Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Far­þegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent

Í júní 2025 flutti Icelandair 552 þúsund farþega, sem er sjö prósent aukning miðað við júní á síðasta ári. Aukningin var mikil á markaði til Íslands, þar sem farþegum fjölgaði um tuttugu prósent og markaði frá Íslandi, þar sem fjölgunin nam nítján prósent.

Viðskipti innlent


Fréttamynd

Sætta sig ekki við höfnun Kviku

Arion banki og Íslandsbanki ítrekuðu í gær ósk sína um að sameinast Kviku banka þrátt fyrir að Kvika hafi hafnaði þeim báðum þegar bankarnir óskuðu hvor í sínu lagi eftir samrunaviðræðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lofar bongóblíðu við lang­þráð lang­borð

Fimmtíu metra langborði með hvítum dúkum verður komið fyrir á Laugaveginum í miðborginni á morgun þar sem fólki verður boðið að koma saman yfir mat og drykk. Skipuleggjendur lentu í vandræðum með leyfisveitingu en nú hefur verið greitt úr öllu slíku og búist er við miklu betra veðri en þegar upphaflega átti að leggja á langborðið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Svona mikið kostar kaffið á Star­bucks hér á landi

Kaffihús Starbucks opnaði á Laugavegi 66 í Reykjavík en um er að ræða fyrsta kaffihús keðjunnar á hér á landi. Til stendur að opna annað í höfuðborginni á næstu vikum. Kaffið er nokkuð ódýrara en gengur og gerist hér á landi með þeim mikilvæga fyrirvara að neytandinn neyðist til að kaupa stærri bolla.

Neytendur
Fréttamynd

Spá 2,2 prósent hag­vexti í ár

Hagstofa Íslands reiknar með því að hagvöxtur fyrir árið 2025 verði 2,2% og aukist svo lítillega næstu ár. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá sem tekur til áranna 2025 til 2030. Í síðustu spá í mars var reiknað með 1,8% hagvexti á næsta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum

Félag atvinnurekenda hefur sent nýjum rektor Háskóla Íslands, Silju Báru Ómarsdóttur, erindi og farið fram á að rektor sjái til þess að HÍ uppfylli ákvæði samkeppnislaga og tilmæli stjórnvalda með því að rekstur Endurmenntunar HÍ verði bókhalds- og stjórnunarlega aðskilinn öðrum rekstri skólans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Svikarar nýti sumar­frí til að blekkja fyrir­tæki til að milli­færa háar upp­hæðir

Netöryggissveitin CERT-IS varar við bylgju svokallaðra fyrirmælasvika. Undanfarið hafi borið töluvert á slíkum svikum, sérstaklega hjá fyrirtækjum í verktaka- og byggingariðnaði og viðskiptavinum þeirra. Nokkrar tilkynningar um slík svik bárust í júní og það sem af er júlí þar sem fyrirtæki hafa verið blekkt til að millifæra háar upphæðir

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum

Íris Angela Jóhannesdóttir, innkaupa- og markaðsstjóri Víkurverks, segir sölu góða á hvers kyns hjólhýsum, húsbílum og tjaldvögnum í sumar. Margir velti því þó fyrir sér hvernig eigi að tengja við rafmagns því oft sé mikið að gera á tjaldsvæðunum og slegist um innstungur.

Neytendur
Fréttamynd

Kynna nýtt kerfi gegn „gervi­greindarsópum“

Netinnviðafyrirtækið Cloudflare hefur kynnt til sögunnar nýtt kerfi sem mun vernda vefsíður frá „gervigreindarsópum“. Höfundarrétthafar munu þannig geta verndað verk sín á netinu, frá því að tæknifyrirtæki „sópi“ efninu upp í ágóðaskyni, án þess að greiða fyrir. 

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Til­laga Vil­hjálms felld með nánast öllum at­kvæðum

Vantrauststillaga gagnvart stjórnarmanni Íslandsbanka, sem fjárfestirinn Vilhjálmur Bjarnason lagði fyrir hluthafafund bankans í gær, var felld með 99,74 prósentum atkvæða. Eigendur bankans virðast ekki hafa sömu áhyggjur og Vilhjálmur af tölvubréfi sem stjórnarmaðurinn, Stefán Sigurðsson, sendi fyrir sautján árum.

Viðskipti innlent