Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Skoðanagreinar eftir kjörna fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum.

Fréttamynd

Öryggi, jafn­rétti og fram­farir á vor­þingi

Því fylgir ábyrgð að vera dómsmálaráðherra og verkefnin eru oft krefjandi. Það er góð tilfinning að geta sett mikilvæg mál í forgang og um leið mælt fyrir breytingum sem eru Íslandi til góða. Ég mæli fyrir sex frumvörpum og einni þingsályktunartillögu á vorþinginu.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ég er karl með vesen

„Konurnar verða að koma og taka til þegar karlarnir eru með vesen og skella öllu í uppnám” - Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata um meirihlutaslitin og nýjar viðræður.

Skoðun
Fréttamynd

Birtingar­mynd for­tíðar í nú­tímanum

Aldrei aftur. Þessi orð tákna alþjóðlegt loforð um að berjast gegn hatri, ofbeldi og mismunun. Þau tákna að sagan má aldrei aftur endurtaka sig, sagan sem við minnumst nú þegar 80 ár eru liðin frá því sovéskir hermenn frelsuðu eftirlifendur í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz-Birkenau.

Skoðun
Fréttamynd

Af styrkjum

Formaður Framsóknar vill að fram fari rannsókn á ríkisstyrkjum til stjórnmálaflokka enda hefur komið í ljós að fimm flokkar hafa á liðnum árum fengið styrk án þess að vera rétt skráðir. Sigurður Ingi er með þessu að biðja um rannsókn á því hvers vegna ráðuneyti í hans eigin ríkisstjórn blessaði þessa styrki án þess að skráning flokkanna væri rétt.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil­vægi þess að eiga hetjur

Reykjavíkurleikarnir í frjálsíþróttum voru haldnir með glæsilegri umgjörð í Laugardalshöllinni í vikunni. Þar var magnað að sjá þann mikla kraft sem býr í afreksíþróttafólkinu okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Yfir 3000 í­búðir á næstu árum

Uppbygging undanfarinna ára á Suðurlandi hefur verið með ótrúlegum hætti. Íbúðum fjölgar á hverju ári og samhliða byggist upp fjölbreytt atvinnustarfsemi. Atvinnusvæðið er stórt og teygist yfir suðvesturhornið og hluta Suðurlands þar sem einstaklingar og fjölskyldur eru í auknum mæli að velja sér búsetu.

Skoðun
Fréttamynd

Strætó fær sérakrein á Kringlu­mýrar­braut

Við samþykktum í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í gær að setja forgangsakrein fyrir strætó á 500 metra kafla vestanmegin á Kringlumýrarbraut í suðurátt milli Miklubrautar og Háaleitisbrautar í samvinnu við Vegagerðina. Þetta mun stytta ferðatíma strætófarþega á háannatíma verulega eða um allt að 4-5 mínútur á sumum leiðum. Sérakreinar koma almennt í veg fyrir að farþegar almenningssamgangna sitji fastir í umferðarsúpu og gera leiðirnar og þjónustuna áreiðanlegri.

Skoðun
Fréttamynd

Við þurfum þjóðar­stefnu

Öryggi er ein af grunnþörfum fólks. Einn mikilvægur þáttur í öryggiskennd fólks er skjól gegn veðri og vindum. Okkur sem samfélagi ber að tryggja að þeir sem leita aðstoðar og verndar geti fengið húsaskjól.

Skoðun
Fréttamynd

Bönnum í­þrótta­mót barna fyrir kl. 10 um helgar

Börnin mín æfa bæði íþróttir af kappi og ég er þakklát fyrir frábært íþróttastarf sem þau hafa aðgang að. Linnulaus íþróttamót draga hins vegar úr ánægju þess að eiga börn í íþróttum. Um þessar mundir er nefnilega gerð samfélagsleg krafa um mætingu a.m.k. tveggja ættliða og helst allra systkina til að hvetja börnin áfram allt frá því þau eru nánast ómálga en geta þó þóst sparka í bolta.

Skoðun
Fréttamynd

Hús­næði er for­senda bata

Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt endurskoðaða aðgerðaáætlun í málefnum heimilislausra, sem gildir til ársins 2027. Áætlunin byggir á stefnu borgarinnar í málaflokknum. Síðustu ár hefur orðið gjörbylting í þjónustu við heimilislaust fólk sem nú er veitt á grundvelli skaðaminnkandi hugmyndafræði og batamiðaðri valdeflandi þjónustu. 

Skoðun
Fréttamynd

Fjórar leiðir til að verða besta út­gáfan af þér

Meðalmanneskjan ver mörgum stundum í snjallsímanum, þar sem ískyggilegar tölur hafa verið nefndar á borð við fjórar klukkustundir á dag eða um níu ár yfir ævina. Í samfélagi sem leggur ofuráherslu á hámörkun afkasta, líður manni heldur betur sem misheppnuðu eintaki við að verja klukkustundum saman í tilgangslausu skrolli sem skilar engu nýju, spennandi eða nytsamlegu inn í lífið.

Skoðun
Fréttamynd

Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir út­borgun á í­búð

Við búum í samfélagi þar sem samábyrgðinni hefur verið skipt út fyrir einstaklingsábyrgð. Í stað þess að búa í samfélagi þar sem allir leggja til út frá getu og grunnþörfum allra er mætt, þá eru skilaboðin þau að við berum ein ábyrgð á okkar stöðu. Ein og sér. Ef staðan þín er slæm, þá er það því þú ert slæm.

Skoðun
Fréttamynd

Á­huga­mönnum um hag­ræðingu fjölgar

Ný ríkisstjórn hefur óskað eftir tillögum frá almenningi að hagræðingu í samráðsgátt. Sem sérstakur áhugamaður um hagræðingu hef ég því sent þangað inn fjölmörg þingmál sem ég lagði fram á nýafstöðu þingi og snúa að hagræðingu.

Skoðun
Fréttamynd

Vís­vita villandi frétta­flutningur Morgun­blaðsins?

Blaðamenn Morgunblaðsins hafa verið ræstir út á yfirsnúningi til að reyna að skapa þá ásýnd að landsbyggðarþingmenn séu að sækja sér aukapening með því að skrá lögheimili sín í þeim kjördæmum sem þeir eru þingmenn fyrir.

Skoðun
Fréttamynd

Evrópu­sam­bandið eða nas­ismi

Stefnt er að því af hálfu sitjandi ríkisstjórnar að koma Íslandi inn í Evrópusambandið og vinnan er hafin. Þegar svona mikið stendur til duga engin vettlingatök í áróðursstarfseminni.

Skoðun
Fréttamynd

Vöru­húsið í Álfa­bakka - í boði hvers?

Græni veggurinn, vöruskemman verður rædd í borgarstjórn Reykjavíkur 7. janúar 2025 af tveimur flokkum minnihlutans. Borgarfulltrúi Flokks fólksins mun leggja til að að borgarstjórn samþykki að fela innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar eða öðrum óháðum aðila að gera stjórnsýsluúttekt á skipulagsferli er varðar Álfabakka 2a, Suður-Mjódd, vöruskemmunni.

Skoðun
Fréttamynd

Sterk sveitar­fé­lög skipta máli

Nú er árið 2024 að klárast og það er óhætt að segja að það hafi ekki verið nein lognmolla á árinu, frekar en fyrri ár. Sveitarfélög um allt land hafa glímt við fjölmargar og ólíkar áskoranir, og alls staðar er metnaður og kraftur í fyrirrúmi við að leysa verkefnin fljótt og vel.

Skoðun
Fréttamynd

Það þarf að kyngja klúðrinu

Við höfum öll getað sett okkur í spor íbúa í Breiðholtinu sem hafa fengið risavaxna geymslu, gluggalausa og flata, sem eina útsýni sitt. Tillitsleysið í þeirra garð þegar ákveðið var að reisa fimm hæða gímald var algert og óskiljanlegt.

Skoðun
Fréttamynd

Þetta var ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk

Það er ótækt að stjórnendur Reykjavíkur og skipulagsmála í borginni segist vera undrandi, skilji ekkert í þessu, tali um „fíaskó” og segi framkvæmdir sem voru beinlínis skipulagðar af borginni vera í andstöðu við stefnu borgarinnar.

Skoðun