Breska blaðið Sunday Mirror fullyrðir að kaupsýslumennirnir David Sullivan og David Gold muni kaupa 50% hlut í West Ham af CB Holding, dótturfélagi Straums. Kaupsamningurinn nemi 50 milljónum punda, eða 10 milljörðum króna. Hugsanlega verði gengið frá kaupunum innan sjö daga.
Sunday Mirror segir að Sullivan og Gold sé ekki heimilt að tjá sig um málið vegna trúnaðar. Heimildarmaður blaðsins segi hins vegar að lokasamningur milli aðila sé langt á veg kominn.
Mirror segir að CB Holding muni áfram eiga 50% hlut í félaginu. Sullivan og Gold muni hins vegar stýra því og leggja félaginu til fé vegna leikmannakaupa.
Fregnir af mögulegri sölu West Ham hafa verið þrálátar upp á síðkastið. Á þriðjudaginn var greint frá því á Sky Sport að hópur bandarískra fjárfesta með aðsetur í London ætlaði að gera tilboð í félagið.
Fullyrt að Sullivan og Gold kaupi 50% í West Ham
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið

Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga
Viðskipti innlent

Íslenskt sund í New York
Viðskipti erlent

Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu
Viðskipti innlent

Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur
Viðskipti erlent


Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða
Viðskipti innlent

Spá óbreyttum stýrivöxtum
Viðskipti innlent

Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka
Viðskipti innlent

Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist
Viðskipti innlent

Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið
Viðskipti innlent