Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Árni farinn frá Fylki

Árni Freyr Guðnason er hættur störfum sem þjálfari Fylkis í Lengjudeild karla í fótbolta. Árangur Fylkismanna hefur verið langt undir væntingum og liðið er rétt ofan við fallsvæðið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Upp­gjörið: Vestri í úr­slit í fyrsta skipti

Vestri tók á móti Fram í undanúrslitum Mjólkurbikars karla nú í dag. Mikið var undir enda ljóst að sigurvegarinn væri á leið á Laugardalsvöll og myndi þar mæta Val sem hafði tryggt sig í úrslitaleikinn fyrr í mánuðinum. Eftir markalausar 120 mínútur þá réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni þar sem heimamenn fóru með sigur eftir að hafa skorað úr öllum sínum spyrnum og tryggði sig í leiðinni í úrslitaleikinn í fyrsta sinn í sögunni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Á góðum stað fyrir mikil á­tök

„Ég held það sé gríðarlega mikilvægt að mæta í þessa Evrópuleiki þegar liðið er fullt af sjálfstrausti og á góðu róli bæði í deild og bikar,“ segir Srdjan Tufegdzic, Túfa, þjálfari Vals, í aðdraganda Evrópuleiks kvöldsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir

„Það fer ljómandi vel um okkur. Við erum í strandbæ sem heitir Durres á mjög huggulegu hóteli í sól og hita,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Hans menn hefja Evrópuvertíð sína er liðið mætir Egnatia í Albaníu í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Óli Jóh skelli­hló að við­tali Heimis

Fyrrum þjálfarinn Ólafur Jóhannesson var sérfræðingur Sýnar Sport í kringum leik FH og Stjörnunnar í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Hann réði sér vart fyrir kæti yfir viðtali fyrrum samstarfsfélaga hans, Heimis Guðjónssonar, þjálfara FH, eftir leik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Búnir að vera á smá hrak­hólum“

„Varnarlega spiluðum við gríðarlega vel. Við breyttum og skiptum í 4-4-2 og það var bara mjög erfitt að finna lausnir gegn okkur. Svo áttum við góð færi líka. Ég er bara mjög sáttur við leikinn í heildina,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, eftir markalaust jafntefli hans manna við topplið Víkings á Hásteinsvelli í Bestu deild karla í fótbolta síðdegis.

Íslenski boltinn