Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Utanríkisráðuneytið veitti Vélfagi heimild til þess að greiða starfsmönnum fyrirtækisins laun af frystum reikningi í gær. Landsbankinn frysti reikning lögmanns Vélfags eftir að fjármunir félagsins voru millifærðir á hann. Viðskipti innlent 14.1.2026 15:11
Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Stjórn Styrkáss hf. hefur samþykkt að hefja undirbúning skráningar félagsins í Nasdaq OMX kauphöllina á Íslandi með það að markmiði að félagið verði skráð á öðrum ársfjórðungi 2027. Umsjónaraðilar með skráningu félagsins í kauphöll verða ráðnir fyrir lok þessa ársfjórðungs. Viðskipti innlent 14.1.2026 13:03
Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Pólóborg ehf., sem rekur verslanir Póló og Bláu sjoppunnar, hagnaðist um tæpar fimm hundruð milljónir króna árið 2024. Eigandinn greiðir sér þrjú hundruð milljónir í arð. Viðskipti innlent 14.1.2026 12:52
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent 13.1.2026 16:09
Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Nýliðið ár reyndist eitt það gjöfulasta í sögu olíuleitar á norska landgrunninu í seinni tíð. Miðað við undanfarinn áratug var aðeins árið 2021 betra í magni nýrra olíu- og gasfunda. Þörf er hins vegar á frekari olíu- og gasleit ef draga á úr yfirvofandi framleiðsluminnkun. Viðskipti erlent 13.1.2026 12:12
Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? 45 ára kona spyr: „Sæll, ég byrjaði seint á vinnumarkaði eftir að hafa verið lengi í námi erlendis. Þegar ég skoða hvernig lífeyrismál mín standa er ég hrædd um að ég eigi von á lítilli framfærslu þegar ég hætti að vinna. Launin sem ég fæ eru ekki nógu há til að vega upp þann tíma sem ég greiddi ekki í lífeyrissjóð sem námsmaður. Hvað get ég gert í dag til að auka fjárhagslegt öryggi mitt í framtíðinni?“ Viðskipti innlent 13.1.2026 06:00
Úr útvarpinu í orkumálin Fjölmiðlakonan Hafdís Helga Helgadóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Samorku, hagsmunasamtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Hafdís Helga er með BA-gráðu í leiklist frá Listaháskóla Íslands en hún færir sig til Samorku frá Ríkisútvarpinu þar sem hún hefur starfað sem fréttamaður og við dagskrárgerð undanfarin átta ár, nú síðast sem umsjónarmaður Morgunútvarpsins á Rás 2. Viðskipti innlent 12.1.2026 14:36
Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Greiningardeild Landsbankans telur að breytingar á gjaldtöku hins opinbera af rekstri og kaupum ökutækja gætu aukið verðbólgu um 0,7 prósentustig. Óvíst sé hvort áhrifin komi fram að öllu leyti í janúar eða dreifist yfir næstu mánuði, en telja megi að það velti ekki síst á eftirspurn eftir bílum í byrjun árs. Viðskipti innlent 12.1.2026 14:04
Skipta um forstjóra hjá Origo Árni Geir Valgeirsson mun í febrúar taka við stöðu forstjóra Origo, eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri hugbúnaðarsviðs félagsins síðan 2024. Hann tekur við stöðunni af Ara Daníelssyni sem verður stjórnformaður. Viðskipti innlent 12.1.2026 13:02
Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Innviðaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Samgöngustofu um að vísa frá kvörtun fjögurra farþega sem ýmist var vísað úr eða yfirgáfu flugvél Play í Danmörku haustið 2024. Farþegarnir kröfðust þess að brottvísunin yrði metin ólögmæt og að þeim yrðu dæmdar skaða- og miskabætur. Neytendur 12.1.2026 12:41
Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Lögmaður tæknifyrirtækisins Vélfags segir að Landsbankinn hafi fryst reikning lögmannsstofu sem átti að nota til þess að greiða starfsmönnum laun og gera upp við birgja og veðhafa. Utanríkisráðuneytið hafi málið til skoðunar en ekki veitt neinar undanþágur til að liðka fyrir útborgun launanna. Viðskipti innlent 12.1.2026 08:40
„Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Það hljómar kannski sem algjör steypa að blanda saman verkfræði, smíði og jazztónlist. En það er nú samt sem áður raunin hjá Magnúsi Rannver Rafnssyni, verkfræðingi, húsasmiði og tónlistarmanni, sem fyrir nokkru gaf út sína aðra plötu á streymisveitunni Spotify. Atvinnulíf 12.1.2026 07:02
Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Ólöf Kristjánsdóttir, CMO hjá Taktikal og formaður WomenTechIceland, sveiflast á milli þess að fasta á morgnana eða borða morgunmat. Enda hvoru tveggja sagt svo hollt. Hárið er orðið óstýrilátara en áður og þrátt fyrir rándýran búnað tekst henni illa að venja sig á kaffi. Atvinnulíf 10.1.2026 10:03
Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Fiskistofa hefur lokið úthlutun á 31.046 tonnum af loðnu og 170.112 tonnum af kolmunna fyrir fiskveiðiárið 2025/2026 og almanaksárið 2026. Viðskipti innlent 9.1.2026 18:44
Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Danól, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur hafið innköllun á NAN Expert Pro HA 1 og NAN Pro 1 þurrmjólk með lotunúmerunum 51690742F4, 51180346AC og 51250346AC. Áður hafði verið tilkynnt sérstaklega að ekki væri ástæða til þess að innkalla þurrmjólkina hér á landi en þá hafði það verið gert í Noregi. Neytendur 9.1.2026 16:37
Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Brottfarir Íslendinga frá Keflavíkurflugvelli hafa aldrei mælst fleiri en í fyrra. Erlendum ferðamönnum fækkaði um 0,4 prósent á milli ára en fjöldinn hefur svo gott sem staðið í stað undanfarin þrjú ár. Viðskipti innlent 9.1.2026 14:52
Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Aukinn meirihluti aðildarríkja Evrópusambandsins samþykkti fríverslunarsamning við fimm suðuramerísk ríki sem mynda fríverslunarbandalagið Mercosur. Verði samningurinn að veruleika verður til stærsta fríverslunarsvæði í heiminum. Viðskipti erlent 9.1.2026 13:25
Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Eldur Ólafsson, forstjóri námafyrirtækisins Amaroq á Grænlandi, segir stjórnvöld í Bandaríkjunum íhuga fjárfestingu í starfsemi félagsins. Í fyrstu viðskiptum í morgun hækkaði gengi félagsins um 10,7 prósent. Á mörkuðum erlendis hækkaði gengið um 19 prósent í gær. Viðskipti innlent 9.1.2026 10:10
„Algjört siðleysi“ Formaður Neytendasamtakanna segir að atvinnuvegaráðherra eigi að fara varlega í að breyta lögum í því skyni að koma skikki á svokallaðan „gjaldskyldufrumskóg“. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir aðferðir sumra fyrirtækja siðlausar. Neytendur 9.1.2026 09:33
Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Það er svo gaman að fara yfir það með Dóru Jóhannsdóttur leikkonu og fyrirlesara, hvernig spuni getur nýst vinnustöðum. Atvinnulíf 9.1.2026 07:02
S4S-veldið tekur við Lindex S4S ehf. hefur undirritað samning við sænska félagið Lindex AB um að S4S taki við sem umboðsaðili vörumerkisins Lindex á Íslandi. Viðskipti innlent 8.1.2026 17:41
Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili mun taka við rekstri Lindex á Íslandi. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður tilkynnt um nýjan rekstraraðila á morgun. Viðskipti innlent 8.1.2026 14:44
Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Eldur Ólafsson, framkvæmdastjóri Amaroq, er áberandi í stórum erlendum fjölmiðlum í dag, en hann hefur meðal annars verið á skjánum í sjónvarpsviðtölum hjá Bloomberg og CNBC. Hann segir að umræðan um Grænland hafi haft jákvæð áhrif á fyrirtækið en segja má að ákveðin stigmögnun hafi orðið í umræðunni um vilja Trump-stjórnarinnar um að eignast Grænland í vikunni. Amaroq er stærsta námufyrirtækið með starfsemi á Grænlandi þar sem það grefur bæði eftir gulli og öðrum fágætum málmum, sem stundum eru kallaðir þjóðaröryggismálmar. Viðskipti innlent 8.1.2026 14:27
Bíllinn þremur milljónum dýrari Hækkun vörugjalda, sem tók gildi um áramótin, er farin að láta á sér kræla í verði hjá bílaumboðum. Afnám vörugjalda á rafmagnsbíla hefur ekki mikil áhrif eftir lækkun rafbílastyrks og dæmi eru um að ódýrari rafbílar hækki í verði eftir breytinguna. Viðskipti innlent 8.1.2026 13:37
Lindex lokað á Íslandi Öllum verslunum Lindex verður lokað í síðasta lagi 28. febrúar. Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, eigandi Lindex, segir engan missa vinnuna við þessi tímamót og að það séu í gangi viðræður um þau verslunarrými sem Lindex hefur verið rekið í. Viðskipti innlent 8.1.2026 12:54