Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti bankans um 25 punkta og fara því þeir úr því að vera 7,5 prósent og í 7,25 prósent. Viðskipti innlent 19.11.2025 08:31
Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir ferðatöskur skildar eftir á áfangastað ef vélin er orðin of þung og það sé spá um mikinn og kröftugan mótvind. Það gerist ekki oft en líklegra sé að það gerist ef flugin eru löng. Viðskipti innlent 18.11.2025 23:15
Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Forsætisráðherra segir tíðindi dagsins í tollamálum vera mikil vonbrigði en að varnarsigur hafi þó unnist. Þrátt fyrir að efnahagslegt tjón af verndarráðstöfunum vegna kísiljárns verði lítið, ef nokkuð, hafi prinsipp EES-samningsins verið þverbrotin. Öll samtöl við ráðamenn Evrópusambandsríkja bendi til þess að aðgerðirnar séu ekki forsmekkur að því sem koma skal. Viðskipti innlent 18.11.2025 17:23
„Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent 18.11.2025 12:17
Selur hjörð en ekki jörð Allir nautgripir þess sem áður var kúabú að Akbraut í Rangárþingi ytra á Suðurlandi hafa verið auglýstir til sölu. Það sem athygli vekur er að fasteignasalan Eignatorg annast söluna en fasteignasali segir um að ræða fyrsta skiptið sem hann selji heila hjörð frekar en jörð. Viðskipti innlent 18.11.2025 11:21
Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Aðildarríki Evrópusambandsins samþykktu tillögu um verndartolla á innflutt járnblendi á fundi í morgun. Framkvæmdastjórnin segist ætla að eiga í reglulegu samráði við íslensk og norsk stjórnvöld um aðgerðirnar. Viðskipti innlent 18.11.2025 10:54
Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórn Algalífs hefur gengið frá ráðningu Kára Marís Guðmundssonar, sem lét nýverið að störfum sem forstjóri PCC á Bakka, í starf forstjóra Algalífs. Hann tekur við starfinu af Orra Björnssyni sem óskað hefur eftir að láta af störfum eftir þrettán ár hjá félaginu. Hann er oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og kveðst ætla að helga sig komandi prófkjörs- og kosningabaráttu. Viðskipti innlent 18.11.2025 10:39
Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu meðal stjórnenda í fyrirtækjum og stofnunum sýna mikinn viðsnúning í efnahagshorfum litið til næstu tólf mánaða frá því að meirihluti stjórnenda vænti vaxtar í hagkerfinu yfir í að meirihluti stjórnenda væntir nú samdráttar. Viðskipti innlent 18.11.2025 08:31
Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir lögmaður, hefur verið ráðin sem verkefnastjóri fyrir Hringborð hafs og eldis (IAOF- Icelandic Aquaculture and Ocean Forum). Viðskipti innlent 18.11.2025 08:25
Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? 38 ára kona spyr: „Mér stendur til boða að safna meiri séreign þegar ég greiði í lífeyrissjóð, en ég á svolítið erfitt með að átta mig á þessu. Hver er munurinn á séreign og samtryggingu?“ Viðskipti innlent 18.11.2025 07:01
Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Samtök iðnaðarins segja óásættanlegt að íslenskir kísilframleiðendur þurfi að fylgja íþyngjandi regluverki Evrópusambandsins en loka eigi á aðgang þeirra að Evrópumarkaði. Verði af verndarráðstöfunum þurfi íslensk stjórnvöld að íhuga framtíð EES-samningsins Viðskipti innlent 17.11.2025 23:01
Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Stjórnir Arctic Adventures hf. og Kynnisferða hf. (Icelandia) hafa undirritað samkomulag um helstu skilmála vegna áforma um sameiningu félaganna. Samkomulagið er gert með fyrirvara um áreiðanleikakönnun á báðum félögum, samþykki Samkeppniseftirlitsins og samþykki hluthafafunda félaganna. Viðskipti innlent 17.11.2025 13:36
Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Origo hefur ráðið Arnþór Inga Hinriksson sem forstöðumann Azure skýja- og viðskiptalausna. Viðskipti innlent 17.11.2025 13:34
Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Forstjóri Elkem á Íslandi segir mikla óvissu ríkja um verndarráðstafanir Evrópusambandsins á íslenskan og norskan kísilmálm og lítið sé hægt að geta sér til um ákvörðun sambandsins. Raungerist ráðstafanirnar hafi hún mestar áhyggjur af getu til að bregðast við áföllum á öðrum mörkuðum. Viðskipti innlent 17.11.2025 12:51
„Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fjárfestingarbanki Evrópu, sem kallaður er loftslagsbanki Evrópusambandsins, og Orkuveitan hafa undirritað lánasamning að fjárhæð 100 milljónir evra, ádráttarbært til næstu tveggja ára. Fjármagnið mun nýtast til uppbyggingar innviða hjá dótturfélagi Orkuveitunnar, Veitum. 100 milljónir evra eru um 14,8 milljarðar króna. Viðskipti innlent 17.11.2025 12:00
Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Fríður Skeggjadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðamála hjá Lyfja og heilsu. Viðskipti innlent 17.11.2025 10:49
Pavel í baðstofubransann Körfuboltakappinn Pavel Ermolinskij hefur til skoðunar að setja upp potta og gufu á vannýttri lóð á Þingeyri. Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar tekur vel í erindið en bendir á að lóðin hafi áður hýst olíutanka. Pavel segir að um sé að ræða hugmynd á algjöru frumstigi. Viðskipti innlent 17.11.2025 10:25
Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Atkvæðagreiðslu um verndartolla Evrópusambandsins á kísilmálm hefur enn verið frestað, að sögn Ríkisútvarpsins og norskra fjölmiðla. Endanlegri ákvörðun hafði verið frestað til dagsins í dag en nú er því haldið fram að hún fari fram á morgun. Viðskipti innlent 17.11.2025 08:56
Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Tveggja ára gamall spjallþráður á samfélagsmiðlinum Reddit leiddi til þess að ferðaþjónustufyrirtæki birtist ekki er gervigreindarmállíkan var beðið um tillögur í geira fyrirtækisins. Í spjallþráðnum var að finna slæma umsögn um fyrirtækið en framkvæmdastjóri stafrænnar markaðsstofu segir að um byltingu sé að ræða. Gervigreindin hlusti frekar á hvað fólk sé að segja um fyrirtækin heldur en hvað fyrirtækin sjálf segja. Viðskipti innlent 16.11.2025 16:51
Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Íbúar við Hverfisgötu 94 til 96 og Barónsstíg 6 hafa lagt fram stjórnvaldskæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og krefjast þess að starfsleyfi kaffihússins og bakarísins Hygge við Barónsstíg 6 verði afturkallað. Í kærunni er vísað til þess að sorphirðumál séu í ólestri og að mikil mengun sé frá rekstrinum. Viðskipti innlent 15.11.2025 12:25
Fundinum mikilvæga frestað Fundi þar sem greiða átti atkvæði um tillögu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um verndarráðstafanir vegna kísilmálms hefur verið frestað fram á mánudag. Samkvæmt tillögu framkvæmdastjórnarinnar verða íslenskir og norskir framleiðendur kísilmálms ekki undanþegnir verndarráðstöfununum. Viðskipti innlent 14.11.2025 15:53
Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins, um að ákvörðun Fjölmiðlanefndar um 1,5 milljóna króna sekt yrði ógilt. Árvakur var sektaður vegna 48 dulinna viðskiptaboða á Mbl.is á rúmlega einu ári. Viðskipti innlent 14.11.2025 14:35
Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Kári Marís Guðmundsson mun láta af störfum sem forstjóri kísilverksmiðjunnar PCC á Bakka næstu mánaðarmót. Kristín Anna Hreinsdóttir mun taka við stöðunni á meðan rekstrarstöðvun félagsins stendur. Viðskipti innlent 14.11.2025 12:48
Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Eik fasteignafélag hf. og Hamravellir atvinnuhús ehf. hafa undirritað samkomulag um uppbyggingu á iðnaðar- og lagerhúsnæði við Jötnahellu í Hafnarfirði. Húsnæðið verður byggt með þarfir öflugra fyrirtækja að leiðarljósi. Áætlaður framkvæmdartími er um 12 mánuðir. Byrjað verður á 2.600 fermetrum að Jötunhellu 5 en til greina kemur að sameina lóðir að Jötnahellu 5 og 7 og stækka húsnæðið og athafnasvæði lóðanna til muna. Viðskipti innlent 14.11.2025 11:08
Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Sjóðfélagar Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands (LTFÍ) samþykktu einróma tillögu um sameiningu við Frjálsa lífeyrissjóðinn á sjóðfélagafundi lífeyrissjóðsins sem haldinn var í gær. Viðskipti innlent 14.11.2025 10:55