Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Tónlistarmyndbandið fyrir lagið „Það sem jólin snúast um“ með GDRN, Magnúsi Jóhanni og KK kom út síðasta fimmtudag og er afrakstur skemmtilegs skiptidíls. Myndbandið er stillumynd (e. stop motion film) sem tók langan tíma að gera þar sem leikstjórinn Kristný Eiríksdóttir brá sér einnig í hlutverk handritshöfundar, brúðugerðarmanns, tökumanns og leikmyndahönnuðar. Lífið 15.12.2025 15:00
Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Rússneskur dómstóll hefur lýst hljómsveitina Pussy Riot öfgasamtök og bannað starfsemi hennar í landinu að kröfu stjórnvalda í Kreml. Þrír liðsmenn hljómsveitarinnar eru nú íslenskir ríkisborgarar. Erlent 15.12.2025 10:11
Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Jóhann Páll Jóhannsson settur menningarráðherra þegar kemur að ráðningu nýs óperustjóra hefur boðað þrjá umsækjendur í viðtal. Þrír hafa verið metnir hæfir til að gegna stöðunni en til stóð að skipa í stöðuna fyrir 15. nóvember síðastliðinn. Menning 13.12.2025 16:00
Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Bragi Valdimar Skúlason formaður FTT segir að enn hafi engin viðbrögð borist frá Ríkisútvarpinu vegna erindis FTT og TÍ vegna „stóra fréttastefsmálsins“. Innlent 11. desember 2025 11:59
Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Rapparinn Jóhann Kristófer betur þekktur sem Joey Christ segir það algjörlega af og frá að erjur hans við tónlistar- og fótboltamanninn Eyþór Wöhler og „hinn gaurinn“ séu sviðsettar. Hann á von á því að þurfa ekki að hætta í tónlist vegna málsins en HúbbaBúbba virðist hafa samþykkt áskorun hans. Rapparinn ræddi málið frá A til Ö í Brennslunni á FM957 í morgun en erjurnar hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Lífið 11. desember 2025 11:46
Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Varamaður í stjórn Ríkisútvarpsins á vegum Miðflokksins er ósáttur með ákvörðun framkvæmdastjórnar fjölmiðilsins um að taka ekki þátt í Eurovision. Hann gagnrýnir að ákvörðunin hafi verið tekin af framkvæmdastjórninni sjálfri og segir Rúv stuðla að sundrung í stað sameiningar. Innlent 10. desember 2025 17:52
Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Rapparinn Jóhann Kristófer hefur svarað disslagi sem Eyþór Wöhler í HúbbaBúbba birti í gærkvöldi. Jóhann segir sveitina ekki eiga skilið disslag á móti en hann skorar á þá: Sá sem er seinni til að selja upp jólatónleika sína þarf að hætta að gefa út tónlist. Lífið 10. desember 2025 16:56
Ísland verður ekki með í Eurovision Ísland verður ekki með í Eurovision á næsta ári. Þetta tilkynntu stjórnarformaður Rúv og útvarpsstjóri að loknum fundi stjórnar Ríkisútvarpsins. Útvarpsstjóri sagðist hafa tekið ákvörðun um þetta og tilkynnt stjórninni í dag sem ætlaði sér að leggja fram tillögu sama efnis. Innlent 10. desember 2025 16:17
„Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Er beef-ið komið aftur í tónlistarbransann? Svo virðist vera ef marka má skeytasendingar milli rapparans Jóhanns Kristófers Stefánssonar og popparans Eyþórs Arons Wöhler í Húbbabúbba. Jóhann sagði sveitina vera þá verstu í Íslandssögunni en Eyþór telur hinn 32 ára Jóhann vera með Húbbabúbba á heilanum. Menning 10. desember 2025 12:39
Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Plácido Domingo mun halda tónleika í Eldborg í Hörpu í maí á næsta ári, þar sem hann mun koma fram ásamt sópransöngkonu og píanóleikaranum James Vaughan. Lífið 10. desember 2025 10:35
Abba skilar 350 milljörðum í kassann Sýningin ABBA Voyage hefur algjörlega slegið í gegn í Bretlandi og hefur fólk komið hvaðan af úr heiminum til að sjá hana. Þessi einstaka tónleikaupplifun sem sýnir svokallaða „ABBA-tara“ eða stafræna holdgervinga af meðlimum sænsku sveitarinnar flytja sín stærstu lög hefur skilað rúmum tveimur milljörðum punda út í breska efnahagskerfið. Tónlist 10. desember 2025 09:59
Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Hinn íslenski jólaraunveruleiki er viðfangsefni söngleikjakórsins Viðlags sem heldur tónleika í Salnum í kvöld. Þar verður sungið um allt frá Labubu- kapphlaupinu á Svörtum föstudegi til þriðju vaktarinnar um jólin. Lífið 9. desember 2025 21:09
Um lifandi tónlist í leikhúsi Eitt af því skemmtilegsta og mest gefandi sem ég hef fengið að starfa við er að vera hljóðfæraleikari í leikhúsum borgarinnar. Ég hef komið fram á sýningum á vegum bæði Borgaraleikhússins og Þjóðleikhússins, auk þess að hafa tekið þátt í sjálfstæðum uppfærslum. Skoðun 9. desember 2025 11:30
„Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ „Ég var einhvern veginn sannfærð um að ekkert yrði eins og áður var. Mig langaði mest af öllu að bara stinga hausnum undir sæng og ekki þurfa að díla við neitt. En á sama tíma uppgötvaði ég hvað lífið mitt fram að þessu, „gamla“ lífið mitt, hafði verið gott og frábært; ég elskaði starfið mitt og fjölskylduna mína og vini og allt í kringum mig,“ segir Guðný Jónasdóttir sellóleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Lífið 7. desember 2025 09:03
Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fatahönnuður segir slagsmál rapparans Jay-Z og mágkonu hans, Solange Knowles, ekki tengjast meintu framhjáhaldi, heldur hafi Solange orðið ósátt með það þegar Jay-Z hrósaði kjól annarrar konu. Lífið 6. desember 2025 16:24
Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ „Ég er frjáls!“ skrifar rithöfundurinn Sigríður Hagalín Björnsdóttir á Facebook þegar hún tilkynnti fylgjendum sínum að hún hefði sagt upp áskrift sinni að streymisveitunni Spotify. Innlent 6. desember 2025 12:39
Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Ísleifur Þórhallsson hjá Senu segir gríðarlega dýrt að halda tónleika hér á landi sem útskýri miðverð að stórum hluta. Nokkur umræða hefur skapast um stórtónleika Bubba Morthens sem haldnir verða í Laugardalshöll í sumar og þykir sumum miðinn nokkuð dýr. Ódýrasti miðinn á tónleikana kostar 15 þúsund krónur en sá dýrasti 40 þúsund krónur. Neytendur 5. desember 2025 15:22
Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Heimsmeistari Ultimate Elvis Tribute Artist 2024 mun snúa aftur til Íslands vegna mikillar eftirspurnar á næsta ári, samkvæmt því sem framleiðendurnir Jamboree Entertainment hafa tilkynnt. Lífið samstarf 5. desember 2025 10:55
Ísraelar fá að vera með í Eurovision Fulltrúar evrópska sjónvarpsstöðva samþykktu í dag að leyfa Ísraelum að taka þátt í Eurovision í Vínarborg í Austurríki. Mikill meirihluti samþykkti nýjar reglur um söngvakeppnina en þær breytingar fólu í sér þátttöku Ísraela. Tónlist 4. desember 2025 17:37
„Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Eftir að hafa vakið athygli í Hjartasteini fyrir níu árum síðan dofnaði áhugi Diljár Valsdóttur á leiklist og hætti hún svo að leika. Þegar hún sá tónlistarmyndband sem fyrrverandi mótleikari hennar, Theodór Pálsson, gerði með leikstjóranum Tómasi Nóa Emilssyni heillaðist hún af drifkraftinum og metnaðinum. Hún bað um að fá að vera með næst og úr urðu fallegir endurfundir krakkanna úr Hjartasteini. Bíó og sjónvarp 4. desember 2025 11:47
Félögin þeirra högnuðust mest Félög Víkings Heiðars Ólafssonar, Hjörvars Hafliðasonar, Ara Eldjárn og fleiri lista- og fjölmiðlamanna eru meðal samlags- og sameignarfélaga sem skiluðu tugmilljóna króna hagnaði í fyrra. Viðskipti innlent 3. desember 2025 19:30
Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Jökull Júlíusson, söngvari Kaleo, segir að hljómsveitin muni halda aðra tónleika á Íslandi á næsta ári. Engar frekari upplýsingar liggja fyrir að svo stöddu en von er á tilkynningu eftir helgi. Tónlist 3. desember 2025 15:12
Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Árið sem er senn á enda var gróskumikið í tónlist og hlaðvörpum hérlendis enda okkar litla eyja stútfull af hæfileikafólki. Gaman er að skoða hvaða tónlistarmenn Íslendingar hlustuðu mest á og sömuleiðis hvað heimsbyggðin hlustaði á. Lífið 3. desember 2025 13:30
Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Poppstjarnan Sabrina Carpenter sagðist ekki vilja að tónlist hennar yrði notuð í „illu og ógeðslegu“ myndbandi innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna og var þá svarað fullum hálsi. Talsmaður Hvíta hússins sagði ríkisstjórnina ekki myndu biðjast afsökunar á því að senda hættulega glæpamenn úr landi. Lífið 3. desember 2025 10:48