Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýliðar FHL í Bestu deild kvenna í fótbolta hafa misst út einn af lykilmönnum sínum sem spilar ekki meira fyrir liðið á þessari leiktíð. Íslenski boltinn 20.5.2025 11:53
„Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Valur tapaði 4-0 fyrir Breiðabliki í Bestu deild kvenna á föstudagskvöld. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingarnir úr Bestu mörkum kvenna ræddu stöðuna á Valsliðinu. Fótbolti 18.5.2025 23:33
Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Fjórir fjörugir leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í gær. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir tryggði Stjörnunni sigur með glæsilegu marki. Tindastóll vann stórsigur á heimavelli hamingjunnar. Þróttur skoraði fjögur og fagnaði fjórða sigrinum í röð. Þór/KA setti þrjú í sigri á nýliðunum. Mörkin úr öllum leikjum má finna hér fyrir neðan. Íslenski boltinn 18.5.2025 10:17
Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn 17.5.2025 13:16
Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Íslenski boltinn 17.5.2025 15:33
Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Leikmenn FHL neyddust til að klæða sig í varabúninga Stjörnunnar til að geta spilað leik liðanna í Garðabæ í dag, í Bestu deild kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 17. maí 2025 15:19
Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Breiðablik rúllaði yfir Val í stórleik kvöldsins í Bestu deild kvenna í fótbolta, 4-0. Berglind Björg Þorvaldsdóttir sussaði á fólk og setti tvö mörk gegn félaginu sem vildi ekki halda henni. Mörk kvöldins má nú sjá á Vísi. Íslenski boltinn 16. maí 2025 22:31
„Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Valur hlaut afhroð í kvöld á Kópavogsvelli þegar liðið tapaði 4-0 á móti sínum helstu keppinautum undanfarinna ára í Breiðablik. Þriðja tap Vals í röð í Bestu deildinni staðreynd. Matthías Guðmundsson, þjálfari Vals, var allt annað en sáttur. Íslenski boltinn 16. maí 2025 20:38
Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslandsmeistarar Breiðabliks virðast óstöðvandi í Bestu deild kvenna í fótbolta og sendu skýr skilaboð með 4-0 stórsigri gegn Val á Kópavogsvelli í kvöld. Valskonur hafa þar með tapað þremur deildarleikjum í röð, í fyrsta sinn frá árinu 2015. Íslenski boltinn 16. maí 2025 19:53
Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ákveðnari en margur að fagna sigri í stórleik kvöldsins í Bestu deild kvenna milli Breiðabliks og Vals. Berglind var látin fara frá síðarnefnda liðinu í fyrrahaust og sneri aftur í Kópavoginn. Íslenski boltinn 16. maí 2025 08:30
„Elska að horfa á FH“ FH hefur átt góðu gengi að fagna í upphafi tímabils og er í 2. sæti Bestu deildar kvenna með þrettán stig eftir fimm umferðir. Í uppgjörsþætti Bestu markanna voru FH-ingar hlaðnir lofi. Íslenski boltinn 15. maí 2025 13:47
Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Í síðasta þætti Bestu markanna voru fyrstu fimm umferðir Bestu deildar kvenna í knattspyrnu gerðar upp. Lið tímabilsins til þessa valið, hvaða leikmenn hefðu skarað fram úr, hvaða leikmenn hefðu komið á óvart og þar fram eftir götunum. Íslenski boltinn 14. maí 2025 23:30
Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Á fimmtudag og föstudag fór fram heil umferð í Bestu deild kvenna í fótbolta. Fram vann sinn fyrsta leik, Sandra María Jessen komst á blað og Þróttur lagði Val í Reykjavíkurslag. Hér að neðan má sjá öll mörkin að leik Tindastól og Breiðabliks undanskildum. Íslenski boltinn 11. maí 2025 08:02
Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Helena Ólafsdóttir er enginn aðdáandi þess sem í gangi hjá kvennaliði Vals þessa dagana og beinir gagnrýni sinni að nýrri stjórn og orðum þjálfara liðsins í viðtölum. Íslenski boltinn 10. maí 2025 11:03
Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Guðni Eiríksson þjálfari FH, er að gera flotta hluti með FH konur í Bestu deild kvenna en hann hefur áhyggjur af markamannsmálum á Íslandi. Íslenski boltinn 9. maí 2025 21:31
Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Fram vann 2-1 sigur á Víkingi í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag en spilað var á heimavelli hamingjunnar í Víkinni. Hamingjan var þó öll gestanna úr Úlfarsárdal. Íslenski boltinn 9. maí 2025 19:57
Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi FH lagði Stjörnuna 2-1 í Kaplakrika í kvöld í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna. Með sigrinum jafnar FH bæði Íslandsmeistara Breiðablik og Þrótt Reykjavík að stigum á toppi deildarinnar – öll liðin eru nú með 13 stig. Íslenski boltinn 9. maí 2025 19:50
Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Sandra María Jessen, markadrottning síðasta sumars, skoraði þrjú fyrstu mörkin sín í Bestu deildinni í sumar þegar Þór/KA konur sóttu þrjú stig í Fjarðabyggðarhöllina á Reyðarfirði. Íslenski boltinn 8. maí 2025 19:54
Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Þróttarakonur jöfnuðu við Blika á toppnum eftir að hafa sótt þrjú stig á Hlíðarenda í Bestu deild kvenna í kvöld. Íslenski boltinn 8. maí 2025 19:52
Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslandsmeistarar Breiðabliks eru með þriggja stiga forystu á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta eftir 5-1 stórsigur á Tindastól á Sauðárkróki í kvöld. Íslenski boltinn 8. maí 2025 18:22
Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes „Mér finnst Valsliðið svo ólíkt sér,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna, eftir 1-0 tap Valskvenna gegn Stjörnunni í 4. umferð Bestu deildarinnar í fótbolta. Íslenski boltinn 5. maí 2025 15:01
Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, bað að heilsa Ástu Eir Árnadóttur, fyrirliða liðsins á síðasta tímabili, sem var að þreyta frumraun sína sem sérfræðingur í Bestu mörkunum í gærkvöldi. Íslenski boltinn 4. maí 2025 20:00
Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Þrjú lið eru efst og jöfn í Bestu deild kvenna í fótbolta. Ellefu mörk voru skoruð þegar 4. umferðin fór fram í gær. Íslenski boltinn 4. maí 2025 10:00
„Við gátum ekki farið mikið neðar“ Stjarnan sigraði Val í dag 1-0 í 4. umferð Bestu deild kvenna. Leikurinn var tíðindalítill en Stjarnan skoraði sigurmarkið með skalla úr föstu leikatriði og það reyndist nóg til þess að sækja stigin þrjú. Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari liðsins var ánægður með úrslitin eftir leik. Íslenski boltinn 3. maí 2025 19:34
Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Stjarnan vann 1-0 baráttusigur gegn Val í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna. Valskonur voru taplausar fyrir leik og höfðu ekki fengið á sig mark, en Jakobína Hjörvarsdóttir breytti því. Íslenski boltinn 3. maí 2025 19:00
FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum FH gerði góða ferð til Akureyrar og vann Þór/KA, 0-3, í Boganum í 4. umferð Bestu deildar kvenna í dag. Með sigrinum jöfnuðu FH-ingar Íslandsmeistara Blika að stigum á toppi deildarinnar. Íslenski boltinn 3. maí 2025 16:40
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn