Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Fylgi Flokks fólksins er ekki áhyggjuefni að mati þingmanns flokksins sem telur ekki víst að kjósendur flokksins svari skoðanakönnunum í gegnum vefinn. Hún segist stolt af verkum flokksins og minnir á að stutt er liðið á kjörtímabilið. Innlent 22.1.2026 07:01
Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók einstakling í verslunarmiðstöð í Kópavogi í gær, eftir að tilkynnt var um að hann væri til vandræða. Reyndist viðkomandi verulega ölvaður og árásargjarn og var því vistaður í fangageymslu. Innlent 22.1.2026 06:32
Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð „Þeir hafa aldrei beðist afsökunar með neinum sérstökum formlegum hætti og breskir embættismenn og stjórnmálamenn segja það fullum fetum í mín eyru að þetta hafi verið efnahagsleg hernaðaraðgerð sem breska ríkið beitti Ísland.“ Innlent 21.1.2026 23:16
Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Karlmaður hefur verið dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi kærustu sinni. Hann gekkst við því að hafa birt nektarmyndir af henni á netinu eftir að hótað að gera það. Hann bar fyrir sig að hann hefði ýmist tekið myndirnar eða hún sent honum þær og því hefði hann mátt birta þær opinberlega. Dómari féllst ekki á þann málatilbúnað en sýknaði manninn hins vegar af broti í nánu sambandi, þar sem samband þeirra var ekki talið slíkt. Innlent 21.1.2026 17:10
Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Lykilstjórnendur hjá Vélfagi hafa unnið að því að halda starfsemi gangandi í nýju félagi með því að kaupa búnað þess ódýrt. Þá hafa þeir fjarlægt tölvur úr húsnæði fyrirtækisins sem innihalda teikningar af vélum. Nokkrir starfs- og stjórnarmenn Vélfags voru handteknir í aðgerðum saksóknara í dag. Innlent 21.1.2026 15:45
Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út í gær til að kanna aðstæður í fjörunni við Illdranga í Ísafjarðardjúpi en þar hafði dauðan búrhval rekið á land. Innlent 21.1.2026 15:42
Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Meirihlutinnn í borgarstjórn hefur ákveðið að veita um 2,4 milljörðum til Félagsbústaða á næstu fimm árum. Borgarstjóra er falið að hafa milligöngu um málið. Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins segir tillöguna hafa verið þvingaða fram. Ákveðið hafi verið að hunsa nýja skýrslu starfshóps í málinu. Innlent 21.1.2026 14:35
Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Mannanafnanefnd kom saman á fundi í gær og samþykkti sex ný nöfn á mannanafnaskrá. Þeirra á meðal eru karlmannsnafnið Friðálv og millinafnið Gletting. Innlent 21.1.2026 14:29
Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Síðastliðið mánudagskvöld var tilkynnt um innbrot á Akureyri. Skotvopnaskápur hafði verið brotinn upp í læstri geymslu í sameign og sex skotvopnum stolið þaðan. Innlent 21.1.2026 14:10
Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Fulltrúar fjárlaganefndar Alþingis eru staddir í París þar sem þeir heimsækja í vikunni nokkrar stofnanir til að kynna sér verklag við fjárlagagerð innan OECD og verkefni fjárlaganefndar Frakklands. Formaður nefndarinnar segir ferðina hafa verið mjög gagnlega til þessa. Aðeins einn fulltrúi stjórnarandstöðunnar er með í för en um tíma var útlit fyrir að enginn fulltrúi stjórnarandstöðunnar færi með. Innlent 21.1.2026 14:04
Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt tvo karlmenn í tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla samtals um 29 kílóum af marijúana til landsins. Þeir komu til landsins með flugi frá Toronto í Kanada í byrjun desember síðastliðnum. Innlent 21.1.2026 13:24
Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Brúnni yfir Helluvatn verður lokað fyrir akandi umferð frá og með deginum í dag vegna nauðsynlegs viðhalds. Áætlað er að framkvæmdir standi í fimm vikur. Innlent 21.1.2026 13:05
Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Héraðssaksóknari gerði húsleit í höfuðstöðvum Vélfags á Akureyri í morgun og var Alfreð Tulinius, stjórnarformaður félagsins, handtekinn í tengslum við þær. Vélfag sætir viðskiptaþvingunum vegna tengsla eiganda fyrirtækisins við rússneska skuggaflotann. Innlent 21.1.2026 12:31
„Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn mælist nú með rúmlega 22 prósenta fylgi, aðeins fimm prósentum minna en Samfylking og mun meira en næstu flokkar á eftir. Varaformaðurinn segir að hann finni fyrir ákalli um breytt stjórnmál og að mikilvægt sé að Miðflokksmenn haldi áfram að tala skýrt um þau. Innlent 21.1.2026 12:27
Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Miðflokkurinn mælist með 22,2 prósent í nýrri könnun Maskínu og eykst fylgið um þrjú prósent milli mánaða. Samfylkingin mælist með 27 prósent og því munar einungis tæpum fimm prósentustigum á flokkunum. Viðreisn mælist stærri en Sjálfstæðisflokkurinn. Innlent 21.1.2026 12:01
Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Borgarstjórn samþykkti í gær tillögu meirihlutans sem meðal annars felur í sér um 2,4 milljarða króna eiginfjárframlag til Félagsbústaða á næstu fimm árum. Tillagan var afgreidd í borgarstjórn, þrátt fyrir að skýrsla um stöðu Félagsbústaða hafi ekki verið gerð opinber, en í skýrslunni eru meðal annars settar fram tillögur um fjárhagslega endurskipulagningu stofnunarinnar. Oddviti Framsóknarflokksins telur augljóst að útspilið sé liður í prófkjörsbaráttu borgarstjóra. Borgarstjóri segir hins vegar að nýta þurfi tímann til að ráðast strax í aðgerðir hvað lýtur að félagslegu húsnæði, en tekur undir að það „hefði verið betra“ ef skýrslan hefði verið tilbúin. Innlent 21.1.2026 11:56
Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að nauðga konu á að morgni nýársdags árið 2024. Innlent 21.1.2026 11:54
Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Í hádegisfréttum fjöllum við um glænýja könnun frá Maskínu um fylgi flokka á landsvísu. Í henni er að finna áhugaverð tíðindi og við fáum viðbrögð við þeim tíðindum í hádegisfréttum okkar klukkan tólf. Innlent 21.1.2026 11:29
Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Atvinnuleysi mældist 4,2 prósent í desember og voru þá um 9.800 manns á aldrinum 16 til 74 ára án atvinnu. Þegar leiðrétt hafði verið verið árstíðarbundnum sveiflum dróst atvinnuleysi saman um 2,7 prósentustig á milli mánaða. Innlent 21.1.2026 10:12
Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Sex starfsmönnum mennta- og barnamálaráðuneytisins hefur verið sagt upp störfum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir að ráðherra hafi innleitt nýtt skipurit og verklag í kjölfar mats á hlutverki og verkefnum ráðuneytisins. Markmið breytinganna sé að styrkja faglega stjórnsýslu, skýra ábyrgð og umboð, bæta ákvarðanatöku og tryggja að ráðuneytið sé enn betur í stakk búið til að sinna lögbundnu hlutverki sínu. Innlent 21.1.2026 09:32
Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi þingmaður, ráðherra og varaformaður Viðreisnar, og forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins ehf. sækist eftir embætti formanns Samtaka iðnaðarins. Þá segist hann hafa sagt skilið við Viðreisn og lýsir óánægju með ríkisstjórnarsamstarf flokksins með Flokki fólksins. Innlent 21.1.2026 08:31
Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi eða nótt um vinnuslys þar sem maður hafði „misst vinstri höndina inn í vals“ og slasast á þremur fingrum. Var hann fluttur á bráðamóttöku. Innlent 21.1.2026 06:22
Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Fyrsti frambjóðandinn til að tilkynna framboð til formanns Framsóknar steig fram í dag. Tveir til viðbótar liggja undir feldi en flokkurinn velur sér nýjan formann á flokksþingi í febrúar. Stjórnmálafræðingur segir um tímamótaákvörðun að ræða enda hafi flokkurinn aldrei verið í erfiðari stöðu. Innlent 20.1.2026 23:30
Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Fjármálaráðherra segir ríkisvaldið aldrei hafa kynnt eins mörg fjárfestingarverkefni og í ár. Stærstu útboð ársins verða hjá Landsvirkjun en mestu framkvæmdirnar hjá Vegagerðinni. Innlent 20.1.2026 22:44