Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Tónlistarmaðurinn Hipsumhaps fjarlægði alla tónlist sína af streymisveitum í byrjun vikunnar. Í nýrri yfirlýsingu tónlistarmannsins segist hann ætla ekki að gefa út nýja plötu sína, eða birta eldri lög á streymisveitum, fyrr en gerð plötunnar hefur verið fjármögnuð. Lífið 26.11.2025 09:15
Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan „Mig hafði alla tíð dreymt um að gera plötu,“ segir listamaðurinn, pródúsentinn og hljóðmaðurinn Haukur Páll. Haukur, sem er fæddur árið 2000, byrjaði þrettán ára gamall að semja tónlist og var nú tólf árum síðar að senda frá sér sína fyrstu plötu sem heitir Kyrrðin. Tónlist 25.11.2025 20:02
Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Tónlistarkonan Patti Smith kemur til Íslands næsta sumar og mun troða upp með hljómsveit sinni á tvennum tónleikum, í Hörpu og í Hofi. Tónlist 25.11.2025 13:57
Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Listaparið Leifur Ýmir Eyjólfsson og Katrína Mogensen hafa sett 170 fermetra einbýlishús við Hafnagötu í Höfnum á sölu. Húsið var byggt árið 1929 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar arkitekts en hefur verið mikið endurnýjað á liðnum árum. Ásett verð er 69,9 milljónir. Lífið 21. nóvember 2025 15:24
„Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breytingar á reglum um atkvæðagreiðslu í Eurovision og kynningu laga eru skref í rétta átt en enn hefur engin ákvörðun verið tekin um það hvort Ísland muni taka þátt eða ekki í keppninni á næsta ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum útvarpsstjóra til fréttastofu en Ísland hefur til 10. desember til að tilkynna af eða á um þátttöku. Lífið 21. nóvember 2025 10:49
Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur kynnt ýmsar nýjar reglur um atkvæðagreiðslu og kynningu laga sem taka þátt í Eurovision sem eiga að tryggja hlutleysi. Reglurnar verða ræddar á fundi þátttökuþjóða í desember og eru viðbragð við áhyggjum margra þjóða af afskiptum Ísraela af atkvæðagreiðslu í fyrra. Lífið 21. nóvember 2025 09:29
Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Tónlistarmaðurinn Prakazrel „Pras“ Michel hefur verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir að taka við peningum frá erlendum aðila og nota þá í pólitískum tilgangi. Erlent 21. nóvember 2025 08:20
Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir fagnar sextíu ára afmæli sínu í dag. Hún er fortíðin, samtíðin og framtíðin segir Bríet. Ferillinn talar sínu máli hjá Björk sem hefur nýtt frægð sína til að berjast fyrir náttúruvernd og taka upp hanskann fyrir lítilmagnann. Frægðin hefur hins vegar alls ekki alltaf verið dans á rósum. Lífið 21. nóvember 2025 06:31
Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds og söngkonan Sandrayati eignuðust dreng þann 29. september síðastliðinn. Hjónin greindu frá gleðitíðindunum í færslu á samfélagsmiðlum í gær. Lífið 20. nóvember 2025 14:01
Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Litríka tvíeykið Skoppa og Skrítla snýr aftur eftir nokkurra ára hlé og efnir til tónleikasýningar á aðventunni. Í tilefni þess hafa þær sent frá sér nýtt lag sem ber heitið „Fyrstu jólin mín“. Lagið og myndbandið er frumsýnt hér á Vísi. Menning 20. nóvember 2025 13:02
Hlýja og nánd heima og uppi á sviði „Fólk þekkir þetta fyrirkomulag og kann að meta það og við líka,“ segir Helgi Björnsson tónlistarmaður sem er á fullu að undirbúa sig fyrir stórtónleika á laugardaginn næsta. Hann rifjar upp gamla takta og býður fólki líka að horfa á tónleikana heima. Tónlist 20. nóvember 2025 10:00
Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Bandaríska hiphop-sveitin Mobb Deep kemur fram á Íslandi þann 24. mars næstkomandi. Tónleikarnir fara fram í húsnæði KR við Frostaskjól. Mobb Deep var stofnuð á tíunda áratugnum í New York og var hljómsveitin þá skipuð þeim Prodigy og Havoc. Lífið 20. nóvember 2025 09:16
Gulli Reynis látinn Tónlistarmaðurinn Gunnlaugur Reynisson, eða Gulli Reynis, er fallinn frá. Eiginkona hans, Erla Björk Hauksdóttir, tilkynnti um andlát hans í dag. Innlent 19. nóvember 2025 22:58
Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Æskuheimili tónlistarkonunnar Bríetar Ísis Elfar við Laugarnesveg er komið á sölu. Íbúðin er rúmlega 92 fermetrar að stærð og á efstu hæð snyrtilegs fjölbýlishúss frá árinu 1959. Ásett verð er 89,9 milljónir. Lífið 19. nóvember 2025 16:02
Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Tónlistarmaðurinn D4vd er grunaður í máli hinnar fimmtán ára Celeste Rivas sem fannst látin í framskotti Teslu-bifreiðar hans. Rivas hafði flúið að heiman rúmu ári fyrr og mögulega átt í sambandi við tónlistarmanninn áður en lík hennar fannst. Erlent 19. nóvember 2025 11:48
Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Biskup Íslands hefur valið Sigurð Flosason tónlistarmann, tónskáld og tónlistarkennara í starf söngmálastjóra.Hann tekur við af Guðnýju Einarsdóttur kantor. Innlent 19. nóvember 2025 10:05
„Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin og kærasta hans Erna María Björnsdóttir, flugfreyja hjá Icelandair, fögnuðu níu ára sambandsafmæli sínu í gær. Lífið 19. nóvember 2025 10:02
Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Það var líf og fjör í Eldborg um helgina þegar Stuðmenn héldu tvenna tónleika við gríðarlegan fögnuð aðdáenda. Tilefnið var fimmtíu ára afmæli fyrstu plötu sveitarinnar, Sumar á Sýrlandi, og enginn tónleikagestur fór heim ósnortinn eftir dásamlegan flutning Egils, Valgeirs og Sigga Bjólu á laginu Í bláum skugga. Tónlist 18. nóvember 2025 20:02
Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Breska tónlistarkonan Lily Allen er mögulega að eiga rosalegustu endurkomu tónlistarsögunnar og hefur frægðarsól hennar sjaldan skinið skærar. Hún gaf út eina umdeildustu plötu ársins, seldi upp á fjölda tónleika og gekk í gærkvöldi tískupallinn fyrir hátískuhúsið 16Arlington við mikinn fögnuð. Tíska og hönnun 18. nóvember 2025 15:10
Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist getur kallað fram sterkar tilfinningar, glatt mann, brotið niður eða vakið viðbjóð. Þegar horft er til baka koma mörg íslensk lög upp úr dúrnum sem gætu sennilega ekki komið út í dag vegna niðrandi, kynferðislegs eða óviðeigandi umfjöllunarefnis. Tónlist 18. nóvember 2025 07:00
Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Hljóðfæraleikarinn Ásta Kristín Pjetursdóttir lenti óvænt í kröppum dansi á Schiphol-flugvelli í Amsterdam þar sem hún var á leið heim með víóluna sína. Starfsmaður vísaði til breyttra reglna um hljóðfærið og hótaði því að kalla á öryggisverði. Ásta segir hljóðfæraleikara langþreytta á óskýrum reglum og hvetur Icelandair til að bregðast við. Félagið segir málið til skoðunar. Innlent 17. nóvember 2025 15:13
Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Það var líf og fjör í Kringlubíói um helgina þegar rapparar, ofurskvísur, listamenn og áhrifavaldar komu saman á frumsýningu hjá Birni og Flóna. Tónlist 17. nóvember 2025 11:30
70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Það var líf og fjör á Laugarvatni um helgina þegar um 200 nemendur Tónlistarskóla Árnesinga komu saman til að spila á hljóðfæri sín í tilefni af 70 ára afmæli skólans fyrir gesti á sérstökum afmælistónleikum í íþróttahúsinu á Laugarvatni í gær, 15. nóvember. Innlent 16. nóvember 2025 20:05
Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gugga í gúmmíbát fór á djammið á Airwaves í síðustu viku og kíkti á rúntinn með Flona. Þau fóru saman í hvítri Flona-Teslunni gegnum bílabón, eldheitar hraðaspurningar og töluvert neistaflug. Lífið 15. nóvember 2025 14:59