Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Andri Lucas Guðjohnsen heldur áfram að heilla með liði Blackburn Rovers og skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri á útivelli gegn Preston North End, liði Stefáns Teits Þórðarsonar. Enski boltinn 21.11.2025 21:55
Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Haítí er á leiðinni á heimsmeistaramót í fótbolta í fyrsta sinn á næsta ári og knattspyrnusambandið þar í landi er nú þegar farið að gera tilraunir til að bæta í vopnabúrið. Enski boltinn 21.11.2025 18:19
Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Arne Slot knattspyrnustjóri Liverpool þarf enn á ný að hugsa út fyrir kassann til að leysa hægri bakvarðarstöðuna hjá liðinu. Enski boltinn 21.11.2025 15:30
Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Fyrrverandi framherji enska landsliðsins er á því að Jude Bellingham fái ekki sanngjarna meðferð í enskum fjölmiðlum og í raun öðruvísi meðferð vegna litarháttar síns. Enski boltinn 21. nóvember 2025 07:30
Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár Varnarmaðurinn Achraf Hakimi hjá Paris Saint-Germain var valinn knattspyrnumaður ársins í Afríku árið 2025 en hann fékk verðlaunin afhent við athöfn í Rabat í Marokkó. Enski boltinn 20. nóvember 2025 17:17
„Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Fjarvera Gabriel hjá Arsenal og Antoine Semenyo hjá Bournemouth er ekki aðeins slæm fyrir liðin þeirra því þetta eru líka slæmar fréttir fyrir marga Fantasy-spilara. Enski boltinn 20. nóvember 2025 14:30
Manchester United með lið í NBA Manchester United er sagt hafa samþykkt að stofna körfuboltalið sem mun taka þátt í NBA Europe, en félagið átti áður körfuboltalið á níunda áratugnum. Körfubolti 19. nóvember 2025 12:03
Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Brasilíski varnarmaðurinn Gabriel gæti verið frá keppni fram í janúar vegna meiðsla. Enski boltinn 18. nóvember 2025 20:16
Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Antoine Semenyo hjá Bournemouth hefur verið orðaður við Englandsmeistara Liverpool og BBC hefur nú fengið það staðfest. Semenyo er með 65 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum. Enski boltinn 18. nóvember 2025 10:31
Sesko úr leik fram í desember Slóvenski framherjinn Benjamin Sesko verður ekki með Manchester United í næstu leikjum vegna meiðsla. Hann slapp þó við alvarleg meiðsli. Enski boltinn 17. nóvember 2025 18:32
Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Harry Kane skoraði bæði mörk enska landsliðsins í gær sem varð aðeins annað evrópska liðið til að vinna alla leiki sína í undankeppni HM án þess að fá á sig mark. Fótbolti 17. nóvember 2025 16:03
Liverpool-stjarnan grét í leikslok Írar fögnuðu sigri á Puskas-leikvanginum í gær á kostnað Ungverja sem hreinlegra glutruðu frá sér möguleikunum á að vera með á heimsmeistaramótinu í fótbolta næsta sumar. Enginn var sorgmæddari í leikslok en Liverpool-stjarnan Dominik Szoboszlai. Enski boltinn 17. nóvember 2025 09:42
Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Thomas Tuchel, þjálfari enska landsliðsins, sagði eftir leikinn að Jude Bellingham verði að sætta sig við ákvarðanir hans eftir að miðjumaðurinn lýsti yfir gremju sinni yfir því að vera tekinn af velli undir lok sigurleiks Englands í undankeppni HM í Albaníu. Fótbolti 17. nóvember 2025 07:12
Haaland þakklátur mömmu sinni Erling Haaland er með alvöru íþróttagen sem eflaust hafa hjálpað honum að verða að þeirri markamaskínu sem hann er. Hann kveðst afar þakklátur fyrir mömmu sína, Gry Marita Braut. Fótbolti 16. nóvember 2025 12:32
Arsenal að missa menn í meiðsli Landsleikjahlé eru oft sá tími þar sem þjálfara félagsliða þurfa bíða með öndina í hálsinum eftir fréttum af því að sínir menn séu heilir heilsu. Mikel Arteta þarf núna að bíða eftir fréttum af tveimur lykilleikmönnum sem meiddust með landsliðunum sínum um helgina. Fótbolti 15. nóvember 2025 22:02
Lofar að fara sparlega með Isak Graham Potter hefur valið sitt fyrsta byrjunarlið sem landsliðsþjálfari Svía í fótbolta, fyrir leikinn við Sviss í undankeppni HM í fótbolta í kvöld. Flestar helstu stjörnur Svía vantar í liðið. Enski boltinn 15. nóvember 2025 12:58
Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Skemmtikrafturinn Hjálmar Örn Jóhannsson er þrautreyndur fantasy-spilari og viskubrunnur um ensku úrvalsdeildina í fótbolta. Strákarnir í Fantasýn hlaðvarpinu rýndu í liðið hans og vilja að hann nýti landsleikjahléið vel til breytinga. Enski boltinn 14. nóvember 2025 17:46
Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Karlmaður sem segist hafa orðið fyrir „kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi“ hjá Manchester United sem barn hefur nú stefnt félaginu. Enski boltinn 13. nóvember 2025 14:45
Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Albert Þór Guðmundsson fékk góðan gest í nýjasta þáttinn af Fantasýn en þar var á ferðinni einn heitasti Fantasy-spilari landsins það sem af er tímabilinu. Enski boltinn 13. nóvember 2025 12:02
Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Mohamed Salah var langbesti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð en Egyptinn hefur verið langt frá sínu besta á þessu tímabili. Liverpool-liðið hafði augljóslega ekki efni á því að missa þetta framlag frá sínum markahæsta manni. Enski boltinn 13. nóvember 2025 07:41
Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Hannibal Mejbri, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Burnley, er til rannsóknar fyrir óíþróttamannslega framkomu eftir ásakanir um að hann hafi hrækt í átt að stuðningsmönnum Leeds í leik liðanna í október síðastliðnum. Enski boltinn 12. nóvember 2025 15:02
Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara Rob Edwards hefur tekið við störfum sem knattspyrnustjóri Wolverhampton Wanderers í ensku úrvalsdeildinni. Liðið situr í neðsta sæti og hefur ekki unnið deildarleik. Enski boltinn 12. nóvember 2025 14:24
„Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Keira Walsh, lykilmaður Evrópumeistaraliðs Englendinga, segir að stjórnendur fótboltans verði að hlusta á leikmennina varðandi áhyggjur út af krossbandameiðslum. Enski boltinn 12. nóvember 2025 12:01
Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu Fyrrverandi stjörnuleikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni endaði inni á sjúkrahúsi eftir að hafa misst meðvitund á æfingu vegna hjartavandamála. Fótbolti 12. nóvember 2025 12:01
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti