Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Húsó fjar­lægðir af Rúv

Sjónvarpsserían Húsó hefur verið fjarlægð fyrr en áætlað var af vefsíðu Ríkisútvarpsins. Dóra Jóhannsdóttir, einn handritshöfunda þáttanna, segir að þættirnir verði settir inn aftur þegar framleiðandi afhendir réttan kreditlista. Hún sjálf berst fyrir því að nafn hennar sé sett á kreditlistann.

Menning
Fréttamynd

Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg

Næsta kvikmynd Baltasars Kormáks er spennutryllirinn The Big Fix frá Netflix um skrifstofumann hjá FIFA sem afhjúpar stórt veðmálasvindl tengt kínversku mafíunni og endar í eltingaleik við metnaðarfullan svindlara. Mark Wahlberg og Riz Ahmed fara með aðalhlutverkin.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Blint stefnu­mót heppnaðist vel

Menningarvitar landsins komu saman í Ásmundarsal síðastliðna helgi og skáluðu fyrir glæsilegri opnun samsýningarinnar Blint stefnumót eða Blind date. Þar mætast listamennirnir Kristín Karólína Helgadóttir og Sigurður Guðmundsson á skemmtilegan máta.

Menning
Fréttamynd

Sverrir Berg­mann hættir í bæjar­stjórn

Sverrir Bergmann Magnússon, tónlistarmaður, varaþingmaður og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, hefur ráðið sig í starf samfélags- og sjálfbærnisstjóra hjá Kadeco, þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar. Þar sem fyrirtækið starfar bæði í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ hefur hann ákveðið að hætta í bæjarstjórn og kveðst ekki bjóða sig fram aftur. 

Innlent
Fréttamynd

Halla T meðal sofandi risa

Elegansinn var í fyrirrúmi í opnunarteiti Kristjáns Maack á ljósmyndasýningunni Sofandi risar. Meðal gesta voru Heiða Björg borgarstjóri og Halla Tómasdóttir forseti.

Menning
Fréttamynd

Magnús Ei­ríks­son borinn til grafar

Magnús Eiríksson, einhver dáðasti dægurlagaperlusmiður landsins, var borinn til grafar í dag. Segja má að þjóðarsorg hafi brotist út þegar andlát hans spurðist.

Innlent
Fréttamynd

Líkamsumhirða sem þróast í þrá­hyggju

Listakonan Kristín Helga Ríkharðsdóttir fer einstakar leiðir í listsköpun sinni og hefur vakið mikla athygli hérlendis undanfarið ár. Kristín Helga, sem er fædd árið 1993 og lærði í New York, var að opna einkasýningu í D-sal Listasafns Reykjavíkur sem ber heitið Silkimjúk. Viðfangsefnið snertir meðal annars á þráhyggju fyrir líkamsumhirðu og óútskýrðum ótta við stutt, svört hár.

Menning
Fréttamynd

Aron Mola ást­fanginn í bíó

Rappararnir Ízleifur og Flóni buðu fjölda frægra í bíó um helgina þar sem þeir frumsýndu sjóðheitt tónlistarmyndband við nýja lagið þeirra Síróp. Meðal gesta voru Aron Mola og frúin hans Erla Lind, Birgitta Líf og Ásthildur Bára.

Lífið
Fréttamynd

Aðgerðaráætlun í mál­efnum fjöl­miðla

Rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Alþjóðlegir streymis- og auglýsingarisar starfa hér án þess að á þá séu lagðar sambærilegar kvaðir og á íslensk fjölmiðlafyrirtæki sem sinna hér mikilvægu menningarlegu hlutverki og lýðræðislegri umræðu.

Skoðun
Fréttamynd

Bestu og verstu leik­sýningar síðasta leik­árs

Hvaða leiksýningar á síðasta leikári voru bestar og hverjar voru verstar? Hvernig endaði jólabókaflóðið og hefur vinsældarlistinn einhverja þýðingu? Hvernig tókst til við ráðningu nýs óperustjóra þjóðaróperunnar, eða óperu undir hatti Þjóðleikhússins?

Menning
Fréttamynd

Kvik­myndirnar sem beðið er eftir 2026

Vísir hefur tekið saman lista yfir 30 kvikmyndir sem koma út á árinu og er beðið eftir með eftirvæntingu. Ofurhetjumyndir, hrollvekjur og stórmyndir byggðar á bókmenntum eru áberandi en þar fyrir utan er von á ýmsu góðu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Þetta er ekki upp­gjör á mínu upp­eldi“

Rapparinn og pródúsentinn Ízleifur gefur út sína þriðju plötu, 100&Einn, undir mánaðarlok. Platan er hans lengsta til þessa, innblásin af uppeldishverfinu 101 og tekst Ízleifur á við ýmsar erfiðar tilfinningar á henni.

Tónlist
Fréttamynd

Fékk afa sinn með sér á skóla­bekk

Guðni Ágústsson fyrrverandi alþingismaður var ekki lengi að hugsa sig um þegar barnabarn hans bað hann um að koma með sér í íslenskuáfanga í framhaldsskóla og skellti sér með honum í námið. Þeir félagar ætla að skiptast á þekkingu og búast við háum einkunnum.

Innlent
Fréttamynd

Trölli stelur jólunum í Borgar­leik­húsinu

Borgarleikhúsið hefur tryggt sér sýningarrétt á söngleiknum Þegar Trölli stal jólunum, sem byggir á sígildu ævintýri Dr. Seuss. Söngleikurinn verður frumsýndur á stóra sviðinu í nóvember, Valur Freyr Einarsson leikstýrir honum og verður hulunni svipt af leikhópnum á næstunni.

Menning