Vantar um hálfan milljarð í viðhald flugvalla Heimir Már Pétursson skrifar 18. október 2014 20:15 Um sex hundruð milljónir þarf til viðhalds og framkvæmda á flugvöllum landsins á næsta ári en aðeins er gert ráð fyrir 150 milljónum í þennan lið á fjárlögum. Ekkert fjármagn er ætlað í stækkun flughlaðs á Akureyrarflugvelli en formaður umhverfis- og samgöngunefndar er bjartsýnn á að fjármagn fáist til þess. Gífurlegt magn af jarðefni fellur til við gerð Vaðlaheiðarganga og nú þegar eru um 60 þúsund rúmmetrar af efni til reiðu skammt frá gangamunanum Eyjafjarðarmegin, svo gott sem í túnfæti flugvallarins á Akureyri. Áform eru upp um að stækka flughlaðið á flugvellinum og byggja þar nýja flugstöð, þannig að flugvöllurinn geti þjónað betur bæði innanlands- og millilandaflugi. Ísavia getur fengið jarðefnið endurgjaldslaust en þarf að greiða fyrir flutninginn á því að flugvellinum til fyllingar fyrir flughlaðið en fjárveiting hefur ekki fengist til þess. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sem einnig er fyrsti þingmaður norðausturkjördæmis, skoðaði Vaðlaheiðargöng hinn 15 júlí í sumar og sagði þá þetta varðandi fjármögnun á verkefninu.Sigmundur skoðaði Vaðlaheiðargöng í sumar.VísirÞegar forsætisráðherrann sjálfur leggst á málið er þá ekki líklegt að menn geti farið að vinna í þessu flughlaði strax á næsta sumri? „Það eru auðvitað víða mikilvæg verkefni og aðkallandi. Meðal annars í samgöngumálum. En hér er bæði þessi kostur að hafa nægt efni sem menn hljóta þá að vilja nýta tækifærið að nýta í þetta. En einnig þörf fyrir að það gerist á ekki of löngum tíma því annars safnast þetta bara upp hér,“ sagði Sigmundur Davíð hinn 15. júlí. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár er hins vegar ekki gert ráð fyrir fjárveitingu í þetta verkefni. Raunar er aðeins gert ráð fyrir 150 milljónum til viðhalds núverandi innviða flugvallanna en samkvæmt gögnum frá Ísavia þarf um 600 milljónir í þau verkefni og ekkert fé er til nýframkvæmda. Formaður umhverfis- og samgöngunefndar telur hins vegar að fjármunir muni fást til verksins. „Já ég er bjartsýnn á að við getum komið inn fjármunum til að koma þesu mikilvæga verkefni af stað. Ég hef rætt það við marga, þeirra á meðal formann fjárlaganefndar og forsætisráðherra hefur lýst því yfir að hann sé allur af vilja gerður til að styðja við bakið á verkefninu. Þannig að já, ég er bjartsýnn á að það takist,“ segir Höskuldur Þórhallsson samflokksmaður forsætisráðherra og þingmaður í sama kjördæmi. Smá umþóttunartími hafi fengist þegar gagnagerðarmenn fóru að bora Fnjóskadalsmegin. „Þannig að það var kannski ekki alveg eins brýnt að fara í þetta strax eins og við töldum síðasta vor að minnsta kosti. En ég á von á því að það verði hægt að fara að flytja efnið fyrr en seinna,“ segir Höskuldur Þórhallsson. Alþingi Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Um sex hundruð milljónir þarf til viðhalds og framkvæmda á flugvöllum landsins á næsta ári en aðeins er gert ráð fyrir 150 milljónum í þennan lið á fjárlögum. Ekkert fjármagn er ætlað í stækkun flughlaðs á Akureyrarflugvelli en formaður umhverfis- og samgöngunefndar er bjartsýnn á að fjármagn fáist til þess. Gífurlegt magn af jarðefni fellur til við gerð Vaðlaheiðarganga og nú þegar eru um 60 þúsund rúmmetrar af efni til reiðu skammt frá gangamunanum Eyjafjarðarmegin, svo gott sem í túnfæti flugvallarins á Akureyri. Áform eru upp um að stækka flughlaðið á flugvellinum og byggja þar nýja flugstöð, þannig að flugvöllurinn geti þjónað betur bæði innanlands- og millilandaflugi. Ísavia getur fengið jarðefnið endurgjaldslaust en þarf að greiða fyrir flutninginn á því að flugvellinum til fyllingar fyrir flughlaðið en fjárveiting hefur ekki fengist til þess. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sem einnig er fyrsti þingmaður norðausturkjördæmis, skoðaði Vaðlaheiðargöng hinn 15 júlí í sumar og sagði þá þetta varðandi fjármögnun á verkefninu.Sigmundur skoðaði Vaðlaheiðargöng í sumar.VísirÞegar forsætisráðherrann sjálfur leggst á málið er þá ekki líklegt að menn geti farið að vinna í þessu flughlaði strax á næsta sumri? „Það eru auðvitað víða mikilvæg verkefni og aðkallandi. Meðal annars í samgöngumálum. En hér er bæði þessi kostur að hafa nægt efni sem menn hljóta þá að vilja nýta tækifærið að nýta í þetta. En einnig þörf fyrir að það gerist á ekki of löngum tíma því annars safnast þetta bara upp hér,“ sagði Sigmundur Davíð hinn 15. júlí. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár er hins vegar ekki gert ráð fyrir fjárveitingu í þetta verkefni. Raunar er aðeins gert ráð fyrir 150 milljónum til viðhalds núverandi innviða flugvallanna en samkvæmt gögnum frá Ísavia þarf um 600 milljónir í þau verkefni og ekkert fé er til nýframkvæmda. Formaður umhverfis- og samgöngunefndar telur hins vegar að fjármunir muni fást til verksins. „Já ég er bjartsýnn á að við getum komið inn fjármunum til að koma þesu mikilvæga verkefni af stað. Ég hef rætt það við marga, þeirra á meðal formann fjárlaganefndar og forsætisráðherra hefur lýst því yfir að hann sé allur af vilja gerður til að styðja við bakið á verkefninu. Þannig að já, ég er bjartsýnn á að það takist,“ segir Höskuldur Þórhallsson samflokksmaður forsætisráðherra og þingmaður í sama kjördæmi. Smá umþóttunartími hafi fengist þegar gagnagerðarmenn fóru að bora Fnjóskadalsmegin. „Þannig að það var kannski ekki alveg eins brýnt að fara í þetta strax eins og við töldum síðasta vor að minnsta kosti. En ég á von á því að það verði hægt að fara að flytja efnið fyrr en seinna,“ segir Höskuldur Þórhallsson.
Alþingi Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira