„Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Grindavík vann frábæran sigur á Álftanesi 83-78 í 14. umferð Bónus deild karla í kvöld. Grindavík hefur unnið 13 af 14 leikjum á leiktíðinni og er liðið á toppi deildarinnar. Sport 16.1.2026 23:04
Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Spennan var gríðarleg í leik Færeyja og Sviss, sem endaði með 28-28 jafntefli. Danmörk rúllaði síðan yfir Norður-Makedóníu á EM í handbolta. Handbolti 16.1.2026 21:32
Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Ungverjaland vann nokkuð þægilegan 29-21 sigur gegn Póllandi í hinum leik F-riðilsins á EM í handbolta. Handbolti 16.1.2026 21:25
Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Norsku konungshjónin munu ferðast suður til Ítalíu til að fylgjast með Vetrarólympíuleikunum sem hefjast í næsta mánuði. Sport 16.1.2026 17:46
Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Brotthvarf Xabi Alonso sem þjálfara spænska stórliðsins Real Madrid hefur breytt stöðunni varðandi hugsanlega endurnýjun samnings Brasilíumannsins Vinícius Júnior en Alonso var talinn ein helsta hindrunin í vegi fyrir nýjum samningi. Fótbolti 16.1.2026 17:02
Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Arne Slot knattspyrnustjóri Liverpool hefur sagt að hann sé ánægður með að fá Mohamed Salah aftur frá Afríkukeppninni í næstu viku og fullyrðir að framherjinn sé áfram „svo mikilvægur“ fyrir Liverpool. Enski boltinn 16.1.2026 16:16
„Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ „Það er mikill fiðringur. Koma á gamla, góða hótelið. Sjá hin liðin. Það er alltaf ákveðin spenna í loftinu þegar mótin eru að byrja,“ segir leikstjórnandinn Gísli Þorgeir Kristjánsson og augljóslega spenntur að hefja leik í kvöld. Handbolti 16.1.2026 15:30
Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Á bilinu 2.500 til 3.000 stuðningsmenn Íslands koma saman í Kristianstad í Svíþjóð til að styðja strákana okkar til sigurs gegn Ítalíu í fyrsta leik á EM. Vísir var í beinni frá stuðningsmannasvæðinu í keppnishöllinni í dag. Handbolti 16.1.2026 14:31
Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Oliver Glasner knattspyrnustjóri Crystal Palace hefur nú gefið það út að hann verður ekki áfram með Lundúnaliðið. Enski boltinn 16.1.2026 14:30
Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Einar Þorsteinn Ólafsson verður ekki með íslenska landsliðinu í fyrsta leik á EM í dag, gegn Ítalíu klukkan 17, vegna veikinda. Handbolti 16.1.2026 14:16
Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Sænska kvennafótboltafélagið FC Rosengård verður endurskipulagt frá grunni og nú gæti félagið einnig skipt um nafn eftir eigendaskiptin. Fótbolti 16.1.2026 14:00
Breytingar hjá Breiðabliki Atvinnumaðurinn fyrrverandi Eyjólfur Héðinsson hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki. Hann tekur við starfinu nú þegar Alfreð Finnbogason, sem var titlaður tæknilegur ráðgjafi hjá Breiðabliki, er orðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Rosenborg. Íslenski boltinn 16.1.2026 13:03
Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Íslenska karlalandsliðið í handbolta leikur sinn fyrsta leik á Evrópumótinu í kvöld þegar liðið mætir Ítalíu. Það búast flestir við því að þar haldi íslensku strákarnir við hefð sinni að byrja Evrópumótin vel. Handbolti 16.1.2026 13:00
KA fær Dag aftur heim KA hefur borist gríðarlegur liðsstyrkur fyrir seinni hluta keppnistímabilsins í handbolta því hornamaðurinn Dagur Gautason er snúinn heim úr atvinnumennsku. Handbolti 16.1.2026 12:15
Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Thomas Tuchel landsliðsþjálfari Englands segir að leikmenn þurfi að búa yfir réttri „félagsfærni“ og persónuleika til að komast í HM-hópinn sinn. Enski boltinn 16.1.2026 12:03
Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Þjóðverjinn Bob Hanning, þjálfari ítalska karlalandsliðsins í handbolta, býst við strembnu verkefni er hans menn mæta Íslandi í fyrsta leik á EM í dag. Spennan er töluverð. Handbolti 16.1.2026 11:30
Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Liðin sem unnið hafa titlana á síðustu stórmótum í handbolta geta ekki mætt Íslandi fyrr en í fyrsta lagi í undanúrslitum, á EM karla í handbolta sem hófst í gær. Handbolti 16.1.2026 11:03
Albert fær liðsfélaga frá Leeds Albert Guðmundsson er að fá nýjan liðsfélaga hjá ítalska knattspyrnufélaginu Fiorentina en það er enski kantmaðurinn Jack Harrison sem kemur að láni frá Leeds. Fótbolti 16.1.2026 10:48
Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Liðsfundur var haldinn í herbúðum Chelsea í gær þar sem þjálfarinn Liam Rosenior minnti leikmenn og starfsfólk félagsins á að sinna sóttvörnum, til að berjast gegn útbreiðslu vírussins sem er að hrella liðið. Enski boltinn 16.1.2026 10:30
„Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ „Það er bara fín tilfinning að vera orðinn einn af gömlu mönnunum í landsliðinu. Ég hef svo sem verið það í nokkur ár en tilfinningin er góð,“ segir hornamaðurinn Bjarki Már Elísson sem þarf að axla ábyrgð innan sem utan vallar á EM í Svíþjóð. Handbolti 16.1.2026 10:00
Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Knattspyrnumaður í Indónesíu fær ekki að spila íþrótt sína aftur út ævina eftir fólskulega tæklingu í leik. Fótbolti 16.1.2026 09:32
Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Lækkun Bandaríkjadals á síðasta ári kostaði Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, um 47 milljónir evra eða næstum því sjö milljarða íslenskra króna. Fótbolti 16.1.2026 09:03
Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Það er kominn fiðringur og spenningur,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, fyrir fyrsta leik liðsins á EM sem fram fer í dag. Handbolti 16.1.2026 08:30
„Á eftir bolta kemur barn“ Landsliðsgoðsögnin Fanndís Friðriksdóttir lagði knattspyrnuskóna á hilluna eftir síðasta tímabil og nú hefur hún opinberað að hún og Eyjólfur Héðinsson eigi von á barni. Íslenski boltinn 16.1.2026 08:00