Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjár­hags­legs tjóns

Kona hefur verið sýknuð af ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi vestra fyrir að hafa skotið íslenskan fjárhund með haglabyssu við friðlýst æðarvarp sem hún var að gæta. Dómurinn leit meðal annars til hins mikla verðmætis sem fólst í æðarvarpinu á meðan virði hundsins væri mun minna.

Innlent
Fréttamynd

Átta mánuðir fyrir of­beldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“

Karlmaður hefur verið dæmdur til átta mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir brot í nánu sambandi gagnvart föður sínum, með ofbeldi og hótunum, og brot gegn brottvísun af heimili. „Ég stúta honum. Ef hann drullar sér ekki niður eftir og reddar restinni, þá ber ég hann. Ég stúta honum. Ég stúta þér sko,“ er meðal þess sem hann var dæmdur fyrir að segja.

Innlent
Fréttamynd

Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á naut­gripum sínum

Nautgripabóndi sem fór svo illa með dýr að tugir þeirra drápust eða voru aflífuð hlaut sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm og er bannað að hafa dýr í umsjá sinni í fimm ár. Bóndinn hirti meðal annars hvorki um að gefa dýrunum vott eða þurrt.

Innlent
Fréttamynd

Margrét Löf sættir sig ekki við sex­tán ára dóm

Margrét Halla Hansdóttir Löf hefur áfrýjað sextán ára fangelsisdómi, sem hún hlaut fyrir að ráða föður sínum bana á heimili þeirra við Súlunes á Arnarnesinu í Garðabæ í apríl síðastliðnum og að ráðast á móður sína.

Innlent
Fréttamynd

Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar

Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur til fimm mánaða fangelsisvistar fyrir hótanir og kynferðislega áreitni annars vegar og líkamsárás hins vegar. Maðurinn skallaði annan mann í höfuðið og sló í kviðinn með billjardkjuða vegna þjóðernisuppruna og litarháttar fórnarlambsins. 

Innlent
Fréttamynd

Jordan lagði NASCAR

Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan náði sínu fram þegar NASCAR-lið hans gerði sátt við keppnishaldarann fyrr í þessum mánuði. Þar með var bundinn endi á málaferli liðsins gegn NASCAR sem reyndust vandræðaleg fyrir alla málsaðila.

Sport
Fréttamynd

Dæmdur fyrir líkams­árás í mat­salnum

Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa ráðist á annan mann í matsal vinnubúða verktakafyrirtækis við Gufufjörð í Reykhólahreppi í febrúar síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu

Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðisbundið fangelsi fyrir að bakka bíl sínum á konu. Hann þarf einnig að greiða konunni þrjá og hálfa milljón króna en hún þurfti að liggja á sjúkrahúsi í marga mánuði eftir atvikið.

Innlent
Fréttamynd

For­eldrar skip­verjans fá á­heyrn í Hæsta­rétti

Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni foreldra sem krefja Brim hf. og TM hf. um miskabætur vegna andláts sonar þeirra sem féll fyrir borð af netabáti þegar hann starfaði hjá Brimi í maí 2020. Dómurinn byggði ákvörðun sína á því að annmarkar kunni að hafa verið á málsmeðferð Landsréttar í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Hafnar „jólakveðju“ ríkisins

Fyrrverandi bankamanninum Steinþóri Gunnarssyni hafa verið boðnar fjórar milljónir króna í skaðabætur fyrir að hafa verið ranglega sakfelldur í Ímon-málinu svokallaða. Hann segist ekki ætla samþykkja boðið og ætlar að höfða mál gegn ríkinu.

Innlent
Fréttamynd

Fjölgun eldri kvenna í Kvenna­at­hvarfi: „Þessar konur bíða ekki“

Linda Dröfn Gunnardóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir mikilvægt að fólk hafi einhverjar aðrar leiðir en að hringja bara í 112 til að tilkynna grun um ofbeldi í nánum samböndum. Hún kallar eftir því að þróað verði áhættumat sem nýtist fólki í framlínu til að meta hvort að rjúfa eigi þagnarskyldu og bregðast við því þegar fagaðilar telja þá líf einstaklings í hættu vegna heimilisofbeldis.

Innlent