Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Verka­lýðs­hreyfingin úti á túni með sitt tal?

Brynjar Níelsson lögmaður kom inn sem varaþingmaður á Alþingi í dag, þá fyrir Guðlaug Þór Þórðarson, og lét ekki bjóða sér það tvisvar; hann henti sér umsvifalaust í óundirbúnar fyrirspurnir. Brynjar átti erindi við Ragnar Þór Ingólfsson félags- og húsnæðismálaráðherra og þá með vísan til fortíðar hans hjá verkalýðshreyfingunni en Ragnar var formaður VR.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Ég á þetta og má þetta“

Heldur hitnaði í kolum, og kannski eins og við mátti búast, þegar Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins beindi fyrirspurn til Ingu Sæland formanns Flokks fólksins á Alþingi í dag. Hún vildi vita hvernig stæði á þessu hringli með málaflokka; að barnamálaráðherra væri kominn með uppbyggingu dvalarheimila á sínar herðar.

Innlent
Fréttamynd

Al­gjör­lega óásættan­leg staða

„Það kemur mér auðvitað pínulítið á óvart ef kjósendur vilja frekar kjósa einhvern veginn afsprengi Framsóknarflokksins heldur en Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður þess síðarnefnda. Miðflokkurinn sé afturhaldssamur þjóðernisflokkur sem sæki innblástur til Bandaríkjanna.

Innlent
Fréttamynd

Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróð­leg“

Fulltrúar fjárlaganefndar Alþingis eru staddir í París þar sem þeir heimsækja í vikunni nokkrar stofnanir til að kynna sér verklag við fjárlagagerð innan OECD og verkefni fjárlaganefndar Frakklands. Formaður nefndarinnar segir ferðina hafa verið mjög gagnlega til þessa. Aðeins einn fulltrúi stjórnarandstöðunnar er með í för en um tíma var útlit fyrir að enginn fulltrúi stjórnarandstöðunnar færi með.

Innlent
Fréttamynd

„Það er ekki laust við að það fari um mann“

Miðflokkurinn mælist nú með rúmlega 22 prósenta fylgi, aðeins fimm prósentum minna en Samfylking og mun meira en næstu flokkar á eftir. Varaformaðurinn segir að hann finni fyrir ákalli um breytt stjórnmál og að mikilvægt sé að Miðflokksmenn haldi áfram að tala skýrt um þau.

Innlent
Fréttamynd

Mið­flokkurinn nálgast Sam­fylkingu

Miðflokkurinn mælist með 22,2 prósent í nýrri könnun Maskínu og eykst fylgið um þrjú prósent milli mánaða. Samfylkingin mælist með 27 prósent og því munar einungis tæpum fimm prósentustigum á flokkunum. Viðreisn mælist stærri en Sjálfstæðisflokkurinn. 

Innlent
Fréttamynd

Á­kærandi, dómari og böðull

Frumvarp til breytinga á búvörulögum vekur alvarlegar spurningar um valdajafnvægi, samráð og réttaröryggi í íslenskum landbúnaði. Við nánari skoðun blasir við að hér er verið að færa Samkeppniseftirlitinu mun víðtækari heimildir en tíðkast í sambærilegum ríkjum, jafnvel umfram það sem gildir innan EES-réttar. Sú þróun er varasöm, veikir íslenskan landbúnað og þar með fæðuöryggi og kallar á vandaða umræðu.

Skoðun
Fréttamynd

Hreint ekki eins og at­vinnu­við­tal

Mér finnst einhvern veginn eins og þeir sem vilja að við göngum í Evrópusambandið ættu öðrum fremur að vera með það á hreinu hvers konar ferli fer í gang þegar ríki sækir um inngöngu í sambandið. Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, er það hins vegar greinilega ekki. Nema hann tali gegn betri vitund. 

Skoðun
Fréttamynd

Bar­áttan um Fram­sókn muni snúast um sögu­lega stöðu

Fyrsti frambjóðandinn til að tilkynna framboð til formanns Framsóknar steig fram í dag. Tveir til viðbótar liggja undir feldi en flokkurinn velur sér nýjan formann á flokksþingi í febrúar. Stjórnmálafræðingur segir um tímamótaákvörðun að ræða enda hafi flokkurinn aldrei verið í erfiðari stöðu.

Innlent
Fréttamynd

Heitt í hamsi vegna Græn­lands

Staða öryggis- og varnarmála og hótanir Bandaríkjaforseta í garð Grænlands voru þingmönnum ofarlega í huga í umræðu um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Á meðan þingmenn allra flokka sem kvöddu sér hljóðs um alþjóðamálin sögðust styðja Grænlendinga og að hótanir Bandaríkjaforseta væru fráleitar, þá kvað á sama tíma við nokkuð ólíkan tón milli þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu um það hvort Ísland ætti, í ljósi aðstæðna, að horfa meira til Evrópusambandsins.

Innlent
Fréttamynd

Ingi­björg býður sig fram í for­manninn

Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, gefur kost á sér til formanns Framsóknarflokksins á komandi flokksþingi Framsóknar í febrúar. Ingibjörg greinir frá framboði sínu á samfélagsmiðlum nú í morgun. Hún segir stöðu flokksins kalla á breytingar og að sjálf sé hún tilbúin til að bretta upp ermar.

Innlent
Fréttamynd

Sandra tekin við af Guð­brandi

Sandra Sigurðardóttir tók í gær sæti á Alþingi í stað Guðbrands Einarssonar sem sagði af sér þingmennsku í síðustu viku. Sandra er þannig tekin við sem sjötti þingmaður Suðurkjördæmis og eini þingmaður Viðreisnar í kjördæminu. Forseti Alþingis tilkynnti um breytingarnar við upphaf þingfundar í dag, en líkt og kunnugt er sagði Guðbrandur af sér á föstudaginn í tengslum við tilraun hans til vændiskaupa árið 2012.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herra hafi gefið veiði­leyfi á sig

Samgönguáætlun til næstu fimm ára var á dagskrá þingsins í dag. Stjórnarandstaðan dró meðal annars í efa hversu raunhæf áætlunin er í ljósi efnahagslegs óstöðugleika. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir innviðaráðherra hafa veitt skotleyfi á sjálfan sig þegar hann sagðist ekki bundinn af ákvörðunum fyrri ríkisstjórnar um gerð áætlunarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Verkútboð í vega­gerð aug­lýst eftir langt hlé

Vegagerðin hefur boðið út lagningu bundins slitlags á 7,4 kílómetra kafla Einholtsvegar í Bláskógabyggð í uppsveitum Árnessýslu. Þetta er fyrsta framkvæmdaútboð sem auglýst er í vegagerð frá því í júlí síðastliðið sumar, ef frá er talið lítið útboð í gerð hringtorgs í Garðabæ í september.

Innlent
Fréttamynd

Mælir fyrir samgönguáætlun í dag

Gert er ráð fyrir að Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra mæli fyrir samgönguáætlun á Alþingi í dag. Um er að ræða fyrstu samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar en hún er fyrir árin 2026 til 2040 og henni fylgir einnig fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2026 til 2030.

Innlent
Fréttamynd

Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað

Í umræðu um nýtt frumvarp um lagareldi hefur atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, ítrekað lagt áherslu á að ekki standi til að veita ótímabundin leyfi eða festa nýtingu sameiginlegra auðlinda í sessi til framtíðar. Sú afstaða hefur einnig verið skýr í stefnu Viðreisnar og í stjórnarsáttmálanum.

Skoðun
Fréttamynd

Eigum eftir að sjá hvort Guð­brandur bæti upp fyrir hegðun sína

Talskona Stígamóta segir afsögn hafa verið eina valkostinn í máli þingmanns flokksins sem hefur nú játað að hafa sóst eftir því að kaupa vændi. Hann sagði af sér þingmennsku eftir að honum var tilkynnt að fjallað yrði um málið. Formaður Viðreisnar segist vonsvikinn vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

„Von­brigði“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar segist telja að það hafi verið rétt ákvörðun hjá Guðbrandi Einarssyni að segja af sér þingmennsku. Hún segir hann nú fá svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskyldu sína.

Innlent