Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis leggur til að lækka innviðagjald skemmtiferðaskipa við strendur Íslands enn meira heldur en fjármálaráðherra hugnaðist. Færri skemmtiferðaskip komu til landsins í kjölfar gjaldsins. Innlent 7.12.2025 10:23
Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Fyrrverandi forsetisráðherra fer yfir áföllin og áfallastjórnunina sem einkenndi valdatíð síðustu ríkisstjórnar. Þingmenn takast á um nýja samgönguáætlun. Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna verður krufin til mergjar. Bæjarstjóri Garðabæjar ætlar sér bæði að lækka skatta og auka þjónustu en bæjarfélagið fagnar stórafmæli á næsta ári. Innlent 7.12.2025 09:40
Réðst á starfsmenn lögreglu Einn var í nótt handtekinn fyrir líkamsárás í miðbænum. Lögregla segir að hann hafi neitað að segja til nafns en við komu á lögreglustöð hafi hann ráðist á starfsmenn lögreglu. Sá var vistaður vegna ástands. Innlent 7.12.2025 07:39
Gefa út litlausa viðvörun Veðurstofan varar við snörpum vindhviðum á morgun undir Eyjafjöllum, í Mýrdal og Öræfum. Í tilkynningu á vef stofnunarinnar kemur fram að varasamt sé að aka um svæðið á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Innlent 6.12.2025 15:39
Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Karlmaður um þrítugt var handtekinn fyrr í vikunni í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á mannsláti í Kópavogi um síðustu helgi. Innlent 6.12.2025 15:08
Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Nýtt húsnæði Konukots mun breyta miklu fyrir konurnar sem þangað sækja að sögn framkvæmdastjóra Rótarinnar. Aðsókn hefur verið yfir meðallagi í haust og húsið stundum yfirfullt. Borgarstjóri opnaði húsnæðið við Ármúla við athöfn í gær. Innlent 6.12.2025 15:00
Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Nokkrar breytingar voru gerðar á frumvarpi dómsmálaráðherra um brottfararstöð fyrir útlendinga, meðal annars var grein um aðgengi fjölmiðla og hjálparsamtaka að stöðinni tekin út. Í skriflegu svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að markmiðið sé ekki að takmarka aðgengi. Innlent 6.12.2025 14:54
Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Sjúklingar sem hugðust leysa út ákveðin lyf í vikunni þurftu sumir að greiða tugþúsundum meira en þeir áttu von á út af reglugerðarbreytingu Sjúkratrygginga. Formaður Lyfjafræðingafélags Íslands segir breytinguna hafa verið fyrirvaralausa, sem sé ótækt. Innlent 6.12.2025 14:32
„Mér brá við að sjá þessa tölu“ Hjálmari Sveinssyni, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, segist hafa brugðið við að sjá könnun Maskínu sem sýndi að aðeins tvö prósent svarenda vildu að Heiða Björg Hilmisdóttir yrði áfram borgarstjóri Reykjavíkur. Hann telur þó ekki þörf á nýjum oddvita og telur Heiðu ekki verðskulda svo dræmt fylgi. Hann setur fyrirvara við könnunina. Innlent 6.12.2025 14:11
Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Prófessor í stjórnmálafræði segir ekkert hafa komið upp sem breytir forsendum ríkisstjórnarsamstarfsins. Ljóst hafi verið fyrir að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn í samstarfinu og að stjórnarandstaðan myndi reyna að notfæra sér það. Innlent 6.12.2025 13:30
Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ „Ég er frjáls!“ skrifar rithöfundurinn Sigríður Hagalín Björnsdóttir á Facebook þegar hún tilkynnti fylgjendum sínum að hún hefði sagt upp áskrift sinni að streymisveitunni Spotify. Innlent 6.12.2025 12:39
Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Það verður meira en nóg að gera á Flúðum í dag því þá fer fram jólamarkaður í félagsheimilinu þar, sem sannur jólaandi mun ríkja. Sveitarstjóri Hrunamannahrepps hvetur fólk til að taka sér bílferð á Flúðir í tilefni dagsins. Innlent 6.12.2025 12:17
Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, biðst afsökunar á ummælum sínum á Alþingi í gær þar sem hún kallaði stjórnarandstöðuna „andskotans pakk“. Hún kveðst vera mannleg eins og annað fólk. Innlent 6.12.2025 12:02
Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, biðst afsökunar á ummælum sem hún lét falla á leið sinni úr þingsal í gær. Þingmenn stjórnarandstöðunnar stigu í stríðum straumi í ræðustól til þess að gagnrýna Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra og samgönguáætlun hans, undir liðnum fundarstjórn forseta. Innlent 6.12.2025 11:46
Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Annarri umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar lauk á Alþingi í gær. Mikill galsi var í þingmönnum við afgreiðslu frumvarpsins. Innlent 6.12.2025 11:37
Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Rúmlega fjörutíu prósent landsmanna vilja að klukkan verði færð aftur um eina klukkustund. Þriðjungur er mótfallinn breytingunni. Landsmenn sem fara á fætur eftir klukkan níu eru hlynntastir breytingunni. Innlent 6.12.2025 10:00
Gripinn á 130 á 80-götu Lögregla stöðvaði ökumann í gæð þar sem hann ók á 131 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Innlent 6.12.2025 09:10
Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum Óskað var eftir aðstoð lögreglu í gær vegna æsts manns á hóteli miðsvæðis í Reykjavík í gær en þar hafði hann kastað til innanstokksmunum. Hann var vistaður í fangaklefa vegna ástands. Innlent 6.12.2025 08:13
„Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Fyrrverandi nýnasisti segir sjálfsvinnu og aukið sjálfstraust hafa bjargað sér frá vítahring haturs og öfga. Hann kynnir nú Exit átakið hér á landi sem veitir föngum aukinn stuðning að lokinni afplánun. Hann telur það geta skipt sköpum á Íslandi. Innlent 6.12.2025 07:58
Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Íbúar í Ölfusi eru langþreyttir á mengun í Varmá sem kemur frá nágrönnum þeirra í Hveragerði. Skólplykt leggur yfir íbúðahverfi í Ölfusi og fiskar hafa drepist í ánni vegna klórs frá sundlauginni í Laugaskarði. Bæjaryfirvöld tilkynntu ekki um klórslys sem varð í vor fyrr en daginn eftir að það átti sér stað. Innlent 6.12.2025 07:02
MAST búið að snúa hnífnum MAST hefur frestað fyrirhugaðri aflífun hundsins Úlfgríms um mánuð til að gefa eigenda hans færi á að sýna að hann hljóti viðeigandi meðferð. Í kjölfarið verður ákvörðunin endurskoðuð ef hann sýnir batamerki. Innlent 6.12.2025 00:03
Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Íbúar í Laugardal ætla að koma upp eigin ljósastýringarbúnaði við gatnamót í dalnum þar sem þrisvar sinnum hefur verið ekið á börn í haust. Þau gagnrýna borgina fyrir seinagang en borgin segir íbúana með engin leyfi til gjörningsins. Innlent 5.12.2025 23:00
Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Eldur kviknaði í skemmu á bænum Brimnesi á Dalvík í kvöld og var allt tiltækt slökkvilið bæjarins kallað út. Hvorki urðu slys á mönnum né dýrum. Innlent 5.12.2025 21:02
„Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Þingmenn stjórnarandstöðu segja allar forsendur samgönguáætlunar brostnar þar sem innviðaráðherra las ekki skýrslu sem var birt til stuðnings breyttri forgangsröðun. Höfundur skýrslunnar segir hana ekki hygla Fjarðagöngum frekar en Fjarðarheiðargöngum en innviðaráðherra segist ekki vísa í umrædda skýrslu. Innlent 5.12.2025 20:30