De Bruyne og Sterling bættu eigin met Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2020 19:30 Þessir hafa átt ágætis tímabil. EPA/GERRY PENNY Manchester City mætti Watford í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Til að gera langa sögu stutta þá vann City öruggan 4-0 sigur og Watford eru enn í bullandi fallbaráttu. Sterling skoraði fyrstu tvö mörk leiksins og var tekin af velli áður en hann náði að fullkomna þrennu sína þó svo að hann hafi fengið tækifæri til þess. Með mörkunum er Sterling kominn upp í 19 mörk í deildinni á leiktíðinni. Hinn 25 ára gamli Sterling hefur aldrei skorað jafn mörg mörk á einu og sama tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni. Á síðustu leiktíð skoraði kantmaðurinn öflugi 17 mörk í deildinni og þar áður náði hann að koma knettinum 18 sinnum í net andstæðinganna. Hann er nú kominn upp í 19 mörk og gæti vel farið yfir 20 marka múrinn þar sem Manchester City mætir nú þegar föllnu liði Norwich City í síðustu umferð deildarinnar um næstu helgi. 19 goals.Raheem Sterling's best-ever scoring season in the Premier League yet pic.twitter.com/AU97NPCB7T— B/R Football (@brfootball) July 21, 2020 Sterling var ekki eini maðurinn sem sló persónulegt met í leiknum en Kevin De Bruyne lagði upp sitt nítjánda mark á tímabilinu þegar hann átti aukaspyrnu fyrir mark Watford á 66. mínútu. Þar mætti Aymeric Laporte og stangaði knöttinn í netið. De Bruyne lagði upp 18 mörk tímabilið 2016 til 2017 og ári síðar lagði hann upp 16 mörk. Hann var mikið frá vegna meiðsla á síðustu leiktíð en hefur heldur betur bætt upp fyrir það í vetur - og sumar. KDB grabs his 19th assist of the Premier League season, his own personal best pic.twitter.com/7Ken1kSOKN— B/R Football (@brfootball) July 21, 2020 Manchester City mun enda í 2. sæti deildarinnar og þó það séu vonbrigði þá er liðið marka-hæsta lið Evrópu með 97 mörk í ensku úrvalsdeildinni. Þeir þurfa því þrjú mörk gegn Norwich til að ná 100 mörkum í deildinni. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester City átti ekki í neinum vandræðum með Watford Manchester City vann einstaklega þægilegan 4-0 sigur á Watford í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 21. júlí 2020 18:50 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Manchester City mætti Watford í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Til að gera langa sögu stutta þá vann City öruggan 4-0 sigur og Watford eru enn í bullandi fallbaráttu. Sterling skoraði fyrstu tvö mörk leiksins og var tekin af velli áður en hann náði að fullkomna þrennu sína þó svo að hann hafi fengið tækifæri til þess. Með mörkunum er Sterling kominn upp í 19 mörk í deildinni á leiktíðinni. Hinn 25 ára gamli Sterling hefur aldrei skorað jafn mörg mörk á einu og sama tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni. Á síðustu leiktíð skoraði kantmaðurinn öflugi 17 mörk í deildinni og þar áður náði hann að koma knettinum 18 sinnum í net andstæðinganna. Hann er nú kominn upp í 19 mörk og gæti vel farið yfir 20 marka múrinn þar sem Manchester City mætir nú þegar föllnu liði Norwich City í síðustu umferð deildarinnar um næstu helgi. 19 goals.Raheem Sterling's best-ever scoring season in the Premier League yet pic.twitter.com/AU97NPCB7T— B/R Football (@brfootball) July 21, 2020 Sterling var ekki eini maðurinn sem sló persónulegt met í leiknum en Kevin De Bruyne lagði upp sitt nítjánda mark á tímabilinu þegar hann átti aukaspyrnu fyrir mark Watford á 66. mínútu. Þar mætti Aymeric Laporte og stangaði knöttinn í netið. De Bruyne lagði upp 18 mörk tímabilið 2016 til 2017 og ári síðar lagði hann upp 16 mörk. Hann var mikið frá vegna meiðsla á síðustu leiktíð en hefur heldur betur bætt upp fyrir það í vetur - og sumar. KDB grabs his 19th assist of the Premier League season, his own personal best pic.twitter.com/7Ken1kSOKN— B/R Football (@brfootball) July 21, 2020 Manchester City mun enda í 2. sæti deildarinnar og þó það séu vonbrigði þá er liðið marka-hæsta lið Evrópu með 97 mörk í ensku úrvalsdeildinni. Þeir þurfa því þrjú mörk gegn Norwich til að ná 100 mörkum í deildinni.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester City átti ekki í neinum vandræðum með Watford Manchester City vann einstaklega þægilegan 4-0 sigur á Watford í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 21. júlí 2020 18:50 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Manchester City átti ekki í neinum vandræðum með Watford Manchester City vann einstaklega þægilegan 4-0 sigur á Watford í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 21. júlí 2020 18:50