Innlent

Fréttamynd

Vatnshæðin að­eins lækkað í Skaft­á

Hlaupið heldur áfram á svipuðum hraða í Skaftá. Náttúruvársérfræðingur segir vatnshæð um 180 sentímetra og að Veðurstofan eigi ekki von á því, eins og staðan er núna, að tjónið verði verulegt af hlaupinu. 

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Um­mæli Þórunnar dapur­leg

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins segir ummæli Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingkonu Samfylkingar og forseta þingsins, um stjórnarandstöðuna sorgleg og rýra hana trausti.

Innlent
Fréttamynd

Margt sem gildir enn í sam­starfi Ís­lands og Banda­ríkjanna

Samkvæmt nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna eiga Evrópa og Bandaríkin ekki lengur samleið í öryggismálum, segir sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Formaður utanríkismálanefndar segir Ísland í annarri stöðu en önnur Evrópulönd. Í þingsályktunartillögu um stefnu Íslands í varnarmálum er sérstaklega minnst á eflingu samstarfs Íslands og Bandaríkjanna sem byggi á sameiginlegu gildismati.

Innlent
Fréttamynd

Fólk farið að reykja kókaínið

Ópíóða- og kókaínfíkn er að aukast og reglulega kemur fólk sem reykir kókaín sem er enn hættulegra að sögn formanns Matthildarsamtakanna. Hún telur núverandi stefnu stjórnvalda í málaflokknum hafa gengið sér til húðar því þrátt fyrir met í haldlagningu vímuefna séu vísbendingar um að bæði framboð og eftirspurn hafi aukist á árinu.

Innlent
Fréttamynd

Mikið við­bragð vegna umferðarslyss

Töluverður viðbúnaður viðbragðsaðila er á vettvangi vegna alvarlegs umferðarslyss á Vesturlandsvegi til móts við verslunina Útilegumanninn. Einn var fluttur á sjúkrahús.

Innlent
Fréttamynd

Slökktu eld á Stór­höfða

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi þrjá dælubíla á Stórhöfða í Reykjavík á fjórða tímanum vegna tilkynningar um eld í iðnaðarhúsnæði.

Innlent
Fréttamynd

Elsti Ís­lendingurinn er látinn

Þórhildur Magnúsdóttir, sem bar titilinn elsti Íslendingurinn í þrjú ár, lést á laugardaginn 107 ára gömul. Hún hefði orðið árinu eldri þann 22. desember.

Innlent
Fréttamynd

Halla Berg­þóra sækir um en ekki Páley

Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur ákveðið að sækja um embætti ríkislögreglustjóra sem hefur verið auglýst laust til umsóknar. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, hyggst ekki sækja um stöðuna.

Innlent
Fréttamynd

Hafnar­fjörður mátti ekki aftur­kalla ráðningu Óskars Steins

Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hafnarfjarðarbær hafi brotið gegn stjórnsýslulögum með því að afturkalla ráðningu Óskars Steins Ómarssonar stjórnmálafræðings í stöðu deildarstjóra tómstundamiðstöðvar Hraunvallaskóla, þremur vikum eftir að hann var ráðinn. Óskar Steinn telur að gagnrýni hans í garð kjörinna fulltrúa bæjarins hafi orðið til þess að hætt var við ráðninguna og segir gott að geta skilað skömminni til síns heima, í ráðhús Hafnarfjarðar.

Innlent
Fréttamynd

Grind­víkingar fái að velja hvar þeir kjósa

Dómsmálaráðherra hefur birt áform um lagasetningu vegna sveitarstjórnarkosninga í Grindavík í vor. Áformað er að fara þá leið að þeir sem áttu lögheimili í Grindavíkurbæ 9. nóvember 2023 hafi val um að kjósa í Grindavík eða því sveitarfélagi sem þeir eiga nú lögheimili í.

Innlent
Fréttamynd

Uggur í læknum og sam­töl við Norður­lönd nauð­syn­legt

Stjórnvöld verða að bregðast við þegar í stað og opna á samtöl við stjórnvöld á hinum Norðurlöndunum um nýtt samráðskerfi varðandi nám sérgreinalækna, ellegar verður innan tíðar skortur á læknum í ákveðnum sérgreinum hér á landi. Þetta segir formaður Læknafélagsins sem segir ugg í læknastéttinni vegna stöðunnar.

Innlent
Fréttamynd

Fóru ekki fram á lengra varð­hald yfir lög­manninum

Lögreglan á Norðurlandi eystra fór ekki fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir lögmanni, sem grunaður er um aðkomu að skipulagðri brotastarfsemi, og honum var því sleppt á föstudag. Hann sat í einangrun allar þær rúmu tvær vikur sem hann sætti gæsluvarðhaldi, vegna rannsóknarhagsmuna.

Innlent