Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Alvotech hefur hafið markaðssetningu á Gobivaz, hliðstæðu Alvotech við Simponi (golimumab), í Evrópu en um er að ræða fyrstu hliðstæðu við Simponi sem komi á markað í heiminum. Advanz Pharma fer með einkarétt á sölu Gobivaz í Evrópu. Viðskipti innlent 22.12.2025 08:22
Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Stefán Ernir Valmundarson, útvarpsstjóri Sýnar, furðar sig á því að Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, hafi þegar gefið út að ekki standi til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir að lagaheimild um slíkt hafi verið boðuð. Sá fyrrnefndi skrifar skoðanagrein á Vísi þar sem hann segir rökrétt að ríkið dragi sig úr samkeppnisrekstri þar sem einkamarkaður standi vaktina af fagmennsku. Viðskipti innlent 20.12.2025 21:42
Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendasamtökunum berast í hverri viku kvartanir vegna gildistíma gjafabréfa og flestar eru vegna fyrirtækjanna Dineout og Óskaskríns. Formaður samtakanna segir gjafabréfin ekkert annað en fjárkröfu sem eigi að gilda í fjögur ár. Neytendur 20.12.2025 12:51
Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Mikil breyting hefur verið gerð á opnunartíma Sorpu sem bæði opnar nú dyr sínar fyrr og lokar þeim síðar. Ekki er talið að breytingin feli í sér aukinn kostnað heldur raunar sparnað. Breytt vaktakerfi þýðir að starfsfólk vinnur færri helgar en áður. Neytendur 19.12.2025 15:03
Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Styrkás hf. hefur lokið kaupum á öllu hlutafé í Hreinsitækni ehf., HRT þjónustu ehf. og tengdum félögum („Hreinsitækni“). Með kaupunum verður Hreinsitækni hluti af samstæðu Styrkás. Viðskipti innlent 19.12.2025 14:13
Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Forstjóri Orkunnar segir að dæluverð eldsneytis muni lækka strax um áramótin í kjölfar þess að frumvarp um kílómetragjald á ökutæki var samþykkt á Alþingi í gær. Neytendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að lagabreytingin verði nýtt til að auka álögur. Neytendur 19.12.2025 12:32
Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Jólabækurnar eru oftast ódýrastar í Bónus en þar er líka minnsta úrvalið. Ef lágvöruverslanirnar Bónus og Nettó eru undanskildar, var lægsta verðið oftast að finna í Bóksölu Stúdenta. Allt að 1500 krónu munur getur verið á kaupverði bóka milli verslana. Neytendur 19.12.2025 12:01
Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Gréta María Grétarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Prís, segir óráðið hvað tekur við hjá henni næst en óvænt starfslok hennar hjá fyrirtækinu vöktu athygli í gær. Hún sé nú komin í kærkomið jólafrí en kveðst ganga stolt frá borði og er þakklát fyrir sinn tíma hjá Prís. Viðskipti innlent 19.12.2025 08:26
Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendastofa hefur gert SH Import ehf., sem á verslunina Piknik, að greiða fjögur hundruð þúsund króna sekt fyrir að fjarlægja ekki nikótínauglýsingar innan tilskylds tíma. Fyrirtækið hefur áður verið sektað um tvö hundruð þúsund krónur fyrir nikótínauglýsingar. Neytendur 18.12.2025 20:21
Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Fjarskiptastofa samþykkti í dag beiðni Símans um framlengingu á 3G og 2G þjónustu sinni á viðbótartíðni sem var úthlutað til tveggja ára. Í tilkynningu frá Fjarskiptastofu kemur fram að þó svo að heimildin geti leitt til skekktrar samkeppnisstöðu á markaði, því Sýn og Nova hafi nærri lokið sinni útfösun, vegi almanna- og öryggishagsmunir þyngra. Viðskipti innlent 18.12.2025 17:46
Breyta nafni Ölgerðarinnar Stjórn Ölgerðarinnar tók ákvörðun á fundi þann 18. desember 2025 að hefja undirbúning að breyttu skipulagi samstæðu Ölgerðarinnar. Nýtt dótturfélag með sama nafni verður stofnað um þá starfsemi Ölgerðarinnar sem snýr að drykkjarvöruhluta fyrirtækisins. Samhliða því verður nafni móðurfélags samstæðunnar, sem verður áfram skráð í kauphöllinni, breytt í Bera. Viðskipti innlent 18.12.2025 17:22
Jón Ingi nýr forstjóri PwC Jón Ingi Ingibergsson hefur verið kjörinn forstjóri PwC á Íslandi af eigendum félagsins og tekur við starfinu frá og með áramótum. Í tilkynningu segir að Jón Ingi búi að fjölbreyttri stjórnunarreynslu auk djúprar sérfræðiþekkingar á sviði skatta- og lögfræðiráðgjafar. Viðskipti innlent 18.12.2025 14:35
Breyttur opnunartími hjá Sorpu Sorpa hefur breytt opnunartíma á endurvinnslustöðvum sínum við Sævarhöfða, Breiðhellu, Ánanaust, Jafnasel og Dalveg. Þar verður framvegis opið frá 9 til 19. Neytendur 18.12.2025 14:00
Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Ragnar Sigurður Kristjánsson hefur verið ráðinn nýr hagfræðingur Viðskiptaráðs. Ragnar hefur starfað á málefnasviði Viðskiptaráðs frá 2023 og tekur hann við stöðunni af Gunnari Úlfarssyni. Viðskipti innlent 18.12.2025 13:59
Gréta María óvænt hætt hjá Prís Gréta María Grétarsdóttir er hætt störfum sem framkvæmdastjóri Prís. Þetta staðfestir hún við Vísi. Hún hefur verið framkvæmdastjóri lágvöruverslunarinnar síðan hún opnaði dyr sínar í ágúst í fyrra en var þar á undan forstjóri Heimkaupa. Viðskipti innlent 18.12.2025 13:30
Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Ásgeir Hallgrímsson hefur verið ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu. Viðskipti innlent 18.12.2025 11:46
Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Mosfellsbær stendur nú að forvali vegna uppbyggingar og reksturs nýrrar þjónustu- og aðkomubyggingar við íþróttasvæðið að Varmá. Leitað er eftir áhugasömum aðilum til þátttöku í lokuðum samkeppnisviðræðum þar sem valinn aðili mun taka að sér að hanna, byggja, eiga og reka hina nýju þjónustu- og aðkomubyggingu að Varmá. Samstarf 18.12.2025 11:31
Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Fasteignamarkaðurinn er enn kaupendamarkaður, samkvæmt svörum fasteignasala við könnun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þeim fækkaði hins vegar úr 91 prósent í 79 prósent milli nóvember og desember sem töldu virkni markaðarins frekar litla eða mjög litla. Viðskipti innlent 18.12.2025 06:52
Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Warner Bros Discovery hefur sagt hluthöfum sínum að hafna 108,4 milljarða dala yfirtökutilboði Paramount Skydance. Stjórn Warner Bros samþykkti einróma að hafna tilboðinu og að samningur við Netflix væri meira í þágu fyrirtækisins. Viðskipti erlent 17.12.2025 21:32
Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Hagstæðast er að gera jólainnkaupin í Prís samkvæmt verðlagskönnun ASÍ. Hagfræðingur samtakanna ráðleggur fólki að gera verðsamanburð áður en ráðist er í stórinnkaup því oft geti munað um háar fjárhæðir. Súkkulaði hækkar mest milli ára. Neytendur 17.12.2025 21:30
Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Endurreist NiceAir hefur flugtak í febrúar til þess að kanna áhugann á flugferðum milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Félagið verður rekið með öðrum hætti en fyrirrennari sinn. Höfuðstöðvar þess verða í Þýskalandi. Byrjunarverð á miða fram og til baka verður 400 evrur, eða tæplega 60 þúsund krónur. Viðskipti innlent 17.12.2025 17:25
Messenger-forritið heyrir sögunni til Meta hætti fyrr í vikunni stuðningi við forrit Facebook Messenger í tölvu fyrir bæði Windows og macOS. Í forritinu var hægt að spjalla við vini án þess að opna Facebook. Enn er hægt að nota smáforritið í snjallsíma en ætli fólk að nota Messenger í tölvu þarf það að vera í gegnum Facebook eða Messenger.com. Í umfjöllun TechCrunch segir að líklega sé Meta að samþætta Messenger og Facebook aftur til að sporna við minni notkun á Facebook. Viðskipti erlent 17.12.2025 16:35
Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Stefnir, sem rekur sex sjóði fyrir verktaka sem bjóða upp á svokallað sameignarform í fasteignaviðskiptum, hefur gjörbreytt forminu í kjölfar breytinga sem Seðlabankinn gerði nýverið á lánþegaskilyrðum. Breytingarnar fela í sér að leiga fyrir eignarhlut verktakans verður greidd mánaðarlega í stað þess að safnast upp. Viðskipti innlent 17.12.2025 16:19
Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Gunnar Jónsson lögfræðingur hefur hafið störf hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS. Hann kemur til samtakanna frá lögmannsstofunni Logos. Viðskipti innlent 17.12.2025 15:48