Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

„Galið og fá­rán­legt“

Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, er brjálaður yfir því að Brookelynn Paige Entz hafi ekki fengið heimild til að spila leik liðsins gegn Þrótti fyrr í kvöld. Hann segir bæði félög búin að ganga frá pappírum, en „einhver ríkisstofnun“ hafi komið í veg fyrir að hún mætti spila.

Íslenski boltinn

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hártog er harð­bannað og ekki skylda að vera með tagl

Umræða um hártog í kvennafótbolta hefur skotið upp höfði hér á landi en starfsmaður hjá dómaranefnd KSÍ segir hártog harðbannað og alltaf verðskulda rautt spjald, sama hvort það hafi verið óvart eða ekki. Leikmenn megi spila með slegið hár og séu ekki skyldugir til að setja hárið í teygju, það sé á ábyrgð hins aðilans að toga ekki í hárið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker

Ibrahim Turay og Alpha Conteh, leikmenn frá Síerra Leóne, eru gengnir til liðs við Stjörnuna. Þeir eiga báðir landsleiki fyrir Síerra Leóne, líkt og Steven Caulker, spilandi aðstoðarþjálfari Stjörnunnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ó­reyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“

„Þegar þessi skrípaleikur fer af stað hérna á fertugustu mínútu hefðum við átt að vera búnir að klára leikinn“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, eftir 3-2 tap gegn FH. Skagamenn byrjuðu leikinn mun betur og komust tveimur mörkum yfir, en svo hófst það sem Lárus kallar „skrípaleik.“

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Upp­gjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrú­leg endur­koma heima­manna í Kapla­krika

Það var hreint stórkostlegur fótboltaleikur sem gömlu stórveldin ÍA og FH buðu upp á á Kaplakrikavelli í kvöld. Heimamenn höfðu á endanum 3-2 sigur í ótrúlegum leik þar sem áhorfendur fengu heldur betur eitthvað fyrir peninginn. Fimm mörk, tvær vítaspyrnur, tvö rauð spjöld og hellingur af dramatík í alvöru fallbaráttuslag þessara sigursælu liða.

Íslenski boltinn