Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Auðjöfurinn Elon Musk og hópur fjárfesta gerðu í gær tilboð í gervigreindarfyrirtækið OpenAI upp á 97,4 milljarða Bandaríkjadala. OpenAI þróaði og á ChatGPT. Viðskipti erlent 11.2.2025 08:36
Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Kínverskir embættismenn eru að skrifa lista yfir bandarísk tæknifyrirtæki sem hægt er að beita rannsóknum varðandi samkeppni og öðrum aðgerðum. Markmiðið er að geta þrýst á forsvarsmenn fyrirtækjanna, sem hafa margir fylkt liði að baki Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Viðskipti erlent 10.2.2025 16:39
Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Philadelphia Eagles hrepptu hnossið í Super Bowl þetta árið, og gerðu þeir það með nokkrum yfirburðum. Þetta snýst þó ekki allt um leikinn. Auglýsingar eru líka stór hluti af viðhöfninni. Viðskipti erlent 10.2.2025 10:58
Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Sádiarabískir eigendur LIV-mótaraðarinnar í golfi hafa ráðið nýjan framkvæmdastjóra í stað Gregs Norman sem hefur stýrt henni frá byrjun. Ný framkvæmdastjórinn hefur meðal annars komið nálægt rekstri bandarískra körfubolta- og íshokkíliða. Viðskipti erlent 16.1.2025 11:13
Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn auðjöfrinum Elon Musk. Hann er sakaður um að hafa ekki sagt frá hlutabréfaeign sinni í Twitter í aðdraganda kaupa hans á samfélagsmiðlinum en þannig mun hann hafa greitt að minnsta kosti 150 milljónum dala minna en annars. Viðskipti erlent 15.1.2025 11:04
Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Flugfélagið Ryanair hefur gert ákall eftir að farþegar sem ferðast um evrópska flugvelli megi einungis kaupa tvo drykki fyrir flugtak. Með takmörkuninni yrði komið í veg fyrir að ölvaðir farþegar yllu truflun um borð. Viðskipti erlent 14.1.2025 23:57
Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Sumir notendur samfélagsmiðilsins Instagram hafa nýlega fengið upp óumbeðnar gervigreindarmyndir af sjálfum sér í tímalínu forritsins. Eigandi miðilsins fjarlægði gervigreindarnotendur af Facebook og Instagram eftir að þeir komust í sviðsljósið í síðustu viku. Viðskipti erlent 7.1.2025 10:44
Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Joe Biden fráfarandi Bandaríkjaforseti hefur stöðvað kaup japanska fyrirtækisins Nippon Steel á bandaríska fyrirtækinu US Steel. Biden segir að innlent eignarhald á stálframleiðandanum sé gríðarlega mikilvægt þjóðaröryggismál. Viðskipti erlent 3.1.2025 23:25
Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Níu af hverjum tíu bílum sem keyptir voru nýir í Noregi í fyrra voru rafmagnsbílar. Markmið Norðmanna er að selja eingöngu rafmagnsbíla á árinu sem er að hefjast. Formaður sambands rafmagnsbílaeigenda segir Noreg verða fyrsta ríki heimsins til að ná því markmiði að nýskrá eingöngu rafmagnsbíla. Viðskipti erlent 2.1.2025 23:31
Sjónvarpskóngur allur Bandaríski sjónvarpskóngurinn Charles Dolan, stofnandi Home Box Office, sem er betur þekkt undir skammstöfuninni HBO, og Cablevison, er látinn 98 ára að aldri. Viðskipti erlent 29.12.2024 10:20
Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Útlit er fyrir að bruni á jarðgasi stóraukist í Bandaríkjunum á næstu árum vegna óseðjandi þarfar gervigreindartækninnar fyrir raforku. Dæmi eru um að tæknifyrirtæki ætli sér að reisa gasorkuver sérstaklega fyrir gagnaver sín. Viðskipti erlent 23.12.2024 13:18
Bölvað basl á Bond Innan veggja Amazon hefur lítið sem ekkert gengið að endurvekja James Bond, ofurnjósnarann breska og ímyndaða, frá því Daniel Craig hætti að leika hann og síðasta myndin kom út árið 2021. Viðskipti erlent 20.12.2024 12:41
Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Stjórnvöld í El Salvador segjast ætla að halda áfram að stækka varaforða sinna af rafmyntinni bitcoin og jafnvel spýta í þrátt fyrir lánasamning sem þau gerðu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Samningurinn fól í sér að þau ættu að draga úr áhættuskuldbindingum vegna bitcoin. Viðskipti erlent 20.12.2024 09:08
Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Stjórnvöld í El Salvador hafa fallist á að vinda ofan að umdeildri rafmyntarvæðingu landsins gegn því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veiti því 1,4 milljarða dollara lán. El Salvador varð fyrsta ríki heims til þess að gera rafmyntina bitcoin að gjaldmiðli sínum árið 2021. Viðskipti erlent 19.12.2024 08:51
TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ákveðið að taka fyrir mál bandaríska ríkisins gegn samfélagsmiðlinum TikTok, sem að öllu óbreyttu verður bannaður í landinu þann 19. janúar næstkomandi. Viðskipti erlent 18.12.2024 21:14
Ræða samruna Honda og Nissan Forsvarsmenn bílafyrirtækjanna japönsku Honda og Nissan eiga í viðræðum um mögulegan samruna. Dregið hefur verulega úr hagnaði hjá Nissan og bæði fyrirtæki eiga í erfiðri baráttu við kínverska bílaframleiðendur sem eru að setja mark sitt á markaðinn. Viðskipti erlent 18.12.2024 09:54
Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Virði rafmyntarinnar Bitcoin náði nýjum hæðum í gærkvöldi. Það var eftir að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn að hann myndi koma á laggirnar rafmyntarforða Bandaríkjanna. Viðskipti erlent 16.12.2024 13:19
Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Innan veggja Apple er unnið að umfangsmiklum breytingum á helstu vörum fyrirtækisins. Til stendur að gefa út þynnri og ódýrari síma og tvær týpur af samanbrjótanlegum tækjum og það mögulega á næsta ári. Markmiðið er að auka sölu tækja, sem þykir hafa vaxið hægt á undanförnum árum. Viðskipti erlent 16.12.2024 10:55
Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Facebook, Instagram og fleiri miðlar Meta liggja sem stendur niðri víða um heim. Unnið er að viðgerð. Viðskipti erlent 11.12.2024 18:45
Verð á kaffi sögulega hátt Verð á kaffi hefur tekið stökk og hefur aldrei verið hærra. Verðhækkanirnar má rekja til áætlana um minni uppskeru á kaffibaunum en undanfarin ár vegna mikilla þurrka og rigninga. Kaffiframleiðendur segjast aldrei hafa séð annað eins. Viðskipti erlent 10.12.2024 22:59
Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Yfirvöld í Kína tilkynntu í dag bann við útflutningi nokkurra tegunda svokallaðra „sjaldgæfra málma“ til Bandaríkjanna. Það er í kjölfar þess að ríkisstjórn Joes Biden tilkynnti aðgerðir til að sporna gegn aðgengi Kínverja af mikilvægri tækni frá Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 3.12.2024 23:02
Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Dómari í Delaware hefur ákveðið að Elon Musk fái ekki 56 milljarða dala í laun frá Tesla, þrátt fyrir samþykki stjórnar fyrirtækisins í sumar. Viðskipti erlent 3.12.2024 06:49
Danska ríkið kaupir Kastrup Danska ríkið hyggst kaupa 59,4 prósenta hlut í Kastrup flugvelli af lífeyrissjóðnum ATP. Ríkið átti áður rúmlega fjörutíu prósenta hlut í flugvellinum og mun því eiga 98 prósenta hlut eftir kaupin. Viðskipti erlent 2.12.2024 14:39
Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Áströlsk börn yngri en sextán ára mega brátt ekki nota samfélagsmiðla eftir að umdeilt frumvarp ríkisstjórnar landsins varð að lögum í gær. Bannið nýtur almenns stuðnings en samfélagsmiðlafyrirtæki og nokkur samtök sem berjast fyrir réttindum barna eru á móti. Viðskipti erlent 29.11.2024 08:49