Fréttir

Fréttamynd

Trump hótar að siga hernum á mót­mælendur

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að ef ráðamenn í Minnesota, sem hann kallar spillta, fylgi ekki lögum og stöðvi mótmæli gegn útsendurum Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE), muni hann taka yfir stjórn þjóðvarðliðs ríkisins eða mögulega senda þangað hermenn.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Þarna var á­kveðið að verja ekki börnin“

Það er mat talskonu Stígamóta að dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hafi með dómi sínum ákveðið að leggja hagsmuni barnanna til hliðar þegar hann ákvað að skilorðsbinda fimm ára fangelsisdóm sem kveðinn var upp yfir manni á fertugsaldri vegna alvarlegra og ítrekaðra ofbeldisbrota hans gegn sambýliskonu.

Innlent
Fréttamynd

Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna

Félag í eigu Péturs Marteinssonar sem býður sig fram sem oddviti í prófkjöri Samfylkingar fékk 69 milljónir króna fyrir sölu á hlut í lóð í Skerjafirði sem hann og viðskiptafélagar hans fyrirhuguðu að byggja íbúðir á fyrir tveimur árum. Hann segist hafa unnið að verkefninu í fimm ár en uppbygging hafi tafist vegna kerfislegra og pólitískra þátta. Það hafi því verið ákveðið að selja félagið sem heldur á lóðinni til annarra eigenda.

Innlent
Fréttamynd

Kennir Selenskí enn og aftur um

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, standi í vegi friðar í Úkraínu en ekki Vladimír Pútín, forseti Rússlands. Trump heldur því fram að Pútín vilji binda enda á innrás sína í Úkraínu, sem hefur staðið yfir í tæp fjögur ár, en Selenskí vilji það ekki.

Erlent
Fréttamynd

Vilja stækka frið­lýst svæði á Gróttu og Sel­tjörn

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar greiðir í næstu viku atkvæði um nýja skilmála friðlýsingarsvæðisins á Gróttu og Seltjörn. Verði skilmálarnir samþykktir stækkar friðlýst svæði verulega og mun ná yfir strandlengjuna líka. Grótta var fyrst friðlýst árið 1974.

Innlent
Fréttamynd

Leggja af­nám áminningarskyldu fyrir þingið

Afnám áminningarskyldu opinberra starfsmanna er meðal frumvarpa sem lagt verður fyrir þingið nú í vor. Fjármála- og efnahagsráðherra talar fyrir breytingunum sem hlutu harða gagnrýni verkalýðsfélaga.

Innlent
Fréttamynd

Þing­menn sem Trump sagði heimska lúffuðu

Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings felldu í gær frumvarp sem hefði dregið úr völdum Donalds Trump, forseta, til að gera frekari árásir á Venesúela. Það er eftir að tveir þingmenn flokksins sem höfðu stutt frumvarpið lúffuðu undan þrýstingi frá Hvíta húsinu.

Erlent
Fréttamynd

Keyrði á móti um­ferð á Reykja­nes­braut

Fólksbíl var keyrt á móti umferð á Reykjanesbraut við álverið í Straumsvík nú á níunda tímanum í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu varð jafnframt árekstur á brautinni í morgun þar sem rúta ók utan í fólksbíl og keyrði síðan af vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Geti ekki haldið á­fram að fjölga læknanemum sam­hliða aðhaldskröfu

Unnur Anna Valdimarsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, og Ólafur Ögmundarson, forseti matvæla- og næringarfræðideildar, segja alvarlega stöðu fram undan. Það sé ekki hægt að fjölga nemum í læknisfræði, sjúkraþjálfun og næringarfræði, til dæmis, vegna aðhaldskröfu frá stjórnvöldum. Það geti haft alvarleg áhrif á stöðu mönnunar innan heilbrigðiskerfisins til framtíðar.

Innlent
Fréttamynd

Witkoff segir annan á­fanga friðaráætlunarinnar hafinn

Steve Witkoff, ráðgjafi og erindreki Donald Trump Bandaríkjaforseta, segir annan áfanga friðaráætlunar Trump fyrir Gasa hafinn. Þetta þýddi að áherslan færðist nú frá því að koma á vopnahléi og á afvopnun Hamas, yfirtöku teknókrata á svæðinu og endurreisn.

Erlent
Fréttamynd

Akademískir starfs­menn lýsa yfir van­trausti á rektor

Félag akademískra starfsmanna við Háskólann á Bifröst (FAB) hefur lýst yfir vantrausti á stjórnsýslu rektors skólans, Margrétar Jónsdóttur Njarðvík. Félagið segir framgöngu rektors, deildarforseta viðskiptadeildar skólans og rannsóknarstjóra í kærumálum gegn þremur starfsmönnum hafa einkennst af ófaglegum vinnubrögðum. 

Innlent
Fréttamynd

Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá

Karlmaður á fimmtugsaldri sem grunaður er um kynferðisbrot gegn tíu ára dreng á heimili þess síðarnefnda í Hafnarfirði hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Landsréttur sneri við úrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem hafði áður hafnað kröfu héraðssaksóknara um gæsluvarðhald.

Innlent
Fréttamynd

Stuðningur við Græn­land ó­metan­legur og hvetur Ís­lendinga til að mæta

Formaður Landssamtaka Grænlendinga í Danmörku hvetur Íslendinga og aðra sem búsettir eru í Danmörku til að sýna samstöðu með Grænlendingum í verki með því að mæta á samstöðumótmæli sem skipulögð hafa verið víðsvegar um Danmörku á laugardaginn. Hún segir Grænlendinga þurfa á andlegri fyrstu hjálp að halda í ljósi málflutnings Bandaríkjaforseta um að vilja eignast landið, með einum eða öðrum hætti.

Erlent
Fréttamynd

Léttara yfir for­manninum eftir þriggja tíma fund

Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segist hafa farið bjartari út af fundi með Ingu Sæland mennta- og barnamálaráðherra en hann fór inn á hann. Fundurinn stóð yfir í rúmlega þrjár klukkustundir að hans sögn.

Innlent