Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Stórskemmdi grasflötina við Höfða

Rútu á vegum ME travel var ekið inn á grasið við Höfða í Borgartúni á öðrum tímanum í dag og er þar pikkföst. Ljót för eru í blautu grasinu eftir rútuna en eigandi fyrirtækisins heitir því að bæta tjónið. Kínverskir ferðamenn voru um borð í rútunni og bíða nú eftir að rútan verði losuð.

Innlent
Fréttamynd

Skattspor ferða­þjónustunnar 184 milljarðar árið 2023

Við í ferðaþjónustunni erum þaulvön að ræða skatta- eða gjaldamál greinarinnar, enda hafa þau verið í eldlínunni síðustu misserin. Við viljum vera samkeppnishæf og öflug atvinnugrein sem skilar – með sanngjörnum hætti – hluta af þeim verðmætum sem við sköpum, aftur til samfélagsins sem við störfum í. Enda gerum við það nú þegar með myndarlegum hætti, bæði í krónum og aurum og ekki síður í formi aukinna lífsgæða víða um land, sem ekki verða öll mæld með aðferðum hagfræðinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­land þarf ekki að gefa af­slátt

Álagsstýring er mikilvægt stjórntæki sem stuðlað getur að sjálfbærni í ferðaþjónustu og um leið aukið á þau verðmæti sem greinin getur skapað. Náttúra Íslands er aðdráttaraflið og því skiptir miklu máli að upplifunin af henni verði eftirminnileg og einstök. Til að íslensk ferðaþjónusta geti verið sú hágæðavara sem allir í orði kveðnu telja eftirsóknarvert þarf stýringu sem felur í sér sanngjarna og hóflega gjaldtöku og setningu þolmarka.

Umræðan
Fréttamynd

Full­bókað Ís­land 2026

Við erum ekki að fara að redda þessu þegar þar að kemur. Það er þó hætt við að við áttum okkur fyrst á umfanginu of seint og þá gætum við hafa misst af meiriháttar tækifæri.

Skoðun
Fréttamynd

Fengu ó­veðrið beint í æð

Ferðamenn létu óveðrið fyrir hádegi ekki stoppa sig í að kynna sér hvað Reykjavík og Seltjarnarnes hefðu upp á að bjóða. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari var á ferðinni og myndaði nokkra af þeim þúsund ferðamanna sem njóta lífsins hér á landi á óveðursdegi.

Innlent
Fréttamynd

Létu rauða við­vörun ekki stoppa sig

Þrátt fyrir rauða veðurviðvörun voru þónokkrir á ferð um miðbæ Reykjavíkur í dag. Ferðamenn í stuttu stoppi sem vildu ekki eyða deginum inni á hótelherbergi, fólk á leið heim úr vinnu og einn hlaupari sem þurfti að klára æfingu dagsins. 

Innlent
Fréttamynd

Um 500 nýjar í­búðir byggðar í Ár­nesi í Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi

Um fimm hundruð nýjar íbúðir verða byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi á næstu árum en í dag eru þar um þrjátíu íbúðir. Ástæðan fyrir þessari miklu uppbyggingu er flutningur fólks í sveitarfélagið vegna virkjanaframkvæmda og annarra framkvæmda í ferðaþjónustu eins og byggingu hótels og baðlóns í Þjórsárdal.

Innlent
Fréttamynd

Vest­firðingar þokast nær langþráðum vegabótum

Borgarverk í Borgarnesi átti lægsta tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði og reyndist tilboð verktakans 280 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Vegagerðin snertir helsta náttúrudjásn Vestfjarða, fossinn Dynjanda.

Innlent
Fréttamynd

Styrkjum inn­viði okkar mikil­vægustu at­vinnu­greinar

Ferðaþjónustan skapar fleiri störf og aflar meiri gjaldeyris en aðrar greinar – greinin er ung og því nauðsynlegt að stjórnvöld og fyrirtækin í greininni eigi gott samráð um mótun starfsumhverfis hennar, segir formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu.

Umræðan
Fréttamynd

Þúsund skref auka­lega skila 15 prósent lægri dánar­tíðni

Þúsund skref aukalega á dag lækka dánartíðni fólks um fimmtán prósent. Þetta kemur fram í rannsókn þar sem tvö hundruð og tuttugu þúsund manns var fylgt eftir um árabil. Endurhæfingarlæknir segir að öll viðbótarhreyfing bæti lífslíkur fólks, sérstaklega eldri hópa.

Innlent
Fréttamynd

Hátt raun­gengi að nálgast „þol­mörk“ og spá því að krónan muni gefa eftir

Þrátt fyrir miklar sveiflur í hagkerfinu síðustu misseri og ár hefur krónan haldist „ótrúlega stöðug“ en eftir talsverða hækkun á raungenginu er það komið á þann stað vera ekki sjálfbært við núverandi aðstæður, einkum fyrir samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar, og margt sem bendir til að gengi krónunnar muni veikjast á árinu, að mati hagfræðinga Arion. Ólíklegt er að fjárfestar auki við framvirka stöðu sína með krónunni, samkvæmt greiningu bankans, sem endurspeglar meðal annars auknar áhyggjur af stöðu ferðaþjónustunnar og óvissu hver áhrifin verða af boðuðum komu- og auðlindagjöldum.

Innherji
Fréttamynd

Eru skattar og gjöld verðmæta­sköpun?

Nýtt ár, ný ríkisstjórn og nýtt upphaf fyrir marga. Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar felur í sér fyrirætlanir um aukna verðmætasköpun í atvinnulífinu og er virkilega ástæða til að fagna því. Atvinnulífið er að sjálfsögðu mikilvægasta uppspretta verðmætasköpunnar í landinu.

Skoðun
Fréttamynd

„Ömur­legasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“

Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir segir veggjalús komna til að vera á Íslandi. Eins og stendur er hann á ferðalagi um landið til að eyða veggjalús. Hann segir veggjalúsinni hafa fjölgað verulega á Íslandi síðustu misseri. „Puttalangur frá helvíti,“ segir hann samstarfsmann sinn kalla hana. Steinar Smári fór yfir málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Innlent