Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hefur lýst yfir áhyggjum af rekstrarskilyrðum í sjávarútvegi og fyrirætlunum stjórnvalda um verulegar breytingar sem lúta að atvinnugreininni. Í því samhengi sé umhugsunarefni að langtímakjarasamningar hafi verið gerðir við bæði sjómenn og landverkafólk, í krafti þess að aukin verðmætasköpun og framleiðni geti staðið undir skuldbindingum samninganna. „Þær forsendur kunna að bresta ef kynntar fyrirætlanir ríkisstjórnar ganga eftir.“ Viðskipti innlent 12.2.2025 14:23
„Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við í febrúar. Verð á tilbúnum réttum, sælgæti og fuglakjöti hækkaði sérstaklega en ávaxtaverð lækkar. Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir skjóta skökku við að verslanir tilkynni um hækkanir þegar samfélagið allt sé að reyna að keyra niður verðbólgu fyrir fullt og allt. Neytendur 12.2.2025 12:00
Alvotech vígir Frumuna Alvotech vígir mun í dag vígja Frumuna, nýja miðstöð líftækni á Íslandi. Henni er ætlað að styðja við aukna nýsköpun, rannsóknir, þróun og samvinnu vísindamanna og frumkvöðla í líftækni á Íslandi. Viðskipti innlent 12.2.2025 11:36
Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Menntaverðlaun atvinnulífsins voru veitt í dag fyrirtækjum sem skara fram úr í fræðslu- og menntamálum. Arion banki er Menntafyrirtæki ársins og Alda hlýtur Menntasprotann 2025. Viðskipti innlent 11.2.2025 12:58
Björn Brynjúlfur selur Moodup Skyggnir, eignarhaldsfélag í upplýsingatækni, hefur keypt allt hlutafé íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins Moodup af Birni Brynjólfi Björnssyni, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Moodup þróar lausnir á sviði starfsánægjumælinga. Viðskipti innlent 11.2.2025 10:40
Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Sprenging hefur orðið í sölu á húskubbum framleiddum úr frauðplasti og eru verktakar og einstaklingar að átta sig á kostum þess að byggja úr húskubbum framleiddum á Íslandi. Samstarf 11.2.2025 08:52
Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Katrín Ýr Magnúsdóttir hefur tekið við sem framkvæmdastjóri Heilsu og hóf störf 1. febrúar. Viðskipti innlent 11.2.2025 08:45
Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Auðjöfurinn Elon Musk og hópur fjárfesta gerðu í gær tilboð í gervigreindarfyrirtækið OpenAI upp á 97,4 milljarða Bandaríkjadala. OpenAI þróaði og á ChatGPT. Viðskipti erlent 11.2.2025 08:36
Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Störf á tímamótum er yfirskrift Menntadags atvinnulífsins sem fram fer á Hilton Nordica og hefst klukkan 9. Hægt verður að fylgjast með dagskránni í beinu streymi. Viðskipti innlent 11.2.2025 08:35
Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Auglýsingar í sjónvarpi standa enn fyrir sínu á öld samfélagsmiðla, ekki síst í tengslum við risaviðburði eins og bandarísku Ofurskálina í nótt. Þetta er mat sköpunarstjóra hjá auglýsingastofunni Ennemm. Við rýnum með honum í Ofurskálarauglýsingar, sem geta kostað auglýsendur marga milljarða. Viðskipti innlent 10.2.2025 21:02
Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent. Viðskipti innlent 10.2.2025 17:16
Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Kínverskir embættismenn eru að skrifa lista yfir bandarísk tæknifyrirtæki sem hægt er að beita rannsóknum varðandi samkeppni og öðrum aðgerðum. Markmiðið er að geta þrýst á forsvarsmenn fyrirtækjanna, sem hafa margir fylkt liði að baki Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Viðskipti erlent 10.2.2025 16:39
Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 verða afhent á Grand Hótel klukkan 16 í dag. Hægt verður að fylgjast með afhendingunni í beinu streymi. Forseti Íslands, Frú Halla Tómasdóttir , afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp. Viðskipti innlent 10.2.2025 15:32
Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskiptakonan og bæjarfulltrúinn Brynja Dan Gunnarsdóttir er orðin eini eigandinn að Extraloppunni eftir að hún keypti út hjónin Andra Jónsson og Guðríði Gunnlaugsdóttur sem hafa átt fyrirtækið á móti Brynju frá stofnun fyrirtækisins árið 2019. Brynja þakkar þeim Andra og Guðríði fyrir samstarfið síðustu árin og segir margt spennandi framundan hjá fyrirtækinu, meðal annars er nýtt app á leiðinni sem muni auka þjónustu við viðskiptavinir. Viðskipti innlent 10.2.2025 14:52
Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Philadelphia Eagles hrepptu hnossið í Super Bowl þetta árið, og gerðu þeir það með nokkrum yfirburðum. Þetta snýst þó ekki allt um leikinn. Auglýsingar eru líka stór hluti af viðhöfninni. Viðskipti erlent 10.2.2025 10:58
Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Hafrannsóknastofnun í samvinnu við loðnuútgerðir gerir núna lokatilraun til að finna loðnu við landið í nægjanlegu magni svo unnt sé að gefa út veiðikvóta áður en loðnan hrygnir og drepst. Að öðrum kosti blasir við loðnubrestur, annað árið í röð. Viðskipti innlent 10.2.2025 10:51
Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Hætta er á að Íslendingar missi af meiriháttar tækifæri með því að gera ekki ráðstafanir til þess að taka við ferðamönnum þegar almyrkvi á sólu sést hér á næsta ári, að mati fjármálaráðgjafa. Gistipláss og bílaleigubílar séu þegar fullbókaðir en lítið beri á undirbúningi fyrir aðsóknina. Viðskipti innlent 10.2.2025 10:37
Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Íslensku gagnaverin atNorth, Borealis Data Center og Verne Global hlutu um helgina heiðursverðlaun UT-verðlauna Ský árið 2025 fyrir framúrskarandi framlag til upplýsingatækni. Þá fengu Bara tala, Noona, Treble Technnologies, HS Orka - Auðlindastýring, Laki Power og Festi verðlaun í undirflokkum UT-verðlaunanna. Viðskipti innlent 10.2.2025 07:46
Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulífið titrar og skelfur alla mánudaga eftir Super Bowl í Bandaríkjunum. Hvers vegna? Jú, spurningin er: Hversu margir mæta til vinnu í dag? Eða ætti frekar að spyrja: Hversu margt fólk hringir sig inn veikt í dag? Atvinnulíf 10.2.2025 07:01
Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Póstinum hefur verið falið það hlutverk fyrir hönd ríkisins að sinna alþjónustu á Íslandi til ársins 2030, fyrir póstsendingar bæði innanlands og til annarra landa. Undir alþjónustu fellur öll bréfaumsýsla upp að tveimur kílóum og pakkaumsýsla upp að 10 kílóum innanlands og 20 kílóum erlendis frá. Viðskipti innlent 9.2.2025 13:36
Fermingarmyndin ekki til útflutnings Hrönn Greipsdóttir, forstjóri Nýsköpunarsjóðsins Kríu, segir engan hasar á morgnana lengur. Þau hjónin séu tvö með latan hund og oftar en ekki er Hrönn svo heppin að eiginmaðurinn gefur henni fyrsta kaffibollann um það leyti sem hún fer fram úr. Atvinnulíf 8.2.2025 10:02
Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Gestir UT messunnar, sem fer fram um helgina í Hörpu, geta látið taka af sér mynd og látið breyta henni um leið með gervigreind. Sem dæmi verður hægt að breyta sér í íþróttastjörnu, ofurhetju, geimfara eða kúreka svo dæmi séu tekin. Viðskipti innlent 8.2.2025 09:48
Landsbankinn lækkar vexti Landsbankinn hefur tilkynnt um breytta vexti inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 13. febrúar næstkomandi. Arion Banki, Indó, Íslandsbanki og nú Landsbankinn hafa allir lækkað vexti eftir að stýrivextir Seðlabankans lækkuðu um 0,5 prósentustig á miðvikudaginn. Viðskipti innlent 7.2.2025 18:59
Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækið Sýn gerir ráð fyrir að rekstrarhagnaður fyrir árið 2024 verði um sjö hundruð milljónir króna sem er undir fyrri spám um afkomu. Ástæðuna má rekja til eldsvoða hjá fyrirtækinu auk þess sem áskrifta- og auglýsingasala var undir væntingum. Viðskipti innlent 7.2.2025 18:15