Fréttamynd

„Eins og Gísli Þor­geir en getur líka skotið fyrir utan“

„Ef þú myndir hitta hann úti á götu myndirðu ekki halda að hann væri einhver frábær handboltamaður, þú myndir frekar skjóta á að hann væri bókasafnsvörður“ segir Jóhann Gunnar Einarsson um Mathias Gidsel, einn besta leikmann Danmerkur sem mætir Íslandi í undanúrslitum EM í handbolta í kvöld.

Handbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum

Íslendingar verða í miklum minnihluta þegar strákarnir okkar mæta Dönum í undanúrslitum á EM karla í handbolta í Herning í kvöld. Markmið strákanna okkar er að þagga niður í þúsundum stuðningsfólks.

Handbolti


Fréttamynd

Dani segir gagn­rýni Dags illa tímasetta

Claus Møller Jakobsen, fyrrverandi landsliðsmaður Danmerkur, segir hægt að sýna harðri gagnrýni Dags Sigurðssonar á mótahaldið á EM fullan skilning. Hún komi hins vegar á óviðeigandi tímapunkti.

Handbolti
Fréttamynd

„Lang­stærsta prófið“ en Danir hafa mis­stigið sig

Strákarnir okkar munu þurfa að spila sinn allra besta leik til þess að skáka Dönum á þeirra heima­velli í undanúr­slitunum í dag. Einar Jóns­son, hand­boltasér­fræðingur, segir að mögu­leikinn á ís­lenskum sigri sé til staðar, á góðum degi sé ís­lenska lands­liðið eitt það besta í heimi.

Handbolti
Fréttamynd

„Megum ekki gleyma því að við erum frá­bærir líka“

„Þetta er bara geðveikt. Það er gaman að koma inn í höllina og finna aðeins andrúmsloftið sem verður hérna á næstu dögum,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson í samtali við Vísi þegar hann var tekinn tali skömmu fyrir æfingu landsliðsins í Herning í gær.

Handbolti
Fréttamynd

„Aðrir sjá um að tuða yfir því“

Þrátt fyrir misheppnaða rútuferð, aukið álag, miðamál í ólestri er Bjarki Már Elísson helst spenntur fyrir því að takast á við Dani í undanúrslitum á EM í dag. Það hefur ekkert upp á sig að spá í hitt bullið.

Handbolti
Fréttamynd

Aldrei séð Dag svona reiðan

Dagur Sigurðsson lét ráðamenn EHF, Handknattleikssambands Evrópu, gjörsamlega heyra það á blaðamannafundi í Herning í gær. Króatískir miðlar segja Dag hafa reiðst sérstaklega við tíðindi sem hann fékk á miðvikudagskvöld.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“

Íslenska karlalandsliðið í handbolta ætlaði sér í undanúrslit á Evrópumótinu og nú þegar því markmiði er náð er hætta á að hungrið vanti til að fara enn lengra. Sérfræðingarnir í Bestu sætinu veltu þessu fyrir sér.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“

Elliði Snær Viðarsson hefur átt tvo mjög flotta leiki í sókninni í röð og verið markahæstur hjá íslenska landsliðinu í þeim báðum. Hann skoraði átta mörk úr níu skotum á móti Sviss og fylgdi því eftir með átta mörkum í níu skotum í sigrinum á Slóvenum. Elliði fékk líka hrós frá sérfræðingunum í Besta sætinu.

Handbolti
Fréttamynd

Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit

Gervonta Davis, fyrrverandi þriggja þyngdarflokka meistari í hnefaleikum, var handtekinn í Miami á miðvikudag, tveimur vikum eftir að handtökuskipun var gefin út á hendur honum vegna ákæru um líkamsárás, frelsissviptingu og tilraun til mannráns.

Sport
Fréttamynd

Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli

Fjögur Íslendingalið komust áfram í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar en lokaumferðin fór fram í kvöld. Midtjylland, Lille, Panathinaikos og Brann verða með þegar úrslitakeppnin fer fram en þrjú þeirra síðastnefndu fara í umspilið um sæti í sextán liða úrslitum.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“

Borce Ilievski, þjálfari ÍR, var að vonum ánægður með sannfærandi sigur sinna manna gegn Ármanni nú í kvöld. ÍR-liðið lék afar vel í dag gegn Ármanni sem hafði unnið tvo leiki í röð fyrir kvöldið í kvöld en lék kanalausir þar sem Brandon Averette er handleggsbrotinn.

Körfubolti