Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer

Heimildarmyndin Maðurinn sem elskar tónlist fjallar um ævi og störf tónlistarmannsins Þóris Baldurssonar og verður frumsýnd í Bíó Paradís í dag. Á sjötíu ára tónlistarferli hefur Þórir unnið með mörgum þekktustu tónlistarmönnum Íslands en líka erlendum stórstjörnum á borð við Elton John, ABBA, Rolling Stones, Donnu Summer og Grace Jones.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Plötuverslun snið­gengur Björk og tekur tón­list hennar úr hillum

Frá og með deginum í dag verður ekki lengur hægt að kaupa tónlist íslensku tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur í plötuverslun nokkurri í Óðinsvéum í Danmörku. Ástæðan er sú að eigendur verslunarinnar hafa tekið plötur hennar úr hillum vegna ummæla sem söngkonan lét falla um Grænland og Danmörku á samfélagsmiðlum á dögunum. Ekki verður heldur hægt að kaupa tónlist Bjarkar í gegnum vefverslun fyrirtækisins.

Lífið
Fréttamynd

Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sér­trúar­söfnuð

Nathan Chasing Horse, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa leikið hinn unga Smiles A Lot í kvikmyndinni Dansar við úlfa, frá 1990, var fjarlægður úr dómsal í Nevada í gær. Þar á að rétta yfir honum fyrir ýmis kynferðisbrot gegn bæði konum og stúlkum í gegnum árin en hann var með læti í dómsal og krafðist þess að fá að reka eigin lögmann, viku áður en réttarhöldin gegn honum eiga að hefjast.

Erlent
Fréttamynd

Við þurfum að ræða Sydney Sweeney

Ung kona sem hefur ekki átt sjö dagana sæla virðist hafa dottið í lukkupottinn þegar hún fær óvænt starf sem húshjálp hjá ríkum hjónum. Fljótt renna á hana tvær grímur þegar húsfreyjan fer að haga sér undarlega og ýmis ljót leyndarmál koma upp á yfirborðið. The Housemaid er hressandi, subbulegur sálfræðitryllir sem líður fyrir ósannfærandi aðalleikkonu í Sydney Sweeney.

Gagnrýni
Fréttamynd

Scary Movie-stjarna látin

Jayne Trcka, vaxtarræktarkona og leikkona, lést í desember 62 ára að aldri. Hún var þekktust fyrir leik sinn í Scary Movie.

Lífið
Fréttamynd

Játaði ást sína á Jenner

Hollywood-stjarnan Timothee Chalamet var valinn besti leikarinn á verðlaunahátíð bandarískra gagnrýnenda fyrir leik sinn í kvikmyndinni Marty Supreme og nýtti tækifærið til að játa ást sína á kærustu sinni, Kylie Jenner.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Allt skal með var­úð vinna

Viðskiptavinir og unnendur Kvikmyndasafns Íslands hafa nú fengið þær upplýsingar frá menningarmálaráðuneytinu að fyrirhugað sé að sameina safnið Landsbókasafni – Þjóðarbókhlöðu, ásamt Hljóðbókasafni.

Skoðun
Fréttamynd

Goddur er látinn

Listamaðurinn og hönnuðurinn Guðmundur Oddur Magnússon, eða Goddur, er látinn 70 ára að aldri. Goddur var líklega þekktasti listagagnrýnandi Íslands. Síðustu árum ævi sinnar varði hann í kennslu, þar sem hann starfaði sem rannsóknarprófessor við Listaháskóla Íslands þar til hann fór á eftirlaun.

Innlent
Fréttamynd

Marvel-stjarna varð fyrir heila­skaða

Kanadíska leikkonan Evangeline Lilly, sem er þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Lost og Marvel-myndunum um ofurhetjuna Ant-Man, varð fyrir heilaskaða þegar það leið yfir hana og hún lenti með höfuðið á steini í Havaí í fyrra.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Enginn for­maður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðana­bræðra

Áramótaskaupið 2025 vakti mikla lukku landsmanna en þar kenndi ýmissa grasa. Vísir hefur tínt til ýmsa forvitnilega mola sem vöktu athygli, svo sem sögulega fjarveru formanns Sjálfstæðisflokksins, skemmtilegar tengingar höfunda Skaupsins við viðföng þess og meint samsæri Rúv, Samfylkingar og Kaffi Vest gegn sitjandi borgarstjóra.

Menning
Fréttamynd

Enduðu Stranger Things í Þjórs­ár­dal

Lokaþáttur Stranger Things datt inn á Netflix eftir miðnætti á gamlársdag og vakti það athygli áhorfenda að lokaatriðið er tekið upp á Íslandi. Þar má sjá persónuna Eleven, leikna af Millie Bobby Brown, standa fyrir framan Háafoss og Granna í Þjórsárdal.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin

Victoria Jones, fyrrverandi barnastjarna og dóttir bandaríska leikarans Tommy Lee Jones, fannst látin á hóteli í San Francisco aðfaranótt gærdagsins. Hún varð 34 ára.

Lífið
Fréttamynd

Vin­sælustu lögin á Bylgjunni 2025

Tónlistin er gríðarlega mikilvægur hluti af íslensku menningarlífi og síðastliðið ár var mjög gjöfult í íslenskri tónlistarsenu, hvað varðar bæði útgáfu og tónleikahald. 

Tónlist
Fréttamynd

Isiah Whitlock Jr. látinn

Bandaríski leikarinn Isiah Whitlock Jr. er látinn, 71 árs að aldri. Hann var þekktur fyrir eftirminnileg hlutverk í sjónvarpsþáttum á borð við The Wire, Veep og Your Honor, sem og fyrir leik sinn í fjölda kvikmynda með Spike Lee.

Lífið
Fréttamynd

Heitustu lögin á FM árið 2025

Liðið ár var viðburðaríkt í tónlistarsenunni hérlendis og erlendis og má segja að rappið hafi svolítið tekið yfir í gróskumikilli útgáfu á Íslandi. Útvarpsstöðin FM957 afhjúpar hér hvaða hittarar standa efst á árinu sem er senn að líða og íslenskt tónlistarfólk heldur áfram að taka yfir efstu sætin.

Tónlist
Fréttamynd

Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum

Húsfyllir var í Íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar á annan í jólum þegar jólasýning Þjóðleikhússins, gríski harmleikurinn Óresteia eftir Benedict Andrews, var frumsýnd. Ýmis þekkt nöfn létu sjá sig, Gísli Marteinn, Halla Tómasdóttir og Egill Ólafsson þar á meðal. 

Menning
Fréttamynd

Sau­tján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni

Glúmur Baldvinsson, stjórnmálafræðingur og fyrrverandi frambjóðandi Frjálslynda lýðræðisflokksins, minnist frönsku leikkonunnar og dýraverndunarsinnans Brigitte Bardot, sem lést nú á dögunum, í færslu á Facebook. Þar minnist hann þess þegar hann, sem unglingur, leitaði kvikmyndastjörnunnar um frönsku rivíeruna.

Lífið