Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

109 látnir og yfir 160 saknað

Alls hafa 109 fundist látnir og yfir 160 er saknað eftir ofsaflóðin í Texas fyrir helgi. Björgunarstörf standa enn yfir en litlar vonir eru um að fleiri finnist á lífi.

Erlent
Fréttamynd

Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn

Bandaríski kjarnorkukafbáturinn USS Newport News kemur í höfn á Grundartanga í Hvalfirði í dag. Er þetta í fyrsta sinn sem bandarískur kafbátur í þjónustuheimsókn leggur að bryggju á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

„Kannski var þetta prakkara­strik“

Borgarfulltrúi Vinstri grænna segir að palestínski fáninn sem dreginn var að húni við ráðhúsið í síðustu viku hafi vakið blendin viðbrögð. Hún segist ekkert vita hver hafi skorið á fánaböndin í gær en henni þyki umhugsunarvert að fólk hafi horn í síðu blaktandi fána frekar þjóðarmorðs á Gasaströndinni.

Innlent
Fréttamynd

„Ís­lands­met í ó­vandaðri laga­setningu“

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lýsir Íslandsmeti í óvandaðri lagasetningu en Íslandsmet í málþófi var slegið í annarri umræðu veiðigjaldafrumvarpsins í dag. Þingmaður Viðreisnar segir metið dapurlegt og vill að þingið standi með lýðræðinu. 

Innlent
Fréttamynd

Ís­lands­met slegið í málþófi

Ekkert mál hefur verið rætt eins lengi og veiðigjaldafrumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Málið hefur verið til umræðu í ríflega samtals 147 klukkustundir og hreppir fyrsta sætið af fyrri methafa, sem var þriðji orkupakkinn.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á sjö ára barn í Borgar­túni

Bíl var ekið á sjö ára barn í Borgartúninu í Reykjavík um fjögurleytið í dag. Bíllinn mun hafa verið á litlum hraða, en barnið var flutt á sjúkrahús til skoðunar. Ekki er talið að meiðsli þess séu alvarleg.

Innlent
Fréttamynd

Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans

Skorið hefur verið á fána­böndin þar sem þjóðfánar Palestínu og Úkraínu hafa blakt við ráðhús Reykjavíkur. Gerist þetta aðeins um fjórum dögum eftir að hinum palestínska var flaggað á fimmtudag. Borgin ætlar að draga þá aftur að húni þegar búið er að gera við fánaböndin.

Innlent
Fréttamynd

Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu

Sjónaukar um alla jörð fylgjast nú grannt með ferð halastjörnu sem á uppruna sinn að rekja utan sólkerfisins. Halastjarnan er aðeins þriðji slíki gesturinn sem hefur nokkru sinni fundist í sólkerfinu okkar.

Erlent
Fréttamynd

Keyptu ó­nýtt hús og fá ekki á­heyrn

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni kaupenda fasteignar í Hafnarfirði um áfrýjunarleyfi í gallamáli á hendur seljendunum. Kaupendurnir neyddust til að sofa úti á palli um tíma vegna myglu í húsinu.

Innlent
Fréttamynd

Rúm­lega 200 öku­menn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs

Átta ökumenn eiga yfir höfði sér sviptingu ökuréttinda, auk sektar, og 246 ökumenn til viðbótar von á sekt vegna hraðaksturs við framkvæmdasvæði hjá Kringlumýrarbraut á vegarkafla á milli Háaleitisbrautar og Miklubrautar á móts við Bólstaðarhlíð. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Eldri borgarar skemmtu sér í múmín­kastalanum

Múmínturninn er nú tilbúinn til notkunar á leiksvæði Skógræktar Eyfirðinga í Kjarnaskógi. Uppsetningu á turninum lauk fyrir helgi. Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktar Eyfirðinga, segir leiktækin hafa verið afar vinsæl frá því að þau voru tekin í notkun, meðal ungra og aldna.

Innlent
Fréttamynd

Menn á sex­tugs- og sjö­tugs­aldri grunaðir um stór­fellt fíkniefnabrot

Þrír karlmenn, á sextugs- og sjötugsaldri, hafa verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að smygla rétt rúmum þremur kílóum af kókaíni til landsins frá Spáni í apríl á þessu ári. Þeim er gefið að sök að smygla efnunum, hvers styrkleiki hafi verið á bilinu 78 til 80 prósent, í þremur pottum frá Spáni til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Harma dauða ráð­herrans en tjá sig ekki um hann

Talsmaður stjórvalda í Kreml segir fréttir af dauða fyrrverandi samgönguráðherra Rússlands sorglegar en vill ekki tjá sig um hvernig hann bar að. Yfirvöld segja að ráðherrann virðist hafa svipt sig lífi skömmu eftir að hann var rekinn úr embætti.

Erlent
Fréttamynd

Nýjasta út­spil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nas­istanna

„Auschwitz var ekki mannúðarborg, við skulum orða það þannig,“ segir Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Fram kom í fréttum í morgun að Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, hafi fyrirskipað hernum að undirbúa flóttamannabúðir, eða „mannúðarborg“ eins og hann kallar það, á rústum Rafah-borgar á Gasa.

Innlent