Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Íbúar í Laugardal héldu íbúafund í gær þar sem rætt var um áratugalangt aðstöðuleysi íþróttafélagsins Ármanns. Einn íbúa og meðlimur í sérstökum aðgerðarhópi segir íbúa komna með nóg af fögrum fyrirheitum stjórnmálamanna. Ekki sé hægt að bíða lengur. Innlent 16.1.2026 16:00
Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Nokkuð tjón varð af völdum reyks og hita þegar eldur kviknaði í veitingastaðnum Svarta sauðnum í dag. Staðurinn var mannlaus þegar eldurinn kom upp. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Innlent 16.1.2026 15:53
Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Héraðsdómari taldi ekki sérstaka nauðsyn á því að Helgi Bjartur Þorvarðarson, sem ákærður er fyrir að nauðga tíu ára dreng í Hafnarfirði, yrði hnepptur í varðhald, þrátt fyrir að hann lægi undir sterkum grun. Hann er ákærður fyrir að nauðga drengnum með því að hafa við hann önnur kynferðismök en samræði og að reyna að hafa við hann samræði. Innlent 16.1.2026 15:14
Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um mál Guðbrands Einarssonar sem hefur sagt af sér þingmennsku vegna tilraunar sem hann gerði til þess að kaupa vændi. Innlent 16.1.2026 11:44
Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Sandra Sigurðardóttir varaþingmaður Viðreisnar sem nú tekur við þingsæti Guðbrands Einarssonar í Suðurkjördæmi segist vera í sjokki vegna málsins. Ákvörðunin hjá Guðbrandi um að segja af sér vegna tilraunar til vændiskaupa sé hinsvegar hárrétt og segist Sandra vera klár í slaginn á Alþingi. Innlent 16.1.2026 11:41
„Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Margrét Friðriksdóttir, sem sætir ákæru fyrir meiðyrði í garð Barböru Björnsdóttur héraðsdómara, segir Barböru hafa framið á henni réttarmorð, með því að sakfella hana fyrir hótunarbrot. Hún hafið reiðst vegna þess og því ritað færslu á Facebook, þar sem hún úthúðaði dómaranum. Hún kveðst hafa opnað orðabók í leit að mildasta orðinu til þess að lýsa Barböru. „Viðbjóðslegur dómur og lauslát mella gefur sinn dóm,“ sagði hún meðal annars. Innlent 16.1.2026 11:34
Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Tæplega tvöfalt fleiri stjórnendur fyrirtækja segjast nú nota gervigreind mikið við dagleg störf sín en fyrir ári. Fjórðungur þeirra notar gervigreindina mikið en aðeins rúmur fimmtungur segist ekki nýta sér hana. Innlent 16.1.2026 11:17
Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra og varaformaður Viðreisnar segist telja að viðbrögð Guðbrands Einarssonar sem sagði af sér þingmennsku vegna fréttar af tilraun hans til vændiskaupa hafi verið rétt og skynsamleg. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Innlent 16.1.2026 11:11
Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Akranesbær hefur gengið frá sölu á gamla Landsbankahúsinu á Akranesi sem stefnt er að því að fái nýtt hlutverk. Söluverðið er sjötíu milljónir en það er fyrirtækið Hraun fasteignafélag ehf. sem er kaupandi en ætlunin er að opna hótel og veitingastað í húsinu eftir að það hefur verið gert upp. Þó er lagt upp með að húsið haldi upprunalegum stíl og einkennum sínum eins og kostur er. Innlent 16.1.2026 10:17
Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Erla Björg Gunnarsdóttir hefur sagt upp störfum sem ritstjóri fréttastofu Sýnar en hún hefur gegnt stöðunni í hálft fimmta ár. Formleg starfslok hafa ekki farið fram en Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri mun taka við stjórnartaumunum á fréttastofunni frá og með deginum í dag. Innlent 16.1.2026 10:07
Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Alþingi hefur framlengt skilafrest vegna hugmyndasöfnunar sem efnt hefur verið til í tilefni af 1100 ára afmælis Alþingis árið 2030. Almenningi gefst þannig tækifæri í viku í viðbót, eða til föstudagsins 23. janúar næstkomandi, til að senda inn hugmyndir og tillögur að því hvernig megi fagna afmælinu eftir fjögur ár. Innlent 16.1.2026 08:54
Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Enn á eftir að ráða í 30,7 stöðugildi í grunnskólum í Reykjavík, 45,8 grunnstöðugildi í leikskólum og 16,9 stöðugildi í frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum í Reykjavík. Flest þeirra stöðugilda sem á eftir að ráða í tilheyra Austurmiðstöð í leik- og grunnskólum og frístundaheimilum. Innlent 16.1.2026 07:32
Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Á átta ára tímabili, frá 2018 til 2025, hafa fimm ráðuneyti og undirstofnanir þeirra samtals varið rúmum 350 milljónum í kostnað vegna starfslokasamninga. Innlent 16.1.2026 07:01
Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, hefur sagt af sér þingmennsku vegna tilraunar til að kaupa vændi árið 2012. Hann var yfirheyrður af lögreglu á sínum tíma en segist ekki hafa verið ákærður. Hann tók ákvörðun um afsögn þegar Vísir ætlaði að fjalla um málið. Hann segist hafa gert stór mistök sem hann harmi mjög. Innlent 16.1.2026 06:00
Andstæðan við lóðabrask Pétur Marteinsson sem vill leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavík segir að miklar tafir á uppbyggingaráformum hans og félaga í Nýja Skerjafirði hafi gert það að verkum að þeir hafi ákveðið að selja lóðina sem þeim var úthlutað á svæðinu. Innlent 15.1.2026 23:32
Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Stjórnendur Deloitte á Íslandi segjast líta ásakanir á hendur Þorsteini Pétri Guðjónssyni, forstjóra fyrirtækisins, alvarlegum augum og hefur stjórn félagsins skipað Signýju Magnúsdóttur forstjóra til bráðabirgða. Innlent 15.1.2026 23:27
Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Undirskriftasöfnun er hafin til stuðnings Billy Long, sendiherraefni Bandaríkjanna gagnvart Íslandi, en sá vakti hörð viðbrögð þegar hann gantaðist með að Ísland gæti orðið 52. ríki Bandaríkjanna á eftir Grænlandi. Innlent 15.1.2026 22:57
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Persónuvernd hefur verið bent á vinnubrögð rektors Háskólans á Bifröst sem virðist hafa notað gervigreind til að rökstyðja ásakanir um að starfsmenn hafi merkt sig ranglega sem meðhöfunda fræðigreina. Erlendir meðhöfundar greinanna eru sagðir hafa staðfest þátttöku fræðimannanna frá Bifröst. Innlent 15.1.2026 22:02
Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Stjórnarformaður félags um Vestmannaeyjagöng vonast til þess að hægt verði að aka í jarðgöngum til Eyja eftir tíu ár. Stefnt er á að rannsóknarboranir hefjist í vor. Félagið hefur boðað til kynningarfundar í Eyjum í kvöld um verkefnið. Innlent 15.1.2026 21:20
Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Samtök gegn kynbundnu ofbeldi segja alvarlegt að dómari hafi veitt ofbeldismanni skilorðsbundinn dóm fyrir brot gegn sambýliskonu og að ríkissaksóknari hafi kosið að áfrýja ekki. Maðurinn hefur nú verið ákærður fyrir að brjóta á stjúpdóttur sinni. Innlent 15.1.2026 20:30
Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Alls voru ellefu kynferðisbrot skráð hjá lögreglunni á Austurlandi á síðasta ári. Fjöldinn er heldur hærri en meðaltal frá 2015 þar sem skráð brot hafa að jafnaði verið átta talsins á ári hverju. Á sama tíma voru málin færri nú en árið 2024 þegar tólf kynferðisbrot voru skráð og 2022 þegar þau voru fjórtán talsins. Innlent 15.1.2026 19:53
Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Að óbreyttu verður rekstri Heilsuleikskólans Ársólar hætt í sumar eftir að Reykjavíkurborg sagði upp leigusamningi vegna húsnæðis sem hýst hefur starfsemi leikskólans við Völundarhús í Grafarvogi. Foreldrar barna á leikskólanum lýsa miklum áhyggjum og „algjöru áfalli“ enda hafi ríkt almenn ánægja með starfsemi leikskólans og ekki hlaupið að því að fá nýtt leikskólapláss. Pláss er fyrir 54 börn á aldrinum níu mánaða til þriggja ára á leikskólanum samkvæmt upplýsingum á heimasíðu skólans. Innlent 15.1.2026 19:02
Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Finnur Ricart Andrason býður sig fram í oddvitasæti Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hann vonast til að flokkurinn verði hluti af sameiginlegu framboði á vinstri vængnum. Innlent 15.1.2026 18:22
Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Viðbúnaður hefur verið aukinn á Grænlandi og rætt er um gjörbreyttar aðstæður í öryggis- og varnarmálum á norðurslóðum. Utanríkisráðherra fundaði í dag með fulltrúa bandaríska sendiráðsins hér á landi. Við ræðum við utanríkisráðherra í beinni í kvöldfréttum. Innlent 15.1.2026 18:03