Umfjöllun: Spánn - Ísland 35-26 | Níu marka tap á Spáni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. maí 2019 20:45 Arna Sif Pálsdóttir skoraði eitt mark. vísir/valli Ísland tapaði með níu marka mun, 35-26, fyrir Spáni í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var skelfilegur af Íslands hálfu. Spánn var miklu sterkari aðilinn og leiddi með 14 mörkum í hálfleik, 21-7. Seinni hálfleikurinn var miklu skárri hjá íslenska liðinu, og þá sérstaklega sóknarleikurinn. Ísland vann seinni hálfleikinn 19-14 og á endanum munaði níu mörkum á liðunum, 35-26. Íslenska liðið var afar illa að ráði sínu í sókninni í upphafi leiks og Spánverjar refsuðu grimmt. Heimakonur skoruðu fullt af mörkum úr hraðaupphlaupum og Íslendingar náðu sjaldan að stilla vörninni upp. Spánn komst í 6-1 en Ísland en svaraði með 4-2 kafla. Íslendingar náðu þó ekki að fylgja þeim kafla eftir og fengu á sig fimm mörk í röð. Bilið breikkaði eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og að honum loknum munaði 14 mörkum, 21-7. Skelfileg staða eftir afleitan fyrri hálfleik hjá íslenska liðinu. Sá seinni var miklu betri. Íslenska sóknin gekk mjög vel og innkoma Rutar Jónssonar og Steinunnar Björnsdóttur hafði góð áhrif. Þá þéttist vörnin, hraðaupphlaupum Spánverja fækkaði og Elín Jóna Þorsteinsdóttir náði sér betur á strik í markinu. Íslenska liðið minnkaði muninn jafnt og þétt og munurinn var minnstur átta mörk. Á endanum munaði svo níu mörkum á liðunum, 35-26.Af hverju vann Spánn? Spánverjar sýndu styrk sinn í fyrri hálfleik og hreinlega keyrðu yfir Íslendinga. Spænska liðið skoraði níu mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik og nýtti 75% skota sinna. Silvia Navarro varði einnig rúmlega þeirra skota sem hún fékk á sig í spænska markinu. Eins og svo oft áður gegn sterkum andstæðingum átti íslenska liðið í vandræðum með stöðuna maður gegn manni og tapaði flestum einvígum. En íslenska liðinu til hróss gafst það ekki upp þrátt fyrir að vera í vonlausri stöðu, lék vel í seinni hálfleik og lágmarkaði skaðann.Hverjar stóðu upp úr? Þórey Rósa Stefánsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með sex mörk. Rut átti flotta innkomu og þótt hún hafi aðeins skorað eitt mark opnaði oft og iðulega fyrir samherja sína. Steinunn lék afar vel í seinni hálfleik þar sem hún skoraði þrjú mörk og fiskaði eitt víti. Elín Jóna átti einnig fínan seinni hálfleik og varði þá tíu skot. Nerea Pena skoraði tólf mörk úr 14 skotum fyrir Spán og María Nunez var afar öflug í byrjun leiks.Hvað gekk illa? Allt hjá íslenska liðinu í fyrri hálfleik. Það var ekki heil brú í leik Íslands og Spánn var sterkari á öllum sviðum leiksins. Skotnýting íslenska liðsins var aðeins 35% í fyrri hálfleik en í lok leiks var hún 60%. Spænsku markverðirnir náðu sér ekki á strik í seinni hálfleik og vörðu þá aðeins tvö skot.Hvað gerist næst? Liðin mætast öðru sinni í Laugardalshöllinni á fimmtudaginn kemur. Leikurinn hefst klukkan 19:45. Handbolti
Ísland tapaði með níu marka mun, 35-26, fyrir Spáni í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var skelfilegur af Íslands hálfu. Spánn var miklu sterkari aðilinn og leiddi með 14 mörkum í hálfleik, 21-7. Seinni hálfleikurinn var miklu skárri hjá íslenska liðinu, og þá sérstaklega sóknarleikurinn. Ísland vann seinni hálfleikinn 19-14 og á endanum munaði níu mörkum á liðunum, 35-26. Íslenska liðið var afar illa að ráði sínu í sókninni í upphafi leiks og Spánverjar refsuðu grimmt. Heimakonur skoruðu fullt af mörkum úr hraðaupphlaupum og Íslendingar náðu sjaldan að stilla vörninni upp. Spánn komst í 6-1 en Ísland en svaraði með 4-2 kafla. Íslendingar náðu þó ekki að fylgja þeim kafla eftir og fengu á sig fimm mörk í röð. Bilið breikkaði eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og að honum loknum munaði 14 mörkum, 21-7. Skelfileg staða eftir afleitan fyrri hálfleik hjá íslenska liðinu. Sá seinni var miklu betri. Íslenska sóknin gekk mjög vel og innkoma Rutar Jónssonar og Steinunnar Björnsdóttur hafði góð áhrif. Þá þéttist vörnin, hraðaupphlaupum Spánverja fækkaði og Elín Jóna Þorsteinsdóttir náði sér betur á strik í markinu. Íslenska liðið minnkaði muninn jafnt og þétt og munurinn var minnstur átta mörk. Á endanum munaði svo níu mörkum á liðunum, 35-26.Af hverju vann Spánn? Spánverjar sýndu styrk sinn í fyrri hálfleik og hreinlega keyrðu yfir Íslendinga. Spænska liðið skoraði níu mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik og nýtti 75% skota sinna. Silvia Navarro varði einnig rúmlega þeirra skota sem hún fékk á sig í spænska markinu. Eins og svo oft áður gegn sterkum andstæðingum átti íslenska liðið í vandræðum með stöðuna maður gegn manni og tapaði flestum einvígum. En íslenska liðinu til hróss gafst það ekki upp þrátt fyrir að vera í vonlausri stöðu, lék vel í seinni hálfleik og lágmarkaði skaðann.Hverjar stóðu upp úr? Þórey Rósa Stefánsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með sex mörk. Rut átti flotta innkomu og þótt hún hafi aðeins skorað eitt mark opnaði oft og iðulega fyrir samherja sína. Steinunn lék afar vel í seinni hálfleik þar sem hún skoraði þrjú mörk og fiskaði eitt víti. Elín Jóna átti einnig fínan seinni hálfleik og varði þá tíu skot. Nerea Pena skoraði tólf mörk úr 14 skotum fyrir Spán og María Nunez var afar öflug í byrjun leiks.Hvað gekk illa? Allt hjá íslenska liðinu í fyrri hálfleik. Það var ekki heil brú í leik Íslands og Spánn var sterkari á öllum sviðum leiksins. Skotnýting íslenska liðsins var aðeins 35% í fyrri hálfleik en í lok leiks var hún 60%. Spænsku markverðirnir náðu sér ekki á strik í seinni hálfleik og vörðu þá aðeins tvö skot.Hvað gerist næst? Liðin mætast öðru sinni í Laugardalshöllinni á fimmtudaginn kemur. Leikurinn hefst klukkan 19:45.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti