Neytendur

Neytendur

Neytendafréttir af íslenskum markaði.

Fréttamynd

Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka

Eigendur Parka-appsins þurfa að lækka greiðslukröfu karlmanns sem greiddi fyrir rangt stæði um 3.500 krónur eða sem nemur vangreiðslugjaldi fyrirtækisins. Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa þótti Parka ekki upplýsa með skýrum og áberandi hætti um innheimtu vangreiðslugjalds og fjárhæð þess.

Neytendur

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brott­för og fær endur­greitt

Ferðamaður sem bókaði pakkaferð á fjarlægar slóðir með íslenskri ferðaskrifstofu fær ferðina endurgreidda þótt hann hafi ekki óskað eftir afbókun fyrr en þremur dögum fyrir brottför. Verulegar breytingar sem ferðaskrifstofan gerði á hinni bókuðu ferð veittu ferðamanninum rétt til þess að mati kærunefndar vöru- og þjónustukaupa.

Neytendur
Fréttamynd

Búinn að fá sig full­saddan af þjónustunni hjá Wolt

Lögmaður í Reykjavík hefur nýtt sér heimsendingarþjónustu Wolt í síðasta skipti. Mælirinn fylltist þegar stóran hluta af pöntun vantaði í vikunni. Í fyrri pöntun hafði vantaði pítsusneið í pítsukassa. Wolt biðst afsökunar á þessum misbrestum.

Neytendur
Fréttamynd

„Ó­hóf­legt gjald“ fyrir síma­notkun í Bret­landi heyri fljótt sögunni til

Íslenskir farsímanotendur munu frá og með 1. október greiða sömu gjöld fyrir farsímaþjónustu í Bretlandi og í öðrum ríkjum innan EES og ESB. Reglugerð þess efnis hefur verið birt í Stjórnartíðindum en henni er ætlað að tryggja að farsímanotendur, sem eru í viðskiptum við íslensk fyrirtæki á þeim markaði, greiði sömu gjöld í Bretlandi og víðast hvar annars staðar í Evrópu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Pakkarnir séu langt frá því að vera sam­bæri­legir

Sýn segir að niðurstaða úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála um að stytta verulega gildistíma bráðabirgðaákvörðunar Fjarskiptastofu í máli félagsins og Símans mikilvægan áfanga í málinu. Fallist var á kröfu félagsins að hluta og leggur Sýn áherslu á að pakkarnir sem Sýn býður upp á annars vegar og Síminn hins vegar séu langt frá því að vera sambærilegir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél

Samkvæmt niðurstöðum könnunar Prósent í júlí eiga ellefu prósent þjóðarinnar ísvél. Tekið var fram í spurningunni að átt væri við vélar á borð við Ninja Creami en ekki klakavélar. Samkvæmt svörum Prósents eiga ellefu prósent svarenda slíka vél á meðan 30 prósent hafa áhuga á að eignast slíka vél.

Neytendur
Fréttamynd

Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn

Húsnæðismálaráðherra segir þéttingarstefnuna sem rekin hafi verið hér á landi ekki hafa slegið í gegn. Hún segir að skoða þurfi greiðslumatskerfi vegna íbúðakaupa og segir lánveitendur fá belti, axlabönd og björgunarbát á meðan öll áhætta sé á þeim sem leita þurfi til þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Ný verslun nærri þúsund fer­metrum stærri en sú gamla

Krónan opnar nýja matvöruverslun í dag, laugardag, í nýju verslunarhúsnæði við Fitjabraut 5 í Reykjanesbæ. Hin nýja verslun tekur við af minni verslun Krónunnar Fitjum sem lokaði fyrr í vikunni eftir að hafa þjónustað íbúa Suðurnesja í tíu ár. Í tilkynningu frá Krónunni kemur fram að rýmið er rúmir 2.400 fermetrar að stærð og er á meðal stærstu verslunum Krónunnar, auk þess sem hún er ein stærsta matvöruverslun á Suðurnesjum.

Neytendur
Fréttamynd

Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist

Á síðustu rúmu tveimur árum hafa níu leigubílstjórar verið sviptir leyfi sínu, þar af þrír nú í sumar. Frá því að ný lög tóku gildi árið 2023 hefur Samgöngustofu borist 158 kvartanir undan leigubílstjórum og rúmlega helmingur þeirra er vegna háttsemi bílstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Verð­munur getur verið allt að 28 prósent

Verslunin Prís í Kópavogi hefur verið ódýrust í samanburði verðlagseftirlits ASÍ frá opnunardegi verslunarinnar í ágúst í fyrra og verið vel undir verði annarra verslana allan þann tíma. Sem stendur er Prís um 6% ódýrara en Bónus og Krónan að meðaltali og 10% ódýrara en Nettó. Sælgæti frá Nóa Siríus heldur áfram að hækka í verði og áhugavert er að sjá lækkun á vöruverði hjá Krónunni við komu Prís á markaðinn.

Neytendur
Fréttamynd

Ís­lendingar aldrei verið ferðaglaðari

Vöruskiptahalli hefur aldrei verið meiri á Íslandi sem skýrist þó aðallega af stórauknum vöruinnflutningi, einkum á tölvubúnaði í tengslum við uppbyggingu gagnavera. Á sama tíma hafa Íslendingar aldrei ferðast eins mikið til útlanda og í ár.

Neytendur