Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfir­manninn í fyrsta sinn þetta kvöld

Kristin Cabot konan sem varð heimsfræg eftir að verið gripin glóðvolg í faðmlögum með Andy Byron yfirmanni sínum segist aldrei hafa kysst yfirmann sinn fyrr en þetta örlagaríka kvöld þegar hún hafi verið í glasi. Eiginmaður hennar hafi auk þess verið á tónleikunum. Hún opnar sig um málið í fyrsta sinn í viðtali við New York Times og segir þau bæði hafa gengið í gengum skilnaðarferli á þessum tíma.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki

Áhorfendum býðst að skrifa jólakort på gamle moden og fá sér heitt kakó fyrir danssýninguna Jóladrauma og eftir sýningu er öllum boðið upp á svið í alvöru jólaball. Fyrir óvana áhorfendur virðast danssýningar oft óaðgengilegar og flóknar en það er algjör mýta að sögn listdansstjóra Íslenska dansflokksins.

Menning
Fréttamynd

Enginn Óskar til Ís­lands 2026

Engin Óskarsverðlaun munu fara til Íslands á næsta ári en framlag Íslands - Ástin sem eftir er í leikstjórn Hlyns Pálmasonar er ekki meðal þeirra mynda sem eftir eru á stuttlista fimmtán mynda sem koma til greina til að hljóta verðlaun í flokki erlendra mynda.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Bestu myndir Robs Reiner

Kvikmyndaleikstjórinn Rob Reiner er allur en hann skilur þó eftir sig feykiöflugt höfundarverk og urmul góðra mynda. Reiner var ástríkur og hlýr húmoristi sem skilaði sér í myndum hans sem blönduðu áreynslulaust saman húmor við drama. Vísir hefur tekið saman bestu myndir leikstjórans hér að neðan.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Að gluða tómat­sósu yfir sushi-ið

Staðreyndirnar eftir Hauk Má Helgason eru meðal þeirra verka sem tilnefnd eru til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna, og maklega svo, þetta er afar athyglisverð og vel heppnuð saga.

Menning
Fréttamynd

Ís­kaldir IceGuys jólatónleikar

Strákahljómsveitin Ice Guys steig fjórum sinnum á svið í Laugardalshöll um helgina. Þeir fylltu salinn aftur og aftur og stigu þaulæfð danspor á ísilögðu sviði.

Lífið
Fréttamynd

Bríet ældi á miðjum tón­leikum

Tónlistarkonan Bríet Isis Elfar hélt hátíðartónleika í Fríkirkjunni á föstudaginn með öflugum hópi hljóðfæraleikara. Þar lenti hún í þeirri miður skemmtilegu uppákomu að æla á miðjum tónleikum.

Lífið
Fréttamynd

Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu

Tónlistarmyndbandið fyrir lagið „Það sem jólin snúast um“ með GDRN, Magnúsi Jóhanni og KK kom út síðasta fimmtudag og er afrakstur skemmtilegs skiptidíls. Myndbandið er stillumynd (e. stop motion film) sem tók langan tíma að gera þar sem leikstjórinn Kristný Eiríksdóttir brá sér einnig í hlutverk handritshöfundar, brúðugerðarmanns, tökumanns og leikmyndahönnuðar.

Lífið
Fréttamynd

Spjótin beinast að syni Reiners

Rob Reiner og eiginkona hans, Michele eru sögð hafa verið myrt af syni þeirra sem þau voru að rífast við. Ein af dætrum þeirra hjóna er sögð hafa komið að líkunum í gær og sagt lögreglunni að þau hafi verið myrt af bróður hennar, sem heitir Nick Reiner og er 32 ára gamall.

Erlent
Fréttamynd

Aftenging í sítengdum heimi

Aftenging er fyrsta bók lögfræðingsins Árna Helgasonar og kom út hjá Bjarti á dögunum. Sjöfn Asare hefur þetta að segja um bókina á menningarvefnum Lestrarklefinn.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar

Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt til að framlag ríkissjóðs til Rithöfundasambands Íslands vegna greiðslna fyrir afnot á bókasöfnum verði aukið um 80 milljónir króna í fjárlögum næsta árs. Í álitinu segir að efling íslensku sé stórt og mikilvægt mál og komi víða við. Framlagið ætti því á næsta ári að verða um 226 milljónir. 

Innlent
Fréttamynd

Auður segir skilið við Gímaldið

Auður Jónsdóttir, rithöfundur og blaðamaður, hefur ákveðið að ljúka störfum hjá Gímaldinu, nýstofnuðum menningarfjölmiðli en hún er annar stofnenda miðilsins. Auður hyggst einbeita sér að skrifum en hún er meðal rithöfunda sem fá listamannalaun í hálft ár á næsta ári.

Menning