Jólaálfar og skautasvell 18. nóvember 2004 00:01 Þeir sem ætla til Kaupmannahafnar fyrir jól ættu að eiga auðvelt með að komast í jólastemningu. Borgin er ljósum prýdd og getur fólk fundið sér eitt og annað til dundurs, eins og að sækja jólamarkaði eða fara á skauta auk þess sem kirkjur bjóða upp á sérstaka jólatónleika og verslanir eru opnar alla daga vikunnar út desembermánuð. Stærsti jólaatburður borgarinnar er sennilega jólamarkaðurinn í Tívolíinu þar sem þúsundir ljósa lýsa upp skammdegið ásamt jólaskreytingum og ýmsar uppákomur færa gestum anda jólanna. Markverðir atburðir í Kaupmannahöfn um jólin: 12. nóvember - 23. desember Jólamarkaðurinn í Tívolíinu með tilheyrandi markaðsbásum og jólaskrauti og þúsundir jólaljósa. Aðstoðarmenn jólasveinsins eru á ferðinni og á svæðinu eru stór tjöld uppfull af litlum rauðklæddum jólaálfum auk þess sem settir eru upp skautahringir og boðið upp á danskan jólamat og jólaglögg. 19. nóvember - 22. desember Jólamarkaðurinn í Nyhavn þar sem markaðsbásar svigna undan gjöfum og jólaskrauti og hefðbundnum mat. 27. nóvember - 22. desember Jólin fyrir börnin á Þjóðminjasafninu með jólamarkaði og hefðbundnum mat og drykk á veitingahúsi safnsins. 27. nóvember til 20. desember. Jólamarkaður í Arken með daglegum uppákomum og skemmtiatriðum. Jólabasar sem býður upp á sérstakar og öðruvísi gjafir. Daglega er flogið til Kaupmannahafnar með Icelandair og Iceland Express. Ekki er seinna vænna að panta sér flug fyrir jólin. Jól Mest lesið Jólasveinninn gefur gjafirnar Jól Sönn jól eru góðar tilfinningar Jólin Jólakaka frá ömmu Jólin Leiðir til að hafa jólin græn Jól Óvíst hvort Hlyngerðið verði lýst Jól Jólabakstur fyrir alla fjölskylduna Jól Opnunartímar Kringlunnar Jól Kertasníkir vinsælasti jólasveinninn Jól Jógvan: Gott að heyra jólakveðjur frá bátunum í Færeyjum Jólin Skyrgámur baðaði sig í Laugardalslaug í morgun Jól
Þeir sem ætla til Kaupmannahafnar fyrir jól ættu að eiga auðvelt með að komast í jólastemningu. Borgin er ljósum prýdd og getur fólk fundið sér eitt og annað til dundurs, eins og að sækja jólamarkaði eða fara á skauta auk þess sem kirkjur bjóða upp á sérstaka jólatónleika og verslanir eru opnar alla daga vikunnar út desembermánuð. Stærsti jólaatburður borgarinnar er sennilega jólamarkaðurinn í Tívolíinu þar sem þúsundir ljósa lýsa upp skammdegið ásamt jólaskreytingum og ýmsar uppákomur færa gestum anda jólanna. Markverðir atburðir í Kaupmannahöfn um jólin: 12. nóvember - 23. desember Jólamarkaðurinn í Tívolíinu með tilheyrandi markaðsbásum og jólaskrauti og þúsundir jólaljósa. Aðstoðarmenn jólasveinsins eru á ferðinni og á svæðinu eru stór tjöld uppfull af litlum rauðklæddum jólaálfum auk þess sem settir eru upp skautahringir og boðið upp á danskan jólamat og jólaglögg. 19. nóvember - 22. desember Jólamarkaðurinn í Nyhavn þar sem markaðsbásar svigna undan gjöfum og jólaskrauti og hefðbundnum mat. 27. nóvember - 22. desember Jólin fyrir börnin á Þjóðminjasafninu með jólamarkaði og hefðbundnum mat og drykk á veitingahúsi safnsins. 27. nóvember til 20. desember. Jólamarkaður í Arken með daglegum uppákomum og skemmtiatriðum. Jólabasar sem býður upp á sérstakar og öðruvísi gjafir. Daglega er flogið til Kaupmannahafnar með Icelandair og Iceland Express. Ekki er seinna vænna að panta sér flug fyrir jólin.
Jól Mest lesið Jólasveinninn gefur gjafirnar Jól Sönn jól eru góðar tilfinningar Jólin Jólakaka frá ömmu Jólin Leiðir til að hafa jólin græn Jól Óvíst hvort Hlyngerðið verði lýst Jól Jólabakstur fyrir alla fjölskylduna Jól Opnunartímar Kringlunnar Jól Kertasníkir vinsælasti jólasveinninn Jól Jógvan: Gott að heyra jólakveðjur frá bátunum í Færeyjum Jólin Skyrgámur baðaði sig í Laugardalslaug í morgun Jól