Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Nafn Dóru Jóhannsdóttur, eins handritshöfundar sjónvarpsþáttanna Húsó, birtist ekki á skjám landsmanna þegar þættirnir voru sýndir á Rúv í byrjun árs. Né birtist dulnefni hennar, Hekla Hólm, sem hún hafði beðið um að stílað yrði á þættina. Lífið 3.11.2025 07:32
Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Hópur eldri borgarar hittist vikulega til að iðka rafíþróttir og er stemningin einstaklega góð á æfingum. Lífið 2.11.2025 23:03
Dagur Sig genginn í það heilaga Elva Dögg Sigurðardóttir og Dagur Sigurðsson söngvari giftu sig um helgina. Lífið 2.11.2025 20:06
Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni „Mér finnst ekki spennandi að gera eitthvað sem öllum finnst fínt,“ segir myndlistarmaðurinn Arngrímur Sigurðsson sem skapar ævintýraheima á striganum og hefur selt verk sín um allan heim. Arngrímur ræddi við blaðamann um ógleymanleg árin í New York, listina, sveitalífið og tilveruna. Menning 1.11.2025 07:00
Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu. Lífið 1.11.2025 07:00
Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Í dag fór fram hrekkjavaka og var henni fagnað víða þar sem börn klæða sig í búninga og ganga í hús í leit að sælgæti. Veðurspá setti áætlanir úr skorðum en veðrið truflaði ekki krakkana á hrekkjavökuballi í Fossvogi í Reykjavík. Lífið 31.10.2025 23:56
Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Hrekkjavaka hefur á síðustu árum orðið gríðarvinsæl hátíð hérlendis og margir á leið í búningapartý í kvöld. Vanda þarf þó búningavalið því sumir búningar þykja óviðeigandi, ósæmilegir eða hreinlega særandi. Menning 31.10.2025 15:40
Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Eva María Árnadóttir sviðsstjóri samfélags og sjálfbærni hjá Listaháskóla Íslands og eiginmaður hennar, Trausti Stefánsson, menntaskólakennari, hafa sett raðhús sitt við Brekkusel í Seljahverfi á sölu. Ásett verð er 152,9 milljónir. Lífið 31.10.2025 14:54
Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Skemmtiþáttur vetrarins Gott kvöld er á leiðinni í loftið á Sýn og það er nú ekki lið af verri endanum sem mun stjórna þessum þætti. Lífið 31.10.2025 14:00
Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fjölskylduköttur Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, Ronja, fannst á lífi við Grindavíkurafleggjara Reykjanesbrautar eftir miðnætti, eftir sjö vikur á vergangi. Þórdís Kolbrún þakkar sjálfboðaliðum Villakatta í Reykjanesbæ fyrir björgunina og segist nú formlega vera hluti af kattasamfélaginu. Lífið 31.10.2025 13:00
Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Fjölmiðlakonan Megyn Kelly er hneyksluð á Sydney Sweeney og telur hana hafa verið blekkta til að klæðast gegnsæjum silfurlituðum kjól á viðburði Variety um kraft kvenna. Tíska og hönnun 31.10.2025 12:00
Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár Í fyrsta sinn í 35 ár hefur það gerst að ekkert rapplag er að finna í einu af fjörutíu efstu sætum bandaríska Billboard-vinsældalistans. Tónlist 31.10.2025 11:39
Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Mörg hverfi á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að fresta hrekkjavökuhátíð sem átti að fara fram í kvöld til morguns. Hátíðinni er frestað vegna veðurs en lægð er undan suðausturströnd sem á að valda hvassri norðaustanátt víða um land, en stormi á Suðausturlandi og á Vestfjörðum og Norðvesturlandi síðdegis og fram á kvöld. Lífið 31.10.2025 11:17
Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Íslensku sjónvarpsverðlaunin voru afhent í fyrsta sinn á uppskeru- og verðlaunahátíð sjónvarpsgeirans í Gamla bíói í Reykjavík í gærkvöldi. Rjómi íslensks kvikmynda- og sjónvarpsfólks var samankomið í sínu fínasta pússi til að fagna síðustu tveimur árum. Lífið 31.10.2025 11:04
Atli Steinn fann ástina á ný Blaðamaðurinn Atli Steinn Guðmundsson hefur fundið ástina í örmum Unnar Jóhannsdóttir og eru þau flutt saman suður á bóginn eftir að hafa búið bæði í „fjölmörg ár“ í Noregi. Tíu mánuðir eru síðan Atli giftist hinni norsku Anítu Sjøstrøm við Miklagljúfur á gamlársdag en athygli vakti að kærasta þeirra hjóna gaf þau saman. Lífið 31.10.2025 10:42
„Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Það var líf og fjör í Gamla bíói liðna helgi þegar fyrrverandi starfsfólk flugfélagsins PLAY tók sitt „síðasta flugtak“ saman. Hátt í 300 manns mættu í sínu fínasta pússi og skemmtu sér langt fram eftir kvöldi í lokpartýi starfsmannafélagsins. Lífið 31.10.2025 09:34
„Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Nýjasta plata Jóhanns Kristófers Stefánssonar, Joey 3, kom út á miðnætti. Jóhann segir óumflýjanlegt að taka persónulegar hræringar í einkalífinu inn í tónlistina. Hann vill með plötunni reyna að brúa bilið sem hefur myndast milli ólíkra hópa í núverandi menningarástandi. Til marks um það lýsir óvænt nafn veginn á plötunni. Tónlist 31.10.2025 07:03
Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Hrekkjavakan verður haldin hátíðleg víða um land annað kvöld. Umfang hátíðarinnar eykst með hverju árinu sem líður, og hún hefur nú fest sig í sessi á mörgum heimilum. Undirbúningurinn stendur sem hæst, þar sem margir undirbúa hrikalega flottar veislur með girnilegum kræsingum. Matur 30.10.2025 20:00
Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn í kvöld í Gamla bíói. Verðlaun fyrir sjónvarpsþáttagerð hafa ekki verið veitt frá árinu 2022 og því verða veitt verðlaun fyrir síðustu tvö sjónvarpsár að þessu sinni. Fréttamaður á staðnum segir fréttir frá framvindu kvöldsins í rauntíma. Bíó og sjónvarp 30.10.2025 19:00
Már Gunnars genginn út Sundkappinn og söngvarinn Már Gunnarsson er kominn með kærasta. Svo virðist sem hinn heppni heiti Harrison Humby, en í hringrásarfærslu á samfélagsmiðlum í dag birti hann mynd af þeim saman og sagðist stoltur af Má, kærasta sínum. Lífið 30.10.2025 17:35
Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Auglýsingahlé snýr aftur í janúar og fyrstu daga mánaðarins mun verk Þordísar Erlu Zoëga prýða auglýsingaskjái á flettiskiltum og auglýsingaskjám víða um höfuðborgarsvæðið. Lífið 30.10.2025 15:53
Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Það vakti talsverða athygli á blaðamannafundi í Úlfarsárdal í gær þegar Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri var með sólgleraugu á meðan hún kynnti húsnæðisuppbyggingu í hverfinu. Lífið 30.10.2025 15:08
Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Íslenska leikjafyrirtækið Myrkur Games gefur í dag út endurbætta útgáfu af leiknum Echoes of the end, einungis nokkrum mánuðum eftir að leikurinn kom fyrst út. Uppfærslan gerir umtalsverðar breytingar á leiknum sem taka mikið mið af uppástungum frá spilurum. Leikjavísir 30.10.2025 15:01
Hvenær má byrja að spila jólalög? Jólaandinn svífur yfir vötnum, í það minnsta að mati sumra. Vetur konungur mætti með hörku á suðvesturhornið í vikunni með metsnjókomu og sjaldan hefur verið eins kalt í höfuðborginni á þessum degi októbermánaðar. Lífið 30.10.2025 15:01