Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra hefur hækkað á síðustu árum samkvæmt nýjum Talnabrunni Landlæknisembættisins. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir þetta áhyggjuefni en á næstu tólf árum muni um sjö hundruð sjúkraliðar hverfa úr stéttinni sökum aldurs. Innlent 8.1.2026 15:50
Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Hið minnsta átta hafa í dag leitað í fjöldahjálparstöð sem Rauði krossinn opnaði í grunnskólanum Hofgarði í Öræfum á Suðausturlandi. Vegurinn á milli Skaftafells og Jökulsárlóns er lokaður vegna ófærðar. Gul viðvörun er í gildi á Suðurlandi. Veður 8.1.2026 15:38
Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Nýtt boðskerfi sem embætti forseta Íslands tók til notkunar í ár olli því að að fólk sem átti að fá boð í nýársboð forseta fékk það ekki. Meðal þeirra eru Katrín Jakobsdóttir og Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla. Forsetaritara þykir ákaflega miður að svo hafi farið og biður hlutaðeigandi afsökunar. Innlent 8.1.2026 15:22
Halda í opinbera heimsókn til Eyja Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Björn Skúlason, eiginmaður forseta, munu halda í opinbera heimsókn til Vestmannaeyja dagana í dag og á morgun. Innlent 8.1.2026 13:15
Ekki komið til héraðssaksóknara Mál franskrar konu sem grunuð er um að hafa banað eiginmanni sínum og dóttur á Edition-hótelinu í miðborg Reykjavíkur í júní á síðasta ári er ekki enn komið á borð héraðssaksóknara. Innlent 8.1.2026 12:50
Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Víða í Íran kom til átaka milli mótmælenda og öryggissveita klerkastjórnarinnar. Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í landinu undanfarnar tæpar tvær vikur en útlit er fyrir að tíðni átaka sé að aukast. Erlent 8.1.2026 11:42
Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Atvinnuvegaráðherra hefur boðað aðgerðir til að koma skikki á það sem hún lýsir sem gjaldskyldufrumskógi. Innlent 8.1.2026 11:37
Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Í kjölfar árásar Bandaríkjanna á Venesúela og orðræðu bandarískra leiðtoga um yfirtöku Grænlands hefur Alþjóðamálastofnun HÍ í samstarfi við Stjórnmálafræðideild skólans og Félag stjórnmálafræðinga boðað til pallborðsumræðna um þá spennu sem nú virðist vera að ná hámarki í alþjóðakerfinu. Innlent 8.1.2026 11:30
Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Bresk samtök sem berjast gegn barnaníði á netinu segjast hafa fundið kynferðislegar myndir af stúlkum allt niður í ellefu ára gamlar sem virðast hafa verið búnar til af gervigreindarforriti Elons Musk. Erlent 8.1.2026 11:29
Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Katja Nyberg, þingkona Svíþjóðardemókrata, var handtekin fyrir ölvunarakstur á milli jóla og nýárs. Í frétt Aftenposten segir að við líkamsleit hafi lögregla fundið poka og að grunur liggi á að í honum hafi verið kókaín. Ökuskírteini hennar hefur verið gert upptækt. Erlent 8.1.2026 11:29
Vara við eldingum á Suðausturlandi Varað er við eldingum á Suðausturlandi. Gul viðvörun er í gildi þar til klukkan 22 í kvöld en viðvörun um eldingar í gildi til hádegis. Í viðvörun á vef Veðurstofunnar segir að eldingar geti verið á stöku stað. Veður 8.1.2026 10:55
Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Sex voru fluttir á slysadeild með minniháttar áverka eftir árekstur tveggja bíla á gatnamótum Garðahraunsvegar og Álftanesvegar í Garðabæ rétt eftir klukkan fjögur síðdegis í gær. Um töluverðan árekstur var að ræða, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Innlent 8.1.2026 10:47
Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og embættismenn hans hafa talað fyrir því að stjórnvöld í Venesúela verði friðsamir vinir Bandaríkjanna. Einn maður þykir líklegastur til að geta komið í veg fyrir að það raungerist. Sá maður heitir Diosdado Cabello. Erlent 8.1.2026 10:30
Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríkið af kröfum aldraðs leigubílsstjóra sem fékk rekstrarleyfi sitt ekki endurnýjað vegna þess að hann keypti vændi fyrir rúmum áratug. Maðurinn sakaði Samgöngustofu meðal annars um að mismuna leigubílstjórum eftir uppruna. Innlent 8.1.2026 10:29
Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra hefur hækkað á síðustu árum. Um 14 prósent hjúkrunarfræðinga undir sjötugu starfa ekki í greininni og um 40 prósent sjúkraliða. Meðalaldur lækna hefur haldist svipaður, en þar er þó mikill munur eftir kynjum. Þetta kemur fram í nýjum Talnabrunni embættis landlæknis um mannafla í heilbrigðisþjónustu. Innlent 8.1.2026 09:41
Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Áfram halda ráðamenn í Washington að ítreka ósk sína um að eignast Grænland. Nú síðast JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sem fór nokkuð hörðum orðum um Danmörku í viðtali við Fox News í nótt. Líkt og Trump-stjórnin hefur gert áður gagnrýnir Vance Dani fyrir að hafa staðið illa að vörnum Grænlands undanfarin ár. Vance segir Trump vera tilbúinn til að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ til að tryggja hagsmuni Bandaríkjanna. Erlent 8.1.2026 09:12
Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Fólk sem léttist með notkun GLP-1 þyngdarstjórnunarlyfja nær fyrri þyngd á innan við tveimur árum þegar það hættir að nota lyfin, eða fjórum sinnum hraðar en fólk sem léttist með öðrum hætti. Erlent 8.1.2026 08:23
Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Stjórnvöld í Bandaríkjunum undir forystu Donalds Trumps hafa nú ákveðið að segja sig frá enn fleiri alþjóðastofnunum og sáttmálum. Erlent 8.1.2026 07:23
Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veðurstofan gerir ráð fyrir éljum á norðan- og austanverðu landinu í dag en að það verði þurrt sunnan- og suðvestantil. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi vegna norðaustan hríðar fram á kvöld. Veður 8.1.2026 07:10
Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Þúsundir mótmæltu í borgum Kólumbíu í gær, í kjölfar hótana Donald Trump Bandaríkjaforseta um mögulegar hernaðaraðgerðir gegn landinu. Mótmælendur voru afar harðorðir í garð forsetans. „Trump er djöfullinn, hann er hræðilegasta manneskja í heimi,“ hefur Guardian eftir einum þeirra. Erlent 8.1.2026 07:08
„Málið er að ástandið fer versnandi“ Formaður félags leigubílstjóra segir að staðan á leigubílamarkaði fari versnandi. Hann segir engan vita hve margir leigubílar séu í raun og veru í akstri og segir ráðamenn skella skollaeyrum við viðvörunum leigubílstjóra á meðan frumvarp um stöðvaskyldu sitji í nefnd. Leigubílstjórar sæti miklum atvinnumissi í núverandi efnahagsástandi. Innlent 8.1.2026 06:41
Ekið inn í verslun og á ljósastaur Engan sakaði þegar ökumaður ók inn í verslun í gærkvöldi eða nótt, að því er segir í yfirliti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu yfir verkefni næturinnar. Um óhapp var að ræða. Innlent 8.1.2026 06:29
Þvag, saur og uppköst í klefum Samkvæmt nýrri skýrslu umboðsmanns Alþingis hafa sumir þeirra sem vistaðir eru á lögreglustöðinni á Hverfisgötu neyðst til að gera þarfir sínar í klefum sínum. Klefarnir eru ekki endilega þrifnir strax í kjölfarið. Innlent 7.1.2026 22:38
„Trúið ekki þessari áróðursvél“ Donald Trump Bandaríkjaforseti kemur ICE, innflytjendaeftirliti Bandaríkjanna, til varnar eftir að fulltrúi ICE skaut í dag 37 ára bandarískan ríkisborgara til bana í Minneapolis í Minnesota. Ríkisstjóri Minnesota harmar atvikið en biðlar til íbúa að halda ró sinni, „bíta ekki á agnið“ og trúa ekki „áróðursvél“ Trump-stjórnarinnar. Ríkisstjórinn vill meina að aðgerðir ICE í borginni séu til þess fallnar að skapa óreiðu. Erlent 7.1.2026 22:25