Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Tölvuárás sem gerð var á kerfi Grundarheimilanna á miðvikudag verður kærð til lögreglu á næstu dögum. Forstjóri Grundar varar fólk við að bregðast við póstum frá heimilunum, þar sem netþrjótarnir gætu reynt að hafa samband við fólk. Innlent 13.12.2025 11:49
Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, segir að lengjustuðullinn á því að hann verði næsti formaður flokksins hljóti að vera ansi hár. Auk þess viti allir að stuðningsyfirlýsingar frá Össuri Skarphéðinssyni séu koss dauðans í pólitíkinni, og hafi hann átt möguleika sé hann núna farinn. Innlent 13.12.2025 11:48
Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þingheimur fundar í dag, laugardag, en þingfundadögum í desember var fjölgað í upphafi mánaðar sökum anna. Innlent 13.12.2025 10:51
Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út fyrr í kvöld eftir að eldur kviknaði í íbúð í Þverholti í Mosfellsbæ. Innlent 12.12.2025 18:16
Vill finna bróður sinn Bróðir Lúðvíks Péturssonar sem féll í sprungu í Grindavík í byrjun síðasta árs segir vel mögulegt að endurheimta líkamsleifar hans án þess að stofna lífi annarra í hættu. Dómsmálaráðuneytið hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölskyldunnar um áframhald leitar. Innlent 12.12.2025 18:08
„Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingkona Flokks fólksins, gagnrýnir vinnubrögð Matvælastofnunar í máli hundsins Úlfgríms en til stendur að aflífa hundinn. Hún segir fréttir af málinu hafa valdið sér vanlíðan og reiði. Innlent 12.12.2025 17:51
Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir enga safaríka sögu á bak við þá staðreynd að hann sé frá störfum á Alþingi á sama tíma og fréttist að sambýliskona hans sé hætt störfum fyrir flokkinn. Um tilviljun sé að ræða en Bergþór liggur flatur með brjósklos. Innlent 12.12.2025 17:26
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Umhverfis- og orkustofnun hefur endurútgefið virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar. Það er eftir að fyrra leyfið var fellt úr gildi með dómi Hæstaréttar frá 9. júlí. Nú mun Landsvirkjun sækja um framkvæmdaleyfi að virkjuninni sjálfri, þar sem undirbúningsvinna er sögð langt komin. Innlent 12.12.2025 17:09
Svandís stígur til hliðar Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi ráðherra, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður Vinstri grænna á næsta landsfundi flokksins. Hún hefur verið formaður í rúmt ár. Innlent 12.12.2025 16:57
Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Flugvél Icelandair var komin alla leið austur að Hallormsstað þegar henni var snúið við til Reykjavíkur vegna ókyrrðar. Innlent 12.12.2025 16:52
Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Stjórnandi Spursmála birti misvísandi myndskeið í þætti sínum þar sem hann sagði „íslamista“ trufla jólamarkaði í Evrópu og „sýna vald sitt.“ Fjöldi staðreyndavakta í Evrópu hafði þegar véfengt falsfréttir um þessi myndbönd, sem sýna í raun nýársfögnuð og Palestínumótmæli. Stefán Einar gengst við því í samtali við Vísi að tímasetningar á myndskeiðunum hafi verið misvísandi en hafnar því að um falsfrétt sé að ræða. Hann gerir ekki greinarmun á íslamistum og stuðningsmönnum Palestínu. Innlent 12.12.2025 16:45
Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, verður meðal þátttakenda í pallborðsumræðum ásamt öðrum fulltrúum evrópskra hægri-íhaldsflokka í Róm á Ítalíu í kvöld. Í pallborðinu verður einnig Kemi Badenoch, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, auk annarra, en Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu og leiðtogi Bræðralags Ítalíu, er gestgjafi viðburðarins. Innlent 12.12.2025 15:56
Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Dagur Þór Hjartarson hefur verið dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps þegar hann stakk annan karlmann í Mjóddinni í Reykjavík í júlí í sumar. Hinn karlmaðurinn særðist lífshættulega en sá átti upphafið að átökunum með að kýla Dag með krepptum hnefa í andlitið. Dagur Þór bar fyrir sig neyðarvörn en dómurinn keypti ekki þær skýringar. Innlent 12.12.2025 15:15
Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjöldann allan af brotum á meðan lögregla veitti honum eftirför. Meðal annars bakkaði hann á fjörutíu kílómetra hraða á klukkustund svo að minnstu mátti muna að gangandi vegfarandi yrði undir bíl hans. Á meðan á þessu stóð var hann undir áhrifum sjö mismunandi ávana-og fíkniefna og slævandi lyfja. Innlent 12.12.2025 15:08
Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Laufey Rún Ketilsdóttir hefur látið af störfum fyrir þingflokk Miðflokksins. Laufey hóf störf fyrir þingflokkinn í október í fyrra en þar áður gegndi hún starfi upplýsingafulltrúa Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Innlent 12.12.2025 14:08
Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, hefur tilkynnt að hún muni bjóða sig fram í borgarstjórnarkosningum í vor. Það gerir hún undir merkjum nýs framboðs, Vors til vinstri, en þó ætlar hún ekki að segja sig úr Sósíalistaflokknum. Innlent 12.12.2025 13:44
Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Gestir í Sundlaug Seltjarnarness ráku upp stór augu fyrir hádegi í dag þegar álft lenti í lauginni. Gesturinn hvíti virkaði særður og ekkert fararsnið á honum. Innlent 12.12.2025 13:24
Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin EES-samningurinn var fyrirferðamikill í umræðum um störf þingsins í morgun. Þingmenn Viðreisnar segja það hafa gríðarlega slæm áhrif að ganga úr samstarfinu, en þingmaður Miðflokksins gagnrýnir að stjórnarflokkar séu ekki reiðubúnir að taka umræðuna um málið. Innlent 12.12.2025 13:10
Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Inflúensufaraldurinn er enn á uppleið og segir sóttvarnalæknir erfitt að segja til um hvenær hann nái hámarki. Þá megi búast við að seinni bylgja inflúensunnar taki við eftir áramótin og að hún gangi jafnvel ekki niður fyrr en í mars. Innlent 12.12.2025 12:05
Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Í hádegisfréttum fjöllum við um flensufaraldurinn sem er alls ekki í rénun og við heyrum í sóttvarnalækni um stöðuna. Innlent 12.12.2025 11:43
Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Ung kona var í gær dæmd í fimmtán mánaða fangelsi í Landsrétti, sem staðfesti dóm héraðsdóms yfir henni. Konan játaði fíkniefnainnflutning skýlaust í héraði en áfrýjaði samt til Landsréttar og krafðist sýknu. Það gerði hún á grundvelli þess að játning hennar hefði ekki verið í samræmi við gögn málsins. Dómarar Landsréttar gáfu lítið fyrir þau rök og bentu á að konan hefði notið aðstoðar lögmanns við meðferð málsins í héraði. Innlent 12.12.2025 11:08
Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Fangelsismálastjóri í leyfi, háskólaprófessor og fjórir stjórnendur eru meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu. Sex umsóknir bárust um embættið en staðan var auglýst laus til umsóknar þann 25. nóvember síðastliðinn og rann umsóknarfrestur út þann 10 desember. Innlent 12.12.2025 10:49
Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Tilvera, samtök um ófrjósemi, krefjast þess að takmörk séu sett um fjölda barna á hvern sæðis- eða eggjagjafa í ljósi þess að tæplega tvö hundruð börn hafi verið getin með sæði manns sem hafði hættulegan genagalla. Innlent 12.12.2025 10:45
Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Slysavarnafélagið Landsbjörg lýsir áhyggjum af dvínandi fjarskiptaöryggi Íslendinga þar sem slökkt hefur verið á hluta 2G og 3G farsímasenda. Svæði sem áður voru vel tengd séu nú með öllu sambandslaus. Félagið skorar á stjórnvöld að leggjast með sér á árarnar og viðhalda talstöðvakerfi landsins. Innlent 12.12.2025 10:18