Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Körfubolti og pílukast eiga sviðið á rásum Sýnar Sport á þessum glimrandi fína föstudegi. Sport 19.12.2025 06:02
Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Eins og jafnan á stórmótum í fótbolta verða sérstök stuðningsmannasvæði, oft nefnd Fan Zone, á HM næsta sumar. Ávallt hefur verið ókeypis inn á þessi svæði en það gildir ekki að þessu sinni. Fótbolti 18.12.2025 23:15
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Keflavík er enn ósigrað á heimavelli sínum í vetur eftir sigur á Njarðvík, 93-83, í grannaslag í 11. umferð Bónus deildar karla í kvöld. Körfubolti 18.12.2025 18:33
KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Valur tryggði sér toppsæti Olís deildar kvenna í handbolta yfir hátíðarnar með sjö marka sigri á KA/Þór fyrir norðan nú í kvöld. Lokatölur 23-30 eftir að norðankonur höfðu leitt með fjórum mörkum í hálfleik. Handbolti 18.12.2025 18:16
Amorim vill Neves Rúben Amorim, þjálfari Manchester United, er með augastað á landa sínum og nafna frá Portúgal, Rúben Neves, sem leikur fyrir Al-Hilal í Sádi-Arabíu. Enski boltinn 18.12.2025 19:41
Benti á hinn íslenska Dan Burn Leikarinn Hákon Jóhannesson mætti í VARsjána á Sýn Sport í vikunni og benti á athyglisverða tvífara. Annar spilar í ensku úrvalsdeildinni en hinn er íslenskur Ólympíufari og sjónvarpsstjarna. Enski boltinn 18.12.2025 17:45
„Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Kenýumaðurinn David Munuya kom sá og sigraði á HM í pílukasti síðdegis. Hann var fyrsti Kenýumaðurinn í sögunni til að stíga á stokk í Alexandra Palace en var ekki mættur til þess eins að taka þátt. Sport 18.12.2025 17:00
Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá Björgvinsdóttir var ein af fimm efstu kylfingunum þegar annar keppnisdagurinn af fjórum hófst á lokaúrtökumótinu í Marokkó fyrir Evrópumótaröðina í golfi, en féll aðeins niður listann í dag. Golf 18.12.2025 16:17
„Við þurfum bara að keyra á þetta“ Breiðablik þarf að sækja sigur gegn taplausa toppliðinu Strasbourg í kvöld til að eiga möguleika á því að komast áfram í umspil fyrir sextán liða úrslit Sambandsdeildarinnar. Fótbolti 18.12.2025 16:03
Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu NFL-deildin og NBA-deildin blandast báðar inn í bílaþjófnaðsmál í Los Angeles í Bandaríkjunum. Sport 18.12.2025 15:31
Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Danska knattspyrnufélagið AaB tilkynnti í gær að það hefði framlengt samning sinn við hinn 19 ára gamla Nóel Atla Arnórsson, til sumarsins 2029. Fótbolti 18.12.2025 14:48
Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ómar Ingi Magnússon verður fyrirliði íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í handbolta á næsta ári en þetta staðfesti landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson í dag þegar hann opinberaði EM-hópinn sinn. Handbolti 18.12.2025 13:53
Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður „Mínir draumar eru að hann geti orðið klár í milliriðla,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari þegar hann fór yfir stöðu hæsta leikmanns Íslands, Þorsteins Leós Gunnarssonar. Meiðsli hans hafa einnig áhrif á valið á Donna, eða Kristjáni Erni Kristjánssyni, í hægri skyttustöðuna. Handbolti 18.12.2025 13:50
Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda „Spurning sem mig grunar að brenni á mörgum er valið á hornamönnunum“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson á blaðamannafundi þar sem EM-hópurinn var kynntur. Handbolti 18.12.2025 13:46
Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Guðbjörg Sverrisdóttir lék tímamótaleik í Bónusdeild kvenna á þriðjudagskvöldið þegar hún varð fyrsta konan til að spila fjögur hundruð leiki í efstu deild. Körfubolti 18.12.2025 13:21
Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Sigvaldi Björn Guðjónsson er ekki í íslenska EM-hópnum sem tilkynntur var með viðhöfn í Arion-banka í dag en Evrópumótið hefst 15. janúar næstkomandi. Handbolti 18.12.2025 13:09
Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Nú er orðið ljóst hvaða leið Glódís Perla Viggósdóttir og liðsfélagar hennar í Bayern München þurfa að fara til að komast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í vor. Fótbolti 18.12.2025 12:40
Snorri kynnti EM-strákana okkar HSÍ hélt blaðamannafund í húsakynnum Arion í dag, þar sem Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari skýrði frá vali sínu á landsliðshópnum sem fer á EM í handbolta í janúar. Handbolti 18.12.2025 12:30
Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Ethan McLeod, framherji enska fótboltaliðsins Macclesfield, lést í bílslysi á M1-hraðbrautinni á þriðjudag þegar hann var á leiðinni heim úr fótboltaleik. Enski boltinn 18.12.2025 12:03
Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Tveir góðir gestir mæta í Big Ben í kvöld og víða verður komið við í umræðunum í þættinum. Sport 18.12.2025 11:43
Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur, segir vel geta verið að gott umtal síðustu vikna hafi stigið einhverjum af hans leikmönnum til höfuðs. Ekkert lið verði meistari á þessum tímapunkti en Keflavík ætlar sér að verða bestir þegar úrslitakeppnin tekur við. Keflavík og Njarðvík mætast í Bónus deildinni í kvöld. Körfubolti 18.12.2025 11:31
Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Breiðablik hefur með árangri sínum til þessa í Evrópukeppnum karla og kvenna í fótbolta í ár tryggt sér 800 milljónir króna í verðlaunafé. Upphæðin gæti hækkað um tæpar 130 milljónir í kvöld ef Blikar framkalla kraftaverk í Frakklandi með því að vinna Strasbourg. Fótbolti 18.12.2025 11:00
Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Fjölskylda leikmanns ítalska fótboltafélagsins Genoa þarf nú að takast á við mikinn harmleik rétt fyrir jólin. Fótbolti 18.12.2025 10:30
Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands hefur varað Roman Abramovich við því að tíminn sé að renna út fyrir hann að gefa andvirði sölu Chelsea til Úkraínu. Enski boltinn 18.12.2025 10:02