Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Daníel Bjarnason, tónskáld og tónlistarstjórnandi, var í risastóru hlutverki við gerð nýjustu plötu poppstjörnunnar Rosalíu, Lux. Þátttaka Daníels á plötunni kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og mátti hann ekki ræða hana við neinn í heilt ár. Lífið 27.11.2025 15:03
Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Fjórða og síðasta Bókakonfekt ársins fer fram í Bókabúð Forlagsins Fiskislóð 39 í kvöld. Höfundar lesa upp úr verkum sínum og verður upplestrinum streymt beint hér á Vísi. Lífið samstarf 27.11.2025 13:49
Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Kvikmyndafyrirtækið Paramount Pictures hefur samþykkt að dreifa Rush Hour 4 eftir meintan þrýsting frá Donald Trump Bandaríkjaforseta. Leikstjórinn Brett Ratner snýr aftur en honum var slaufað 2017 í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni en hann er nýbúinn að leikstýra heimildarmynd um forsetafrúnna, Melaniu Trump. Bíó og sjónvarp 27.11.2025 11:05
Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Bogi Ágústsson, fyrrverandi fréttamaður og stjórnarmaður í Hollvinafélagi Menntaskólans í Reykjavík, skilaði á stjórnarfundi félagsins bók sem hann hafði fengið lánaða frá Íþöku, bókhlöðu skólans, þegar hann var nemandi, rúmum fimmtíu árum fyrr. Menning 26. nóvember 2025 12:17
Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Leikarinn David Harbour, sem skildi fyrr á árinu við popparann Lily Allen, er talinn hafa endurnýjað kynni sín við búningahönnuðinn Natalie Tippett sem hann hélt við meðan þau Allen voru enn gift. Allen samdi heila plötu um framhjáhaldið og lagið „Madeline“ um viðhaldið en Tippett hefur gengist við því að vera títtnefnd Madeline. Lífið 26. nóvember 2025 11:25
Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Sjöfn Asare tekur fyrir bók Önnu Rósar Árnadóttur, Fyrir vísindin, í Lestrarklefanum. Hún hefur þetta að segja um bókina. Lífið samstarf 26. nóvember 2025 11:05
Menningarmýs komu saman í jólafíling Það var líf og fjör á Listasafni Íslands síðastliðinn sunnudag þegar margar af menningarmúsum landsins komu saman í gjafapappírsútgáfupartý rétt fyrir aðventuna. Listamenn, menningarunnendur og annað áhugafólk lét sig ekki vanta. Lífið 26. nóvember 2025 10:00
Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Tónlistarmaðurinn Hipsumhaps fjarlægði alla tónlist sína af streymisveitum í byrjun vikunnar. Í nýrri yfirlýsingu tónlistarmannsins segist hann ekki ætla að gefa út nýja plötu sína, eða birta eldri lög á streymisveitum, fyrr en gerð plötunnar hefur verið fjármögnuð. Lífið 26. nóvember 2025 09:15
„Ég heillast af hættunni“ „Ég hafði ferðast um allan heim en þarna fyrst áttaði ég mig á því hversu ótrúlega fallegt landið okkar er,“ segir ævintýraljósmyndarinn Eyrún Lydía sem er 29 ára gömul. Hún fríkafaði á dögunum í jökullóni fyrir myndatöku sem hefur að hennar sögn aldrei verið gert áður á Íslandi. Lífið 26. nóvember 2025 07:02
Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan „Mig hafði alla tíð dreymt um að gera plötu,“ segir listamaðurinn, pródúsentinn og hljóðmaðurinn Haukur Páll. Haukur, sem er fæddur árið 2000, byrjaði þrettán ára gamall að semja tónlist og var nú tólf árum síðar að senda frá sér sína fyrstu plötu sem heitir Kyrrðin. Tónlist 25. nóvember 2025 20:02
Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Dægurmálatímaritið Variety hefur valið hundrað bestu gamanmyndir sögunnar. Listinn þykir umdeildur vegna þess hve vítt gamanmyndin er skilgreind og sökum þess hve margar góðar grínmyndir vantar á listann. Bíó og sjónvarp 25. nóvember 2025 17:16
Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að ganga til samninga við Sjómannafélag Eyjafjarðar um uppsetningu og viðhald minnisvarða um síðutogaraútgerð á Akureyri. Til stendur að minnisvarðinn verði reistur við strandstíginn við Drottningarbraut á Akureyri, en áætlaður kostnaður vegna minnisvarðans er hálf milljón króna sem bærin mun leggja til, en að öðru leyti skal Sjómannafélag Eyjafjarðar standa straum af kostnaði vegna verksins. Innlent 25. nóvember 2025 14:38
Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Tónlistarkonan Patti Smith kemur til Íslands næsta sumar og mun troða upp með hljómsveit sinni á tvennum tónleikum, í Hörpu og í Hofi. Tónlist 25. nóvember 2025 13:57
Kostnaður listarinnar Sæunn Gísladóttir tekur fyrir bók Sifjar Sigmarsdóttur á menningarvefnum Lestrarklefinn. Sæunn hefur þetta að segja um bókina. Lífið samstarf 25. nóvember 2025 13:47
Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Það er óhætt að segja að söguþráður nýjustu unglingabókar Arndísar Þórarinsdóttur sé frumlegur og spennandi. Sögupersónur bókarinnar, sem heitir Sólgos, eru að gera sig tilbúnar fyrir fyrsta ballið í 10. bekk þegar rafmagnið fer af. Og ekki nóg með það heldur dettur netið líka út og bílar og flugvélar hætta að virka. Á einu augnabliki hverfa allar reglur samfélagsins og ógnin tekur yfir. Mitt í allri upplausninni má þó finna samstöðu, samkennd og heitar tilfinningar. Lífið samstarf 25. nóvember 2025 09:42
„Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Nýjasta skáldsaga Sifjar Sigmarsdóttur byggir á lífshlaupi Anniear Leifs, fyrstu eiginkonu tónskáldsins Jóns Leifs, en Sif þurfti að skálda mikið í eyðurnar sökum skorts á heimildum. Þegar bókin fór í prentun hafði maður nokkur samband við Sif og var þá nýbúinn að finna dagbók Anniear sem hafði verið grafin ofan í pappakassa í áratugi. Menning 25. nóvember 2025 07:01
Kristján Guðmundsson látinn Kristján Guðmundsson myndlistarmaður er látinn, 84 ára að aldri. Hann var sjálflærður myndlistarmaður og einn stofnenda Gallerí SÚM. Hópurinn að baki SÚM olli straumhvörfum í íslenskri myndlistarsenu á sjöunda áratugnum. Lífið 24. nóvember 2025 23:43
Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Jill Freud, sem túlkaði hlutverk ráðskonu í breska forsætisráðuneytinu í kvikmyndinni Love Actually, lést 98 ára að aldri. Hún var einnig innblástur persónunnar Lucy í bókaröðinni um ævintýralandið Narníu. Lífið 24. nóvember 2025 17:43
Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Jamaíska reggígoðsögnin Jimmy Cliff, sem átti stóran þátt í að breiða út reggí til heimsbyggðarinnar, er látinn 81 árs að aldri. Tónlist 24. nóvember 2025 14:15
Udo Kier er látinn Þýski leikarinn Udo Kier, sem lék í meira en 200 kvikmyndum á ferli sínum, er látinn, 81 árs að aldri. Kier var þekktur fyrir stingandi augnaráð sitt og lék gjarnan sérstæða karaktera eða illmenni. Bíó og sjónvarp 24. nóvember 2025 12:02
Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Reykjavíkurborg iðar af menningu og lífi allan ársins hring. Þrátt fyrir að tónlistarhátíðin Iceland Airwaves sé nýafstaðin þýðir það ekki að það sé ekki hægt að sækja ótal skemmtilega tónleika á næstu misserum. Tónlist 24. nóvember 2025 12:00
Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Jana Hjörvar tekur nýjust bók Nönnu Rgnvaldardóttur fyrir í Lestrarklefanum. Hún hefur þetta að segja um bókina. Lífið samstarf 24. nóvember 2025 10:07
Þakklát að hafa prófað alls konar hluti „Ég var gjörn á að „fela“ mig með fatnaði og það tók tíma að læra inn á mig,“ segir tónlistarkonan Kolfreyja Sól Bogadóttir, betur þekkt sem Alaska 1867. Hún ræddi við blaðamann um persónulegan stíl, tískuna og fataskápinn. Tíska og hönnun 24. nóvember 2025 07:04
Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Latibær fagnar þrjátíu ára afmæli sínu í Háskólabíói í janúar og býður börnum og fjölskyldum þeirra að fagna með sér. Nú hefur hulunni verið svipt af því hverjir það eru sem fara með hlutverk persónanna sígildu. Lífið 23. nóvember 2025 13:38