Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hafa lokað yfir hálfri milljón sam­félags­miðla­að­ganga

Samfélagsmiðlarisinn Meta, sem á meðal annars Facebook og Instagram, hefur á fyrstu dögunum eftir gildistöku nýrra laga í Ástralíu látið loka um 550 þúsund aðgöngum notenda sem eru yngri en 16 ára. Í desember riðu Ástralar fyrstir þjóða á vaðið og settu lög sem fela í sér bann við samfélagsmiðlanotkun barna. 

Erlent
Fréttamynd

Rann­saka nú og skoða á­kærur gegn seðlabankastjóranum

Bandarískir alríkissaksóknarar hafa myndað ákærudómstól sem ætlað er að rannsaka Jerome Powell, seðlabankastjóra, og mögulega ákæra hann. Rannsóknin tengist vitnisburði hans á þingfundi þar sem hann var spurður út í endurbætur á húsnæði seðlabankans.

Erlent
Fréttamynd

Þrjár vikur í fyrsta gjald­daga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu

Aðeins á eftir að skrá kílómetrastöðu um 15% þeirra ökutækja á landinu sem ný lög um kílómetragjald ná yfir. Skráning kílómetrastöðu vegna gjaldsins er sögð hafa gengið vel, en þegar hefur staðan verið skráð vegna 85% af þeim ríflega 300 þúsund ökutækjum sem lögin ná yfir. Fyrsti gjalddagi vegna kílómetragjaldsins rennur upp eftir tæpar þrjár vikur.

Innlent
Fréttamynd

Fengu ekki réttargæslu­mann þrátt fyrir grun um of­beldi á leik­skólanum

Móðir stúlku, sem talin er hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu leikskólastarfsmanns, segist ráðalaus. Lögreglurannsókn var látin niður falla þar sem ekki töldust nægar sannanir til staðar, þrátt fyrir að tveir starfsmenn hafi orðið vitni að ofbeldinu. Fjölskyldunni var ekki úthlutaður réttargæslumaður og segist móðirin enga hugmynd hafa hvaða úrræði standi þeim til boða.

Innlent
Fréttamynd

„Mar­tröð sem ég mun bera með mér alla ævi“

Helgi Bjartur Þorvarðarson, maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa nauðgað tíu ára dreng í Hafnarfirði um miðjan september síðastliðinn, segist ekki sekur um þau brot sem hann er sakaður um. Hann segist hafa fallið á bindindi sínu umrætt kvöld, verið í „blackout-ástandi“ en að hann hafi það ekki í sér að vera fær um að gera það sem hann er sakaður um.

Innlent
Fréttamynd

Gæti slegið í storm og hring­vegurinn lokaður

Alldjúp lægð við Færeyjar beinir norðlægri átt til landsins í dag sem víðast verður 10 til 18 metrar á sekúndu. Á Suðausturlandi og Austfjörðum má hins vegar búast við hvassviðri eða stormi og einnig getur slegið í storm í staðbundnum vindstrengjum á Suðurlandi og við Faxaflóa.

Veður
Fréttamynd

Danir standi á kross­götum

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir landið standa á krossgötum. Mikið sé í húfi en ef það sé raunverulega þannig að Bandaríkjamenn hyggist snúa baki við bandamönnum sínum með því að hafa í hótunum við annað Atlantshafsbandalagsríki, sé öllu lokið.

Erlent
Fréttamynd

Draumur að skipu­leggja kvenna­verk­fall í Þýska­landi

Konur í Þýskalandi, Austurríki og Sviss skipuleggja nú kvennaverkfall að fyrirmynd þess íslenska. Margrét Rún Guðmundsdóttir, kosningastýra Kvennalistans þáverandi og kvikmyndagerðarkona, er heiðurforseti skipulagsteymisins í Þýsklandi. Adrienne Goehler, ein skipuleggjenda, segir markmið skipuleggjenda að alheimsverkfall fari fram þann 9. mars. Hún segir þegar skipulagshópa víða um heim og auglýsir eftir einum á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Sturla Böðvars­son er látinn

Sturla Böðvarsson, fyrrverandi bæjarstjóri, ráðherra og forseti Alþingis, er látinn, áttatíu ára að aldri. Sturla lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 10. janúar.

Innlent
Fréttamynd

Páfi hefur á­hyggjur af tjáningar­frelsi á Vestur­löndum

Leó fjórtándi páfi hefur alvarlegar áhyggjur af stöðu tjáningarfrelsis á Vesturlöndum. Hann segir tungutak í ætt við það sem lesa má um í skáldsögum Georgs Orwell hafa grafið um sig í samfélaginu. Óljós markmið um inngildingu séu á bak við hina nýju orðræðu, en niðurstaðan sé útskúfun þeirra sem fallast ekki á hugmyndafræðina sem liggur henni til grundvallar.

Erlent
Fréttamynd

For­sjá varla á­kveðin út­frá erfða­fræði­legum tengslum

Prófessor og sérfræðingur í sifjarétti segist ekki sjá fyrir sér að erfðafræðileg tengsl foreldra við barn sitt gætu ráðið úrslitum í forsjármáli á Íslandi. Hæstiréttur í Noregi hefur nú mál til umfjöllunar þar sem móðir hefur óskað eftir áliti á því hvort dómara á lægra dómstigi var heimilt að horfa til blóðtengsla þegar hann dæmdi föður forsjá.

Innlent
Fréttamynd

Þjóð­verjar horfi í ríkari mæli að Norður-At­lants­hafi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að samband Íslands og Þýskalands sé einstakt. Góð samskipti beggja landa við Bandaríkin hafi verið þeim dýrmæt í gegnum tíðina og mikilvægt sé fyrir ríkin að þau bönd verði treyst áfram, en um leið þurfi að sammælast um mikilvægi þess að alþjóðalög séu virt.

Innlent