Leiðin til helvítis Í vikunni hef ég vakið athygli á málefnum drengja og ungra manna (sjá FB-síðu mína). Það er ekki gert í þeim tilgangi að fórnarlambsvæða þúsundir einstaklinga, heldur að vekja athygli á því umhverfi og þeirri orðræðu sem við þeim virðist blasa í dag og þá stöðu sem skapast getur vegna þess. Skoðun 4.4.2025 13:16
Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir utanríkisráðherra hafa fullan stuðning flokksins í að auka útgjöld til varnarmála. Það veki furðu að ekkert segi til um útgjaldaaukningu í málaflokknum í fjármálaáætlun. Útkljá þurfi málið áður en þingið fer í páskafrí. Innlent 4.4.2025 12:32
Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Þrír af hverjum fjórum landsmönnum telja að Ásthildur Lóa Þórsdóttir hafi tekið rétta ákvörðun þegar hún ákvað að segja af sér sem mennta- og barnamálaráðherra á dögunum. Mikill meirihluti telur hana eiga að sitja áfram á þingi. Þá segir rúmur meirihluti landsmanna fréttaflutning um mál hennar hafa verið ósanngjarnan. Innlent 4.4.2025 11:48
Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Innlent 3.4.2025 19:23
„Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sigríður Á Andersen þingmaður Miðflokksins, spurði enn út í brotthvarf Ásthildar Lóu Þórsdóttur úr stóli barna- og menntamálaráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi. Nú var það Inga Sæland formaður Flokks Fólksins sem var fyrir svörum. Henni var ekki skemmt og lá ekki á þeirri skoðun sinni. Henni þótti áhugi Sigríðar á málinu hinn undarlegasti. Innlent 3. apríl 2025 12:04
Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Bókun 35, lagafrumvarp um breytingu á lögum EES-svæðsins sem leysir úr árekstrum milli lagaákvæða sem innleiða EES-reglur og annarra lagaákvæða, er komið út úr utanríkismálanefnd og á leið í 2. umræðu. Innlent 3. apríl 2025 10:54
Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Snorri Másson þingmaður Miðflokksins hélt ræðu á þingi í tengslum við framlagningu á „Framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025-2028“ sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir jafnréttisráðherra mælti fyrir. Ekki var fyrr búið að greina frá ræðunni en mikið bakslag myndaðist. Aðalritari félags kynjafræðinga mótmælti harðlega við mikinn fögnuð. Innlent 3. apríl 2025 10:26
Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að sérstök áhersla verði lögð á að efla geðheilbrigðisþjónustu og styðja fjölbreytt rekstrarform. Skoðun 3. apríl 2025 08:01
Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Þingfundur stóð fram til 23:51 í kvöld og er það annan daginn í röð sem fundur teygir sig yfir á tólfta tímann. Þingmenn ræddu í annað sinn fram um frumvarp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til breytingar á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun. Innlent 2. apríl 2025 23:31
Alþingi hafi átt að vera upplýst Utanríkisráðherra telur að Alþingi hafi átt að vera upplýst um viðauka á varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna, sem gerður var fyrir ríflega sjö árum. Af þessu þurfi að draga lærdóm. Hún gerir hins vegar engar athugasemdir við viðaukann og vill auka varnarsamstarf við Bandaríkin og önnur ríki. Innlent 2. apríl 2025 20:02
Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Í dagskrárliðnum störf þingsins brá svo við að þrjár þingkonur úr ólíkum flokknum gerðu allar að umtalsefni það að ríkið hafi slitið samningi sínum við Janus endurhæfingu. Þær töldu ljóst að Alma Möller heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnin öll forðuðust umræðuefnið. Innlent 2. apríl 2025 16:12
Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Fyrrverandi þingmaður í utanríkismálanefnd Alþingis furðar sig á að hvorki nefndin né Alþingi hafi fengið upplýsingar um að viðbót hafi verið gerð við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna árið 2017. Þáverandi utanríkisráðherra man ekki eftir því að viðbótin hafi verið gerð en fagnar umræðu um öryggis og varnamál. Innlent 2. apríl 2025 15:58
Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Samfylkingin mælist stærsti stjórnmálaflokkurinn í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup þar sem 27 prósent aðspurðra segjast myndu kjósa flokkinn ef kosið yrði til Alþingis í dag. Sjálfstæðisflokkurinn mælist næststærstur með 22 prósenta fylgi. Innlent 2. apríl 2025 08:42
Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund i dag til að fjalla um skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis fyrir árið 2024. Innlent 1. apríl 2025 08:57
Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mælti í gær fyrir frumvarpi sem felur í sér að samþykki annarra eigenda eigna í fjölbýlishúsi verði ekki lengur skilyrði fyrir því að einstaklingur megi halda hund eða kött í fjölbýli – sama þó að íbúðir deili sameiginlegum stigagangi. Innlent 1. apríl 2025 06:17
Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Ríkisstjórnin ætlar að hagræða um ríflega hundrað milljarða í opinberum rekstri á næstu árum og stefnir að því að ná jafnvægi í rekstri ríkisins ári fyrr en fyrrverandi ríkisstjórn. Þá verða kjör öryrkja og eldri borgara stórlega bætt. Forsætisráðherra segir Flokk fólksins hafa haft mikil áhrif á nýja fjármálaáætlunina Innlent 31. mars 2025 20:32
Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Þingmenn ríkisstjórnaflokkanna ætla á fundi atvinnuveganefndar á morgun að ræða það að afnema öll réttindi grásleppusjómanna að sögn Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem situr í nefndinni. Innlent 31. mars 2025 19:35
Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Í dag mæli ég fyrir frumvarpi á Alþingi um breytingar á lögum um almannatryggingar og ýmsum öðrum lögum sem miða að því að stórbæta stöðu örorku- og ellilífeyrisþega. Breytingarnar eru í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem mynduð var fyrir 100 dögum. Skoðun 31. mars 2025 16:31
Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Frumvarp umhverfisráðherra um innleiðingu á Evrópureglum um áfasta tappa á drykkjarvörum flaug í gegnum þingið í dag. Allir viðstaddir þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu að frátöldum sjö þingmönnum Miðflokksins sem segja um óþarft mál af færibandinu í Brussel sé að ræða. Neytendur 31. mars 2025 16:30
Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur nú verið við störf í hundrað daga. Almannatengill segir ríkisstjórnina hafa verið pólitískt stórtækari en hann átti von á og forystukonurnar hafa staðið sig vel. Innlent 31. mars 2025 12:31
Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Rannsóknardósent við Árnastofnun og aðalmaður í mannanafnanefnd segir að um menningarslys yrði að ræða ef frumvarp um breytingu á mannanafnalögum verði samþykkt. Lagabreytingin myndi grafa undan núverandi kerfi, sem væri fljótt að láta undan síga. Innlent 31. mars 2025 12:02
Gerðu upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra boða til fréttamannafundar klukkan 13 í dag. Til umræðu eru fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar. Innlent 31. mars 2025 11:23
Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Forstjóri eins stærsta sjávarútvegsfélags landsins skrifaði nýverið að afkoma greinarinnar mætti ekki við frekari kostnaðarhækkunum eins og leiðréttum veiðigjöldum. Það muni koma í veg fyrir nauðsynlegar fjárfestingar og það sem hann telur eðlilega afkomu greinarinnar. Skoðun 31. mars 2025 07:01
Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir fyrrum formann Samfylkingarinnar vera snúa út úr málflutningi stjórnarandstöðunnar í máli fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra. Ýmislegt sé óskýrt varðandi aðkomu forsætisráðuneytisins í málinu. Hún sakar forsætisráðherra um að hafa farið með rangt mál í pontu Alþingis. Innlent 30. mars 2025 21:58
Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Formaður Vinstri grænna segir það til umræðu að bjóða fram sameiginlegan lista með öðru stjórnmálaafli í næstu kosningum. Hún segir ríkisstjórnarsamstarf með Framsókn og Sjálfstæðisflokki hafa verið lifandi dautt frá 2023. Innlent 30. mars 2025 14:58