Össur Skarphéðinsson hefur lagt fram lagafrumvarp um að virðisaukaskattur verði endurgreiddur af vinnu manna við viðhald kirkna og annarra samkomuhúsa trú- eða lífskoðunarfélaga.
Í greinargerð með frumvarpinu segir að hægt hafi verið að fá virðisaukaskatt endurgreiddan vegna vinnu við íbúðarhúsnæði og sumarbústaði í nokkur ár. Því væri ekki úr vegi að sambærileg ákvæði giltu um trú- og lífskoðunarfélög enda hafi viðhald kirkna víða setið á hakanum í efnahagsþrengingum síðustu ára.
Flutningsmenn að frumvarpinu ásamt Össuri eru þeir Kristján Möller og Ögmundur Jónasson.
