Úrslitakeppnin í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta er hafin og í kvöld voru deildarmeistarar Kristianstad í eldlínunni gegn Redbergslids en þrír Íslendingar eru á mála hjá Kristianstad.
Ólafur Guðmundsson er fyrirliði Kristianstad en hann var fjarri góðu gamni í kvöld.
Það kom þó ekki að sök því Kristianstad vann tveggja marka sigur, 27-25, eftir að hafa leitt með þremur mörkum í leikhléi, 17-14.
Arnar Freyr Arnarsson var öflugur í sóknarleik Kristianstad og skoraði sjö mörk af línunni en Teitur Örn Einarsson komst ekki á blað.
Handbolti