Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Á fjórtán árum hefur leiguverð hækkað nærri fimmfalt meira á Íslandi en meðaltal Evrópu. Á meðan launaþróun og húsnæðisverð í Evrópu haldast í hendur, rýkur verðið upp hér á landi. Formaður Leigjendasamtakanna segir skatt á leigusala eingöngu hafa áhrif á leigjendur. Neytendur 7.1.2026 13:12
Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Viðskiptavinir Sambíóanna borga nú 120 krónur aukalega panti þeir bíómiða í gegnum vefsíðu bíóhúsanna. Gjaldið er nefnt úrvinnslugjald en framkvæmdastjóri segir gjaldinu ætlað að koma til móts við aukinn kostnað meðal annars vegna reksturs og viðhalds miðasölukerfa. Það geri Sambíóunum kleyft að halda miðaverði stöðugu. Neytendur 7.1.2026 07:02
Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Seinna á árinu munu íbúðareigendur aftur geta ráðstafað séreignarsparnaði inn á íbúðarlán segir fjármálaráðherra. Sem stendur býðst íbúðareigendum ekki að nýta sér leiðina en unnið er að frumvarpi í ráðuneytinu. Neytendur 6.1.2026 11:45
Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Forstjóri Atlantsolíu segir lok afsláttardaga skýra hvers vegna bensínverð hækkaði skyndilega á nokkrum stöðvum olíufélagsins í gær. Það hafi ekkert að gera með tilvonandi skattabreytingar. Samkvæmt samkeppnislögum megi olíufélögin aftur á móti ekki gefa upp hver verðlækkunin verði um áramótin fyrr en ný lög taka gildi. Lækkað bensínverð muni liggja fyrir á miðnætti á nýársnótt. Neytendur 30. desember 2025 11:12
„Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ 17 ára kona spyr: „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni? Þessar tölur hækka næstum með hverjum deginum. Lagast þetta? Hvenær þá? Og hvernig?“ Viðskipti innlent 30. desember 2025 07:02
Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Dyggur viðskiptavinur Krónunnar rak upp stór augu þegar hann uppgötvaði að hnífsblað leyndist í innpakkaðri frosinni pítsu í gær. Sá lét hinn óvænta fund ekki á sig fá, skilaði pítsunni aftur í Krónuna í skiptum fyrir aðra af sömu tegund, sem þó var laus við öll hnífsblöð. Neytendur 29. desember 2025 20:15
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Árið sem líður var, eins og nánast öll ár, viðburðaríkt hvað varðar viðskiptin. Árið einkenndist af langþráðum stýrivaxtalækkunum, dramatísku gjaldþroti flugfélags og væringum á alþjóðamarkaði vegna tolla. Viðskipti innlent 29. desember 2025 07:00
Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Ferðamaður fær ekki skaðabætur eftir að gönguferð upp á Hvannadalshnjúk var snúið við skammt undan tindinum vegna veðurs. Hann krafðist rúmlega 400 þúsund króna en kærunefnd vöru- og þjónustukaupa féllst ekki á sjónarmið hans. Neytendur 25. desember 2025 23:13
Fær íshellaferð ekki endurgreidda Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur hafnað kröfu ferðamanns um endurgreiðslu vegna íshellaferðar sem hann mætti ekki í vegna þess að hann taldi að ferðinni hefði verið aflýst. Neytendur 25. desember 2025 20:05
Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Manni sem starfar í flutningsþjónustu hefur verið gert að afhenda viðskiptavini, konu, hluta búslóðar hennar gegn greiðslu eftirstöðva upphafslegs samnings þeirra í millum, alls 290 þúsund króna. Maðurinn hafði haldið búslóðinni gíslingu og gefið út reikning sem var þrefalt hærri en upphaflega hafði verið samið um munnlega. Neytendur 25. desember 2025 13:47
Jólagjafir íslenskra vinnustaða Nú styttist óðum í að flestir landsmenn tylli sér við jólatréð og opni jólagjafir. Líkt og síðustu ár eru gjafabréfin vinsælust en miðað við samantekt Vísis verður brjálað að gera í Kringlunni á næstunni. Lífið 24. desember 2025 12:03
Hvar er opið á aðfangadag? Aðfangadagur jóla er runninn upp en oftar en ekki þarf að skreppa út í búð að græja rjómann í sósuna eða jafnvel síðustu jólagjafirnar. Þá er gott að vita hvar er opið og hversu lengi. Innlent 24. desember 2025 08:38
Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Íslensk netverslun auglýsir allt að áttatíu prósent afslátt en við nánari athugun var síðan búin til af gervigreind fyrir örfáum dögum. Slíkar vefsíður eru búnar til til að stela kortanúmerum af saklausum kaupendum að sögn forstöðumanns CERT-IS. Innlent 23. desember 2025 14:52
Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Húðflúrara hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini sínum 280 þúsund krónur eftir að hann fór frá hálfkláruðu verki og sagðist hættur störfum. Viðskiptavinurinn var búinn að greiða fyrir verkið en hafði einungis fengið dökkan bakgrunn flúraðan á allan handlegginn og útlínur fugls á hálsi en bæði voru verkin ófullgerð. Neytendur 23. desember 2025 13:45
„Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir neytendur eiga heimtingu að niðurfelling opinberra gjalda á eldsneyti skili sér til þeirra að fullu. Ekki sé nóg að lækkun eigi sér stað heldur þurfi að skoða verðþróun í aðdraganda breytinganna sem og því sem gerist í kjölfarið. Neytendur 23. desember 2025 13:10
„Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa. Ég er ánægður með að þeir hafi verið dæmdir ólöglegir þessir skilmálar en ósáttur við það að ekkert tjón hafi hlotist af skilmálunum,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Landsbankinn var í dag sýknaður af öllum kröfum neytenda í tveimur síðustu vaxtamálunum svokölluðu. Neytendur 22. desember 2025 15:33
Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hæstiréttur hefur sýknað Landsbankann af öllum kröfum í tveimur málum sem neytendur höfðuðu á hendur bankanum vegna tiltekinna skilmála í lánasamningum. Hæstiréttur taldi skilmálana ólögmæta en að neytendur hefðu ekki orðið fyrir tjóni. „Í fljótu bragði er ég ósammála þessu,“ segir formaður Neytendasamtakanna. Neytendur 22. desember 2025 14:05
Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Viðbrögð olíufélaganna við breytingum á bifreiðagjöldum um áramótin eru prófsteinn á samkeppni á eldsneytismarkaðnum. Þetta segir Samkeppniseftirlitið sem segir það algera lágmarkskröfu að lækkun eldsneytis samsvari að fullu lækkun hinna opinberu gjalda og hvetur viðskiptavini til að vera á varðbergi. Neytendur 22. desember 2025 13:49
Hver borgar fyrir heimsendinguna? Heimsendingaþjónusta hefur aukist jafnt og þétt hérlendis sem og erlendis. Segja má að frá tímum heimsfaraldurs hafa orðið veruleg umskipti í dreifingu vöru og matvæla og eru þær orðnar fastur hluti af daglegu lífi margra í sífellt hraðara samfélagi. Skoðun 22. desember 2025 11:02
„Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Steingrímur Birgisson forstjóri Hölds bílaleigu Akureyrar segir að þrátt fyrir að aukalegar 1550 krónur verði innheimtar af langtímaleigutökum standi það engan veginn undir kostnaði við innleiðingu nýrra laga um kílómetragjald sem hann segir gríðarlegan. Innlent 20. desember 2025 16:04
Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendasamtökunum berast í hverri viku kvartanir vegna gildistíma gjafabréfa og flestar eru vegna fyrirtækjanna Dineout og Óskaskríns. Formaður samtakanna segir gjafabréfin ekkert annað en fjárkröfu sem eigi að gilda í fjögur ár. Neytendur 20. desember 2025 12:51
Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Bílaleiga Akureyrar, Höldur, hefur tilkynnt viðskiptavinum sínum að frá og með áramótum muni fyrirtækið innheimta aukalegar 1550 krónur af viðskiptavinum sem eru með bíla í langtímaleigu hjá fyrirtækinu. Innlent 20. desember 2025 10:10
Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Hæstiréttur mun kveða upp seinni tvo dómana í Vaxtamálinu svokallaða á mánudag. Rétturinn hefur frest til annars vegar gamlársdags og hins vegar 5. janúar til þess að kveða upp dóma í málunum tveimur. Viðskipti innlent 19. desember 2025 15:26
Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Mikil breyting hefur verið gerð á opnunartíma Sorpu sem bæði opnar nú dyr sínar fyrr og lokar þeim síðar. Ekki er talið að breytingin feli í sér aukinn kostnað heldur raunar sparnað. Breytt vaktakerfi þýðir að starfsfólk vinnur færri helgar en áður. Neytendur 19. desember 2025 15:03