Svíar líta til kjarnorkuvopna Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að ríkisstjórn hans hafi átt í grunnviðræðum við yfirvöld Í Bretlandi og í Frakklandi um mögulegt samstarf á sviði kjarnorkuvopna. Ummælin þykja benda til þess að ráðamenn í Evrópu telji sig geta mögulega ekki reitt sig á vernd Bandaríkjanna. Erlent 27.1.2026 22:50
Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Hundurinn Úlfgrímur Lokason í eigu Margrétar Víkingsdóttur er allur. Hann fékk að kveðja á heimili Margrétar, nánar tiltekið uppi í rúmi þar sem tveir dýralæknar aðstoðuðu hana við að aflífa hundinn. Margrét segir hafa verið sárt að kveðja hundinn og segir Íslendinga aftarlega á merinni þegar kemur að því að hugsa um gæludýr. Innlent 27.1.2026 21:57
Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Tvennir sinueldar kviknuðu á höfuðborgarsvæðinu í kvöld og einn eldur kviknaði í gámi við skóla. Þetta gerðist á mjög stuttum tíma en vel gekk að slökkva eldana. Innlent 27.1.2026 21:09
Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Magnús Davíð Norðdahl borgarfulltrúi Pírata sækist ekki eftir sæti á framboðslista Pírata í sveitarstjórnarkosningunum í maí. Við lok kjörtímabils ætlar hann að segja skilið við þátttöku í skipulögðu stjórnmálastarfi og þar með einnig samtökum Pírata. Þetta tilkynnti Magnús á Facebook-síðu sinni í dag. Innlent 27.1.2026 15:27
Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu Tveir óháðir sérfræðingar meta að engin leið hafi verið til að fullyrða að andlát fjögurra einstaklinga árið 2023 hafi verið í beinu orsakasamhengi við Covid-19 bólusetningu. Andlát einstaklinganna voru skráð í dánarmeinarskrá vegna bólusetninga við Covid-19. Öll fjögur sem létust voru íbúar hjúkrunarheimila og hafa dánarvottorð þeirra nú verið uppfærð. Innlent 27.1.2026 15:05
„Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Nýr félags- og húsnæðismálaráðherra segist „einfaldlega ósammála“ gagnrýni fjármála- og efnahagsráðuneytisins á fyrirhugaða tengingu almannatryggingakerfisins við launavísitölu. Innlent 27.1.2026 15:04
Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Miðflokkurinn byrjaði í fyrradag að kynna fólk á lista flokksins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og hyggst halda áfram að kynna einn frambjóðenda á dag á næstu dögum. Ekki liggur endanlega fyrir hvenær fullur listi verður kynntur eða hulunni svipt af því hver verður oddviti flokksins í Reykjavík. Innlent 27.1.2026 14:41
Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Aukin veikindaforföll hjá hinu opinbera eru ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála heldur kerfislægra. Þetta segir hagfræðingur hjá BHM sem stóð að nýrri greiningu á veikindaforföllum og streitu á vinnumarkaði á Íslandi í samanburði við þróunina á Norðurlöndum. Innlent 27.1.2026 14:30
Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Tveir voru handteknir af lögreglu í Þorlákshöfn í gær grunaðir um kannabisræktun. Innlent 27.1.2026 14:21
Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Brynjar Níelsson lögmaður kom inn sem varaþingmaður á Alþingi í dag, þá fyrir Guðlaug Þór Þórðarson, og lét ekki bjóða sér það tvisvar; hann henti sér umsvifalaust í óundirbúnar fyrirspurnir. Brynjar átti erindi við Ragnar Þór Ingólfsson félags- og húsnæðismálaráðherra og þá með vísan til fortíðar hans hjá verkalýðshreyfingunni en Ragnar var formaður VR. Innlent 27.1.2026 14:18
Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Dómsmálaráðherra segist hafa óskað eftir upplýsingum um aðstæður hælisleitenda í Króatíu í kjölfar umfjöllunar um fimm manna fjölskyldu sem vísað var frá Íslandi. Fjölskyldufaðirinn dvelur í lokaðri móttökustöð en móðirin er ein með börnin þrjú. Innlent 27.1.2026 14:14
Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segist ekki hafa tekið ákvörðun um að skipa Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur sem sendiherra en sögusagnir þess efnis hafa verið á kreiki undanfarið. Hún segir að missir yrði af Þórdísi Kolbrúnu á þingi ef hún hyrfi til annarra starfa. Innlent 27.1.2026 12:57
Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ætlar að taka 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík sem hún tryggði sér í prófkjöri flokksins á laugardaginn, þegar hún tapaði slagnum um oddvitasætið. Hún óskar Pétri Marteinssyni aftur til hamingju með sigurinn og öllum þeim sem tryggðu sér sæti á lista og segist áfram ætla að vinna í þágu borgarinnar á grundvelli hugsjóna sinna og jafnaðarstefnunnar. Innlent 27.1.2026 12:55
Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Tímabundið getur verið meiri hveralykt af vatni en venjulega í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum vegna íblöndunar súlfíts í heita vatnið. Íblöndunin er vegna viðhalds og viðgerðar HS Orku á búnaði sínum á Fitjum í Reykjanesbæ. Fólk sem viðkvæmt er fyrir súlfíti í matvælum er bent á að heita vatnið sé ekki ætlað til neyslu eða til matreiðslu. Innlent 27.1.2026 12:35
Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Stígamót sjá fram á hallarekstur og tóma varasjóði á þessu ári og uppsagnir eru að óbreyttu fram undan að sögn talskonu samtakanna. Á sama tíma er viðvarandi biðlisti eftir þjónustu. Innlent 27.1.2026 12:08
Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hafa enn ekki borist svör um hvort að Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri þiggi annað sætið á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Nefndin kallar nú eftir tilnefningum í sætin fyrir neðan sjötta sæti. Innlent 27.1.2026 11:53
Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Helga Kristín Ingólfsdóttir hefur verið ráðin sem starfsmaður þingflokks Miðflokksins. Hún tekur við af Laufeyju Rún Ketilsdóttur sem lét af störfum haustið 2025. Innlent 27.1.2026 11:47
„Móðir allra samninga“ Nýr fríverslunarsamningur á milli Evrópusambandsins og Indlands er sagður munu leiða til þess að útflutningur aðildarríkjanna til Indlands mun tvöfaldast fyrir árið 2032. Næstum allir tollar verða afnumdir eða lækkaðir verulega, sem mun spara evrópskum fyrirtækjum fjóra milljarða evra. Erlent 27.1.2026 11:46
Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Dönsk stjórnvöld hafa komist að samkomulagi um beinan peningastyrk til barnafjölskyldna, lífeyrisþega, bótaþega og námsmanna sem ætlað er að mæta hækkandi matvöruverði í landinu. Um er að ræða skattfrjálsa einskiptisgreiðslu, svokallaðan „matartékka“, sem nemur tæpum 50 þúsund íslenskum krónum til einstaklinga sem uppfylla skilyrði til greiðslunnar, en tæpar 20 þúsund krónur til námsmanna. Þá standa yfir viðræður milli stjórnmálaflokka um lækkun virðisaukaskatts á matvöru. Erlent 27.1.2026 11:40
Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sorpa hyggst setja upp bílnúmeralesara á endurvinnslustöðvum sínum til að rukka fyrirtæki samkvæmt gjaldskrá. Fjórðungur þeirra sem nýta endurvinnslustöðvarnar eru fyrirtæki eða íbúar utan höfuðborgarsvæðisins. Innlent 27.1.2026 11:37
Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum Í hádegisfréttum fjöllum við um yfirvofandi hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum. Innlent 27.1.2026 11:34
„Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, gefur ekkert upp um það hvernig hún greiddi atkvæði í nýafstöðnu prófkjöri flokksins í Reykjavík. Hún segir þátttökuna í prófkjörinu vera glæsilega fyrir flokkinn en ríflega fimm þúsund flokksfélagar tóku þátt í því, margir hverjir spánnýir í flokknum. Þá vill Kristrún ekki tjá sig sérstaklega um orð borgarstjóra um að flokksfélagar hafi hafnað reyndri konu. Innlent 27.1.2026 11:26
Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Reikna má með því að framlegð á vinnustöðum landsins muni lækka verulega á þriðja tímanum í dag þegar flautað verður til leiks í viðureign Íslands og Sviss í milliriðli 2 á Evrópumótinu í handbolta. Innlent 27.1.2026 11:22
Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin í Reykjavík óskar nú eftir tilnefningum á lista flokksins fyrir kosningarnar í vor. Um helgina var valið í efstu sex sætin á lista flokksins, en nú leitar uppstillingarnefndin að fólki sem vill sitja í sætum 7. til 46. á lista. Enn liggur ekki fyrir hvort Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ætli að taka 2. sætið á listanum sem hún tryggði sér í prófkjörinu um helgina þar sem hún tapaði oddvitasætinu. Gert er ráð fyrir að endanlegur listi verði kynntur í síðasta lagi í lok febrúar. Innlent 27.1.2026 10:51