Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Karlmaður sem er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tíu ára dreng neitar sök, en ber samt við minnisleysi. Afbrotafræðingur segir einkennilegt að gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum sé hafnað. Innlent 12.1.2026 21:58
Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Héraðssaksóknari hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness, um að hafna kröfu um gæsluvarðhald yfir Helga Bjarti Þorvarðarsyni, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tíu ára dreng, til Landsréttar. Innlent 12.1.2026 16:37
Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Kona hefur verið sýknuð af ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi vestra fyrir að hafa skotið íslenskan fjárhund með haglabyssu við friðlýst æðarvarp sem hún var að gæta. Dómurinn leit meðal annars til hins mikla verðmætis sem fólst í æðarvarpinu á meðan virði hundsins væri mun minna. Innlent 12.1.2026 14:24
Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ Karlmaður hefur verið dæmdur til átta mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir brot í nánu sambandi gagnvart föður sínum, með ofbeldi og hótunum, og brot gegn brottvísun af heimili. „Ég stúta honum. Ef hann drullar sér ekki niður eftir og reddar restinni, þá ber ég hann. Ég stúta honum. Ég stúta þér sko,“ er meðal þess sem hann var dæmdur fyrir að segja. Innlent 9. janúar 2026 12:09
Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríkið af kröfum aldraðs leigubílsstjóra sem fékk rekstrarleyfi sitt ekki endurnýjað vegna þess að hann keypti vændi fyrir rúmum áratug. Maðurinn sakaði Samgöngustofu meðal annars um að mismuna leigubílstjórum eftir uppruna. Innlent 8. janúar 2026 10:29
Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Nautgripabóndi sem fór svo illa með dýr að tugir þeirra drápust eða voru aflífuð hlaut sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm og er bannað að hafa dýr í umsjá sinni í fimm ár. Bóndinn hirti meðal annars hvorki um að gefa dýrunum vott eða þurrt. Innlent 7. janúar 2026 09:55
Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði ZO-International, eigandi útivistarvöruverslunarinnar Zo-On, fær tjón sem hlaust af bruna í húsnæði verslunarinnar árið 2023 ekki bætt. Forsvarsmaður fyrirtækisins var talinn hafa sýnt af sér svo stórfellt gáleysi í aðdraganda brunans að réttur til bóta taldist ekki fyrir hendi. Innlent 5. janúar 2026 20:08
Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Margrét Halla Hansdóttir Löf hefur áfrýjað sextán ára fangelsisdómi, sem hún hlaut fyrir að ráða föður sínum bana á heimili þeirra við Súlunes á Arnarnesinu í Garðabæ í apríl síðastliðnum og að ráðast á móður sína. Innlent 5. janúar 2026 11:30
Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur til fimm mánaða fangelsisvistar fyrir hótanir og kynferðislega áreitni annars vegar og líkamsárás hins vegar. Maðurinn skallaði annan mann í höfuðið og sló í kviðinn með billjardkjuða vegna þjóðernisuppruna og litarháttar fórnarlambsins. Innlent 3. janúar 2026 14:51
Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni karlmanns sem sakfelldur var í héraðsdómi og Landsrétti fyrir að brjóta kynferðislega á stjúpdóttur sinni með því að strjúka rass hennar og slá í hann í nokkur skipti þegar hún var 12 til 14 ára gömul. Innlent 2. janúar 2026 11:33
Jordan lagði NASCAR Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan náði sínu fram þegar NASCAR-lið hans gerði sátt við keppnishaldarann fyrr í þessum mánuði. Þar með var bundinn endi á málaferli liðsins gegn NASCAR sem reyndust vandræðaleg fyrir alla málsaðila. Sport 30. desember 2025 13:16
Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Karlmaður sem grunaður er um að fremja rán og önnur ofbeldisbrot um miðjan nóvember afplánar nú eftirstöðvar fyrri dóma sem hann hefur hlotið. Sami maður var handtekinn í sumar eftir að hafa hleypt var af skoti á hótelinu Black Pearl í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 29. desember 2025 17:25
Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Sambúðarfólk sem var ákært fyrir ólöglegan innflutning á lyfseðilsskyldum lyfjum var sýknað á þeim forsendum að það hefði verið í góðri trú um það mætti flytja lyfin inn. Upplýsingar á vefsíðu Lyfjastofnunar um lyfin eru sögð hafa verið röng. Innlent 29. desember 2025 12:45
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Árið sem líður var, eins og nánast öll ár, viðburðaríkt hvað varðar viðskiptin. Árið einkenndist af langþráðum stýrivaxtalækkunum, dramatísku gjaldþroti flugfélags og væringum á alþjóðamarkaði vegna tolla. Viðskipti innlent 29. desember 2025 07:00
Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Sakamál voru í brennidepli hér á landi árið 2025. Fjögur manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt fimm létu lífið. Innlent 28. desember 2025 13:01
Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Maður sem er grunaður um ofbeldisbrot gagnvart sambýliskonu sinni var fyrr í þessum mánuði gert að sæta brottvísun af heimili þeirra og sætir jafnframt nálgunarbanni gagnvart henni. Myndefni úr öryggismyndavél sýnir gróft ofbeldi mannsins í garð konunnar. Innlent 27. desember 2025 19:35
Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Fjórir unglingar voru á dögunum sakfelldir í Héraðdómi Reykjavíkur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu, hótanir og rán sem beindist gegn unglingspilti í apríl í fyrra. Þau hlutu átta til fjögurra mánaða skilorðsbundna refsingu. Innlent 26. desember 2025 12:02
Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa ráðist á annan mann í matsal vinnubúða verktakafyrirtækis við Gufufjörð í Reykhólahreppi í febrúar síðastliðnum. Innlent 26. desember 2025 08:45
Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðisbundið fangelsi fyrir að bakka bíl sínum á konu. Hann þarf einnig að greiða konunni þrjá og hálfa milljón króna en hún þurfti að liggja á sjúkrahúsi í marga mánuði eftir atvikið. Innlent 25. desember 2025 14:30
Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni foreldra sem krefja Brim hf. og TM hf. um miskabætur vegna andláts sonar þeirra sem féll fyrir borð af netabáti þegar hann starfaði hjá Brimi í maí 2020. Dómurinn byggði ákvörðun sína á því að annmarkar kunni að hafa verið á málsmeðferð Landsréttar í málinu. Innlent 24. desember 2025 09:27
Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Fyrrverandi bankamanninum Steinþóri Gunnarssyni hafa verið boðnar fjórar milljónir króna í skaðabætur fyrir að hafa verið ranglega sakfelldur í Ímon-málinu svokallaða. Hann segist ekki ætla samþykkja boðið og ætlar að höfða mál gegn ríkinu. Innlent 23. desember 2025 21:58
Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa slegið mann með glerflösku í höfuðið á skemmtistað á Ísafirði í apríl 2023. Innlent 23. desember 2025 11:08
Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Linda Dröfn Gunnardóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir mikilvægt að fólk hafi einhverjar aðrar leiðir en að hringja bara í 112 til að tilkynna grun um ofbeldi í nánum samböndum. Hún kallar eftir því að þróað verði áhættumat sem nýtist fólki í framlínu til að meta hvort að rjúfa eigi þagnarskyldu og bregðast við því þegar fagaðilar telja þá líf einstaklings í hættu vegna heimilisofbeldis. Innlent 23. desember 2025 06:31
„Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Héraðssaksóknari segir að ekki sé hægt að gefa upp að svo stöddu hvenær niðurstöðu sé að vænta í Samherjamálinu svokallaða. Forstjóri Samherja segir fólk sem hefur réttarstöðu sakbornings í málinu hér heima langþreytt á að bíða eftir niðurstöðu. Innlent 22. desember 2025 20:01