
Innherji
Telja Oculis verulega undirverðlagt í fyrsta verðmati sínu á félaginu
Greinendur bandarísks fjárfestingabanka hafa bæst í hóp fjölmargra erlendra fjármálafyrirtækja sem fjalla reglulega um líftæknifyrirtækið Oculis og verðmeta það núna hæst allra greinenda.
Fréttir í tímaröð
Líkur á frekari vaxtalækkunum aukast enn með hertum lánþegaskilyrðum
Ákvörðun fjármálstöðugleikanefndar um að herða á reglum um greiðslubyrði fasteignalána í hlutfalli við tekjur neytenda hefur ýtt undir verðhækkanir á mörkuðum, bæði hlutabréfum og skuldabréfum, en aðgerðir Seðlabankans ættu að auka enn líkur á frekari vaxtalækkunum.
Vilja áfram auka vægi erlendra eigna en minnka við sig í innlendum hlutabréfum
Engar stórar breytingar eru boðaðar í nýjum fjárfestingarstefnum tveggja af stærstu lífeyrissjóðum landsins, umsvifamestu fjárfestum landsins, en þær eiga það sammerkt að áfram er lögð áhersla á að auka vægi erlendra verðbréfa í eignasafninu á meðan útlit er fyrir minni áhuga á innlendum hlutabréfum. Óvissa hér heima og erlendis hefur aukist en verðlagning á helstu verðbréfamörkuðum utan Íslands, einkum í Bandaríkjunum, er há um þessar mundir sem gæti skilað sér í auknu flökti í verðlagningu sökum meiri undirliggjandi áhættu.
Móðurfélag Íslandsturna selt til bandarísks framtakssjóðs
Bandaríski framtakssjóðurinn GI Partners hefur gengið frá kaupum á móðurfélagi Íslandsturna en fyrirtækið er eigandi að hátt í 400 fjarskiptaturnum víðs vegar um landið. Innan við fjögur ár eru liðin síðan Nova og Sýn seldu þær eignir frá sér.
Skörp kröfulækkun ríkisbréfa með milljarða innflæði frá erlendum sjóðum
Markaðsvextir óverðtryggðra ríkisskuldabréfa lækkuðu skarpt í dag í umtalsverðri veltu sem er meðal annars rakin til milljarða króna fjármagnsinnflæðis frá erlendum skuldabréfasjóðum. Eftir að hafa veikst nokkuð á undanförnum vikum styrktist gengi krónunnar því á nýjan leik.
Eigandi Norðuráls fer í hart við Orkuveituna en segist fá allt tjónið bætt
Eigandi Norðuráls upplýsti bandaríska fjárfesta og markaðsaðila um það fyrr í þessum mánuði að tryggingar félagsins myndu bæta því upp allt tjón vegna bilunar í álveri þessi á Grundatanga, bæði þegar kemur að eignum og neikvæðum áhrifum á reksturinn, en á sama tíma ætlar fyrirtækið ekki að greiða fyrir alla umsamda orku frá Orkuveitunni. Langsamlega stærsti eigandi Century Aluminum seldi nýverið verulegan hluta bréfa sinna í félaginu.
Þorsteinn Már hlaut heiðursverðlaun Þjóðmála
Þorsteinn Már Baldvinsson, stofnandi og forstjóri Samherja til ríflega fjörutíu ára, hlaut heiðursverðlaun Þjóðmála þegar þau voru veitt þriðja sinni við hátíðlega athöfn á Hátíðarkvöldi Þjóðmála á fimmtudag í síðustu viku.
Synjun FDA vonbrigði en staðan hjá Alvotech „ágæt þrátt fyrir mótlæti“
Vegna athugasemda FDA við framleiðsluaðstöðu Alvotech þá er er sennilegast að samþykki markaðsleyfis í Bandaríkjunum fyrir þrjár nýjar líftæknilyfjahliðstæður muni ekki fást fyrr en á seinni árshelmingi 2026, að mati hlutabréfagreinanda, sem telur stöðu félagsins samt vera ágæta þrátt fyrir mótlæti. Fjárfestum er ráðlagt sem fyrr að kaupa og þótt nýtt virðismat á Alvotech sé lækkað þá er það langt yfir núverandi markaðsgengi.
Festi nánast búið að greiða upp kaupin á Lyfju á fimmtán mánuðum
Góð afkoma hjá Festi að undanförnu hefur meðal annars verið nýtt til að greiða hratt upp kaupin á Lyfju á síðasta ári, samkvæmt nýrri greiningu á félaginu, en útlit er fyrir að árleg samlegð vegna samrunans verði talsvert meiri en áður var áætlað.
Bætt eiginfjárstaða er undirstaða áforma Landsnets um auknar fjárfestingar
Verulega bætt eiginfjárstaða Landsnets síðustu ár samhliða mikilli arðsemi, sem hefur verið gagnrýnd fyrir að vera meðal annars drifin áfram af háaum flutningsgjöldum, gegnir lykilhlutverki í áformum fyrirtækisins að auka fjárfestingar í orkuinnviðum og tryggja um leið trausta arðgreiðslugetu, að sögn forstjóra félagsins. Hún segir ólíka uppbyggingu á raforkukerfum þjóða skekkja samanburð á flutningskostnaði en frá því gjaldskrá stórnotenda var færð yfir í Bandaríkjadal á árinu 2007 hafi gjöldin hins vegar lækkað um fimmtán prósent að raunvirði.
Vara við skarpri lækkun og vertakar og lánveitendur ættu að „spenna beltin“
Byggingarverktakar og lánveitendur ættu „að spenna beltin“ núna þegar framundan er verðaðlögun að greiðslugetu kaupenda á fasteignamarkaði, einkum nýbyggingum, sem gæti komið fram í allt að 25 prósenta raunverðslækkun áður en botninn verður sleginn í markaðinn snemma árs 2027, að mati greinenda ACRO. Aðgengi almennings að verðtryggðum íbúðalánum hefur í seinni tíð ekki verið jafn þröngt og núna, það muni því augljóslega eitthvað láta undan þegar kaupgetan er ekki fyrir hendi á þeim verðum sem bjóðast.
Aðhald peningastefnunnar „klárlega of mikið“ miðað við spár um hagvöxt
Þrátt fyrir varfærna vaxtalækkun peningastefnunefndar þá álítur Seðlabankinn að raunvaxtaaðhaldið hafi ekki breyst á milli funda og það sé „klárlega of mikið“ með hliðsjón af lakari hagvaxtarhorfum, að sögn seðlabankastjóra, en ekki sé hægt að horfa framhjá því að verðbólgan er á sama tíma enn þrálát. Eilítið mildari tónn í framvirkri leiðsögn peningastefnunefndar gefur henni „meira svigrúm“ til að bregðast við með frekari vaxtalækkunum ef það er enn að hægja á umsvifum í efnahagslífinu.
„Spennan í þjóðarbúinu horfin“ og Seðlabankinn lækkar vexti á nýjan leik
Þau áföll sem hafa skollið á útflutningsgreinum að undanförnu valda því að spennan í þjóðarbúinu er núna horfin, sem þýðir að hægja mun töluvert á hagvexti, og peningastefnunefnd Seðlabankans hefur því ákveðið að lækka vexti um 25 punkta. Við þá ákvörðun vegur einnig þungt umrót á fasteignalánamarkaði sem er að „þrengja“ að lánakjörum og fjármálalegum skilyrðum heimila.
Hár flutningskostnaður raforku „mesta ógnin“ við samkeppnishæfni Íslands
Sá rammi sem Landsneti er settur samkvæmt lögum er „orðinn skakkur“ með þeim afleiðingum að flutningskostnaður raforku hefur nærri tvöfaldast á fáeinum árum og er núna, að mati forstjóra Landsvirkjunar, sennilega „mesta ógnin“ við samkeppnishæfni Íslands. Hann kallar eftir breytingum á þeim forsendum sem ákvarða leyfða arðsemi Landsnets og varar við því að óvissa um þróun flutningskostnaðar ásamt spám um áframhaldandi verðhækkanir á komandi árum muni hafa „mjög neikvæð áhrif“ á vilja áhugasamra viðskiptavina að gera raforkusamninga.
Hækkar verðmatið á Sjóvá og spáir miklum viðsnúningi í afkomu á næsta ári
Væntingar um verulega bætta afkomu á næsta ári, ásamt lækkandi markaðsvöxtum að undanförnu, skýrir einkum nokkra hækkun á verðmati Sjóvá, samkvæmt greiningu á tryggingafélaginu.
Áfram talsverður kraftur í innlendri kortaveltu heimilanna
Áfram er nokkur kraftur í neyslu landsmanna en kortavelta heimilanna í verslunum hér á landi jókst um liðlega tvö prósent að raunvirði í október miðað við sama tíma í fyrra.
Flutningskostnaður raforku rokið upp og er margfalt meiri en í nágrannalöndum
Flutningskostnaður raforku á Íslandi, sem hefur nærri tvöfaldast á fimm árum, er mun meiri en í flestum öðrum nágrannalöndum og vegna fyrirhugaðra framkvæmda Landsnets er útlit er fyrir að hann hækki að óbreyttu enn verulega á næstu árum, samkvæmt greiningu. Mikið eigið fé hefur byggst upp í Landsneti á rúmum áratug, drifið áfram af háum flutningsgjöldum og endurmati rekstrarfjármuna, en frá 2012 hefur árleg meðalávöxtun þess verið um sautján prósent, vel umfram leyfða arðsemi sem er sett af Orkustofnun.
Umfang skortsölu með Alvotech hélst óbreytt áður en gengi bréfanna hríðféll
Ekki er að sjá nein merki um að fjárfestar hafi verið að bæta við skortstöður sínar með bréf Alvotech dagana áður en líftæknilyfjafélagið greindi frá því að FDA myndi ekki veita markaðsleyfi fyrir nýja hliðstæðu að svo stöddu. Hlutabréfaverð félagsins lækkaði í kjölfarið um þriðjung.
Minnkar gjaldeyriskaupin núna þegar evran er komin í sitt hæsta gildi á árinu
Eftir að hafa staðið að reglubundnum gjaldeyriskaupum á markaði undanfarna mánuði fyrir samanlagt nærri fimmtíu milljarða hefur Seðlabankinn ákveðið að draga úr umfangi þeirra um helming. Ákvörðunin kemur í kjölfar nokkurrar gengisveikingar krónunnar síðustu vikur, en hún er núna í sínu lægsta gildi á móti evrunni í eitt ár.
Lækka verðmatið á Icelandair og spá þungri samkeppnisstöðu vegna sterkrar krónu
Verðmat á Icelandair er lækkað lítillega eftir uppgjör síðasta fjórðungs, einkum vegna lakari samkeppnishæfni samhliða mikill gengishækkun krónunnar, en virði félagsins er samt talið umtalsvert hærra miðað við núverandi markaðsgengi.
Aðhaldsstigið „aukist verulega“ og spá því að vextir lækki um 50 punkta
Skýr merki eru um kólnun í atvinnulífinu, meðal annars með auknu atvinnuleysi og ágjöf sem stórar útflutningsgreinar hafa orðið fyrir, og aðhaldsstig peningastefnunnar á heimilin hefur sömuleiðis „aukist verulega“ eftir vaxtadóm Hæstaréttar, að mati greinenda ACRO verðbréfa. Þeir spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka vextina um fimmtíu punkta í næstu viku og vara við því að ef vaxtalækkunarferlið fer ekki af stað á nýjan leik þá muni líkur á harðri lendingu hagkerfisins aukast enn frekar.
Allt kann sá er bíða kann
Sjálfstæðisflokkurinn á undir högg að sækja þessa dagana í landsmálunum. En er þó allt sem sýnist?
Erlendir sjóðir seldu ríkisbréf fyrir meira en átta milljarða í október
Sala erlendra fjárfesta á ríkisverðbréfum í liðnum mánuði, sem hratt af stað snarpri veikingu á gengi krónunnar, nam meira en átta milljörðum króna og er sú mesta sem sést hefur á einum mánuði um árabil.
Ætti ekki endilega að hafa áhrif á umsóknir um aðrar hliðstæður Alvotech
Það þarf ekki endilega að vera að þær athugasemdir sem FDA gerði við umsókn Alvotech um markaðsleyfi fyrir líftæknilyfjahliðstæðu við Simponi muni einnig hafa áhrif á aðrar útistandandi umsóknir félagsins, að sögn framkvæmdastjóra rannsókna-, þróunar og framleiðslu, en það skýrist þegar svarbréf berst frá eftirlitinu á seinni hluta mánaðarins og þá fæst betri mynd af næstu skrefum. Alvotech mun senda inn nýja umsókn á þessum fjórðungi og hefur FDA sex mánuði til að taka afstöðu til hennar, en sá tími inniheldur jafnframt mögulega endurúttekt á framleiðsluaðstöðinni.

















