Innlent

Fréttamynd

Sam­þykktu frið­lýsingu Grafar­vogs en til­laga um stækkun verndarsvæðis felld

Tillaga um friðlýsingu Grafarvogs var samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær og henni vísað til borgarráðs. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vildu friðlýsa stærra svæði umhverfis voginn en þeirri tillögu hafnaði meirihlutinn. Borgarfulltrúar allra flokka styðja friðlýsinguna þótt Sjálfstæðismenn hafi viljað ganga lengra en fulltrúi Framsóknarflokksins sat hjá þegar tillaga Sjálfstæðismanna var felld.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Manna þurfi átta stöðu­gildi til að halda ó­breyttri starf­semi

Manna þarf átta stöðugildi til að hægt sé að halda endurhæfingarstarfsemi á Kristnesspítala óbreyttri. Starfsfólkið segir lokunina varða hagsmuni almennings og biðla til stjórnvalda að stíga inn í. Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segist eiga í samtali við starfsfólkið um mögulegar lausnir.

Innlent
Fréttamynd

Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins

Jóhann Hjalti Þorsteinsson, varamaður í sveitastjórn Múlaþings og íbúi á Egilsstöðum, segir tíma til kominn að hætta að velta lokunardögum á Fjarðarheiði fyrir sér. Banaslys á heiðinni í gær hafi orðið á degi þar sem heiðin var opin.

Innlent
Fréttamynd

Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari

Verkaskipting sambúðarfólks er ansi hefðbundin litið til kynhlutverka samkvæmt nýrri skýrslu. Hins vegar er talsverður munur á hlutfalli kvenna og karla sem telja að verkefnum heimilisins sé skipt jafnt á milli þeirra og maka, á þann hátt að karlar telji sig taka meiri þátt í verkefnum kvennanna. 

Innlent
Fréttamynd

Guð­mundur Ingi á sjúkra­húsi

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu embættisfærslur mennta- og barnamálaráðherra við upphaf þingfundar í morgun og lýstu áhyggjum af því hvernig hann hafi beitt sér í máli skólameistara Borgarholtsskóla. Forseti þingsins benti á að málið varði ekki störf þingsins eða fundarstjórn forseta en upplýsti að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, væri á sjúkrahúsi og geti sökum þessa ekki verið viðstaddur umræður á Alþingi. Hann er ekki sagður alvarlega veikur.

Innlent
Fréttamynd

Koma Ár­sæli til varnar og telja ráð­herra refsa honum fyrir skoðanir sínar

Fulltrúar úr fráfarandi skólanefnd Borgarholtskóla skora á mennta- og barnamálaráðherra að falla frá ákvörðun sinni um að framlengja ekki skipunartíma Ársæls Guðmundssonar skólameistara skólans. Fulltrúar sem setið hafa í skólanefndinni telja ákvörðun ráðherra órökstudda og án aðdraganda auk þess sem þau gruni að með ákvörðun sinni sé ráðherra að refsa Ársæli fyrir gagnrýni sem hann hafi haldið á lofti um áform stjórnvalda um málefni framhaldsskóla.

Innlent
Fréttamynd

Ekki á leið í fram­boð í borginni og hugsi yfir „óska­lista“ ríkis­stjórnarinnar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera að hugleiða framboð í komandi borgarstjórnarkosningum. Hann er sem stendur með hugann við störf sín í landsmálapólitíkinni, meðal annars við samgönguáætlun sem kynnt var í gær. Hann segir áætlunina í raun vera „óskalista“ núverandi ríkistjórnar um hvað sú næsta eigi að gera í samgöngumálum.

Innlent
Fréttamynd

Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingar­or­lofi

Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að því að Reykjavíkurborg braut ekki jafnréttislög með því að segja upp matráði við leikskóla í september 2023 á meðan hún var í fæðingarorlofi. Ákveðið var að útvista mötuneytisþjónustu til einkaaðila. Tvö stöðugildi voru lögð niður við breytingarnar en annar starfsmaðurinn var færður til í starfi. Konan vildi ekki þiggja annað starf hjá leikskólanum við breytingarnar eða hjá fyrirtækinu sem tók við mötuneytinu. 

Innlent
Fréttamynd

Óttast að fram­tíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi

Íbúar við Holtsgötu í vesturbæ Reykjavíkur hafa miklar áhyggjur af fyrirhuguðu niðurrifi tveggja húsa til að byggja stærri fjölbýlishús á reitnum. Framtíð hverfisins sé í húfi. Eigandi húss sem stendur til að rífa segir það mjög illa farið. Borgarfulltrúi blæs á gagnrýni að arkitekt sitji beggja vegna borðsins.

Innlent
Fréttamynd

Tólf ára börn í á­fengis- og vímefnavanda

Fjórtán tólf ára gömul börn hafa leitað til Foreldrahúss vegna áfengis- eða vímuefnavanda á þessu ári. Aldrei áður hafa jafn ung börn leitað þangað og segir framkvæmdastjórinn þetta til marks um vaxandi vanda.

Innlent
Fréttamynd

Földu stór­fellt magn fíkni­efna í alls konar leyni­hólfum

Fjórir erlendir ríkisborgarar hafa verið handteknir vegna stórfellds fíkniefnainnflutnings í tveimur aðskildum málum í tengslum við komu Norrænu til Seyðisfjarðar. Það tók tollgæslu marga klukkutíma að finna efnin sem voru kyrfilega falin í bílum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að samfélagið verði að staldra við og spyrja sig af hverju eftirspurnin eftir fíkniefnum sé svona mikil.

Innlent
Fréttamynd

Hættir sem rit­stjóri Kastljóss

Baldvin Þór Bergsson hefur sagt upp störfum sem ritstjóri Kastljóss og hyggst einbeita sér að störfum sínum sem varafréttastjóri og ritstjóri fréttatengdra þátta hjá Ríkisútvarpinu. 

Innlent
Fréttamynd

Yngri börn með vímu­efna­vanda og „þöggun“ skóla­meistara

Fjórtán tólf ára gömul börn og foreldrar þeirra hafa leitað í Foreldrahús vegna áfengis- eða vímuefnavanda á þessu ári. Aldrei hafa jafn ung börn leitað þangað áður og segir framkvæmdastjórinn þetta til marks um vaxandi vanda. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum á Sýn.

Innlent
Fréttamynd

Sneypu­för í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir

Máli Héraðssaksóknara á hendur þremur mönnum, sem grunaðir voru um að hafa kveikt í Teslu-bifreið lögreglumanns, hefur verið vísað frá dómi. Ákært var fyrir eignaspjöll en Héraðssaksóknari fer ekki með ákæruvald í slíkum málum nema með leyfi Ríkissaksóknara. Slíks leyfis var ekki aflað og því átti ákæran ekkert erindi fyrir dómi. Ellefu milljóna króna málskostnaður sakborninga fellur á ríkið vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert verður af áttafréttum

Ríkisútvarpið hefur fallið frá ákvörðuninni um að færa útsendingartíma sjónvarpsfrétta. Til stóð að sjöfréttir yrðu sendar út klukkan átta. Fréttastjóri segir boðaðar breytingar stjórnvalda á auglýsingasölu miðilsins hafi haft áhrif á ákvörðunina.

Innlent