Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fundað um af­markaðan þátt kjara­deilunnar

Framhaldsskólakennarar og ríkið hittast hjá ríkissáttasemjara í dag. Rætt verður um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar. Þá er fundur með samninganefnd grunnskóla-, leikskóla- og tónlistarkennurum á dagskrá eftir hádegi. 

Innlent
Fréttamynd

Sak­sóknari hefði þurft að geta í eyðurnar

Það er mat Landsréttar að það hefði verið hætt við því að Héraðssaksóknari þyrfti að geta í eyðurnar og setja fram tilgátur hefði hann lagt fram nákvæmari ákæru í Kiðjabergsmálinu svokallaða. Landsréttur vísaði málinu aftur í hérað.

Innlent
Fréttamynd

„Við vitum að þessu er stjórnað af Ás­laugu Örnu“

Sjálfstæðismaður til áratuga lýsir hallarbyltingu á hverfisfundi í Fossvogi í gær. Barist er um sæti á landsfundi Sjálfstæðisflokksins á hverjum slíkum fundi og komast færri að en vilja nú þegar baráttan magnast um nýjan formann. Stuðningsmaður Áslaugar Örnu og borgarfulltrúi segir ekkert nýtt að smalað sé á slíka fundi.

Innlent
Fréttamynd

Húsbrot, þjófnaðir og slags­mál

Þrír voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt í tengslum við húsbrot, í tveimur aðskildum málum. Þá var tilkynnt um innbrot í heimahús og er það mál í rannsókn. 

Innlent
Fréttamynd

Vill auka eftir­lit með þungaflutningum

Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vill auka eftirlit með þungaflutningum. Hann ræddi ástand vega í Reykjavík síðdegis í gær en fjallað hefur verið um málið, og sérstaklega holur í vegum, í þættinum síðustu daga.

Innlent
Fréttamynd

Lík­legast að gos hefjist í seinni hluta febrúar

Gos gæti hafist hvenær sem er á Reykjanesi þar sem kvikumagnið undir Svartsengi er komið upp í það sem þarf til að koma af stað kvikuhlaupi. Benedikt G. Ófeigsson segir erfitt að þrengja tímarammann en líklegast sé að gosið komið upp í kringum seinni hluta febrúar eða byrjun mars.

Innlent
Fréttamynd

Svekktar og reiðar yfir við­brögðum veitingamannsins

Ásta Þórdís Skjalddal, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er svekkt og reið yfir viðbrögðum veitingamannsins, Árna Bergþórs Hafdal Bjarnasonar, eiganda Veisluþjónustu Suðurlands, sem sá um veitinga á þorrablótum í Ölfusi og Borg í Grímsnesi. 

Innlent
Fréttamynd

Segist draga andann vegna stað­setningar flug­vallarins

Björn Sigurður Jónsson sauðfjárbóndi hefur þrisvar sinnum á síðustu sjö árum þurft að fara í sjúkraflug og segir það alveg á hreinu að hann væri ekki lengur á lífi væri Reykjavíkurflugvöllur lengra frá spítalanum. Björn liggur inni á Landspítalanum eins og stendur vegna veikinda eftir að hafa verið flogið í skyndi til Svíþjóðar í bráðaaðgerð fyrr á árinu. Björn skrifaði færslu á Facebook-síðu sína í gær um málið sem hefur vakið mikla athygli. 

Innlent
Fréttamynd

Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum

Flugmenn hafa mátt takast á við krefjandi hliðarvindslendingar á Reykjavíkurflugvelli í dag. Flugrekstrarstjóri Norlandair segir þetta sorglegt og hefur flugfélagið sótt um undanþágu fyrir sjúkraflug til lendinga á lokuðu flugbrautinni.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar funda með sátta­semjara á morgun

Samninganefnd Kennarasambands Íslands fundar hjá ríkissáttasemjara á morgun. Samninganefnd sveitarfélaga hefur ekki verið boðuð á sama fund. Formaður samningsnefndar sveitarfélaga segir enn eigi eftir að semja um nokkur atriði en vonar að samningar náist. 

Innlent
Fréttamynd

Orð­ræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum

Magnea Gná Jóhannsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóra, ekki hafa tekið ákvörðun um að slíta meirihlutanum einn síns liðs síðastliðið föstudagskvöld heldur hafi hann tilkynnt um ákvörðun sem allir borgarfulltrúar flokksins hafi stutt og að einhugur hafi ríkt um að málefnin yrðu að ráða för.

Innlent
Fréttamynd

„Kryddpíur“ með gæsa­húð, krefjandi lending og hraðstefnumót

Oddvitar fimm félagshyggjuflokka í Reykjavík ákváðu eftir fundahöld í dag að ganga til formlegra viðræðna um meirihlutamyndun. Tveir oddvitar hins fallna meirihluta segja hina þrjá flokkana ekki vera að ganga inn í gamalt samstarf heldur nýtt. Við ræðum kryddpíurnar svokölluðu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá heyrum við einnig í borgarfulltrúa Framsóknar sem gagnrýnir ummæli þeirra fyrrnefndu um tiltekt eftir vesen karlanna í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Fróm fyrir­heit í jóm­frúarræðu­hlað­borði

Ekki er víst að annar eins her þingmanna hafi flutt sínar jómfrúarræður og gerðist nú síðdegis á Alþingi Íslendinga. Ræðurnar voru flestar fluttar af nokkru öryggi og í máli sumra hinna nýju þingmanna mátti greina fróm fyrirheit; þeir ætla að vinna landi og þjóð gagn með störfum sínum.

Innlent