Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Kennir sjálfum sér um ó­farir Gísla

Bennet Wiegert, þjálfari þýska handboltafélagsins Magdeburg, viðurkennir að Gísli Þorgeir Kristjánsson hafi ekki getað æft í aðdraganda leiksins við Álaborg í gær. Meiðsli hans í leiknum séu á endanum á ábyrgð þjálfarans.

Handbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ýmir sneri aftur í góðum sigri

Línumaðurinn Ýmir Örn Gíslason var með fullkomna skotnýtingu og skoraði fjögur mörk fyrir Göppingen í 31-27 sigri gegn Eisenach í nítjándu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Gísli stór­kost­legur í toppslagnum

Gísli Þorgeir Kristjánsson var í algjöru aðalhlutverki á spennandi lokakafla í toppslag Magdeburg og Melsungen í þýsku 1. deildinni í handbolta í dag. Magdeburg vann leikinn 29-28.

Handbolti
Fréttamynd

ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga

Dagur Arnarsson skoraði níu mörk þegar ÍBV vann 31-29 sigur gegn Gróttu í Vestmannaeyjum í dag, í Olís-deildinni í handbolta. Ófarir Seltirninga halda því áfram en Eyjamenn eru komnir með átján stig, upp að hlið Stjörnunnar í 6.-7. sæti eftir 17 umferðir af 22.

Handbolti
Fréttamynd

KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu

KA/Þór tryggði sér í dag sigur í 1. deild kvenna í handbolta en liðið hefur ekki enn tapað leik á leiktíðinni. Eftir fall á síðustu leiktíð hefur liðið sýnt og sannað að það er alltof gott fyrir 1. deildina og mun leika í Olís-deildinni á næstu leiktíð.

Handbolti
Fréttamynd

„Vorum nokkurn veginn búnir að kort­leggja þetta“

„Ég er bara mjög ánægður með þetta, átta mörk er klárt gott forskot sem við eigum að geta unnið vel úr. En við sáum það í leiknum að þetta getur verið fljótt að breytast, þannig að við þurfum að vera á tánum, en vissulega búnir að vinna okkur inn góða stöðu núna,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, eftir 31-23 sigur gegn slóvenska liðinu Jeruzalem Ormoz. Seinni leikur liðanna í sextán liða úrslitum Evrópubikarsins fer fram eftir viku.

Handbolti
Fréttamynd

Haukar töpuðu stórt í Tékk­landi

Haukar máttu þola 11 marka tap gegn Házená Kynžvart í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum EHF-bikars kvenna í handbolta. Lokatölur í Tékklandi 35-24 og Hauka bíður ærið verkefnið á Ásvöllum eftir viku.

Handbolti
Fréttamynd

Sviptur HM vegna mis­taka í lyfja­prófi

Portúgalski landsliðsmaðurinn Miguel Martins er saklaus og má nú spila handbolta að nýju, eftir að hafa ranglega verið settur í bann vegna lyfjamáls og misst af nýafstöðnu heimsmeistaramóti. Hann er ánægður en vill komast til botns í því hvernig þetta gat gerst.

Handbolti
Fréttamynd

Danir fela HM-styttuna

Danir eru farnir að þekkja ansi vel gullstyttuna sem þeir hafa nú fengið fjórum sinnum í röð fyrir að verða heimsmeistarar í handbolta karla. Þeir tíma hins vegar ekki að hafa styttuna til sýnis á milli móta, vegna tryggingakostnaðar.

Handbolti