Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sandra tekin við af Guð­brandi

Sandra Sigurðardóttir tók í gær sæti á Alþingi í stað Guðbrands Einarssonar sem sagði af sér þingmennsku í síðustu viku. Sandra er þannig tekin við sem sjötti þingmaður Suðurkjördæmis og eini þingmaður Viðreisnar í kjördæminu. Forseti Alþingis tilkynnti um breytingarnar við upphaf þingfundar í dag, en líkt og kunnugt er sagði Guðbrandur af sér á föstudaginn í tengslum við tilraun hans til vændiskaupa árið 2012.

Innlent
Fréttamynd

Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn

Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tvær hættulegar líkamsárásir, önnur þeirra gegn sambýliskonu sinni, og akstur undir áhrifum fíkniefna. Önnur líkamsárásin átti sér stað nokkrum sekúndum eftir að maðurinn varð sjálfur fyrir stunguárás.

Innlent
Fréttamynd

Loðnu­ver­tíð hafin og floti farinn til loðnumælinga

Loðnuvertíðin er hafin en fyrsta loðnan veiddist í dag út af Austfjörðum og er stefnt að því að henni verði landað á Norðfirði á morgun. Þá héldu fimm skip á miðin í dag til loðnumælinga á vegum Hafrannsóknastofnunar en niðurstöðurnar ráða miklu um það hversu stór loðnukvótinn verður.

Innlent
Fréttamynd

Deilt um verð­hækkanir Veitna

Formaður VR gagnrýnir endurteknar hækkanir á gjaldskrá Veitna og segir að um dulbúna skattahækkun sé að ræða. Framkvæmdastýra Veitna vill ekki meina að um fimmtíu prósenta hækkun sé að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herra hafi gefið veiði­leyfi á sig

Samgönguáætlun til næstu fimm ára var á dagskrá þingsins í dag. Stjórnarandstaðan dró meðal annars í efa hversu raunhæf áætlunin er í ljósi efnahagslegs óstöðugleika. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir innviðaráðherra hafa veitt skotleyfi á sjálfan sig þegar hann sagðist ekki bundinn af ákvörðunum fyrri ríkisstjórnar um gerð áætlunarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Hljóp á sig

Líf Magneudóttir segist hafa hlaupið á sig þegar hún hélt því fram að ekki hafi verið samþykkt á félagsfundi Vinstri grænna að Vor til vinstri myndi leiða sameiginlegt framboð. Hún styðji tillöguna og áformin en ætlar að bjóða sig fram í fyrsta sæti í forvali VG.

Innlent
Fréttamynd

Ó­sann­gjarnt að skatt­greið­endur borgi framkvæmdaruslið

Neytendur lýsa yfir óánægju með há förgunargjöld á endurvinnslustöðvum Sorpu og segja gjöldin ýta undir hvata til þess að skilja úrgang eftir á víðavangi. Upplýsingafulltrúi Sorpu segir ekki sanngjarnt að skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu borgi fyrir framkvæmdaruslið hjá þeim sem kjósa að fara í framkvæmdir.

Innlent
Fréttamynd

Ráðu­neytið vill að fleiri bjóði sig fram

Innviðaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa hrundið af stað átaki til að auka þátttöku almennings í sveitarstjórnarkosningunum sem fram undan eru. Markmiðið er bæði til að fá fleiri til að bjóða sig fram og að fá fleiri til að greiða atkvæði.

Innlent
Fréttamynd

„Dapur­legt að gera á­kvarðanirnar tor­tryggi­legar“

Varaformaður stjórnar Vinstri grænna í Reykjavík segir dapurlegt að Líf Magneudóttir núverandi oddviti haldi því fram að ekki hafi verið ákveðið á félagsfundi að Vor til vinstri myndi leiða sameiginlegt framboð. Það hafi verið niðurstaða fundarins í gær. Sanna Magdalena Mörtudóttir segir að það hafi verið sinn skilningur.

Innlent
Fréttamynd

Hand­tökur, hús­leit og haldlögð vopn í lög­reglu­að­gerðum á Akur­eyri

Sex voru handteknir og hald lagt á umtalsvert magn af fíkniefnum, vopnum og fjármunum í lögregluaðgerðum á Akureyri um helgina. Ráðist var í aðgerðirnar í leit að vopni sem grunur er um að notað hafi verið til að beita hótunum, en ráðist var í húsleit og handtökur á fjórum stöðum og eru tveir enn í varðhaldi. Rannsókn málsins beinist þó einkum að fjórum einstaklingum, þar af tveir undir átján ára aldri, eru til rannsóknar. Þá voru fjórir handteknir í sama lögregluumdæmi í tengslum við innbrot og þjófnað.

Innlent