Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Ástandinu í Minneapolis er líkt við púðurtunnu og mikil ólga er í Bandaríkjunum vegna aðgerða innflytjendaeftirlitsins. Við rýnum í stöðuna Vestanhafs með sérfræðingi í bandarískum stjórnmálum. Innlent 27.1.2026 18:09
Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur engar kveðjur fengið frá flokksforystunni í Samfylkingunni eftir prófkjörið um helgina þar sem hún laut í lægra haldi gegn Pétur Marteinssyni í oddvitaslag. Hún segist spennt fyrir komandi baráttu og hlakka til að kynnast Pétri betur. Innlent 27.1.2026 17:40
Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Magnús Davíð Norðdahl borgarfulltrúi Pírata sækist ekki eftir sæti á framboðslista Pírata í sveitarstjórnarkosningunum í maí. Við lok kjörtímabils ætlar hann að segja skilið við þátttöku í skipulögðu stjórnmálastarfi og þar með einnig samtökum Pírata. Þetta tilkynnti Magnús á Facebook-síðu sinni í dag. Innlent 27.1.2026 15:27
Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Dómsmálaráðherra segist hafa óskað eftir upplýsingum um aðstæður hælisleitenda í Króatíu í kjölfar umfjöllunar um fimm manna fjölskyldu sem vísað var frá Íslandi. Fjölskyldufaðirinn dvelur í lokaðri móttökustöð en móðirin er ein með börnin þrjú. Innlent 27.1.2026 14:14
Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segist ekki hafa tekið ákvörðun um að skipa Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur sem sendiherra en sögusagnir þess efnis hafa verið á kreiki undanfarið. Hún segir að missir yrði af Þórdísi Kolbrúnu á þingi ef hún hyrfi til annarra starfa. Innlent 27.1.2026 12:57
Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ætlar að taka 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík sem hún tryggði sér í prófkjöri flokksins á laugardaginn, þegar hún tapaði slagnum um oddvitasætið. Hún óskar Pétri Marteinssyni aftur til hamingju með sigurinn og öllum þeim sem tryggðu sér sæti á lista og segist áfram ætla að vinna í þágu borgarinnar á grundvelli hugsjóna sinna og jafnaðarstefnunnar. Innlent 27.1.2026 12:55
Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Tímabundið getur verið meiri hveralykt af vatni en venjulega í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum vegna íblöndunar súlfíts í heita vatnið. Íblöndunin er vegna viðhalds og viðgerðar HS Orku á búnaði sínum á Fitjum í Reykjanesbæ. Fólk sem viðkvæmt er fyrir súlfíti í matvælum er bent á að heita vatnið sé ekki ætlað til neyslu eða til matreiðslu. Innlent 27.1.2026 12:35
Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Stígamót sjá fram á hallarekstur og tóma varasjóði á þessu ári og uppsagnir eru að óbreyttu fram undan að sögn talskonu samtakanna. Á sama tíma er viðvarandi biðlisti eftir þjónustu. Innlent 27.1.2026 12:08
Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hafa enn ekki borist svör um hvort að Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri þiggi annað sætið á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Nefndin kallar nú eftir tilnefningum í sætin fyrir neðan sjötta sæti. Innlent 27.1.2026 11:53
Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Helga Kristín Ingólfsdóttir hefur verið ráðin sem starfsmaður þingflokks Miðflokksins. Hún tekur við af Laufeyju Rún Ketilsdóttur sem lét af störfum haustið 2025. Innlent 27.1.2026 11:47
Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sorpa hyggst setja upp bílnúmeralesara á endurvinnslustöðvum sínum til að rukka fyrirtæki samkvæmt gjaldskrá. Fjórðungur þeirra sem nýta endurvinnslustöðvarnar eru fyrirtæki eða íbúar utan höfuðborgarsvæðisins. Innlent 27.1.2026 11:37
Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum Í hádegisfréttum fjöllum við um yfirvofandi hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum. Innlent 27.1.2026 11:34
„Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, gefur ekkert upp um það hvernig hún greiddi atkvæði í nýafstöðnu prófkjöri flokksins í Reykjavík. Hún segir þátttökuna í prófkjörinu vera glæsilega fyrir flokkinn en ríflega fimm þúsund flokksfélagar tóku þátt í því, margir hverjir spánnýir í flokknum. Þá vill Kristrún ekki tjá sig sérstaklega um orð borgarstjóra um að flokksfélagar hafi hafnað reyndri konu. Innlent 27.1.2026 11:26
Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Reikna má með því að framlegð á vinnustöðum landsins muni lækka verulega á þriðja tímanum í dag þegar flautað verður til leiks í viðureign Íslands og Sviss í milliriðli 2 á Evrópumótinu í handbolta. Innlent 27.1.2026 11:22
Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin í Reykjavík óskar nú eftir tilnefningum á lista flokksins fyrir kosningarnar í vor. Um helgina var valið í efstu sex sætin á lista flokksins, en nú leitar uppstillingarnefndin að fólki sem vill sitja í sætum 7. til 46. á lista. Enn liggur ekki fyrir hvort Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ætli að taka 2. sætið á listanum sem hún tryggði sér í prófkjörinu um helgina þar sem hún tapaði oddvitasætinu. Gert er ráð fyrir að endanlegur listi verði kynntur í síðasta lagi í lok febrúar. Innlent 27.1.2026 10:51
Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra og varaformaður flokksins, segist engar ákvarðanir hafa tekið um breytingar á sínum högum. Það segir Þórdís í SMS-skilaboðum til fréttastofu. Innlent 27.1.2026 10:34
Eldur kviknaði í Strætó Eldur kviknaði í mannlausum strætisvagni í Breiðholti. Slökkviliðið hefur þegar slökkt eldinn. Innlent 27.1.2026 10:20
Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Dómsmálaráðuneytið og undirstofnanir þess hafa frá árinu 2018 til 2025 gert 27 starfslokasamninga sem kostað hafa ríkiskassann alls um 400 milljónir. Á sama tímabili hafa fjórar undirstofnanir umhverfis-, orku-, og loftslagsráðuneytisins gert sjö starfslokasamninga og nam heildarkostnaður vegna þeirra 32,7 milljónum. Innlent 27.1.2026 08:48
Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Áætluð verklok á meðferðarheimilinu Lækjarbakka í Gunnarsholti á Rangárvöllum eru um næstu mánaðamót, janúar/febrúar, og er gert ráð fyrir að húsið verði afhent Barna- og fjölskyldustofu á þeim tíma. Stefnt er að því að taka á móti fyrsta skjólstæðingi í lok febrúar 2026. Pláss er fyrir sex drengi og kynsegin á meðferðarheimilinu. Innlent 27.1.2026 06:32
Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Nemendur í Réttarholtsskóla tóku sig saman og skipulögðu handboltamót í skólanum. Þeir fengu þaulreyndan handboltamann til að sjá um dómgæslu á mótinu og eru bjartsýnir fyrir hönd íslenska landsliðsins á Evrópumótinu Innlent 26.1.2026 23:17
Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Doktor í fjölskyldutengslum segir fólk í auknum mæli útskúfa fjölskyldumeðlimum vegna deilna. Oftast sé um að ræða uppkomin börn sem útiloki foreldra sína frá barnabörnum. Erfitt er að leysa úr deilunum. Innlent 26.1.2026 21:03
Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Þrátt fyrir að Guðni Guðmundsson, bóndi á Þverlæk í Rangárþingi ytra sé orðinn 92 ára gamall þá er hann enn að ganga með fram vegum og tína upp einnota umbúðir, dósir og flöskur. Hann hefur safnað tæplega 30 milljónum á síðustu 20 árum og gefið meira og minna íþróttafélaginu í sveitinni hans allan peninginn. Innlent 26.1.2026 20:05
Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Leiðsögumaður varð vitni að fjölda ferðamanna gera sér ferð út á ísinn í Kerinu á Suðurlandi síðdegis í gær. Eigendur þess segjast taka málið alvarlega og að brugðist verði við, stranglega bannað sé að fara út á ísinn. Innlent 26.1.2026 20:02
„Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Kona liggur þungt haldin á gjörgæsludeild eftir að eldur kom upp í íbúð hennar í Reykjanesbæ seint í gærkvöldi. Sjö hundar voru í íbúðinni og drápust en slökkviliðsstjóri segir konuna hafa verið komna í sjúkrabíl innan við tíu mínútum eftir að útkallið barst. Innlent 26.1.2026 19:35