Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Starfandi lögmaður var handtekinn fyrir viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um skipulagða brotastarfsemi. Húsleit var framkvæmd á heimili lögmannsins og á vinnustað hans. Hann er meðal annars grunaður um að hafa aðstoðað fólk við að koma til landsins með ólögmætum hætti. Hann hefur auglýst gjaldfrjálsa lögmannsaðstoð til handa fólks sem kemur til landsins. Innlent 25.11.2025 13:48
Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Björg Ásta Þórðardóttir hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins en hún tók við í apríl síðastliðnum. Tryggvi Másson verður nýr framkvæmdastjóri, sá þriðji frá því að Guðrún Hafsteinsdóttir varð formaður flokksins. Innlent 25.11.2025 13:06
Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Strategísk hnattræn lega Íslands, sem áður stuðlaði að öryggi landsins, er nú meginorsök þess hve viðkvæmt landið er gagnvart ytri ógnum. Þannig er það sem lengi var helsti öryggisstyrkleiki landsins orðinn að veikleika. Þetta er mat greinanda í öryggis- og varnarmálum sem skrifar greiningu um öryggismál Íslands sem birtist í stórri erlendri hugveitu í gær. Innlent 25.11.2025 12:51
Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Íbúar í Gufunesi í Reykjavík segjast upplifa sig sem strandaglópa innan eigin hverfis þar sem bílastæði eru af skornum skammti og engar almenningssamgöngur í boði. Mikil gremja er meðal íbúanna eftir að hafa verið sektaðir fyrir að leggja ólöglega. Innlent 24.11.2025 23:46
Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga hefur lýst yfir hættuástandi í atvinnumálum á Vestfjörðum. Ástæðan er fyrirhugað afnám línuívilnunar, rækjubóta og skerðinga á byggðakvóta. Innlent 24.11.2025 22:13
Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Fæðingum án nokkurrar aðstoðar heilbrigðisstarfsfólks hefur fjölgað hér á landi á milli ára. Um er að ræða tískufyrirbæri sem á fyrirmynd sína að sækja vestur um haf en formaður Félags ljósmæðra segir einnig dæmi um áhrifavalda hér á landi mæli með þessari varhugaverðu aðferð. Innlent 24.11.2025 21:31
Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir stjórnendur Sjúkrahússins á Akureyri hafa sent út neyðaróp vegna stöðu mála. Heilbrigðisráðherra er á leið norður í land til að funda með starfsfólkinu. Innlent 24.11.2025 20:34
Lögreglan fylgdist með grunnskólum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með sýnilega löggæslu við nokkra grunnskóla í dag og fylgdist með umferð ökutækja í grennd við skólana. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en þar kemur ekki fram hvers vegna ráðist var í eftirlitið. Innlent 24.11.2025 19:20
Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Aldrei hefur verið lagt hald á eins mikið magn örvandi fíkniefna á Keflavíkurflugvelli og í ár. Þá hafa stórfelld eiturlyfjamál á flugvellinum aldrei verið fleiri. Neysla á nýju afar hættulegu efni virðist vera að færast í aukanna. Yfirlögfræðingur Lögreglunnar á Suðurnesjum segir þetta benda til gríðarlegs framboðs og eftirspurnar. Innlent 24.11.2025 19:06
Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Aldrei hefur verið lagt hald á eins mikið magn örvandi fíkniefna á Keflavíkurflugvelli og í ár. Þá hafa stórfelld fíkniefnamál á flugvellinum aldrei verið fleiri. Neysla á nýju og afar hættulegu efni virðist færast í aukana. Yfirlögfræðingur Lögreglunnar á Suðurnesjum segir þetta benda til gríðarlegs framboðs og eftirspurnar. Innlent 24.11.2025 18:01
Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra tókust á um símtal ráðherrans við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Formaðurinn sagði símtalið ábyrgðarlaust og gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir óljósa hagsmunagæslu og skort á viðbragði við tollunum. Innlent 24.11.2025 16:46
Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur birt frumvarp í samráðsgátt stjórnvalda sem fjallar um framkvæmd öryggisráðstafana samkvæmt dómsúrlausn. Í frumvarpinu er lagt til að nýrri stofnun verði komið á fót sem sjái um framkvæmdina. Heiti hennar verði Miðstöð um öryggisráðstafanir. Fjármagn til uppbyggingar og reksturs nýju stofnunarinnar hefur þegar verið tryggt. Innlent 24.11.2025 15:39
Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Í gær var vígður minnisvarði til minningar um Sigurð Kristófer McQuillan Óskarsson, formann Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, sem lést við æfingar í straumvatnsbjörgun í Tungufljóti þann 3. nóvember 2024. Innlent 24.11.2025 15:03
Svakalegur lax á Snæfellsnesi Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur veiddi nýverið sannkallaðan risalax í búr í Haffjarðará á sunnanverðu Snæfellsnesi. Jóhannes telur að um sé að ræða stærsta Atlantshafslax sem veiðst hefur í háf. Innlent 24.11.2025 15:00
„Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir málefnum fatlaðra sinnt vel hjá sveitarfélögunum þrátt fyrir að einhver þeirra skorti stefnu í málaflokknum. Það sé þó mikilvægt fyrir þau að bregðast við skýrslu sem sýnir að rúmlega helmingur sveitarfélaga sé stefnulaus. Innlent 24.11.2025 13:01
Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Pétur Magnússon hefur sagt upp sem forstjóri Reykjalundar og hefur gert samkomulag við stjórn stofnunarinnar um starfslok. Svana Helen Björnsdóttir, stjórnarformaður Reykjalundar, mun gegna starfi forstjóra þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn. Innlent 24.11.2025 12:43
Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Þórarinn Hjartarson, sem heldur úti hlaðvarpinu Einni pælingu, skilur ekkert í kröfu Fjölmiðlanefndar um að hann skrái hlaðvarpið sem fjölmiðil. Hann telur hlaðvarpið ekkert eiga skylt við starfsemi fjölmiðla, enda sé miklu frekar um upplesna skoðanapistla að ræða en fréttir. Innlent 24.11.2025 12:15
Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Varðstjóri hjá lögreglunni á Norðvesturlandi segir mildi að ekki hafi farið verr þegar að tvö umferðarslys urðu með um fimmtán mínútna millibili á svæðinu í gær. Aksturskilyrði versnuðu mjög skyndilega. Vegurinn hafði ekki verið hálkuvarinn. Innlent 24.11.2025 12:02
Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Tilfellum þar sem fólk fellur fyrir svikastarfsemi fer fjölgandi að sögn forstjóra netöryggissveitarinnar CERT-IS. Sveitinni hefur undanfarnar tvær vikur borist fjöldi tilkynninga um svokallaðar vefveiðar auk svika í gegnum símtöl þar sem óprúttnir aðilar beita fyrir sig íslenskum númerum. Innlent 24.11.2025 11:58
Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Í hádegisfréttum verður rætt við varðstjóra á Norðurlandi vestra sem segir mikla mildi að ekki hafi farið verr þegar þrír bílar með alls fjórtán innanborðs skullu saman fyrir utan Blönduós í gær. Innlent 24.11.2025 11:35
Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Helgi Magnús Gunnarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknari, segir árið 2024 hafa verið „annus horribilis“ í lífi hans. Ekki nóg með að vera settur út í kuldann í starfi sínu heldur glímdi hann einnig við slæma sýkingu í gervilið og alvarlega kransæðastíflu. Á sama tíma lauk þó áralöngu áreiti sem Helgi þurfti að þola frá sýrlenska síbrotamanninum Mohamad Kourani. Innlent 24.11.2025 11:13
Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Stjórnarformaður mótorhjólasambandsins Sniglanna og framkvæmdastjóri mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambands segja niðurfellingu á undanþágu vörugjalda á innflutningi mótorhjóla geta haft verulega slæm áhrif á mótor- og snjókross á Íslandi. Minni endurnýjun verði í íþróttinni þegar erfiðara verður að endurnýja hjól. Þeir segja það sömuleiðis áhyggjuefni að mótorhjólaflotinn eldist á landinu. Innlent 24.11.2025 11:05
Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Fjölskylda og vinir fimmtugs bresks karlmanns sem lést í brúðkaupsferð sinni til Íslands í október safna fyrir jarðarför hans sem fer fram eftir viku. Bretinn var kallaður Víkingurinn. Innlent 24.11.2025 10:43
Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Arnarvarp sumarið 2025 reyndist lakara en síðustu tvö ár. Alls urpu að minnsta kosti 60 pör en einungis er hægt að staðfesta að 36 þeirra komu upp ungum. Þetta kemur fram í yfirliti Náttúrufræðistofnunar um arnarvarpið í ár. Innlent 24.11.2025 10:20