Innlent

Fréttamynd

Gengst nú við skila­boðunum um­deildu

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og oddvitaefni Samfylkingarinnar í Reykjavík, gengst við því að hafa sent skilaboð á kjósanda þar sem hún sagði mótframbjóðanda sinn frægan karl með enga reynslu. Hún biður Pétur Marteinsson afsökunar en fyrr í dag sagðist hún ekki muna eftir því að hafa sent umrædda orðsendingu. 

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Um 900 manns nú með lög­heimili í Grinda­vík

Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir íbúa horfa björtum augum til framtíðar enda sé nóg að gera í kringum höfnina og þá séu ný fyrirtæki að opna í bæjarfélaginu. Um 900 manns eru með lögheimili í Grindavík í dag en ekki nema um 400 manns, sem eru með fasta búsetu þar.

Innlent
Fréttamynd

Segist ekki muna eftir að hafa sent skila­boðin

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og frambjóðandi í oddvitaslag Samfylkingarinnar í Reykjavík, segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboð þar sem hún hafi hvatt ótilgreinda manneskju til að skrá sig í Samfylkinguna til að taka þátt í prófkjöri flokksins. Í umræddum skilaboðum er vísað til Péturs Marteinssonar, mótframbjóðanda hennar, sem frægs karls með enga reynslu.

Innlent
Fréttamynd

„Ein­hver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“

Formaður Eflingar sendir forstöðumanni miðlunarsviðs hjá Samtökum Atvinnulífsins væna pillu vegna ummæla hans um að leikir íslenska handboltalandsliðsins geti nýst á vinnustöðum til að þjappa fólki saman. Sólveig segir verkafólk ekki getað hliðrað vinnu sinni, það fái enga uppsagnarvernd og þurfi að skila vottorði.

Innlent
Fréttamynd

Endur­tekin og al­var­leg mál valda á­hyggjum

Fleiri alvarleg heimilisofbeldismál rötuðu á borð lögreglunnar á síðasta ári miðað við árin áður. Verkefnastjóri afbrotavarna hjá ríkislögreglustjóra segir málum hafa fjölgað þar sem börn verða fyrir ofbeldi af hendi foreldra en aukin áhersla sé lögð á að stíga inn í slík mál.

Innlent
Fréttamynd

Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“

Gríðarleg harka er að færast í prófkjörsbaráttuna í Samfylkingunni og kannski ekki seinna vænna. Þrjú þúsund manns hafa skráð sig í flokkinn en lokað var fyrir skráningar á miðnætti. Meint skilaboð frá Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra, þar sem hún fer fram á stuðning gegn frægum karli, eru í umferð. Heiða kannast ekki við að hafa sent slík skilaboð.

Innlent
Fréttamynd

Svona var Pall­borðið með Heiðu Björgu og Pétri

Klukkan 13 mætast Heiða Björg Hilmisdóttir og Pétur Marteinsson, sem bæði sækjast eftir oddvitasæti Samfylkingarinnar í borginni, í Pallborðinu á Vísi. Þetta er í síðasta sinn sem oddvitaframbjóðendurnir mætast fyrir prófkjörið sem fer fram á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Játaði meira og meira eftir því sem á leið

Framburður manns sem ákærður er fyrir kynferðisbrot gegn barni sem hann mun hafa framið meðan hann starfaði á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík þótti að mati lögreglu samræmast frásögn barnsins af meintum brotum hans. Maðurinn játaði í skýrslutökum hjá lögreglu að hafa brotið tvívegis á barninu.

Innlent
Fréttamynd

Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu

Húseigandi á höfuðborgarsvæðinu setti sig í samband við lögreglu í gærkvöldi eða nótt og tilkynnti um að brotist hefði verið inn hjá sér. Lögregla fór strax á staðinn, enda aðstæður þannig að húsráðandi hafði fundið innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er svo­lítið ó­venju­legt, ég er ekki á þingi“

Lilja Alfreðsdóttir, sem býður sig fram til formanns Framsóknarflokksins, telur að það gæti verið styrkur fyrir flokkinn að hafa formanninn utan þings. Hún segist vera fullveldissinni, er á móti aðild að Evrópusambandinu og vill herða flóttamannalöggjöfina á Íslandi. Þá vill hún einnig ná betri tökum á efnahagsmálum. Fyrst og fremst langar hana að byggja flokkinn upp.

Innlent
Fréttamynd

Lands­leikir á vinnu­tíma fela í sér tæki­færi

Þrír af fjórum leikjum strákanna okkar í milliriðli Evrópumótsins verða leiknir á miðjum vinnudegi flestra landsmanna. Forstöðumaður hjá SA hefur þó ekki áhyggjur af því að togstreita skapist á vinnustöðum og segir leikina tækifæri til að styrkja liðsheild fyrirtækja.

Innlent
Fréttamynd

Kom ekki á teppið

Bandarísk yfirvöld hafa ekki brugðist við ákúrum utanríkisráðherra eftir að sendiherraefni þeirra gantaðist með að Bandaríkin gætu tekið yfir Ísland og gert hann að ríkisstjóra landsins.

Innlent
Fréttamynd

Lilja sækist eftir því að leiða Fram­sókn

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi menningar- og viðskiptaráðherra, ætlar að gefa kost á sér í formannssæti flokksins. Þetta tilkynnti hún á félagsfundi Framsóknarfélags Reykjavíkur sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Willum fer ekki fram og styður Lilju

Willum Þór Þórsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og núverandi forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), ætlar ekki að gefa kost á sér í formannssæti Framsóknarflokksins. Þess í stað styður hann Lilju Dögg Alfreðsdóttur varaformann.

Innlent
Fréttamynd

For­eldrarnir vissu ekki af kyn­ferði­sof­beldinu

Foreldrar sex ára gamallar stúlku höfðu enga vitneskju um að brotið hefði verið kynferðislega gegn henni fyrr en lögregla hafði samband. Karlmaður sem er ákærður fyrir brotið dreifði ljósmyndum á netinu sem komu lögreglu á snoðir um málið. Alþjóðlegt samstarf skipti sköpum.

Innlent
Fréttamynd

Magnea vill hækka sig um sæti

Magnea Gná Jóhannsdóttir borgarfulltrúi gefur kost á sér í annað sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í maí.

Innlent
Fréttamynd

Vissu ekki af kyn­ferðis­brotinu fyrr en lög­reglan hafði sam­band

Maður sem er grunaður um að hafa nauðgað sex ára stúlku sætir enn gæsluvarðhaldi en foreldrar barnsins höfðu enga vitneskju um kynferðisbrotið þegar að lögregla hafði samband. Ljósmyndir af athæfinu fundust af lögreglufulltrúum í Evrópu og hófst rannsókn hér á landi í gegnum alþjóðlegt samstarf. 

Innlent