Fréttir í tímaröð



Fréttamynd

Inga Lind hlaut blessun á Balí

Inga Lind Karlsdóttir, fjölmiðlakona og framleiðandi, er á heimleið eftir ævintýralegt frí á Balí með vinkonu sinni, Áslaugu Huldu Jónsdóttur, fyrrverandi formanni bæjarráðs Garðabæjar. Vinkonurnar deildu myndum frá ferðalaginu á samfélagsmiðlum sínum.

Lífið
Fréttamynd

Elín Hall í Vogue

Leik- og söngkonan Elín Hall skín heldur betur skært þessa dagana. Hún var stödd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín á dögunum þar sem hún rokkaði hvítan klassískan kjól frá Chanel og var í þokkabót í viðtali hjá Vogue.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Unnur Birna og Pétur selja rað­húsið

Hjónin, Unn­ur Birna Vil­hjálms­dótt­ir, lögfræðingur og fyrrum Ungfrú Heimur, og Pét­ur Rún­ar Heim­is­son, markaðs-og þjónustustjóri fasteignafélagsins Heima, hafa sett raðhús sitt við Kjarrmóa í Garðabæ á sölu. Ásett verð er 142,5 milljónir.

Lífið

Mest lesið

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.

Fréttamynd

„Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“

Tónlistarmaðurinn Magnús Kjartan Eyjólfsson greindist með krabbamein fyrir akkúrat ári síðan. Það sem átti að vera stutt læknisheimsókn endaði sem fimm vikna innlögn en í dag hefur hann verið í sjúkdómshléi í tæpa tíu mánuði. 

Lífið
Fréttamynd

Frétta­stjóri Heimildarinnar orðin móðir

Ragnhildur Þrastardóttir, fréttastjóri Heimildarinnar, og unnustinn hennar Sigurður Páll Guttormsson, þáttastjórnandi Hvítþvottar, hlaðvarps um peningaþvætti, og sérfræðingur í vörnum gegn peningaþvætti, eru orðin foreldrar. 

Lífið
Fréttamynd

„Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“

„Ég var alltaf pínulítið að drífa tískutrendin áfram á Hornafirði man ég, ég hafði svo gaman að því. Ég var aldrei mikið að pæla í því, ég var bara svona. Og ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur,“ segir Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró. Hann er viðmælandi í þættinum Tískutal þar sem hann veitir innsýn í einstakan fataskáp sinn.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður að­gangur að þing­sal

Skrautlegur klæðaburður Jóns Gnarr hefur oft vakið athygli og rifjast í því samhengi upp bleiku jakkafötin sem hann klæddist í borgarstjóratíð sinni. Honum leiðist þó tilgerð og svo virðist sem í dag hafi þau náð hámarki sínu að hans mati þegar átti að meina honum aðgang að þingsal vegna þess að hann var í gallabuxum.

Lífið
Fréttamynd

Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn

Tónlistarkonan og plötusnúðurinn Ragnhildur Jónasdóttir og kærastan hennar Elma Valgerður Sveinbjörnsdóttir létu skíra son sinn viðhátíðlega athöfn um helgina. Drengurinn fékk nafnið Bjarki Bergþór.

Lífið
Fréttamynd

Bryan Adams til Ís­lands

Kanadíski tónlistarmaðurinn Bryan Adams er á leiðinni til Íslands og heldur Bare Bones tónleikana sína í Eldborg Hörpu 21. apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu. Adams endurnýjar kynni sín við Ísland en hann hefur áður komið fram hér á landi. Nú kemur hann fram ásamt píanóleikara.

Lífið
Fréttamynd

Selja á Lauga­vegi og bíða eftir erfingja

Aron Kristinn Jónasson tónlistarmaður og meðlimur danstónlistartvíeykisins ClubDub og Lára Portal viðskiptafræðingur hafa sett íbúð sína á Laugavegi til sölu.  Ásett verð eru tæpar 54 milljónir og er íbúðin 52,5 fermetrar.

Lífið
Fréttamynd

Uglumorð, aug­lýsingar og dauði inter­netsins

Tungumálaforritið Duolingo „drap“ í síðustu viku helsta kennimerki sitt, grænu ugluna. Dauði uglunnar er markaðstaktík en viðbrögðin sýna líka hvernig vélmenni og fyrirtæki hafa tekið yfir samfélagsmiðla og eyðilagt alla umræðu.

Menning