Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Franski varnarmaðurinn William Saliba telur að Arsenal gæti gert hið óhugsandi og unnið fernuna á þessu tímabili. Enski boltinn 27.12.2025 07:00
Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Aitana Bonmatí, sem á dögunum var valin besta fótboltakona heims þriðja árið í röð, segir að fótbrotið á dögunum gæfi henni tækifæri til að slaka á í fyrsta sinn í fimm ár. Fótbolti 26.12.2025 23:01
Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Ruben Amorim, var kátur í sjónvarpsviðtali eftir sigurleikinn á Newcastle á Old Trafford enda var hann augljóslega mjög sáttur með þrjú dýrmæt stig. Enski boltinn 26.12.2025 23:01
Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Egyptaland hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á Afríkumótinu í fótbolta og þjóðin getur þakkað Liverpool-manninum Mohamed Salah fyrir það. Fótbolti 26. desember 2025 17:02
Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Nýliðar ÍBV í Bestu deild kvenna í fótbolta hafa styrkt liðið fyrir fyrsta tímabil liðsins í efstu deild frá 2023. Íslenski boltinn 26. desember 2025 16:32
Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Liðsstyrkur gæti borist Arsenal, toppliði ensku úrvalsdeildarinnar, á næstu dögum í formi Kai Havertz, sem hefur jafnað sig af meiðslum. Enski boltinn 26. desember 2025 16:00
Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Alfons Sampsted spilaði rúmar þrjátíu langþráðar mínútur í 1-1 jafntefli Birmingham City og Derby County í ensku Championship deildinni. Willum Þór Willumsson kom einnig við sögu en bæði lið enduðu með aðeins tíu leikmenn inni á vellinum. Enski boltinn 26. desember 2025 14:38
Óvissa í Indlandi lætur City selja City Football Group, sem eiga Manchester City og fleiri félög, hafa losað sig við eignarhlut sinn í Mumbai City FC vegna mikillar óvissa í indverska boltanum. Deildarkeppnin þar í landi hefur verið stopp síðan í sumar. Fótbolti 26. desember 2025 13:31
Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Synir Diogo Jota heitins munu leiða leikmenn Liverpool og Wolverhampton Wanderers út á Anfield á morgun en þetta verður í fyrsta sinn sem fyrrum félög fráfallna leikmannsins mætast. Enski boltinn 26. desember 2025 12:31
Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Manchester United tekur á móti Newcastle United í eina leik dagsins á öðrum degi jóla í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford klukkan 20:00 í kvöld. Enski boltinn 26. desember 2025 09:00
Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Fótbolti á Englandi fylgir iðulega öðrum degi jóla og engin breyting er á í dag. Þó er hann af skornum skammti hvað ensku úrvalsdeildina varðar. Sport 26. desember 2025 06:02
United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Manchester United leitar kantmanns til að styrkja sóknarleik liðsins fyrir síðari hluta tímabilsins. Liðið gerði hvað það gat að sannfæra Antoine Semenyo um að koma á Old Trafford en útlit er fyrir að hann gangi í raðir bláklæddra granna. En hvert leitar United næst? Enski boltinn 25. desember 2025 22:01
„Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ José Mourinho, þjálfari Benfica í Portúgal, virðist meðvitaður um fréttaflutning um sjálfan sig líkt og kom fram á blaðamannafundi hans á dögunum. Fréttamaður á fundinum fékk engum spurningum svarað. Fótbolti 25. desember 2025 21:02
Haaland stóðst vigtun eftir jólin Erling Haaland, leikmaður Manchester City, greindi frá því á samfélagsmiðlum að hann hefði staðist vigtun eftir hátíðarnar. Frægt er að knattspyrnustjórinn Pep Guardiola gaf nokkurra daga frí en hugðist vigta menn fyrir og eftir jól. Enski boltinn 25. desember 2025 19:00
Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Ítalinn Federico Chiesa skoraði dramatískt mark til að innsigla sigur Liverpool og Bournemouth á föstudagskvöldi í ágúst þegar enska úrvalsdeildin rúllaði af stað. Enski boltinn 25. desember 2025 18:00
Goðsögn fallin frá Skotinn John Robertson, fyrrum leikmaður Nottingham Forest og Derby County, er fallinn frá 72 ára að aldri. Enski boltinn 25. desember 2025 15:30
Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Zinedine Zidane, einn besti fótboltamaður sögunnar, var á meðal áhorfenda á leik Alsír við Súdan á Afríkumótinu í Rabat í Marokkó í gær. Fótbolti 25. desember 2025 15:01
Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Samuel Moutoussamy, leikmaður Lýðstjórnarlýðveldis Kongó á Afríkumótinu í fótbolta, hefur vakið athygli á netmiðlum fyrir að rísa á mettíma af börum eftir að hafa verið borinn af velli í fyrsta leik liðsins á mótinu gegn Benín. Hann skýrði ástæðu þess eftir leik. Fótbolti 25. desember 2025 14:00
Kærður af knattspyrnusambandinu Cristian Romero, varnarmaður Tottenham Hotspur, sætir kæru frá enska knattspyrnusambandinu vegna framkomu sinnar í leik liðsins við Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðustu helgi. Enski boltinn 25. desember 2025 13:00
Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Hver á besta jólamark sögunnar í ensku úrvalsdeildinni? Þau tíu bestu eru hreinlega stórfengleg. Enski boltinn 25. desember 2025 11:02
Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Arnór Ingvi Traustason segist átta sig á því að landsliðsferli hans með Íslandi gæti verið lokið vegna skipta hans heim til KR frá Norrköping í Svíþjóð. Hann sé þó ávallt klár, komi kallið. Íslenski boltinn 25. desember 2025 10:01
Féll úr skíðalyftu og lést Fyrrum þýskur unglingalandsliðsmaður í knattspyrnu lést í slysi í stólalyftu í skíðabrekku í Svartfjallalandi skömmu fyrir jól. Kona hans sat föst í lyftunni klukkustundum saman. Fótbolti 25. desember 2025 09:00
Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Þróttarar voru ekki undanskildir jólaandanum á aðfangadag og kynntu um vænan liðsstyrk á samfélagsmiðlum félagsins á slaginu sex. Sigurður Egill Lárusson, leikmaður Vals í efstu deild til fjölda ára, mun leik í Laugardal í Lengjudeildinni komandi sumar. Íslenski boltinn 25. desember 2025 07:50
Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Micky van de Ven, varnarmaður Tottenham, kveðst hafa sent skilaboð á sænska framherjann Alexander Isak og beðist afsökunar á að hafa fótbrotið hann. Enski boltinn 24. desember 2025 22:02