Fréttir

Fréttamynd

Aug­lýsinga­skilti framar um­ferðar­öryggi barna í for­gangs­röðinni

Íbúi Kársneshverfis segir Kópavogsbæ taka auglýsingapláss fram yfir umferðaröryggi barna. Hann og ung dóttir hans hafi ítrekað sloppið með skrekkinn þegar bílar þjóti yfir gangbraut á rauðu ljósi og að ekki hafi það bætt úr skák að bótaheit Kópavogsbæjar hafi að engu orðið og að stærðar auglýsingaskilti hafi sömuleiðis verið komið upp við gangbrautarljósin sem byrgir ökumönnum sýn í skammdeginu.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Þá sýndu stjórn­völd kjark“

Meirihluti almennings er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum til að sporna við ofþyngd barna sem krabbameinsfélagið segir stærsta orsakavald að krabbameinum sem hægt sé að gera eitthvað við. Nýverið opnaði vefsíða sem auðvelda á almenningi að elda hollari mat.

Innlent
Fréttamynd

Fjögur börn á Ís­landi getin með sæði mannsins

Fjögur börn voru getin hér á landi með sæði dansks manns. Sjaldgæf og hættuleg genastökkbreyting fannst í erfðaefni hans sem getur valdið krabbameini. Ekki er vitað hvort þau beri stökkbreytinguna. Þetta kemur fram í umfjöllun Ríkisútvarpsins.

Innlent
Fréttamynd

Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa

Hæstiréttur mildaði í dag refsingu konu, sem sakfelld var fyrir blygðunarsemisbrot gegn þremur drengjum og kynferðislega áreitni gegn einum þeirra, úr tveggja mánaða skilorðsbundnu fangelsi í þrjátíu daga. Einn dómara skilaði sératkvæði og taldi að ekki bæri að gera konunni refsingu, meðal annars þar sem drengirnir hefðu viðhaft kynferðislegt tal sín á milli.

Innlent
Fréttamynd

Heimila nú birtingu gagna úr rann­sókn á Epstein

Bandarískur alríkisdómari hefur heimilað dómsmálaráðuneytinu að opinbera gögn frá störfum ákærudómstóls sem skoðaði vísbendingar og sönnunargögn gegn barnaníðingnum Jeffrey Epstein árið 2019. Í gær komst annar dómari að sambærilegri niðurstöðu um gögn úr rannsókn gegn Ghislaine Maxwell, fyrrverandi aðstoðarkonu og kærustu Epsteins.

Erlent
Fréttamynd

Ís­land verður ekki með í Euro­vision

Ísland verður ekki með í Eurovision á næsta ári. Þetta tilkynntu stjórnarformaður Rúv og útvarpsstjóri að loknum fundi stjórnar Ríkisútvarpsins. Útvarpsstjóri sagðist hafa tekið ákvörðun um þetta og tilkynnt stjórninni í dag sem ætlaði sér að leggja fram tillögu sama efnis.

Innlent
Fréttamynd

Sel­foss dreginn til hafnar á Hjalt­lands­eyjum

Flutningaskipið Selfoss var dregið til hafnar á Hjaltlandseyjum á dögunum eftir að bilun kom upp í aðalvél þess. Bilunin varð á sunnudaginn þegar skipið var á leið frá Danmörku til Færeyja og var skipið í kjölfarið dregið til hafnar í Leirvík.

Innlent
Fréttamynd

Telur það land­ráð að skrifa um heilsu sína

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir engan fyrrverandi forseta Bandaríkjanna hafa unnið jafn mikið og hann hafi gert. Hann vinni lengri daga en allir aðrir og hann hafi skilað meiri árangri en flestir aðrir forsetar.

Erlent
Fréttamynd

Kalla eftir sér­stakri um­ræðu um mál­efni skóla­meistara og fram­halds­skóla

Þingmenn stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir sérstakri umræðu um málefni framhaldsskóla og skólameistara á Alþingi í dag. Þingflokksformaður Framsóknarflokksins óskaði formlega eftir því að menntamálaráðherra gæfi skýrslu um málið fyrr í vikunni en í millitíðinni er ráðherrann farinn í veikindaleyfi. Beiðni um að staðgengill ráðherrans tæki það að sér að taka þátt í slíkri umræðu á þingi er til skoðunar hjá forseta þingsins en þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka kalla eftir því að forsætisráðherra verði til svara um málið.

Innlent
Fréttamynd

Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna

Tölvuárás hefur verið gerð á kerfi Grundarheimila og gætir áhrifa hennar hvað helst á símkerfi og tölvupóst. Þá hefur aðgengi íbúa að netinu verið takmarkað í varúðarskyni vegna árásarinnar og á meðan verið er að vinna úr henni.

Innlent
Fréttamynd

Úlfar þögull sem gröfin

Úlfar Lúðvíksson fyrrverandi lögreglustjóri vill ekki tjá sig um ummæli hins handtekna lögmanns Gunnars Gíslasonar um störf hans sem lögreglustjóri Suðurnesja. Þá gefur hann ekkert upp um mögulegt framboð í borginni undir merkjum Miðflokksins og biður blaðamann auk þess um að bíða til 18. desember til að sjá hvort nafn hans verði á lista umsækjenda um starf ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Við­gerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma

Landsnet vinnur nú að viðgerð á Seyðisfjarðarlínu en rafmagnslaust varð á Seyðisfirði í nótt. Í tilkynningu segir að viðgerðin geti tekið tíma. Þegar þeirri viðgerð er lokið verður hafist handa við Neskaupstaðarlínu sem einnig bilaði í gærkvöldi. Í tilkynningu er einnig greint frá viðgerð á Breiðdalslínu á Vestfjörðum.

Innlent