Fréttamynd

For­sendur kunni að bresta ef ríki­stjórnin nær sínu fram

Stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hefur lýst yfir áhyggjum af rekstrarskilyrðum í sjávarútvegi og fyrirætlunum stjórnvalda um verulegar breytingar sem lúta að atvinnugreininni. Í því samhengi sé umhugsunarefni að langtímakjarasamningar hafi verið gerðir við bæði sjómenn og landverkafólk, í krafti þess að aukin verðmætasköpun og framleiðni geti staðið undir skuldbindingum samninganna. „Þær forsendur kunna að bresta ef kynntar fyrirætlanir ríkisstjórnar ganga eftir.“

Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Þjóðarsport“ að hækka vöru­verð í janúar

Matvöruverð tekur stökk upp á við í febrúar. Verð á tilbúnum réttum, sælgæti og fuglakjöti hækkaði sérstaklega en ávaxtaverð lækkar. Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir skjóta skökku við að verslanir tilkynni um hækkanir þegar samfélagið allt sé að reyna að keyra niður verðbólgu fyrir fullt og allt. 

Neytendur
Fréttamynd

Alvotech vígir Frumuna

Alvotech vígir mun í dag vígja Frumuna, nýja miðstöð líftækni á Íslandi. Henni er ætlað að styðja við aukna nýsköpun, rannsóknir, þróun og samvinnu vísindamanna og frumkvöðla í líftækni á Íslandi.

Viðskipti innlent


Fréttamynd

Björn Brynj­úlfur selur Moodup

Skyggnir, eignarhaldsfélag í upplýsingatækni, hefur keypt allt hlutafé íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins Moodup af Birni Brynjólfi Björnssyni, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Moodup þróar lausnir á sviði starfsánægjumælinga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tólf hlutu Stjórnunar­verð­laun Stjórn­vísi 2025

Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein

Viðskiptakonan og bæjarfulltrúinn Brynja Dan Gunnarsdóttir er orðin eini eigandinn að Extraloppunni eftir að hún keypti út hjónin Andra Jónsson og Guðríði Gunnlaugsdóttur sem hafa átt fyrirtækið á móti Brynju frá stofnun fyrirtækisins árið 2019. Brynja þakkar þeim Andra og Guðríði fyrir samstarfið síðustu árin og segir margt spennandi framundan hjá fyrirtækinu, meðal annars er nýtt app á leiðinni sem muni auka þjónustu við viðskiptavinir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Loka­til­raun til að bjarga loðnu­ver­tíð

Hafrannsóknastofnun í samvinnu við loðnuútgerðir gerir núna lokatilraun til að finna loðnu við landið í nægjanlegu magni svo unnt sé að gefa út veiðikvóta áður en loðnan hrygnir og drepst. Að öðrum kosti blasir við loðnubrestur, annað árið í röð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þau hlutu UT-verðlaunin í ár

Íslensku gagnaverin atNorth, Borealis Data Center og Verne Global hlutu um helgina heiðursverðlaun UT-verðlauna Ský árið 2025 fyrir framúrskarandi framlag til upplýsingatækni. Þá fengu Bara tala, Noona, Treble Technnologies, HS Orka - Auðlindastýring, Laki Power og Festi verðlaun í undirflokkum UT-verðlaunanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Að hringja sig inn veik á mánu­dögum

Atvinnulífið titrar og skelfur alla mánudaga eftir Super Bowl í Bandaríkjunum. Hvers vegna? Jú, spurningin er: Hversu margir mæta til vinnu í dag? Eða ætti frekar að spyrja: Hversu margt fólk hringir sig inn veikt í dag?

Atvinnulíf
Fréttamynd

Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu

Póstinum hefur verið falið það hlutverk fyrir hönd ríkisins að sinna alþjónustu á Íslandi til ársins 2030, fyrir póstsendingar bæði innanlands og til annarra landa. Undir alþjónustu fellur öll bréfaumsýsla upp að tveimur kílóum og pakkaumsýsla upp að 10 kílóum innanlands og 20 kílóum erlendis frá.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fermingar­myndin ekki til út­flutnings

Hrönn Greipsdóttir, forstjóri Nýsköpunarsjóðsins Kríu, segir engan hasar á morgnana lengur. Þau hjónin séu tvö með latan hund og oftar en ekki er Hrönn svo heppin að eiginmaðurinn gefur henni fyrsta kaffibollann um það leyti sem hún fer fram úr.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Lands­bankinn lækkar vexti

Landsbankinn hefur tilkynnt um breytta vexti inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 13. febrúar næstkomandi. Arion Banki, Indó, Íslandsbanki og nú Landsbankinn hafa allir lækkað vexti eftir að stýrivextir Seðlabankans lækkuðu um 0,5 prósentustig á miðvikudaginn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun

Fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækið Sýn gerir ráð fyrir að rekstrarhagnaður fyrir árið 2024 verði um sjö hundruð milljónir króna sem er undir fyrri spám um afkomu. Ástæðuna má rekja til eldsvoða hjá fyrirtækinu auk þess sem áskrifta- og auglýsingasala var undir væntingum.

Viðskipti innlent