Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Grindavík ætla í skaðabótamál við ríkið. Eigandi gistihúss segir nýjustu lokanir í bænum þar sem gestum var meinaður aðgangur í tvo sólarhringa eftir eldgos hafa verið dropinn sem fyllti mælinn. Innlent 18.7.2025 22:32
Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Tilraunaverkefni hjá ÍR býður börnum með skerta hreyfigetu upp á tækifæri til að prófa ýmsa leiki sem þau hafa kannski aldrei tekið þátt í. Verkefnastjóri segir of fá úrræði fyrir börn með hreyfihömlun á sumrin sem sitji of oft á hakanum á meðan önnur börn sækja námskeiði. Innlent 18.7.2025 22:31
Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Grátrana sást að spóka sig í Gunnarsholti í dag. Grátrana er sjaldgæfur flækingsfugl á Íslandi og sérstaklega á Suðurlandi. Innlent 18.7.2025 20:05
Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Meðferð glerflaskna verður stranglega bönnuð á Þjóðhátíð í Herjólfsdal í ár. Innlent 18.7.2025 17:41
Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að flytja rétt rúm tvö kíló af fíkniefnum til landsins. Efnið sem maðurinn flutti hingað til lands heitir kratom. Innlent 18.7.2025 17:09
Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Tvö skotvopn voru haldlögð í aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þegar skoti var hleypt af á hótelinu Svarta Perlan við Tryggvagötu í miðbæ Reykjavíkur. Hluti þeirra fimm sem voru handteknir voru að skemmta sér á útihátíð á Selfossi. Innlent 18.7.2025 15:56
Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Hrefna Hrund Eronsdóttir frétti af andláti föður síns þegar hún las um það í dánartilkynningum Morgunblaðsins í gær. Þá hafði faðir hennar þegar verið jarðsunginn. Hvorki hún né fimm systkini Hrefnu fengu því tækifæri til að kveðja hann. Innlent 18.7.2025 15:09
Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Karlmaður hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi vegna ofsaaksturs þar sem hann var sagður hafa stofnað lífi vegfarenda og lögreglumanna sem reyndu að stöðva hann í hættu. Innlent 18.7.2025 13:50
Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Settur lögreglustjóri á Suðurnesjum segist ekki hafa látið undan þrýstingi þegar hún ákvað að opna Grindavík almenningi á ný heldur hafi ákvörðunin alfarið byggt á áhættumati af svæðinu. Innlent 18.7.2025 13:39
Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Prófessor emeritus í stjórnamálafræði segir það að sumu leyti óheppilegt hve skarðan hluta Flokkur fólksins bar frá borði á síðasta löggjafarþingi. Sum af stærstu kosningaloforðum flokksins urðu ekki að lögum og þurfa því að bíða fram á haust. Fordæmalaust málþóf hafi þó sett strik í reikninginn. Innlent 18.7.2025 12:57
Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ „Nágrannavarsla er albesta vörnin,“ segir Heimir Ríkarðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn um góð ráð sem fólk getur gripið til þegar farið er að heiman í lengri tíma. Innlent 18.7.2025 12:39
Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að stuðningsfólk ríkisstjórnarflokkanna þriggja bitra og eiga í vandræðum með sjálfsmynd sína. Þeir telji sig ekki metna að verðleikum. Tilefni pistilsins er nýleg samþykkt Alþingis á hækkun veiðigjalda sem Jón Pétur telur kolvitlausa ákvörðun. Innlent 18.7.2025 12:04
Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Gasmengunar frá eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina hefur orðið viðvart víða um land. Kjöraðstæður eru fyrir gosmóðu og því varar Veðurstofan við útiveru í lengri tíma og áreynslu utandyra þar sem gasmengun mælist. Innlent 18.7.2025 11:57
Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Í hádegisfréttum verðum við í Grindavík þar sem rætt verður við settan lögreglustjóra á Suðurnesjum sem ákvað í gærkvöldi að opna yfir aðgang að bænum fyrir almenning. Innlent 18.7.2025 11:37
Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Guðrún Halldóra Antonsdóttir varð vitni að bíræfnu ráni í Krónunni á Bíldshöfða í vikunni, þar sem þremenningar léku á starfsmenn og yfirgáfu verslunina með körfur fulla af vörum. Innlent 18.7.2025 11:11
Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Karlmaður hefur verið ákærður fyrir fjölmörg brot sem beindust gegn eiginkonu hans, fimm börnum þeirra og líka gegn konu sem leigði hjá honum íbúð. Maðurinn flutti hingað til lands árið 2022 en fjölskyldan tveimur árum síðar. Meint brot mannsins eru bæði sögð hafa verið framin fyrir og eftir að þau fluttu til Íslands. Innlent 18.7.2025 08:01
Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Nóttin var fremur róleg og tíðindalítil á gosstöðvunum við Sundhnúksgíg að sögn Bjarka Kaldalóns Friis náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Það gýs enn, en dregur hægt og rólega úr. Innlent 18.7.2025 06:48
„Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ „Þá eru öll sund lokuð. Við verðum þá að una við það. Það er náttúrulega mjög svekkjandi að ná ekki að framlengja veiðarnar. Þetta eru um 800 bátar sem eru að stunda þær og bara mjög fjölmennur vinnustaður og allt í kring. “ Innlent 17.7.2025 23:03
Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins segir heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, meðvitaða pólitíska yfirlýsingu. Um sé að ræða grundvallarstefnubreytingu hvað samband Íslands og Evrópusambandsins varðar. Innlent 17.7.2025 21:34
Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Gervioxycontin, sem samsett er úr sex mismunandi lyfjum, hefur greinst hér á landi en það hefur hvergi fundist annars staðar í heiminum. Mikið magn lyfsins er í dreifingu og aukaverkanirnar geta verið grafalvarlegar. Innlent 17.7.2025 21:00
Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Opnað hefur verið fyrir umferð almennings um Grindavík. Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum og brýnir til fólks að nýjar gossprungur geti opnast með litlum fyrirvara og að skyndileg framhlaup geti orðið. Innlent 17.7.2025 20:44
Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Það hefur verið meira en nóg að gera hjá heimamönnum í Hrísey við að taka á móti ferðamönnum í eyjuna í sumar en Hríseyjarferjan Sævar siglir margar ferðir á dag á milli Árskógstrandar og Hríseyjar. Innlent 17.7.2025 20:05
Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Tilkynnt var um þjófnað í fjórum verslunum á höfuðbogarsvæðinu í dag. Einni í miðborginni, tveimur í Kópavogi og einni í Breiðholti. Innlent 17.7.2025 19:52
Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tilkynntu á blaðamannafundi í dag að viðræður um tvíhliða varnar- og öryggissamning á milli Íslands og Evrópusambandsins hæfust á næstu dögum. Innlent 17.7.2025 18:47