Kvöldfréttir Stöðvar 2 Forsetaslagurinn, leit að eiganda fjármuna og rjómablíða Útlit er fyrir að tíu verði í framboði til embættis forseta Íslands þann 1. júní næstkomandi, eftir að einn bættist í hóp þeirra sem safnað hafa lágmarksfjölda meðmæla nú síðdegis. Frambjóðendur voru á útopnu um alla borg í dag, daginn áður en framboðsfrestur rennur út. Við sjáum frá deginum og ræðum við formann Landskjörstjórnar í beinni útsendingu. Innlent 25.4.2024 18:00 Kári Stefánsson, ákall um vaxtalækkun og hinsegin list Fiskeldisfyrirtæki munu ekki greiða auðlindagjald samkvæmt nýju frumvarpi og verður heimilt að selja eða leigja frá sér laxahlutann án endurgjalds til ríkisins. Í kvöldfréttum verður rætt við matvælaráðherra um umdeilt frumvarp og talsmann Íslenska náttúruverndarsjóðsins sem gagnrýnir málið harðlega. Innlent 24.4.2024 18:01 Stórfjölgun ofbeldisbrota, firðir í hættu og hönnunarstuldur Tilkynningum um alvarleg ofbeldisbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um áttatíu og fimm prósent á síðustu tíu árum á sama tíma og lögreglumönnum hefur fækkað um fjörutíu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við lögreglustjóra sem kallar eftir breytingum. Innlent 23.4.2024 18:01 Morðrannsókn á Akureyri og sundgestir í uppnámi Kona fannst látin í fjölbýlishúsi í Naustahverfinu á Akureyri á fimmta í nótt og grunur er um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 22.4.2024 18:01 Morðrannsókn og hestur sem hefur dálæti á saxófónleik Fjórir voru í dag úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp í sumarbústað á Suðurlandi. Mennirnir eru allir frá Litháen. Lögreglan tjáir sig ekki um áverka á hinum látna, sem vöktu grunsemdir um saknæma háttsemi. Innlent 21.4.2024 18:09 Grunur um manndráp á Suðurlandi, Kári Stefánsson og ropandi kýr Karlmaður á fertugsaldri er talinn hafa verið myrtur í sumarhúsi á Suðurlandi. Fjórir hafa verið handteknir. Innlent 20.4.2024 18:00 Yfirvofandi eldgos, örvæntingarfull móðir og Hamraborgarþjófarnir Almannavarnir hafa aukið viðbúnað vegna meiri hættu á öðru eldgosi, sem búist er við að geti hafist á Reykjanesskaganum á næstu dögum. Við ræðum við Víði Reynisson, sviðsstjóra almannavarna í beinni útsendingu. Innlent 19.4.2024 18:00 Myndskeið úr Hamraborg og maður sem heyrir liti með loftneti Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Við fjöllum um málið í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 18.4.2024 18:21 Sagði upp til að annast einhverfa dóttur, vantraust á þingi og bílastæðagjöld Einstæð móðir einhverfrar stúlku brann út og þurfti að segja upp vinnunni til þess að geta annast dóttur sína. Hún segir stjórnvöld verða að gera betur fyrir einhverf börn og foreldra þeirra, álagið sé ómanneskjulegt. Rætt verður við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 17.4.2024 18:21 Öskrandi húsaskortur, átök í þinginu og þunglyndi í boltanum Byggja þarf helmingi meira en nú er gert til að mæta húsnæðisþörf og hagfræðingur býst við miklum verðhækkunum á næstunni vegna þessa. Háir stýrivextir hafa hægt á uppbyggingu og samdráttur í framkvæmdum á milli ára nemur þriðjungi. Við fjöllum um varhugaverða þróun á húsnæðismarkaði í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 16.4.2024 18:20 Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu Veitingamaðurinn Quang Le plataði félaga sinn til að giftast konu sem hann sjálfur eignaðist tvö börn með. Lögmaður segir manninn þurfa að höfða mál til að leiðrétta skráninguna en mikilvægt sé að börn séu rétt feðruð. Innlent 15.4.2024 18:20 Fréttir Stöðvar 2 öllum opnar frá og með kvöldinu Í kvöld verða kvöldfréttir Stöðvar 2, sportpakkinn og Ísland í dag í opinni dagskrá í fyrsta sinn í þrjú ár. Allir landsmenn munu hafa greiðan aðgang að fréttunum frá og með kvöldinu, alla daga ársins. Innlent 15.4.2024 14:14 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tólf særðust í dróna- og eldflaugaárás sem Íran gerði á Ísrael í gærkvöldi og í nótt, þar á meðal sjö ára gömul stúlka, sem liggur á gjörgæslu. Leiðtogar G-7 ríkjanna funda nú um hvernig bregðast eigi við árásinni. Innlent 14.4.2024 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir mikilvægt að taka stjórn á landamærum Íslands. Hann ætlar að leggja áherslu á útlendingamálin út kjörtímabilið og boðar raunsæja stefnu í þeim og harðari reglur. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 13.4.2024 18:30 Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á ný Frá og með mánudeginum 15. apríl munu allir landsmenn hafa greiðan aðgang að kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá, alla daga ársins klukkan 18:30. Opinn fréttagluggi mun ná yfir fréttir, sportpakkann og Ísland í dag. Innlent 12.4.2024 10:28 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. Innlent 11.4.2024 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók til starfa í dag og ráðherrar komu sér fyrir í nýjum ráðuneytum. Á Alþingi sköpuðust heitar umræður um yfirlýsingu forsætisráðherra og mótmælandi var fjarlægður af þingpöllum. Við sjáum myndir frá viðburðaríkum degi í íslenskum stjórnmálum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við þingmenn í beinni útsendingu. Innlent 10.4.2024 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Bjarni Benediktsson segir endurnýjaða ríkisstjórn ætla að fara að krafti í orkumálin og aðlaga útlendingalöggjöfina að því sem þekkist á Norðurlöndunum. Ný ríkisstjórn verður formlega sett í embætti á Bessastöðum í kvöld. Við förum yfir atburði dagsins og verðum í beinni þaðan. Innlent 9.4.2024 18:09 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ekkert varð af þingfundi sem halda átti í dag með þrettán stjórnarfrumvörp á dagskránni vegna anna ráðherra við stjórnarmyndunarviðræður. Óljóst er hvort hægt verði að boða til þingfundar á morgun. Við heyrum í þingmönnum og ráðherrum um sérstaka stöðu í íslenskum stjórnmálum í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 8.4.2024 18:21 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Katrín Jakobsdóttir mun sitja sem forsætisráðherra þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Forseti Íslands hafnar því að atburðarásin sé óheppileg. Katrín telur að ríkisstjórnin haldi, þó að hún gangi nú frá borði. Við förum yfir stöðuna í beinni útsendingu. Innlent 7.4.2024 18:29 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa fundað stíft í dag og halda þétt að sér spilunum. Við förum yfir það sem við vitum um stöðuna á viðræðunum í fréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö á eftir, spyrjum fólk á förnum vegi út í stjórnmálaástandið og ræðum við Ingu Sæland og Sigmund Davíð Gunnlaugsson í beinni útsendingu. Innlent 6.4.2024 18:26 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Katrín Jakobsdóttir bauð sig fram til embættis forseta Íslands í dag. Framboð Katrínar er sögulegt, aldrei áður hefur sitjandi forsætisráðherra boðið sig fram. Við förum yfir atburðarás dagsins í kvöldfréttum, ræðum við Guðmund Inga Guðbrandsson nýjan formann Vinstri grænna og Heimir Már kryfur þá fordæmalausu stöðu sem komin er upp í pólitíkinni. Innlent 5.4.2024 18:30 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Allt bendir til þess að Katrín Jakobsdóttir bjóði sig fram til forseta á morgun. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, sem tilkynnti um forsetaframboð í dag, segir framboð sitt ekkert hafa með forsætisráðherra að gera. Innlent 4.4.2024 18:13 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ákveði Katrín Jakobsdóttir að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands er líklegt að hún tilkynni það fyrir helgi og segi um leið af sér embætti forsætisráðherra. Formenn hinna stjórnarflokkanna telja stjórnarsamstarfið geta haldið áfram en ekki yrði öruggt hvernig spilaðist úr stöðunni. Innlent 3.4.2024 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Jón Gnarr tilkynnir væntanlega í kvöld hvort hann bjóði sig fram til embættis forseta Íslands. Þá styttist í að forsætisráðherra geri upp hug sinn. Stjórnmálafræðingur segir framboð þeirra og nokkurra annarra geta ráðið miklu í baráttunni. Heimir Már Pétursson fer yfir stöðuna í kosningabaráttunni í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðir við þingflokksformann Vinstri Grænna í beinni. Innlent 2.4.2024 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Vegurinn yfir Öxnadalsheiði verður ekki opnaður í dag og staðan verður ekki metin aftur fyrr en í fyrramálið. Ferðalangar óku margir um Tröllaskaga til að komast leiðar sinnar, bílaröð myndaðist í gegnum Siglufjörð um tíma og þurfti lögregla að stýra umferð um Múlagöng. Við ræðum ófærðina og snjómokstur við G. Pétur Matthíasson, samskiptastjóra Vegagerðarinnar, í beinni. Innlent 1.4.2024 18:22 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Skemmdir hafa komið í ljós í Reykjanesbæ að undanförnu sem urðu vegna heitavatnsleysis í febrúar. Í kvöldfréttatímanum verður rætt við pípara, sem segir þetta útbreytt vandamál. Innlent 31.3.2024 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sérfræðingur í Evrópurétti telur að eftirlitsstofnun EFTA muni taka til skoðunar fyrirhuguð kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Slík skoðun gæti tekið langan tíma, en kaupin mættu ekki fara fram meðan á henni stæði. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 30.3.2024 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Nær allir sem hætta á þunglyndislyfjum upplifa mikil fráhvarfseinkenni samkvæmt nýrri breskri rannsókn. Þá var stór hluti þátttakenda enn með fráhvarfseinkenni eftir tvö ár og var vanlíðan meiri en fyrir notkun lyfjanna hjá mörgum. Innlent 29.3.2024 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sjúklingar þurfa ennþá að óska eftir tilvísun frá lækni vegna sjúkraþjálfunar þrátt fyrir að bæði heimilislæknar og sjúkraþjálfarar hafi bent á að kerfið sé úrelt. Í kvöldfréttunum verður rætt við formann Félags sjúkraþjálfara, sem vonar að kerfinu verði umbylt í vinnu sem nú stendur yfir í heilbrigðisráðuneytinu. Innlent 28.3.2024 18:00 « ‹ 5 6 7 8 9 10 11 12 13 … 63 ›
Forsetaslagurinn, leit að eiganda fjármuna og rjómablíða Útlit er fyrir að tíu verði í framboði til embættis forseta Íslands þann 1. júní næstkomandi, eftir að einn bættist í hóp þeirra sem safnað hafa lágmarksfjölda meðmæla nú síðdegis. Frambjóðendur voru á útopnu um alla borg í dag, daginn áður en framboðsfrestur rennur út. Við sjáum frá deginum og ræðum við formann Landskjörstjórnar í beinni útsendingu. Innlent 25.4.2024 18:00
Kári Stefánsson, ákall um vaxtalækkun og hinsegin list Fiskeldisfyrirtæki munu ekki greiða auðlindagjald samkvæmt nýju frumvarpi og verður heimilt að selja eða leigja frá sér laxahlutann án endurgjalds til ríkisins. Í kvöldfréttum verður rætt við matvælaráðherra um umdeilt frumvarp og talsmann Íslenska náttúruverndarsjóðsins sem gagnrýnir málið harðlega. Innlent 24.4.2024 18:01
Stórfjölgun ofbeldisbrota, firðir í hættu og hönnunarstuldur Tilkynningum um alvarleg ofbeldisbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um áttatíu og fimm prósent á síðustu tíu árum á sama tíma og lögreglumönnum hefur fækkað um fjörutíu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við lögreglustjóra sem kallar eftir breytingum. Innlent 23.4.2024 18:01
Morðrannsókn á Akureyri og sundgestir í uppnámi Kona fannst látin í fjölbýlishúsi í Naustahverfinu á Akureyri á fimmta í nótt og grunur er um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 22.4.2024 18:01
Morðrannsókn og hestur sem hefur dálæti á saxófónleik Fjórir voru í dag úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp í sumarbústað á Suðurlandi. Mennirnir eru allir frá Litháen. Lögreglan tjáir sig ekki um áverka á hinum látna, sem vöktu grunsemdir um saknæma háttsemi. Innlent 21.4.2024 18:09
Grunur um manndráp á Suðurlandi, Kári Stefánsson og ropandi kýr Karlmaður á fertugsaldri er talinn hafa verið myrtur í sumarhúsi á Suðurlandi. Fjórir hafa verið handteknir. Innlent 20.4.2024 18:00
Yfirvofandi eldgos, örvæntingarfull móðir og Hamraborgarþjófarnir Almannavarnir hafa aukið viðbúnað vegna meiri hættu á öðru eldgosi, sem búist er við að geti hafist á Reykjanesskaganum á næstu dögum. Við ræðum við Víði Reynisson, sviðsstjóra almannavarna í beinni útsendingu. Innlent 19.4.2024 18:00
Myndskeið úr Hamraborg og maður sem heyrir liti með loftneti Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Við fjöllum um málið í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 18.4.2024 18:21
Sagði upp til að annast einhverfa dóttur, vantraust á þingi og bílastæðagjöld Einstæð móðir einhverfrar stúlku brann út og þurfti að segja upp vinnunni til þess að geta annast dóttur sína. Hún segir stjórnvöld verða að gera betur fyrir einhverf börn og foreldra þeirra, álagið sé ómanneskjulegt. Rætt verður við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 17.4.2024 18:21
Öskrandi húsaskortur, átök í þinginu og þunglyndi í boltanum Byggja þarf helmingi meira en nú er gert til að mæta húsnæðisþörf og hagfræðingur býst við miklum verðhækkunum á næstunni vegna þessa. Háir stýrivextir hafa hægt á uppbyggingu og samdráttur í framkvæmdum á milli ára nemur þriðjungi. Við fjöllum um varhugaverða þróun á húsnæðismarkaði í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 16.4.2024 18:20
Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu Veitingamaðurinn Quang Le plataði félaga sinn til að giftast konu sem hann sjálfur eignaðist tvö börn með. Lögmaður segir manninn þurfa að höfða mál til að leiðrétta skráninguna en mikilvægt sé að börn séu rétt feðruð. Innlent 15.4.2024 18:20
Fréttir Stöðvar 2 öllum opnar frá og með kvöldinu Í kvöld verða kvöldfréttir Stöðvar 2, sportpakkinn og Ísland í dag í opinni dagskrá í fyrsta sinn í þrjú ár. Allir landsmenn munu hafa greiðan aðgang að fréttunum frá og með kvöldinu, alla daga ársins. Innlent 15.4.2024 14:14
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tólf særðust í dróna- og eldflaugaárás sem Íran gerði á Ísrael í gærkvöldi og í nótt, þar á meðal sjö ára gömul stúlka, sem liggur á gjörgæslu. Leiðtogar G-7 ríkjanna funda nú um hvernig bregðast eigi við árásinni. Innlent 14.4.2024 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir mikilvægt að taka stjórn á landamærum Íslands. Hann ætlar að leggja áherslu á útlendingamálin út kjörtímabilið og boðar raunsæja stefnu í þeim og harðari reglur. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 13.4.2024 18:30
Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á ný Frá og með mánudeginum 15. apríl munu allir landsmenn hafa greiðan aðgang að kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá, alla daga ársins klukkan 18:30. Opinn fréttagluggi mun ná yfir fréttir, sportpakkann og Ísland í dag. Innlent 12.4.2024 10:28
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. Innlent 11.4.2024 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók til starfa í dag og ráðherrar komu sér fyrir í nýjum ráðuneytum. Á Alþingi sköpuðust heitar umræður um yfirlýsingu forsætisráðherra og mótmælandi var fjarlægður af þingpöllum. Við sjáum myndir frá viðburðaríkum degi í íslenskum stjórnmálum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við þingmenn í beinni útsendingu. Innlent 10.4.2024 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Bjarni Benediktsson segir endurnýjaða ríkisstjórn ætla að fara að krafti í orkumálin og aðlaga útlendingalöggjöfina að því sem þekkist á Norðurlöndunum. Ný ríkisstjórn verður formlega sett í embætti á Bessastöðum í kvöld. Við förum yfir atburði dagsins og verðum í beinni þaðan. Innlent 9.4.2024 18:09
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ekkert varð af þingfundi sem halda átti í dag með þrettán stjórnarfrumvörp á dagskránni vegna anna ráðherra við stjórnarmyndunarviðræður. Óljóst er hvort hægt verði að boða til þingfundar á morgun. Við heyrum í þingmönnum og ráðherrum um sérstaka stöðu í íslenskum stjórnmálum í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 8.4.2024 18:21
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Katrín Jakobsdóttir mun sitja sem forsætisráðherra þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Forseti Íslands hafnar því að atburðarásin sé óheppileg. Katrín telur að ríkisstjórnin haldi, þó að hún gangi nú frá borði. Við förum yfir stöðuna í beinni útsendingu. Innlent 7.4.2024 18:29
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa fundað stíft í dag og halda þétt að sér spilunum. Við förum yfir það sem við vitum um stöðuna á viðræðunum í fréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö á eftir, spyrjum fólk á förnum vegi út í stjórnmálaástandið og ræðum við Ingu Sæland og Sigmund Davíð Gunnlaugsson í beinni útsendingu. Innlent 6.4.2024 18:26
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Katrín Jakobsdóttir bauð sig fram til embættis forseta Íslands í dag. Framboð Katrínar er sögulegt, aldrei áður hefur sitjandi forsætisráðherra boðið sig fram. Við förum yfir atburðarás dagsins í kvöldfréttum, ræðum við Guðmund Inga Guðbrandsson nýjan formann Vinstri grænna og Heimir Már kryfur þá fordæmalausu stöðu sem komin er upp í pólitíkinni. Innlent 5.4.2024 18:30
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Allt bendir til þess að Katrín Jakobsdóttir bjóði sig fram til forseta á morgun. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, sem tilkynnti um forsetaframboð í dag, segir framboð sitt ekkert hafa með forsætisráðherra að gera. Innlent 4.4.2024 18:13
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ákveði Katrín Jakobsdóttir að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands er líklegt að hún tilkynni það fyrir helgi og segi um leið af sér embætti forsætisráðherra. Formenn hinna stjórnarflokkanna telja stjórnarsamstarfið geta haldið áfram en ekki yrði öruggt hvernig spilaðist úr stöðunni. Innlent 3.4.2024 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Jón Gnarr tilkynnir væntanlega í kvöld hvort hann bjóði sig fram til embættis forseta Íslands. Þá styttist í að forsætisráðherra geri upp hug sinn. Stjórnmálafræðingur segir framboð þeirra og nokkurra annarra geta ráðið miklu í baráttunni. Heimir Már Pétursson fer yfir stöðuna í kosningabaráttunni í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðir við þingflokksformann Vinstri Grænna í beinni. Innlent 2.4.2024 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Vegurinn yfir Öxnadalsheiði verður ekki opnaður í dag og staðan verður ekki metin aftur fyrr en í fyrramálið. Ferðalangar óku margir um Tröllaskaga til að komast leiðar sinnar, bílaröð myndaðist í gegnum Siglufjörð um tíma og þurfti lögregla að stýra umferð um Múlagöng. Við ræðum ófærðina og snjómokstur við G. Pétur Matthíasson, samskiptastjóra Vegagerðarinnar, í beinni. Innlent 1.4.2024 18:22
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Skemmdir hafa komið í ljós í Reykjanesbæ að undanförnu sem urðu vegna heitavatnsleysis í febrúar. Í kvöldfréttatímanum verður rætt við pípara, sem segir þetta útbreytt vandamál. Innlent 31.3.2024 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sérfræðingur í Evrópurétti telur að eftirlitsstofnun EFTA muni taka til skoðunar fyrirhuguð kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Slík skoðun gæti tekið langan tíma, en kaupin mættu ekki fara fram meðan á henni stæði. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 30.3.2024 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Nær allir sem hætta á þunglyndislyfjum upplifa mikil fráhvarfseinkenni samkvæmt nýrri breskri rannsókn. Þá var stór hluti þátttakenda enn með fráhvarfseinkenni eftir tvö ár og var vanlíðan meiri en fyrir notkun lyfjanna hjá mörgum. Innlent 29.3.2024 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sjúklingar þurfa ennþá að óska eftir tilvísun frá lækni vegna sjúkraþjálfunar þrátt fyrir að bæði heimilislæknar og sjúkraþjálfarar hafi bent á að kerfið sé úrelt. Í kvöldfréttunum verður rætt við formann Félags sjúkraþjálfara, sem vonar að kerfinu verði umbylt í vinnu sem nú stendur yfir í heilbrigðisráðuneytinu. Innlent 28.3.2024 18:00