Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Nýja sánur verða opnaðar í Vesturbæjarlaug á þriðjudaginn þegar 64 ár verða liðin frá því laugin var opnuð almenningi. Borgarstjóri opnar sánurnar við hátíðlega athöfn og verður ókeypis í laugina um morguninn. Um er að ræða þrjár sánur, ein innrauð og tvær hefðbundnar. Innlent 28.11.2025 10:19
Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Forsætisráðherra skipaði í vikunni stýrihóp innan Stjórnarráðsins til að samhæfa og samræma undirbúning fyrir almyrkva 12. ágúst 2026. Með stýrihópnum mun starfa aðgerðahópur undir forystu almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra og mun dómsmálaráðherra skipa þann hóp. Fram kemur í svarinu að þörf sé á að tryggja að verkefnastjóri verði til starfa hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra en að ekki sé til fjármagn fyrir því innan dómsmálaráðuneytisins. Innlent 28.11.2025 10:05
Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir „allar líkur vera á myndun snjókomubakka undan Suðurlandi“ með tilheyrandi snjókomu næsta sólarhringinn. Veðurstofan segir útlit fyrir él á Norður- og Austurlandi í dag og snjókomu með köflum á Suðausturlandi og Suðurlandi eftir hádegi á morgun. Innlent 28.11.2025 10:01
Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Ítalska þingið hefur frestað umræðum um frumvarp sem átti að festa samþykki í lög. Frumvarpið byggir á samkomulagi forsætisráðherrans Giorgiu Meloni og helsta andstæðings hennar, Elly Shclein, leiðtoga Demókrata en það var aðstoðar forsætisráðherrann Matteo Salvini sem kom í veg fyrir framgang þess. Erlent 28.11.2025 08:10
Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Jóhannes Felixson, betur þekktur sem Jói Fel, var ekki meðal umsækjenda um starf yfirmanns mötuneytis fangelsisins að Litla-Hrauni. Umsóknarfrestur rann út þann 25. nóvember en starfsauglýsingin hafði sætt gagnrýni þar sem hún var sögð klæðskerasniðin að Jóa Fel, sem er sambýlismaður forstöðukonu fangelsisins. Hann sinnti sumarafleysingum við eldhús fangelsisins, sem einnig þjónustar Hólmsheiði, en fangelsismálastjóri segir alrangt að auglýsingin hafi verið sérsniðin að nokkrum umsækjenda. Innlent 28.11.2025 08:09
Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Donald Trump Bandaríkjaforseti fór mikinn á samfélagsmiðlum í gær, þegar Bandaríkjamenn héldu upp á þakkargjörðardaginn, og sagðist hafa í hyggju að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“. Erlent 28.11.2025 07:06
Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Ingibjörg Jóhannsdóttir starfar sem djákni á Austfjörðum en hefur verið vígð sem prestur í Noregi. Hún gagnrýnir að hún geti ekki starfað sem prestur á Íslandi. Norskur prestur, sem hefði farið sömu leið og hún í menntun, fengi að vinna sem prestur á Íslandi. Ingibjörg og eiginmaður hennar, sem einnig er prestur, telja að þörf sé á að endurskoða hæfniskröfur til presta á Íslandi. Innlent 28.11.2025 06:33
Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst ábending í gærkvöldi eða nótt um bifreið sem ekið var um með konu á vélarhlífinni. Lögregla fór á vettvang og handtók konuna í tengslum við annað mál. Innlent 28.11.2025 06:32
„Ísland þarf að vakna“ Fíknivandi ungs fólks hefur áhrif á allt samfélagið sem þarf að fara að vakna og bregðast við. Þetta segir ungur maður sem glímt hefur við fíkn, það gangi ekki að úrræðum fari fækkandi á meðan vandinn vex. Innlent 27.11.2025 23:32
Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Landsréttur sýknaði í dag Þjóðkirkjuna af kröfum Kristins Jens Sigurþórssonar, fyrrverandi prests í Saurbæjarprestakalli á Hvalfjarðarströnd, og sneri þar með við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði dæmt kirkjuna skaðabótaskylduna. Innlent 27.11.2025 22:25
Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Lögregla hefur endurheimt varning að andvirði 3,2 milljóna króna sem tekinn var ófrjálsri hendi úr ljósmyndaverslun í sumar. Eiganda er létt og kann naflausum hvíslara og lögreglu miklar þakkir. Innlent 27.11.2025 22:06
Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Samningur um milljarða uppbyggingu í Helguvík á Reykjanesi var undirritaður í morgun. NATO fjármagnar framkvæmdirnar og á utanríkisráðherra von á frekari viðveru NATO hér á landi í kjölfarið. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar framkvæmdunum sem hafa haft langan aðdraganda. Innlent 27.11.2025 21:23
Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Nýtt félag, Dreki Kolvetni, hefur verið stofnað um olíuleit og fer Heiðar Guðjónsson fjárfestir fyrir félaginu. Hann var áður stjórnarformaður Eykons Energy, sem fyrir áratug var helsta íslenska félagið í olíuleit á Drekasvæðinu. Innlent 27.11.2025 21:08
Björguðu gömlum manni af efstu hæð Stjórnvöld í Hong Kong hafa hækkað tölu látinna eftir eldsvoðann í Hong Kong upp í 83 og hátt í þrjú hundruð manns er enn saknað. Reiknað er með að slökkvistarfi ljúki að fullu á næstu klukkustundum. Erlent 27.11.2025 20:16
Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Áform íslenskra stjórnvalda um að verja einu og hálfu prósenti af vergri landsframleiðslu í varnartengd útgjöld fyrir árið 2035 duga í bili að sögn Marks Rutte, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, sem varði deginum á Íslandi í dag. Innlent 27.11.2025 19:49
Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Helgi Magnús Gunnarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknari, gagnrýnir orð Evu Bryndísar Helgadóttur, réttargæslumanns konu sem Albert Guðmundsson fótboltamaður var ákærður fyrir að nauðga, um að sýknudómur yfir Alberti hafi verið tæpur. Innlent 27.11.2025 19:00
Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Einn þriggja Landsréttardómara sem dæmdu í máli Alberts Guðmundssonar fótboltamanns taldi rétt að sakfella Albert af ákæru fyrir nauðgun og dæma hann í tveggja og hálfs árs fangelsi. Innlent 27.11.2025 18:49
Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Ungur maður, sem glímt hefur við fíkn og missti náinn vin sinn úr fíkn, segir samfélagið þurfa að vakna og bregðast við vandanum. Óásættanlegt sé að úrræðum fari fækkandi á meðan vandinn vex. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 27.11.2025 18:13
Farbannið framlengt Farbann konu, sem grunuð er um að myrða eiginmann sinn og dóttur á Edition-hótelinu í sumar, hefur verið framlengt til 27. febrúar næstkomandi. Innlent 27.11.2025 17:56
Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Samkomulag ríkisins og Garðabæjar um sameiginlega þróun Vífilsstaðareits var undirritað í dag. Í því er lögð sér áhersla á íbúðabyggð, heilbrigðistengda starfsemi og skólaþjónustu á svæðinu. Innlent 27.11.2025 17:43
Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Landsréttardómarinn Símon Sigvaldason, skilaði sératkvæði í máli Alberts Guðmundssonar og taldi að sakfella hefði átt Albert og dæma í tveggja ára og sex mánaða fangelsi. Hann hefur verið kallaður Símon grimmi vegna hás sakfellingarhlutfalls hans í gegnum tíðina. Innlent 27.11.2025 17:23
Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Afganski maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið tvo þjóðvarðliða skammt frá Hvíta húsinu í gær keyrði þvert yfir Bandaríkin til að gera árásina. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en maðurinn er sagður hafa starfað með Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) í Afganistan á árum áður og fékk hæli fyrr á þessu ári. Erlent 27.11.2025 16:51
„Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, verjandi Alberts Guðmundssonar, kveðst ánægður með sýknudóm Landsréttar í máli Alberts. Með honum hafi lagalega réttur og vel rökstuddur dómur héraðsdóms verið staðfestur. Ríkissaksóknari hafi bæði verið í lögvillu og staðreyndavillu þegar hann ákvað að ákæra í málinu, þrátt fyrir að héraðssaksóknari hafi ákveðið að fella málið niður. Niðurstaða Landsréttar sé Alberti mikill léttir. Innlent 27.11.2025 16:17
Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Eva Bryndís Helgadóttir, réttargæslumaður konu sem Albert Guðmundsson fótboltamaður var ákærður fyrir að nauðga, segir sýknudóm Alberts sem Landsréttur felldi í dag koma sér á óvart. Innlent 27.11.2025 15:57