann var sprengdur.

Erlent
Fréttamynd

Neita að tjá sig um um­mæli Trumps um á­rás í Venesúela

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði á dögunum að herafli sinn hefði gert árás á „stóra aðstöðu“ í Venesúela í síðustu viku. Hann sagði þó lítið annað og embættismenn í Bandaríkjunum hafa ekki viljað svara fyrirspurnum blaðamanna um hvað Trump hafi verið að vísa í.

Erlent
Fréttamynd

Kim á­nægður með nýjar stýri­flaugar

Yfirvöld í Norður-Kóreu sögðu frá því í morgun að gerð hefði verið tilraun með langdræga stýriflaug sem á að geta borið kjarnorkuvopn. Tveimur slíkum var skotið á loft í gær, nokkrum dögum eftir að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, skoðaði kjarnorkuknúinn kafbát sem verið er að smíða þar.

Erlent
Fréttamynd

Þrír lög­reglu­þjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir á­tök í Tyrk­landi

Að minnsta kosti þrír lögregluþjónar og sex vígamenn Íslamska ríkisins liggja í valnum eftir bardaga þeirra á milli í Tyrklandi í morgun. Átta lögregluþjónar og öryggisvörður eru særðir eftir átökin, sem áttu sér stað í Elmali, suður af Istanbul. Lögregluþjónar eru sagðir hafa gert áhlaup á hús þar sem vígamennirnir héldu til.

Erlent
Fréttamynd

Vill lengri tryggingar og til­búinn til að hitta Pútín

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að nýjar friðartillögur sem hafi verið til umræðu milli hans og Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í Flórída í gær innihaldi meðal annars tillögu um fimmtán ára öryggistryggingar handa Úkraínu. Selenskí segir að þær yrði svo hægt að framlengja enn frekar en hann lagði til við Trump í gær að öryggistryggingarnar næðu til allt að fimmtíu ára.

Erlent
Fréttamynd

Milljón dalir eða meira fyrir náðun

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu verið iðinn við að náða menn og fyrirtæki. Í einhverjum tilfellum hefur það gerst svo hratt að Trump hefur komið eigin starfsfólki á óvart og hefur forsetinn verið sakaður um spillingu vegna sumra náðanna.

Erlent
Fréttamynd

Um­kringdu Taí­van og æfðu lokanir hafna

Kínverjar standa nú í umfangsmiklum heræfingum umhverfis Taívan, þar sem þeir líkja eftir lokunum helstu hafna, árásum á skotmörk á sjó og vörnum gegn inngripum þriðju aðila. Yfirvöld í Kína segja um að ræða viðvörun til „aðskilnaðarsinna“ í Taívan.

Erlent
Fréttamynd

„Mark­mið mitt var bara að ná byssunni af honum“

„Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum og stoppa hann í því að myrða fólk og taka saklaus líf,“ segir Ahmed al Ahmed, maðurinn sem hljóp að öðrum árásarmannanna á Bondi strönd í desember og tók af honum byssuna. „Ég veit að ég bjargaði mörgum lífum en ég finn til með þeim sem létust.“

Erlent
Fréttamynd

Átti gott sam­tal við Pútín

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa átt gott og mjög áhrifaríkt samtal við Vladímír Pútín Rússlandsforseta á símafundi þeirra í dag.

Erlent
Fréttamynd

Mesti snjór í New York í fjögur ár

Íbúar í New York vöknuðu í gær við mesta snjó sem fallið hefur í borginni í fjögur ár, eftir að vetrarstormur reið yfir hluta af norðausturhluta Bandaríkjanna. Snjódýptin náði um 11 sentímetrum í Central Park, og setti snjókoman samgöngur, þar á meðal flugsamgöngur, í töluvert uppnám.

Erlent
Fréttamynd

Þrír létust í ó­veðrinu

Þrír eru látnir eftir að stormurinn Jóhannes reið yfir Svíþjóð í gær. Þúsundir eru án rafmagns og samgöngutruflanir eru víða.

Erlent
Fréttamynd

Ræðir upp­færða friðar­á­ætlun við Trump í dag

Volodýmýr Selenskí Úkraínuforseti hittir Donald Trump Bandaríkjaforseta í Flórída í dag þar sem til stendur að ræða uppfærða friðaráætlun í tuttugu liðum. Fundurinn er haldinn eftir umfangsmiklar loftárásir Rússa á Kænugarð um helgina.

Erlent