Endurvinnsla: Safnast þegar saman kemur Helga María Heiðarsdóttir skrifar 3. maí 2013 07:00 Við búum á einstakri plánetu sem okkur er kleift að lifa á vegna ýmissa þátta. Má þar til dæmis nefna að súrefnismagn er hæfilegt og hitastig innan þægilegra marka (þó að við kvörtum nú oft yfir því). Þessir þættir eru viðkvæmir fyrir breytingum og breytingar gætu leitt til þess að aðstæður verði okkur ekki jafn ákjósanlegar. Loftslagsbreytingar af völdum gróðurhúsalofttegunda eru staðreynd og nær daglega má sjá í fréttum umfjöllun um afleiðingar þeirra. Þrátt fyrir að aðstæður breytist hugsanlega til batnaðar á mörgum stöðum (margir kvarta til dæmis ekki yfir fleiri hlýjum sumardögum á Íslandi) þá eru loftslagsbreytingar hætta sem ógnar allri heimsbyggðinni. Þegar litið er á plánetuna okkar úr fjarlægð má hvorki sjá mörk né veggi sem halda breytingunum innan afmarkaðra svæða. Við verðum því að opna augun fyrir því að loftslagsbreytingar eiga sér nú stað og finna í sameiningu lausn. Manneskjan hefur áður komið af stað ferli sem skapað hefur hættu fyrir hana og umhverfi hennar. Nægir þar að minnast á gatið í ósonlaginu og á súrt regn, sem var mikið vandamál í nágrannalöndum okkar fyrir um 40 árum. Í sameiningu náðu þjóðir að koma í veg fyrir hörmungar sem mögulega hefðu getað fylgt. Flestar þjóðir (því miður ekki allar) vinna nú að einhverju leyti að því að breyta samfélagsháttum sínum til að draga úr áhrifum og afleiðingum loftslagsbreytinga, aðallega með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (t.d. koltvísýrings og metans) en betur má ef duga skal.Efasemdafólk Mikið er skrifað um ástæður og afleiðingar loftslagsbreytinga, en miklum tíma og orku er því miður eytt í að reyna að sannfæra efasemdafólk um að loftslagsbreytingar séu staðreynd. Þann tíma og orku mætti betur nýta í að ræða hvað við sem einstaklingar og þjóðir getum gert til að draga úr og jafnvel leysa vandamálið. Með því gætum við sett loftslagsbreytingar í umræðuflokk með gatinu í ósonlaginu og súrri rigningu. Íslendingar hitta oft naglann á höfuðið og má þar nefna orðtakið safnast þegar saman kemur. Að sjálfsögðu losa stór fyrirtæki meira af gróðurhúsalofttegundum en einstaklingar og þurfa þar af leiðandi mörg að draga mikið úr sinni losun. Fyrirtæki eru þó mynduð af einstaklingum og því þarf hugarfarsbreytingin að hefjast þar; ef allir leggja sitt af mörkum þá mun það hafa áhrif. Þú gætir t.d. notað bílinn minna og gengið meira (með því græðir þú hreyfingu og um leið lengir þú endingartíma bílsins). Að endurvinna er góður ávani og lítið mál að safna blöðum og plasti og skila í grenndargámana (má finna í öllum hverfum). Ef þú venur þig á þetta dregur þú úr orkunotkun (framleiðsla krefst yfirleitt meiri orku en endurvinnsla), efnisnotkun og flutningi; sem allt losar gróðurhúsalofttegundir. Jörðin aðlagar sig tiltölulega fljótt að nýjum aðstæðum og mun hugsanlega bjóða upp á svipað loftslag aftur eftir nokkrar aldir, en það er ekki víst að við getum búið á henni á meðan hún jafnar sig. Hjálpumst að við að leysa loftslagsvandamálið og viðhalda þeim loftslagsaðstæðum sem okkur er kleift að lifa við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Við búum á einstakri plánetu sem okkur er kleift að lifa á vegna ýmissa þátta. Má þar til dæmis nefna að súrefnismagn er hæfilegt og hitastig innan þægilegra marka (þó að við kvörtum nú oft yfir því). Þessir þættir eru viðkvæmir fyrir breytingum og breytingar gætu leitt til þess að aðstæður verði okkur ekki jafn ákjósanlegar. Loftslagsbreytingar af völdum gróðurhúsalofttegunda eru staðreynd og nær daglega má sjá í fréttum umfjöllun um afleiðingar þeirra. Þrátt fyrir að aðstæður breytist hugsanlega til batnaðar á mörgum stöðum (margir kvarta til dæmis ekki yfir fleiri hlýjum sumardögum á Íslandi) þá eru loftslagsbreytingar hætta sem ógnar allri heimsbyggðinni. Þegar litið er á plánetuna okkar úr fjarlægð má hvorki sjá mörk né veggi sem halda breytingunum innan afmarkaðra svæða. Við verðum því að opna augun fyrir því að loftslagsbreytingar eiga sér nú stað og finna í sameiningu lausn. Manneskjan hefur áður komið af stað ferli sem skapað hefur hættu fyrir hana og umhverfi hennar. Nægir þar að minnast á gatið í ósonlaginu og á súrt regn, sem var mikið vandamál í nágrannalöndum okkar fyrir um 40 árum. Í sameiningu náðu þjóðir að koma í veg fyrir hörmungar sem mögulega hefðu getað fylgt. Flestar þjóðir (því miður ekki allar) vinna nú að einhverju leyti að því að breyta samfélagsháttum sínum til að draga úr áhrifum og afleiðingum loftslagsbreytinga, aðallega með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (t.d. koltvísýrings og metans) en betur má ef duga skal.Efasemdafólk Mikið er skrifað um ástæður og afleiðingar loftslagsbreytinga, en miklum tíma og orku er því miður eytt í að reyna að sannfæra efasemdafólk um að loftslagsbreytingar séu staðreynd. Þann tíma og orku mætti betur nýta í að ræða hvað við sem einstaklingar og þjóðir getum gert til að draga úr og jafnvel leysa vandamálið. Með því gætum við sett loftslagsbreytingar í umræðuflokk með gatinu í ósonlaginu og súrri rigningu. Íslendingar hitta oft naglann á höfuðið og má þar nefna orðtakið safnast þegar saman kemur. Að sjálfsögðu losa stór fyrirtæki meira af gróðurhúsalofttegundum en einstaklingar og þurfa þar af leiðandi mörg að draga mikið úr sinni losun. Fyrirtæki eru þó mynduð af einstaklingum og því þarf hugarfarsbreytingin að hefjast þar; ef allir leggja sitt af mörkum þá mun það hafa áhrif. Þú gætir t.d. notað bílinn minna og gengið meira (með því græðir þú hreyfingu og um leið lengir þú endingartíma bílsins). Að endurvinna er góður ávani og lítið mál að safna blöðum og plasti og skila í grenndargámana (má finna í öllum hverfum). Ef þú venur þig á þetta dregur þú úr orkunotkun (framleiðsla krefst yfirleitt meiri orku en endurvinnsla), efnisnotkun og flutningi; sem allt losar gróðurhúsalofttegundir. Jörðin aðlagar sig tiltölulega fljótt að nýjum aðstæðum og mun hugsanlega bjóða upp á svipað loftslag aftur eftir nokkrar aldir, en það er ekki víst að við getum búið á henni á meðan hún jafnar sig. Hjálpumst að við að leysa loftslagsvandamálið og viðhalda þeim loftslagsaðstæðum sem okkur er kleift að lifa við.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun