Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Styrkur svifryks hefur mælst hár í höfuðborginni í dag. Reykjavíkurborg hvetur almenning til að hvíla einkabílinn og geyma ferðir sem eru ekki aðkallandi. Innlent 9.1.2026 13:29
Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Karlmaður frá Litáen hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á þremur lítrum af kókaíni á vökvaformi. Maðurinn játaði brot sitt en ekkert benti til þess að hann hefði verið eigandi efnanna. Innlent 9.1.2026 12:32
Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Tugir sátu fastir í bílum sínum klukkustundum saman þegar ofsaveður reið yfir á þjóðvegi 1 milli Jökulsárlóns og Skaftafells í gær. Björgunarsveitir komu um tvö hundruð manns til aðstoðar. Björgunarsveitarmaður ber ferðalanga lofi sem hafi þurft að dúsa í bílum sínum í lengri tíma við erfiðar aðstæður. Innlent 9.1.2026 12:17
Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ Innlent 9.1.2026 12:09
Samningur í höfn á síðustu stundu Samningur til eins árs um fjárstyrk til stuðnings- og ráðgjafarsetursins Bergið headspace var undirritaður rétt fyrir jól eftir að framkvæmdastjóri setursins sagðist óttast að loka þyrfti úrræðinu. Hún segist sátt en vonar enn að fá langtímastuðning. Innlent 9.1.2026 11:25
Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Árið 2024 létust flestir vegna sjúkdóma í blóðrásarkerfi, eða rúmlega fjórðungur. Fjórðungur Íslendinga lést vegna æxla. Innlent 9.1.2026 10:39
Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Hagvöxtur sem byggir á sífellt auknu framboði vinnuafls er ekki sjálfbær og næsta vaxtarskeið á Íslandi verður að hvíla á öðrum grunni, að mati prófessors í opinberri verðmætasköpun sem forsætisráðuneytið fær til að ræða um atvinnustefnu ríkisstjórnarinarinnar. Innlent 9.1.2026 10:33
Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Útsendarar heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna skutu og særðu í gær tvo í bíl fyrir utan sjúkrahús í Portland. Það var degi eftir að kona var skotin til bana í Minneapolis en eins og þar leiddi skothríðin í Portland til nokkuð umfangsmikilla mótmæla í borginni í nótt. Erlent 9.1.2026 09:13
Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Aðeins áskrifendur að samfélagsmiðlinum X eiga nú að geta beðið spjallmennið Grok um að skapa fyrir sig myndir. Breytingin er gerð í skugga harðrar gagnrýni og hótana um sektir vegna þess að Grok hefur framleitt ógrynni kynferðislegra mynda af konum og börnum á undanförnum dögum. Erlent 9.1.2026 09:07
„Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Inga Sæland kveðst full tilhlökkunar að taka við embætti mennta- og barnamálaráðherra. Henni sé mjög umhugað um að bæta læsi grunnskólabarna, einkum drengja, og að huga vel að andlegri heilsu og líðan barna og ungmenna. Henni þyki ekki skrýtið að verða nú beinn yfirmaður Ársæls Guðmundssonar, skólameistara í Borgarholtsskóla, enda hugsi hún aðeins með hlýju til Ársæls. Innlent 9.1.2026 09:01
Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sigurjón Þórðarson verður formaður fjárlaganefndar og Ásthildur Lóa Þórsdóttir verður nýr þingflokksformaður Flokks fólksins eftir breytingar sem gerðar verða á ráðherraliði flokksins. Á móti tekur Lilja Rafney Magnúsdóttir við formennsku í atvinnuveganefnd af Sigurjóni. Stefnt er að því að Ragnar Þór Ingólfsson taki embætti félags- og húsnæðismálaráðherra á ríkisráðsfundi um helgina og þá tekur Inga Sæland alfarið yfir embætti mennta- og barnamálaráðherra eftir brotthvarf Guðmundar Inga Kristinssonar úr ráðherrastóli. Innlent 9.1.2026 08:13
Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Oddvitar og borgarfulltrúr á vinstri væng stjórnamál í Reykjavík funda enn um möguleikann á sameiginlegu framboði fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Niðurstaða ætti að liggja fyrir síðar í mánuðinum. Grasrót Vinstri grænna fundar og Pírata funda á næstu vikum. Sósíalistaflokkurinn tekur ekki þátt í framboðinu en oddviti flokksins segir það ábyrgðarhluta að bjóða fram sterkan valkost á vinstri væng. Innlent 9.1.2026 08:02
Hringvegurinn opinn á ný Opnað hefur verið fyrir umferð um hringveginum á milli Kálfafells og Jökulsárslóns. Veginum var lokað vegna hríðarveðurs sem gekk þar yfir í gær og í nótt. Innlent 9.1.2026 07:26
Norðaustlæg átt og allvíða él Veðurstofan spáir norðaustlægri átt í dag, fimm til þrettán metrum á sekúndu, en að það lægi smám saman suðaustantil. Veður 9.1.2026 07:17
Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Donald Trump Bandaríkjaforseti segir afar mikilvægt að Bandaríkin „eignist“ Grænland og að leigusamningar og sáttmálar séu ekki nóg. Erlent 9.1.2026 07:03
Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og verðandi mennta- og barnamálaráðherra ætlar að veita fjölmiðlum viðtöl nú í morgunsárið klukkan átta í húsnæði flokksins í Grafarvogi. Innlent 9.1.2026 06:57
Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Þrír eru með réttarstöðu sakbornings vegna E. coli sýkingarinnar sem upp kom á leikskólanum Mánagarði í október árið 2024. Þetta staðfestir lögregla í samtali við Ríkisútvarpið en vill ekki tjá sig um það um hverja er að ræða. Innlent 9.1.2026 06:35
Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Eftir tæplega tíu mánaða embættisferil sem einkenndist meðal annars af óheppilegum ummælum, umdeildum embættisfærslum og upplýsingastríði við Moggann hefur Guðmundur Ingi Kristinsson sagt af sér sem mennta- og barnamálaráðherra vegna veikinda. Hann gekkst undir hjartaaðgerð fyrir áramót og kveðst nú á batavegi. Innlent 9.1.2026 06:00
Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Fjölmenn mótmæli gegn írönskum stjórnvöldum héldu áfram víða um Íran í kvöld. Netsamband hefur rofnað um allt landið á sama tíma og aukin harka hefur færst í mótmælin og átök brotist út milli mótmælenda og öryggissveita klerkastjórnarinnar.. Erlent 9.1.2026 00:05
Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Hernaðarumsvif Bandaríkjamanna á Grænlandi voru gríðarleg á árum kalda stríðsins og voru þar þúsundir hermanna. Eftir að Sovétríkin leystust upp misstu Bandaríkjamenn að mestu áhuga á landinu og kölluðu nánast allt herlið sitt til baka. Erlent 8.1.2026 22:44
Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Atvinnulífið misnotar opinbera kerfið með því að nota heilbrigðiskerfið til þess að halda utan um fjarvistir starfsmanna, að mati formanns Félags heimilislækna. Tíðar læknaheimsóknir fólks af erlendum uppruna í þeim tilgangi veki hann til umhugsunar hvort um mismunun sé að ræða. Innlent 8.1.2026 22:40
Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Tuttugu og fimm björgunarsveitamenn komu um tvö hundruð manns til bjargar þegar ofsaveður reið yfir á þjóðvegi 1 milli Jökulsárlóns og Skaftafells í dag. Unnið er að því að koma fólkinu af fjöldahjálparstöð á Hofi í Öræfum að Hnappavöllum, þar sem það fær að gista í nótt. Innlent 8.1.2026 21:43
Leita að manneskju við Sjáland Lögregluleit stendur yfir að manneskju í nágrenni við Sjáland í Garðabæ í kvöld. Innlent 8.1.2026 20:55
Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Bandaríkin hafa burði til að innlima Grænland ætli þau sér það að mati fyrrverandi utanríkisráðherra. Prófessor í stjórnmálafræði tekur undir það og segir ólíklegt að Evrópa muni fórna NATO fyrir Grænland. Yfirlýsingar Bandaríkjaforseta um Grænland hafi þegar haft það í för með sér að fleiri Íslendingar horfi í átt að Evrópusambandinu. Erlent 8.1.2026 20:34
Ragnar Þór verður ráðherra Inga Sæland formaður Flokks fólksins tekur við af Guðmundi Inga Kristinssyni sem mennta- og barnamálaráðherra eftir afsögn Guðmundar. Þá verður Ragnar Þór Ingólfsson þingflokksformaður Flokks fólksins félags- og húsnæðismálaráðherra. Innlent 8.1.2026 18:57