Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þórsarar upp í Bestu deildina en Sel­foss féll

Eftir rúman áratug í næstefstu deild munu Þórsarar spila í Bestu deild karla í fótbolta á næstu leiktíð. Þeir tryggðu sér sæti þar með sigri gegn Þrótti á troðfullum AVIS-vellinum í Laugardal í dag. Selfoss féll hins vegar í 2. deild með Fjölni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Setti oft fót­boltann fram yfir mína and­legu heilsu“

Lára Kristín Pedersen lagði á dögunum fótboltaskóna upp í hillu vegna bakmeiðsla. Hún skilur sátt við en hefði þó viljað beita rödd sinni betur á meðan ferlinum stóð og átti þá til að ganga fram af sér er hún glímdi við fíknisjúkdóm. Önnur verkefni taka nú við, þar á meðal að aðstoða aðra í fíknivanda.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ljúft að klára leikinn svona“

ÍA, botnlið Bestu deildar karla, sigraði Breiðablik á heimavelli 3-0 í kvöld og sótti mikilvæg þrjú stig í baráttunni um að halda sér uppi. Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari liðsins, var ánægður með spilamennsku sinna manna eftir leikinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þá gætum við lagst niður og gefist upp“

Breiðablik hefur nú tapað báðum leikjum sínum gegn ÍA sem situr á botni deildarinnar í sumar. Liðið er einnig án sigurs í síðustu fimm leikjum í deildinni og ljóst að Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, þarf að finna lausnir á ógöngu liðsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Menn þurfa að fara að átta sig á því“

„Það er mikil spenna og langt síðan við höfum spilað leik. Við erum ferskir og klárir í slaginn,“ segir Viktor Jónsson, framherji ÍA, um leik liðsins við Breiðablik í Bestu deild karla í kvöld. Skagamenn eru með bakið upp við vegg fyrir leik kvöldsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Arna semur við Vålerenga

Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, hefur samið við Vålerenga í Noregi. Hún skrifar undir þriggja ára samning við félagið.

Fótbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugar­dalnum

Þróttur og FHL gerðu 2-2 jafntefli á Avis-vellinum í dag. Jafnteflið sennilega sanngjarnt á endanum en frammistaða FHL var að mörgu leyti öflug og þær voru beittar í flestum sínum aðgerðum. Þróttur, sem hafa oft spilað betur í sumar, unnu síðast í deildinni fyrir um mánuði síðan.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hetja Blika: „Einn leikur í einu“

Þrátt fyrir að hafa tryggt toppliði Breiðabliks hádramatískan sigur á FH, liðinu í 2. sæti Bestu deildar kvenna, var Birta Georgsdóttir með báða fæturna á jörðinni þegar hún ræddi við Sýn Sport eftir leik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Upp­gjörið: Breiða­blik - FH 2-1 | Ótrú­leg endur­koma og Blikar að stinga af

Íslandsmeistarar Breiðabliks tók á móti FH í 16. umferð Bestu deild kvenna í kvöld. Gestirnir úr Hafnafirði komust yfir og virtust lengi vel ætla að stela stigunum þremur þrátt fyrir mikinn sóknarþunga frá heimakonum. Birta Georgsdóttir steig hins vegar upp þegar mest á reyndi og tryggði Blikum þrjú stig og örugga forystu á toppi deildarinnar.

Íslenski boltinn