Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Einstaklingur var sektaður um 240 þúsund krónur fyrir að beita hund ofbeldi, þar á meðal að sparka ítrekað í hann. Mast sektaði fjölda dýraeigenda fyrir vanbúnað en vegna þess þurfti að aflífa fjölda dýra. Innlent 23.12.2025 11:20
Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Þóra Gréta Þórisdóttir hefur verið ráðin í nýja stöðu framkvæmdastjóra fjármála og rekstrar hjá Þjóðleikhúsinu og Eyjólfur Gíslason í stöðu mannauðsstjóra. Innlent 23.12.2025 11:19
Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa slegið mann með glerflösku í höfuðið á skemmtistað á Ísafirði í apríl 2023. Innlent 23.12.2025 11:08
Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Hringvegurinn mun styttast umtalsvert á nokkrum köflum á Suðausturlandi á næstu tíu til fimmtán árum. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir styttingu framhjá Blönduósi, samkvæmt áformum sem kynnt eru í samgönguáætlun. Innlent 22.12.2025 21:51
Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Óbyggðanefnd hefur úrskurðað að úteyjar og sker í kringum Vestmannaeyjar, að Surtsey frátaldri, tilheyri í raun Vestmannaeyjabæ. Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir úrskurðinn fullnaðarsigur í stórskrýtnu máli. Innlent 22.12.2025 20:42
Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri sem sótti skemmtistaðinn Auto í miðborg Reykjavíkur var fluttur á sjúkrahús á laugardagsnótt. Hann sakar hóp dyravarða sem störfuðu á næturklúbbunum um líkamsárás. Innlent 22.12.2025 20:17
„Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Héraðssaksóknari segir að ekki sé hægt að gefa upp að svo stöddu hvenær niðurstöðu sé að vænta í Samherjamálinu svokallaða. Forstjóri Samherja segir fólk sem hefur réttarstöðu sakbornings í málinu hér heima langþreytt á að bíða eftir niðurstöðu. Innlent 22.12.2025 20:01
Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Landhelgisgæslan leitaði ásamt áhöfn danska flughersins á hafsvæðinu um 140 sjómílum suðvestur af Reykjanesi í dag eftir að áhöfn einkaflugvélar taldi sig hafa séð neyðarmerki skotið á loft. Innlent 22.12.2025 19:00
Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Fylgi Miðflokksins heldur áfram að aukast og eykst um tæp tvö prósentustig milli mánaða, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Flokkurinn mælist nú með 19,2 prósent. Innlent 22.12.2025 18:30
Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði segir að færu kosningar eins og glæný könnun Maskínu væri glæný staða komin upp í íslenskum stjórnmálum. Við skoðum könnunina og fáum Ólaf til að rýna í hana með okkur í kvöldfréttum. Innlent 22.12.2025 18:06
Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Skólameistari Borgarholtsskóla hafði samband við utanríkisráðherra sama dag og tilkynnt var að staða hans yrði auglýst til umsóknar að loknum skipunartíma hans. Utanríkisráðherra upplýsti forsætisráðherra um vendingarnar. Þá fékk forsætisráðherra að vita að hugmyndir væru uppi um að fækka skólameisturum. Innlent 22.12.2025 17:08
Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Tvítug kona hefur verið sýknuð af ákæru fyrir að hafa stungið sextán ára pilt einu sinni á tveimur stöðum sama kvöldið þegar hún var fimmtán ára. Héraðsdómari taldi þann tíma sem leið á milli atvika málsins og skýrslutaka af vitnum, þrjú ár og fjórir mánuðir, hefði verið aðfinnsluverður. Útilokað hefði verið að byggja sakfellingu í málinu á framburði brotaþola, stúlkunnar og vitna í málinu þar sem ekkert þeirra hefði verið trúverðugt. Innlent 22.12.2025 16:58
Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Ákveðið hefur verið að sameina Farice ehf., Öryggisfjarskipti ehf. og tæknihluta Neyðarlínunnar ohf. Félögin þrjú sem öll eru í eigu ríkisins, sinna hvert um sig lykilhlutverkum í rekstri alþjóðlegra og innlendra fjarskipta, neyðarsamskipta, öryggiskerfa og þjónustu við almenning, viðbragðsaðila og viðskiptavini. Innlent 22.12.2025 16:02
Gaf fingurinn á Miklubraut Myndband þar sem má sjá ökumann pallbíls gefa öðrum ökumanni fingurinn á umdeildri aðrein við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar hefur vakið mikla athygli og skiptast ökumenn í tvær fylkingar um það hvor var í rétti. Aðalvarðstjóri biðlar til fólks um að sýna hvert öðru tillitssemi. Innlent 22.12.2025 14:45
Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram til kynningar og umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um lagareldi ásamt drögum að frumvarpi um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði. Innlent 22.12.2025 13:32
Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Breskt félag hefur stefnt Samherja fyrir hönd ríkisfyrirtækis í Namibíu um hundrað og fjörutíu milljarða íslenskra króna og verður dæmt í málinu í Bretlandi. Forstjóri fyrirtækisins segir að þegar hafi verið gripið til varnar í Bretlandi. Upphæðin sé súrealísk og hærri en eigið fé Samherja. Innlent 22.12.2025 13:01
Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir fólk á að leggja í sérmerkt bílastæði í kirkjugörðum höfuðborgarsvæðisins og að aka aðeins á malbikuðum vegum ætli það að heimsækja látna ástvini sína um hátíðarnar. Kirkjugarðarnir verða opnir allar hátíðarnar og má búast við mikilli umferð. Innlent 22.12.2025 12:40
Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum Í hádegisfréttum verður rætt við forstjóra Samherja sem segir að breskt fyrirtæki hafi nú stefnt Samherja og krefjist hundrað og fjörutíu milljarða króna í bætur. Innlent 22.12.2025 11:38
„Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Viðbrögð við söfnun fyrir fjölskyldu íslensku stúlkunnar, sem lést í bílslysi í Suður-Afríku á miðvikudag, hafa verið góð. Skipuleggjandi söfnunarinnar segir harminn ólýsanlegan og hvetur fólk til að leggja hönd á plóg til að létta undir með móðurinni. Innlent 22.12.2025 11:21
Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Ásgeir Elvar Garðarsson, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri bílaleigunnar Geysis, hefur ákveðið að sækjast eftir að leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ í leiðtogaprófkjöri 31. janúar næstkomandi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Innlent 22.12.2025 10:17
„Þetta hefur verið þungur tími“ Baldvin Þorsteinsson forstjóri Samherja segir það hafa verið erfitt fyrir pabba hans, Þorstein Má, og alla fjölskylduna að hann hafi verið með stöðu grunaðs manns í um fimmtán ár. Hann segir ásakanir gegn honum þungar. Málið sé í eðlilegum farvegi hjá Héraðssaksóknara en hann óski þess að málinu ljúki fljótlega. Hann segist stoltur taka við af föður sínum sem forstjóri og sjá mörg tækifæri í íslenskum sjávarútvegi. Innlent 22.12.2025 09:23
Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Atvinnuvegaráðuneytið hefur á þessu ári keypt ráðgjöf og þjónustu af samskipta- og almannatengslafyrirtækinu Athygli ehf. fyrir tæpar 3,5 milljónir króna, meðal annars í tengslum við breytingar á lögum um veiðigjald. Allt árið í fyrra greiddi sama ráðuneyti rúmar hundrað þúsund krónur fyrir þjónustu almannatengla, þá af fyrirtækinu Góðum samskiptum ehf. Innlent 22.12.2025 06:47
Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Söfnun hefur verið hrundið af stað fyrir fjölskyldu íslensku stúlkunnar sem lést í bílslysi í Suður-Afríku á miðvikudag. Vinkona móður stúlkunnar, sem og bróður hennar hvern hún var að heimsækja, stendur fyrir söfnuninni. Innlent 21.12.2025 23:29
Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Kyngimögnuð norðurljósasýning blasti við Ágústu Helgu Kristinsdóttur þegar hún steig úr bílnum sínum á Granda í kvöld, einmitt á vetrarsólstöðum. Um er að ræða svokallaða norðurljósahviðu. Innlent 21.12.2025 23:11