Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Formaður alþjóðanefndar Stúdenráðs Háskólans á Akureyri segir skiptar skoðanir á drögum að frumvarpi um breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlendinga en í þeim felast breytingar á dvalarleyfi námsmanna. Verði frumvarpið að lögum gæti námsbraut við skólann verið undir. Innlent 1.11.2025 16:15
Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Ein kona hefur verið ákærð fyrir rán í Louvre-safninu í París. Konungsdjásnum Frakka var stolið fyrir um tveimur vikum. Erlent 1.11.2025 15:26
Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Kostnaður við stjórnsýslu Reykjavíkurborgar er mun hærri en gengur og gerist í öðrum sveitarfélögum. Hann er 10 þúsund krónum hærri á hvern íbúa en landsmeðaltalið og 26 þúsund krónum hærri en á Akureyri. Stjórnsýslufræðingur segir áhugavert að stærsta stjórnsýslueining landsins skuli ekki ná að nýta stærðarhagkvæmni sína til að auka skilvirkni og hagræði. Innlent 1.11.2025 14:06
Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Steingrímur Óli Fossberg var lífsglaður og atorkusamur maður þar til spilafíkn tók yfir líf hans. Fíknin braut hann niður smátt og smátt, þar til ekkert var eftir nema skömm og vonleysi. Steingrímur svipti sig lífi á seinasta ári, 36 ára að aldri. Fjölskylda hans gagnrýnir harðlega úrræðaleysi hér á landi þegar kemur að málefnum spilafíkla. Innlent 1.11.2025 09:33
Léttir til suðvestanlands Í dag er spáð norðaustan átta til fimmtán metrum á sekúndu, en þrettán til 20 metrum norðvestantil á landinu. Rigning með köflum, en léttir til suðvestanlands. Veður 1.11.2025 08:29
Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Tilkynnt var um bíl sem var fullur af flugeldum í nótt, og fór lögregla á vettvang og kannaði málið. Ekki kemur fram í skýrslu lögreglunnar hvort flugeldar hafi fundist í bílnum. Innlent 1.11.2025 08:16
Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Forsvarsmenn geimfyrirtækisins SpaceX, sem er í eigu Elons Musk, auðugasta manns heims, eru staðráðnir í því að lenda geimförum á tunglinu og nota Starship-geimfar til þess. Starfandi yfirmaður NASA bauð á dögunum fyrirtækjum að gera aftur tilboð í að lenda geimförum á tunglinu og þar með taka yfir samning sem SpaceX hlaut árið 2021. Erlent 1.11.2025 08:02
Valhöll auglýst til sölu Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett höfuðstöðvar sínar, Valhöll við Háaleitisbraut, á sölu. Ekkert verð er gefið upp en tilboða óskað. Innlent 1.11.2025 07:53
Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Þótt snjó sé tekið að leysa á höfuðborgarsvæðinu hefur umferð víða gengið hægt vegna klakabunka á vegum og stígum sem gera fólki erfitt að komast leiðar sinnar. Hálku hefur gætt víða samhliða hlýindunum. Veður 31.10.2025 23:19
Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Karlmaður sem lenti í umfangsmiklum kortasvikum varar við bíræfnum glæpahópum sem svífist einskis við að ná greiðslukortum fólks og PIN-númerum þeirra. Um fimmtán mínútur hafi liðið frá því að hann notaði kortið í stórverslun Costco í Garðabæ þar til óprúttnir aðilar höfðu haft af honum 650 þúsund krónur. Innlent 31.10.2025 22:26
Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Tveir karlmenn á tvítugsaldri voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærdag í tengslum við rannsókn á fölsuðum rafrænum skilríkjum. Farið var í húsleitir og eru mennirnir grunaðir um að hafa selt töluverðan fjölda falsaðra skilríkja til ólögráða ungmenna, að sögn lögreglu. Innlent 31.10.2025 21:22
„Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Forseti Íslands hefur verulegar áhyggjur af andlegri líðan barna og unglinga þegar um símanotkun þeirra er að ræða, en samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum eru börn og unglingar í símanum níu klukkustundir á dag, þar af fimm klukkutíma á samfélagsmiðlum. Forsetinn segir að símar ræni fólk innri ró og ræni samfélagslegri ró. Innlent 31.10.2025 20:05
Reiði meðal lögreglumanna Formaður Landssambands lögreglumanna segir reiði gæta meðal lögreglumanna eftir að fram kom að ríkislögreglustjóri hafi greitt 160 milljónir króna til ráðgjafa yfir fimm ára tímabil. Málið rýri traust almennings til lögreglunnar og hann hefði viljað sjá upphæðina nýtta á betri hátt innan vanfjármagnaðra lögregluembætta. Innlent 31.10.2025 19:33
Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af fólkinu á meðfylgjandi ljósmyndum. Lögreglan veitir ekki frekari upplýsingar um málið. Innlent 31.10.2025 18:10
Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Ríkislögreglustjóri segist ekki hafa íhugað stöðu sína í kjölfar þess að háar greiðslur embættisins til ráðgjafafyrirtækis með einn starfsmann komust í hámæli. Hún viðurkennir þó að mistök hafi verið gerð í tengslum við málið. Dómsmálaráðherra hefur kallað eftir frekari gögnum um málið og getur ekki sagt berum orðum hvort hún beri traust til ríkislögreglustjóra. Innlent 31.10.2025 18:00
Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Áhöfn hvalaskoðunarbáts kom í morgun auga á hnúfubak sem var greinilega fastur í einhverju á Eyjafirði rétt austur af Hrísey. Ekki var unnt að bjarga hvalnum en stefnt er að því að reyna það aftur á morgun. Innlent 31.10.2025 17:39
Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fagnar því að þungaviktarfólk í Samfylkingunni sé farið að tala hátt, skýrt og af skynsemi um evruna. Um sé að ræða eitt stærsta hagsmunamál almennings á Íslandi í dag. Innlent 31.10.2025 17:06
Nær öllu innanlandsflugi aflýst Nær öllum flugferðum innanlands í dag hefur verið aflýst vegna veðurs í dag. Þetta hefur áhrif á um sjö hundruð farþega. Innlent 31.10.2025 16:45
Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Fyrirtækið SpaceX, sem er í eigu Elons Musk, auðugasta manns heims, er líklegt til að hljóta tveggja milljarða dala samning frá yfirvöldum í Bandaríkjunum. Fyrirtækið mun því koma að því að þróa og framleiða gervihnattaþyrpingu sem myndi greina og fylgja eldflaugum og flugvélum en þyrpingin yrði liður í nýju eldflaugavarnakerfi sem kennt er við Donald Trump, forseta, og ber nafnið „gullhvelfingin“. Erlent 31.10.2025 16:32
Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Foreldrar tíu ára drengs sem lögregla rannsakar hvort brotið hafi verið á kynferðislega að næturlagi í september töldu son sinn hafa vaknað upp við martröð þegar hann tilkynnti þeim eldsnemma morguns að maður hefði verið inni í herbergi hans. Móðirin kúgaðist og öskugrét eftir að hafa heyrt lýsingar drengsins á brotinu. Innlent 31.10.2025 16:31
Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að gera breytingar á reglum Seðlabankans um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda og hækka hámarkið við kaup á fyrstu fasteign úr 85 prósent í 90 prósent. Hámark veðsetningarhlutfalls fyrir aðra lántaka helst óbreytt í 80 prósent. Innlent 31.10.2025 16:16
Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Mannekla meðal fangavarða á Íslandi hefur töluverð áhrif á tilfinningalíf þeirra en samstaða meðal varðanna vegur á móti álaginu. Þetta kemur fram í nýrri mastersrannsókn Laufeyjar Sifjar Ingólfsdóttur. Hún kynnti niðurstöðurnar í Þjóðarspeglinum í dag. Innlent 31.10.2025 15:52
Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Veðurfræðingur á von á því að íbúar á höfuðborgarsvæðinu vakni upp við gjörbreytta og þægilegri stöðu í fyrramálið eftir mikla samfélagslega röskun sökum snjósins í vikunni. Gríðarleg umferð ofan í snjókomu á þriðjudaginn hafi þjappað niður snjónum á sama tíma og tæki Vegagerðarinnar hafi ekki komist að til að moka. Fyrir vikið hafa ökumenn í borginni kynnst skrölti sem minnir á akstur á illa viðhöldnum malarvegum á landsbyggðinni. Innlent 31.10.2025 14:46
Íhugar ekki stöðu sína Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segist ekki íhuga stöðu sína vegna greiðslna Ríkislögreglustjóra til ráðgjafafyrirtækisins Intra ráðgjafar. Ekki hafi gefist tími til að bjóða verkið út og þrjátíu milljóna króna reikningur fyrir síðasta ár sé ekki mikið miðað við tólf milljarða króna veltu embættisins á sama tíma. Hún kallar eftir því að Ríkisendurskoðun fari yfir fjármál embættisins. Innlent 31.10.2025 14:40