Innlent

Fréttamynd

Veitir ekki við­töl að sinni

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri mun ekki veita viðtöl um úrslit prófkjörs Samfylkingarinnar í dag. Enn er óvíst hvort hún þiggi annað sætið á lista flokksins í vor. 

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð

Húsið að Hagamel 55 sem um áratuga skeið hefur hýst starfsemi leikskólans Vesturborgar hefur kvatt götuna. Undanfarna daga hafa vinnuvélar unnið við að rífa húsið sem er 101 árs gamalt en tökumaður Sýnar leit þar við.

Innlent
Fréttamynd

Aukin veikinda­for­föll ekki vegna einstaklingsbundinna vanda­mála

Of einföld mynd hefur verið dregin upp af veikindaforföllum á vinnumarkaði og látið að því liggja að þau séu einstaklingsbundin heilbrigðisvandamál. Nýjustu gögn frá Noregi, Svíþjóð og Danmerku benda hinsvegar til þess að kerfislægar ástæður liggi að baki, álag, mannekla og sífellt kröfuharðara vinnuumhverfi þar sem streita, kvíði og þunglyndi vegi sífellt þyngra.

Innlent
Fréttamynd

Ein í fram­boði og á­fram for­maður

Sólveig Anna Jónsdóttir verður áfram formaður Eflingar stéttarfélags næstu tvö árin. Þá telst listi uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs sjálfkjörinn. Þetta varð ljóst í hádeginu eftir að engir aðrir framboðslistar bárust. Ný stjórn tekur við á aðalfundi 26. mars.

Innlent
Fréttamynd

Einar og Magnea í efstu sætum Fram­sóknar í Reykja­vík

Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík, verður sjálfkjörinn á lista flokksins í Reykjavík til framboðs í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Magnea Gná Jóhannsdóttir borgarfulltrúi verður einnig sjálfkjörin í annað sætið. Aðrir fulltrúar verða kynntir á kjördæmisþingi Framsóknar þann 7. febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Sam­fylkingunni

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir segist ekki merkja það innan Samfylkingarinnar að konum sé ekki treyst fyrir ábyrgðastöðum eða að það halli á konur. Hún segist ekki taka undir greiningu Heiðu Bjargar Hilmisdóttur á því af hverju hún hlaut ekki næga kosningu til oddvita. Steinunn segist brenna fyrir leikskóla- og velferðarmálum. 

Innlent
Fréttamynd

Svarar gagn­rýni vegna um­deildra gistihýsa í Skafta­felli

Uppbygging Arctic Adventures á þrettán gistihýsum í Skaftafelli er í fullu samræmi við lög og reglur auk þess sem húsin í núverandi mynd endurspegla ekki endanlega ásýnd þeirra þar sem þau eru enn á byggingarstigi. Þá ku verkefnið vera í fullu samræmi við gildandi skipulag sveitarfélagsins og þau leyfi sem fyrir liggja vegna verkefnisins. Þetta segir forstjóri Arctic Adventures sem svarar gagnrýni sem fram hefur komið vegna uppbyggingar húsanna, en lögð hefur verið fram stjórnsýslukæra vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Hand­tekinn grunaður um í­kveikju

Einn var handtekinn í gærkvöldi eða nótt, grunaður um íkveikju, þegar útkall barst vegna elds í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu. Eldurinn reyndist minniháttar en mikill reykur var í íbúðinni þar sem hann kom upp. Slökkvilið annaðist slökkvistarf en lögregla tók við vettvangnum eftir að því lauk og er málið í rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Náttúru­verndar­samtök fjar­lægðu stíflu

Stífla í ánni Melsá í Ytri-Hraundal var fjarlægð í desember á síðasta ári í því augnamiði að endurheimta vatnasvæði árinnar fyrir fugla og fiska. Einnig á aðgerðin að gera sjóbirtingi kleift að ferðast upp ána.

Innlent
Fréttamynd

Loðna fundist á stóru svæði

Loðna hefur fundist á stóru svæði í mælingu Hafrannsóknastofnunar sem er langt komin. Stefnt er að því að birta veiðiráðgjöf í seinni hluta þessarar viku en einungis á eftir að fara yfir takmarkað svæði út af Vestfjörðum.

Innlent
Fréttamynd

Að­eins tíu prósent sem leita til Stíga­móta kæra of­beldið

Meirihluti kærðra heimilisofbeldismála og tæpur helmingur kynferðisbrotamála fellur niður í meðferð lögreglu. Talskona Stígamóta segir tölfræðina staðfesta brotalamir í kerfinu og telur þörf á nýju úrræði sem myndi fela í sér einhvers konar sáttaferli þannig að brotaþoli upplifi að gerandi axli ábyrgð.

Innlent
Fréttamynd

„Ör­stutt þung­lyndi yfir niður­stöðunum“

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga, segist í sínu lífi hafa þurft að þola verri og harkalegri skelli en að ná ekki settu markmiði í forvali Samfylkingarinnar sem lauk í gær. Hann sóttist eftir þriðja sæti á lista flokksins en endaði í því sjöunda með 1700 atkvæði.

Innlent