Dettifoss komið til hafnar Dettifoss, fragtskip Eimskips sem varð vélarvana úti á hafi á miðvikudagar, kom til hafnar í Reykjavík síðdegis í dag eftir að varðskipið Freyja dró það í land. Innlent 12.7.2025 23:18
Dettifoss nálgast endamarkið Flutningaskipið Dettifoss, sem varð vélarvana úti á hafi á miðvikudag, nálgast nú landið dregið áfram af varðskipinu Freyja í eigu Landhelgisgæslunnar. Innlent 12.7.2025 15:48
Skortstöður fjárfesta í bréfum Alvotech eru í hæstu hæðum Ekkert lát virðist vera á áhuga fjárfesta vestanhafs að skortselja bréf í Alvotech en slíkar stöður stækkuðu á nýjan leik í lok síðasta mánaðar og eru núna í hæstu hæðum. Á sama tíma hefur hlutabréfaverð Alvotech átt erfitt uppdráttar og er niður um fjórðung frá því snemma í júnímánuði. Innherji 12.7.2025 13:37
Engan bilbug að finna á neyslugleði heimila samhliða sterku gengi krónunnar Innherji 9.7.2025 15:38
Engin U-beygja hjá Play Tilkynning Play um að hætt hafi verið við yfirtöku á félaginu felur ekki í sér neina U-beygju, haldið verður í áður kynntar breytingar á leiðakerfi félagsins en það ekki tekið af markaði líkt og stóð til. Þetta segir forstjóri fyrirtækisins sem fór fyrir áformum um yfirtökuna. Viðskipti innlent 9. júlí 2025 12:02
Óvenjuleg hömstrun vinnuafls ýtt undir spennu og launskrið á vinnumarkaði Óvenjuleg staða hefur verið uppi á íslenskum vinnumarkaði að undanförnu, sem hefur meðal annars endurspeglast í fjölgun starfa og miklum launavexti samhliða því að samdráttur mælist í landsframleiðslu, en þróunin á um margt sameiginlegt með því sem sést hefur í mörgum öðrum Evrópuríkjum í kjölfar farsóttarinnar. Líklegasta skýringin, samkvæmt greiningu aðalhagfræðings Kviku banka, er hömstrun vinnuafls umfram það sem hagkvæmast getur talist þegar eftirspurn í hagkerfinu er að gefa eftir og kann meðal annars að hafa átt þátt í þrálátri verðbólgu hér á landi. Innherji 9. júlí 2025 10:34
Hætta við yfirtökuna BBL 212 ehf. hefur fallið frá áformum um yfirtökutilboð á öllu hlutafé flugfélagsins Fly Play hf. Félagið hefur tryggt sér áskriftarloforð fyrir 2,4 milljörðum króna í formi útgáfu breytanlegs skuldabréfs til tveggja ára. Viðskipti innlent 8. júlí 2025 18:17
Eftir bestu vitund hvers? „Djöfullinn leynist í smáatriðunum,“ er frasi sem á oft vel við um lögfræðinga þegar þeir lúslesa samninga og takast á um atriði sem kunna að þykja heldur ómerkileg í augum umbjóðandans. Eitt slíkt atriði sem lögfræðingar hafa gjarnan gaman af því að þræta um eru ábyrgðaryfirlýsingar í samningum um kaup og sölu á félögum. Umræðan 8. júlí 2025 12:10
Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Linda Kristinsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður lánastýringar Einstaklingssviðs Íslandsbanka og Harpa Baldursdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns fjármála og reksturs á Einstaklingssviði bankans. Viðskipti innlent 8. júlí 2025 10:45
Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Flugvél Play, sem var í leiguflugi fyrir pólska ferðaskrifstofu, var snúið við til lendingar skömmu eftir flugtak frá Katowice í Póllandi eftir að hafa lent í hagléli sem olli töluverðum skemmdum. Innlent 8. júlí 2025 10:29
Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Stjórn Kviku banka samþykkti í gær að verða við beiðni Arion banka um að hefja samrunaviðræður milli bankanna. Ritstjóri Innherja segir helst velta á Samkeppniseftirlitinu hvort af samrunanum verði. Viðskipti innlent 7. júlí 2025 21:26
Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sylvía Kristín Ólafsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Nova, Hún tekur við af Margréti Tryggvadóttir, sem hefur gegnt starfinu í sjö ár, og mun hefja störf hjá Nova með haustinu. Viðskipti innlent 7. júlí 2025 20:58
Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Í júní 2025 flutti Icelandair 552 þúsund farþega, sem er sjö prósent aukning miðað við júní á síðasta ári. Aukningin var mikil á markaði til Íslands, þar sem farþegum fjölgaði um tuttugu prósent og markaði frá Íslandi, þar sem fjölgunin nam nítján prósent. Viðskipti innlent 7. júlí 2025 15:56
Mæla enn með sölu í Högum þrátt fyrir hækkun á verðmatsgengi félagsins Þrátt fyrir að hækka nokkuð verðmatsgengið á Haga eftir uppgjör fyrsta fjórðungs, sem litaðist meðal annars af betri afkomu af SMS í Færeyjum en búist var við, ráðleggja greinendur IFS enn sem fyrr með því að fjárfestar minnki stöðu sína í smásölurisanum. Í nýrri umfjöllun greiningarfyrirtækisins er búið að bæta við áhættuálagi vegna óvissu í efnahagsmálum á heimsvísu og jafnframt varað við auknum líkum á gengislækkun krónunnar sem geti minnkað framlegð Haga. Innherji 7. júlí 2025 13:27
Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Stjórn Kviku banka og stjórn Arion banka hafa undirritað viljayfirlýsingu um hefja formlegar samrunaviðræður á milli bankanna. Hlutabréfagreinandi hjá Reitun segir að ef það verður úr samruna Arion banka og Kviku banka muni það mögulega skila betri kjörum fyrir neytendur. Viðskipti innlent 7. júlí 2025 12:17
„Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Bankastjóri Íslandsbanka segir mikil vonbrigði að stjórn Kviku hafi ákveðið að ganga til samrunaviðræðna við Arion banka frekar en Íslandsbanka. Í tölvubréfi til starfsmanna segir hann að bankinn hafi teygt sig eins langt og hann gat í tilboði sínu en að sem betur fer séu fleiri fiskar í sjónum en Kvika. Viðskipti innlent 7. júlí 2025 11:28
Arion og Kvika í samrunaviðræður Stjórn Kviku banka hefur samþykkt að verða við beiðni stjórnar Arion banka um að hefja formlegar samrunaviðræður milli bankanna, og hefur viljayfirlýsing þess efnis verið undirrituð af hálfu beggja aðila. Viðskipti innlent 6. júlí 2025 21:36
Nauðsynlegt að bregðast við skertri samkeppnishæfni „án tafar“ eftir sölu ríkisins Stjórnarformaður Íslandsbanka, sem hefur innleitt hvatakerfi og kaupréttaráætlun með miklum stuðningi hluthafa, segir bankann hafa misst starfsfólk vegna þess að geta ekki boðið samkeppnishæf laun og það hafi því verið nauðsynlegt að bregðast við „án tafar“ eftir að ríkið seldi allan eftirstandandi hlut sinn fyrir skemmstu. Aðeins rétt undir hundrað hluthafar, sem fóru saman með tæplega 37 prósenta eignarhlut, mættu á sérstakan hluthafafund Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar sem var boðaður í því skyni að gera breytingar á starfskjarastefnu félagsins. Innherji 6. júlí 2025 15:38
Sætta sig ekki við höfnun Kviku Arion banki og Íslandsbanki ítrekuðu í gær ósk sína um að sameinast Kviku banka þrátt fyrir að Kvika hafi hafnaði þeim báðum þegar bankarnir óskuðu hvor í sínu lagi eftir samrunaviðræðum. Viðskipti innlent 5. júlí 2025 09:36
Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Trausti Sigurður Hilmisson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsmála og upplifana og Jóhanna Hauksdóttir verið ráðin forstöðumaður einstaklingsviðskipta. Þau hafa þegar hafið störf. Viðskipti innlent 4. júlí 2025 09:53
Stöðugur tekjuvöxtur BBA//Fjeldco skilar sér í um 430 milljóna hagnaði Íslenska lögmannsstofan BBA//Fjeldco, sem var meðal annars ráðgjafi við risasamruna JBT og Marel, sá tekjur sínar vaxa um liðlega átta prósent á árinu 2024 og þá jókst sömuleiðis hagnaður félagsins og nam 430 milljónum. Stjórnendur stofunnar reikna með áframhaldandi vexti á þessu ári, meðal annars í verkefnum tengdum jarðvarma og endurnýtanlegri orku í gegnum dótturfélagið Elements. Innherji 3. júlí 2025 06:14
Styrmir leiðir kaup á Aðalskoðun og verður framkvæmdastjóri félagsins Styrmir Þór Bragason, fjárfestir og meðal annars fyrrverandi forstjóri Arctic Adventures, hefur ásamt meðfjárfesti fest kaup á Aðalskoðun og tekið við sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Aðalskoðun er eitt af umsvifameiri félögum á markaði á sviði skoðana og prófana á bifreiðum og velti um átta hundruð milljónum í fyrra. Innherji 2. júlí 2025 12:22
Gengislækkun Alvotech tók niður verðlagningu félaga í Úrvalsvísitölunni Verðlækkun hlutabréfa Alvotech olli því að verðlagning á félögum í Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar (OMXI15) lækkaði í júní. Íslensk hlutabréf eru núna verðlögð miðað við hærri ávöxtunarkröfu til eigin fjár en í Bandaríkjunum, eða um 4,4%. Umræðan 2. júlí 2025 08:19
Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Sjónvarpsstöðin Sýn, áður Stöð 2, verður í opinni dagskrá fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst næstkomandi. Áskrift að Sýn+ veitir notendum forskot á allt efni stöðvarinnar. Viðskipti innlent 1. júlí 2025 15:49
Krónan styrkist enn þótt lífeyrissjóðir og Seðlabankinn bæti í gjaldeyriskaupin Þrátt fyrir að gjaldeyriskaup lífeyrissjóða hafi aukist talsvert í liðnum mánuði þá hafa umsvif sjóðanna á gjaldeyrismarkaði nærri helmingast á árinu miðað við sama tímabil í fyrra. Á meðan Seðlabankinn hefur sætt færis með því bæta enn frekar í regluleg gjaldeyriskaup sín þá hefur það lítil áhrif til að vega á móti gengisstyrkingu krónunnar að undanförnu, einkum gagnvart Bandaríkjadal sem fer bráðlega að nálgast sitt lægsta gildi í meira en sex ár. Innherji 1. júlí 2025 14:46