Ofurstinn flytur til Texas Höfuðstöðvar skyndibitakeðjunnar Kentucky Fried Chicken verða fluttar frá Louisville í Kentucky til Plano í Texas. Þetta tilkynntu forsvarsmenn Yum Brands, móðurfélags KFC, í gær. Fyrirtækið víðfræga var, eins og nafnið gefur til kynna, stofnað í Kentucky. Viðskipti erlent 19.2.2025 09:58
„Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Kílómetragjald á allar bifreiðar, sem leysir olíugjald af hólmi, verður kynnt af ríkisstjórninni í vikunni og áætlað er að það taki gildi um mitt ár. Neytendur 19.2.2025 09:10
Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag „Nei, nei, þetta er nú þegar í gildi,“ segir Sara Dögg Svanhildardóttir sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun um Unndísi; Nýtt verkfæri sem vinnustaðir geta nýtt sér þegar þau ráða fólk sem hefur af ýmsum ástæðum verið frá vinnumarkaði um tíma, telst með skerta starfsgetu og er komið á hlutaörorku. Atvinnulíf 19.2.2025 07:02
„Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent 18.2.2025 14:45
Níu milljarða tap en staðan styrkist Þrátt fyrir að Play hafi tapað níu milljörðum á síðasta ári segir forstjórinn framtíðina mjög bjarta. Með nýju samkomulagi sé búið að tryggja mikinn fyrirsjáanleika í fjárhag félagsins. Viðskipti innlent 17.2.2025 19:04
Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar Fjármála- og efnahagsráðherra, segist ekki ætla að ganga í röð þeirra fjármálaráðherra sem hafa ekki gætt hagsmuna borgaranna gagnvart ÁTVR. Þvert á móti muni hann leiða endurbótavinnu innan stofnunarinnar. Viðskipti innlent 17.2.2025 16:56
Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Pétur Björnsson fiðluleikari er ósáttur við það að hafa verið meinaður aðgangur að flugi Play til Berlínar í morgun vegna þess að hann hafði meðferðis fiðlu sem hann ætlaði að taka í handfarangur. Pétur hefur í gegnum árin ferðast mikið með fiðluna og var hissa á því að hafa ekki mátt taka hana með í handfarangur. Neytendur 17.2.2025 15:53
„Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands líst ekkert á áform fjármálaráðherra um að fella niður toll á pitsaost blandaðan jurtaolíu. Með því sé verið að vernda heildsala og stórkaupmenn á kostnað mjólkurbænda. Viðskipti innlent 17.2.2025 15:02
Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Fjölskyldan sem á og rekur Pétursbúð í Vesturbæ Reykjavíkur tók við lyklunum að söluturninum Bláhorninu við Grundarstíg í gærkvöldi. Nýir eigendur stefna á að auka vöruúrval í versluninni sem verður opnuð aftur síðdegis í dag með nýja rekstraraðila í brúnni. Viðskipti innlent 17.2.2025 13:59
Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Ríkið mun halda áfram að vinna að undirbúningi á sölu á hlut sínum í Íslandsbanka í almennu og opnu útboði, þrátt fyrir að Arion banki hafi tilkynnt um áhuga á að sameinast Íslandsbanka. Viðskipti innlent 17.2.2025 12:14
Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra segist ekki skilja hvers vegna Arion leggi í að reyna að sameinast Íslandsbanka. Nánast útilokað sé að samruninn muni ganga í gegn. Viðskipti innlent 17.2.2025 12:12
Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Níu frumkvöðlaverkefni hafa hlotið styrk úr Uppsprettunni, nýsköpunarsjóði Haga. Uppsprettan styður frumkvöðla við þróun og nýsköpun í íslenskri matvælaframleiðslu. Viðskipti innlent 17.2.2025 11:42
Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Guðjón Ásmundsson og Ómar Ingi Halldórsson stóðu uppi sem sigurvegarar í frumkvöðlakeppninni Gullegginu á föstudaginn. Fengu þeir tvær milljónir króna í verðlaun fyrir lausnina SagaReg sem hefur að markmiði að einfalda lyfjaskráningar. Viðskipti innlent 17.2.2025 10:55
Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Velta með hlutabréf í Arion banka nemur 1,7 milljörðum króna og viðskipti með bréf í Íslandsbanka nálgast hálfan milljarð í utanþingsviðskiptum og síðan markaðir opnuðu í morgun. Gengi hlutabréfanna hefur hækkað lítillega. Viðskipti innlent 17.2.2025 10:15
Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Frumvarpi hefur verið útbýtt á Alþingi sem snýr að því að ljúka innleiðingu á Evrópureglum um áfasta tappa á drykkjarvörum hvers konar. Landsmenn ættu þó ekki að finna fyrir miklum breytingum nái frumvarpið fram að ganga enda hafa reglurnar að miklu leyti þegar verið innleiddar hér á landi, við mismikla hrifningu neytenda. Markmiðið með frumvarpinu er að skýra með lögum hvaða drykkjaríláta vara falla undir reglurnar. Neytendur 17.2.2025 10:01
Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Þingmenn stjórnarandstöðunnar í Argentínu hóta því að kæra Javier Milei, forseta, fyrir embættisglöp eftir að hann auglýsti rafmynt á samfélagsmiðli. Rafmyntin hrundi í verði skömmu síðar. Viðskipti erlent 17.2.2025 08:54
Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Í íþróttunum er ekkert óalgengt að við sjáum tíð skipti á þjálfurum. Enda ekkert sem segir að sá sem eitt sinn taldist besti þjálfarinn fyrir liðið, sé endilega sá besti fyrir komandi tíma og misseri. Atvinnulíf 17.2.2025 07:01
Bankarnir áður svikið neytendur Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast. Viðskipti innlent 16.2.2025 20:28
Bilun hjá Landsbankanum Viðskiptavinir Landsbankans hafa ekki getað fengið aðgang að appi bankans né heimabanka, vegna kerfisbilunar. Viðgerð er lokið. Viðskipti innlent 16.2.2025 13:32
Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforkólfur og formaður Starfsgreinasambandsins segir galið að horfa upp á arðgreiðslur íslensku bankanna sem séu af sömu stærðargráðu og kjarasamningar sem áttu að tryggja stöðugleika í íslensku samfélagi. Neytendur 16.2.2025 13:18
Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Vínbúðinni við Hólabraut í miðbæ Akureyrar verður lokað þegar ný verslun ÁTVR verður opnuð nyrst í bænum. ÁTVR segir ekki fjárhagslegan grundvöll fyrir því að reka tvær vínbúðir á Akureyri. Viðskipti innlent 16.2.2025 13:10
Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka sem vill sameinast Íslandsbanka, fékk rúmlega 68 milljónir króna í laun á síðasta ári. Þá fékk hann sex milljónir til viðbótar vegna góðs árangurs. Það gerði hann að launahæsta íslenska bankastjóra síðasta árs þó ekki muni miklu á bankstjórum stóru bankanna. Viðskipti innlent 16.2.2025 13:04
Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Bankastjóri Arion banka segir að samruni hans og Íslandsbanka fæli í sér umtalsverðan sparnað og heitir því að fimm milljarðar að lágmarki af árlegum sparnaði við samrunann skili sér til neytenda. Íslenskir neytendur tapi á því að hér séu reknir þrír kerfislega mikilvægir bankar. Viðskipti innlent 16.2.2025 10:03
Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands segir nýja ríkisstjórn styrkja og efla erlenda mjólkurframleiðslu á kostnað þeirrar innlendu. Það sé vegna áforma fjármálaráðherra um lagasetningu sem breytir tollflokkun á innfluttum osti. Ísland hefur verið sett á lista yfir viðskiptahindranir af Evrópusambandinu vegna málsins. Viðskipti innlent 15.2.2025 21:46
Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Fullyrt var á samfélagsmiðlinum X að hluti ágóða sem myndi hljótast af rafmynt sem ber heitið Volcoino eða $VCOIN myndi renna til þeirra sem misstu lífibrauð sitt og húsin sín í Grindavík vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Reikningnum þar sem þetta var fullyrt hefur verið eytt og virði rafmyntarinnar fallið gríðarlega. Viðskipti innlent 15.2.2025 20:03