Innlent

Fréttamynd

Sjö sækja um tvær lausar stöður

Sjö sóttu um tvær lausar stöður dómara við Landsrétt. Annars vegar er um að ræða skipun í embætti dómara við Landsrétt og hins vegar er um að ræða setningu í embætti. Á listanum er að finna fimm héraðsdómara, einn lögmann og einn dósent í lögfræði.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ætla að flytja starf­semi Vogs

SÁÁ hyggjast flytja starfsemi sjúkrahússins Vogs upp á Kjalarnes, þar sem önnur starfsemi samtakanna fer fram. Formaður SÁÁ segir um langtímaáætlun að ræða en draumurinn sé að hefja framkvæmdir á stórafmæli samtakanna.

Innlent
Fréttamynd

Helgi Péturs­son er látinn

Helgi Pétursson, tónlistarmaður, fjölmiðlamaður, fyrrverandi borgarfulltrúi og baráttumaður fyrir málefnum eldri borgara, er látinn, 76 ára að aldri.

Innlent
Fréttamynd

Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar

Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar.

Innlent
Fréttamynd

Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur

Foreldrar í Laugarnesskóla hafa tekið umferðaröryggismál í eigin hendur og mannað gæslu við gangbraut á Reykjavegi þar sem í tvígang hefur verið ekið á börn á leið frá skóla síðasta mánuðinn. Foreldri við skólann segir þær úrbætur sem hafa verið gerðar ekki nógu góðar.

Innlent
Fréttamynd

Bregðast ekki við bíla­stæða­vanda við skíða­svæði í Reykja­vík

Formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir ekki til fjármagn til að bregðast við óþægindum sem íbúar í Dalhúsum í Grafarvogi verða fyrir vegna mikillar aðsóknar að skíðasvæðinu í Húsahverfi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma að tillaga þeirra um úrbætur á svæðinu hafi verið felld á fundi ráðsins. 

Innlent
Fréttamynd

Svona stór er nýja moskító­flugan í saman­burði

Moskítóflugur fundust á sveitabæ í Ölfusi á þriðjudag en þetta er önnur tegund en sú sem fannst í Kjós í síðasta mánuði. Skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun telur líklegt að þetta sé tegund sem nærist aðallega á fuglum og geti leitað skjóls yfir veturinn og farið af stað þegar hlýna tekur.

Innlent
Fréttamynd

Sak­felldur fyrir morð og refsing þyngd veru­lega

Þorsteinn Hermann Þorbjörnsson hefur verið sakfelldur í Landsrétti fyrir að svipta sambýliskonu sína lífi á heimili þeirra í Naustahverfi á Akureyri í apríl í fyrra og dæmdur í sextán ára fangelsi. Í Héraðsdómi Norðurlands eystra var hann ekki dæmdur fyrir manndráp heldur ofbeldi í nánu sambandi sem leiddi til dauða og aðeins dæmdur til tólf ára fangelsisvistar. Sá dómur var harðlega gagnrýndur.

Innlent
Fréttamynd

Kol­röng skila­boð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum

Diljá Mist Einarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd Alþingis, hefur óskað eftir því að utanríkisráðherra komi á fund nefndarinnar sem fyrst til að ræða tillögu framkvæmdastjórnar ESB um verndarráðstafanir vegna járnblendis en hvorki Íslandi né Noregi verður hlíft við ráðstöfunum samkvæmt tillögunni.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar fara með kjara­deilu fyrir Félags­dóm

Félagar í Kennarasambandi Íslands hafa ekki fengið launahækkun samkvæmt ákvæði um launatöfluauka í kjarasamningi sem undirritaður var í nóvember í fyrra. Formaður Kennarasambandsins telur að kennarar eigi fullan rétt á hækkuninni og segir deiluna snúast um orðaleiki, en málinu hefur verið vísað til Félagsdóms.

Innlent
Fréttamynd

Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð

Dýrahjálp Íslands fagnar lagabreytingu sem gerir gæludýraeigendum kleift að flytja með dýr sín í fjölbýli án þess að þurfa samþykki nágranna sinna í húsinu. Því fylgi oft mikil sorg þegar fólk flytur á milli staða og þarf að skilja dýrin eftir.

Innlent
Fréttamynd

Um­deildur skóla­stjóri í leyfi á meðan út­tekt er gerð

Dagný Kristinsdóttir, skólastjóri Víðistaðaskóla í Hafnarfirði, hefur verið send í leyfi á meðan farið verður í úttekt á stjórnunarháttum í skólanum. Tæp þrjú ár eru síðan hún lét af störfum sem skólastjóri Hvassaleitisskóla eftir að fjölmargir kennarar og starfsmenn skólans undirrituðu yfirlýsingu, þar sem þeir lýstu yfir vantrausti á hendur henni.

Innlent
Fréttamynd

Bera á­byrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn

Gámaflutningar ehf. hafa verið sýknaðir af kröfum Landslagna ehf., sem lentu í því í fyrra að gámur í eigu félagsins var fluttur án heimildar á Hólmsheiði, þar sem hann fannst tómur. Gámaflutningar voru taldir ábyrgir fyrir þjófnaðinum en Landslagnir voru ekki taldar hafa fært sönnur á tjón sitt.

Innlent
Fréttamynd

Hafi kallað drenginn „grenju­skjóðu“

Umboðsmaður barna segir stöðuna í meðferðarkerfinu vera grafalvarlega og ítrekar að gæta skuli varúðar þegar valdi er beitt. Starfsmaður Stuðla er með stöðu sakbornings vegna meintrar árásar innan meðferðarheimilisins. 

Innlent