Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Lang­þráð nýtt líf Helgu­víkur í boði NATO

Samningur um milljarða uppbyggingu í Helguvík á Reykjanesi var undirritaður í morgun. NATO fjármagnar framkvæmdirnar og á utanríkisráðherra von á frekari viðveru NATO hér á landi í kjölfarið. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar framkvæmdunum sem hafa haft langan aðdraganda.

Innlent
Fréttamynd

Heiðar mætir með Dreka í nýja olíu­leit

Nýtt félag, Dreki Kolvetni, hefur verið stofnað um olíuleit og fer Heiðar Guðjónsson fjárfestir fyrir félaginu. Hann var áður stjórnarformaður Eykons Energy, sem fyrir áratug var helsta íslenska félagið í olíuleit á Drekasvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Skoða framtíðarnýtingu Vífils­staða

Samkomulag ríkisins og Garðabæjar um sameiginlega þróun Vífilsstaðareits var undirritað í dag. Í því er lögð sér áhersla á íbúðabyggð, heilbrigðistengda starfsemi og skólaþjónustu á svæðinu. 

Innlent
Fréttamynd

Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár

Landsréttardómarinn Símon Sigvaldason, skilaði sératkvæði í máli Alberts Guðmundssonar og taldi að sakfella hefði átt Albert og dæma í tveggja ára og sex mánaða fangelsi. Hann hefur verið kallaður Símon grimmi vegna hás sakfellingarhlutfalls hans í gegnum tíðina.

Innlent
Fréttamynd

Keyrði þvert yfir Banda­ríkin til að skjóta tvo her­menn

Afganski maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið tvo þjóðvarðliða skammt frá Hvíta húsinu í gær keyrði þvert yfir Bandaríkin til að gera árásina. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en maðurinn er sagður hafa starfað með Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) í Afganistan á árum áður og fékk hæli fyrr á þessu ári.

Erlent
Fréttamynd

„Hann er gerður úr stáli, drengurinn“

Vilhjálmur Vilhjálmsson, verjandi Alberts Guðmundssonar, kveðst ánægður með sýknudóm Landsréttar í máli Alberts. Með honum hafi lagalega réttur og vel rökstuddur dómur héraðsdóms verið staðfestur. Ríkissaksóknari hafi bæði verið í lögvillu og staðreyndavillu þegar hann ákvað að ákæra í málinu, þrátt fyrir að héraðssaksóknari hafi ákveðið að fella málið niður. Niðurstaða Landsréttar sé Alberti mikill léttir.

Innlent
Fréttamynd

Heljarinnar verð­munur á sömu flug­ferðinni

Maður sem var að leita sér að flugmiða frá Keflavík til Prag í febrúar sá að mikill verðmunur var á verði flugferðarinnar, eftir því hvort hún var bókuð á vef Icelandair eða vef SAS. Það er þrátt fyrir að hann hafi skoðað nákvæmlega sömu ferðina, sem farin verður í flugvélum beggja félaga.

Innlent
Fréttamynd

Lýsti Ís­landi sem „augum og eyrum“ Nató

Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ bandalagsins í Atlantshafi eftir fund hans og forsætisráðherra í dag. Honum þótti mikið koma til heimsóknar sinnar á öryggissvæðið við Keflavíkurflugvöll.

Innlent
Fréttamynd

Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að átökunum í Úkraínu muni ekki linna fyrr en úkraínskir hermenn hörfi frá „landsvæðum sem þeir halda“. Hörfi þeir ekki muni Rússar ná fram markmiðum sínum með hervaldi.

Erlent
Fréttamynd

Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður

Landsréttur kvað upp dóm sinn í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar, sem sætti ákæru fyrir nauðgun, í dag. Landsréttur klofnaði en meirihluti réttarins sýknaði Albert. Fylgst var með gangi mála í vaktinni hér á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans

Málari í Setbergshverfinu í Hafnarfirði var rétt að festa svefn aðfaranótt sunnudags þegar hann heyrði hljóð sem vöktu athygli hans. Augnabliki síðar horfði hann út um gluggann þar sem vinnubíllinn hans stóð í ljósum logum. Hann grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans.

Innlent
Fréttamynd

Undir­búa Mána-leiðangur Dana til tungsins

Dönsk stjórnvöld hyggjast ráðstafa umtalsverðum fjármunum í að kosta leiðangur gervitungls til Tunglsins. Verkefnið hefur hlotið nafnið Máni, með vísan fornnorrænar tungu, en orðið er enn gott og gilt með sama rithætti á íslensku. Danskir vísindamenn við nokkra þarlenda háskóla leiða verkefnið, en að því koma samstarfsaðilar frá fleiri löndum. Markmiðið er að allt verði klárt fyrir Mánaleiðangurinn árið 2029.

Erlent
Fréttamynd

Krist­rún og Rutte boða til blaða­manna­fundar

Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, er mætti á fund Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðið klukkan eitt í dag. Þau svara spurningum blaðamanna á blaðamannafundi klukkan 14:25 í beinni útsendingu á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO

Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, glímir við eina flóknustu og erfiðustu stöðu sem bandalagið hefur staðið frammi fyrir í árafjöld að mati hernaðarsagnfræðings. Bæði er uppi breytt pólitísk staða innan sjálfs bandalagsins vegna afstöðu Bandaríkjastjórnar en einnig er ófriðvænlegt í álfunni.

Innlent
Fréttamynd

Gæti þýtt aukna við­veru NATO hér á landi

Í dag var undirritaður samningur um uppbyggingu mannvirkja í Helguvík í samstarfi við Atlantshafsbandalagið og nemur fjárfesting NATO allt að tíu milljörðum króna. Utanríkisráðherra segir framkvæmdina sýna að Ísland sé verðugur bandamaður innan NATO.

Innlent
Fréttamynd

Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norður­slóðum

Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) og ráðamenn í Noregi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um mögulega byggingu geimstjórnstöðvar á norðurslóðum. Nánar tiltekið stendur til að skoða kosti og galla þess að reisa slíka stöð nærri Tromsø.

Erlent
Fréttamynd

Pól­verjar kaupa kaf­báta af Svíum

Stjórnvöld í Póllandi tilkynntu í gær að til stæði að kaupa þrjá dísilkafbáta af Svíum á næstu árum. Með því vilja Pólverjar auka hernaðargetu sína á Eystrasalti en ríkið hefur gegnst mikla hernaðaruppbyggingu á undanförnum árum.

Erlent