Tíminn til að afnema höftin er núna Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 26. febrúar 2015 14:41 Ásgeir sagði í sínu erindi að Seðlabankanum hefði tekist að ná efnahagslegum stöðugleika og verðbólgumarkmiðum sínum og hagvöxtur væri kominn á strik. Vísir/GVA Ytri aðstæður til að afnema gjaldeyrishöftin hafa aldrei verið betri en núna. Þetta kom fram í máli Ásgeirs Jónssonar, dósents í hagfræði við Háskóla Íslands á fundi stjórnarandstöðunnar um afnám gjaldeyrishafta í Iðnó í dag. Þótti það tíðindum sæta að hagfræðingarnir þrír sem voru frummælendur á fundinum voru allir sammála um þetta atriði, en auk Ásgeirs voru Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur hjá Seðlabankanum og Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur hjá ASÍ, með erindi. Ásgeir sagði í sínu erindi að Seðlabankanum hefði tekist að ná efnahagslegum stöðugleika og verðbólgumarkmiðum sínum og hagvöxtur væri kominn á strik. Því væru aðstæður til afnáms hafta sérstaklega góðar nú. Árangur í haftaafnámi ylti þó fyrst og fremst á trúverðugleika Íslands á alþjóðavettvangi. Ólafur Darri tók undir þetta, trú á íslenskt efnahagslíf skipti sköpum. Nauðsynlegt væri að ganga þannig frá samningum um slit föllnu bankanna að þeir röskuðu ekki fjármálastöðugleika og ekki væri hægt að líta á erlendar eignir hér sem sjálfstæðan tekjustofn. Sigríður sagði að útgönguskattur á eignir erlendra kröfuhafa væri í eðli sínu ákveðið form hafta. Við afnám haftanna væri mikilvægt að skerpa enn frekar á sjálfstæði Seðlabankans. Ef horft væri framhjá umræddum eignum erlendra kröfuhafa væri fjárfesting erlendra aðila á íslenskum markaði á eðlilegu róli. Alþingi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira
Ytri aðstæður til að afnema gjaldeyrishöftin hafa aldrei verið betri en núna. Þetta kom fram í máli Ásgeirs Jónssonar, dósents í hagfræði við Háskóla Íslands á fundi stjórnarandstöðunnar um afnám gjaldeyrishafta í Iðnó í dag. Þótti það tíðindum sæta að hagfræðingarnir þrír sem voru frummælendur á fundinum voru allir sammála um þetta atriði, en auk Ásgeirs voru Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur hjá Seðlabankanum og Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur hjá ASÍ, með erindi. Ásgeir sagði í sínu erindi að Seðlabankanum hefði tekist að ná efnahagslegum stöðugleika og verðbólgumarkmiðum sínum og hagvöxtur væri kominn á strik. Því væru aðstæður til afnáms hafta sérstaklega góðar nú. Árangur í haftaafnámi ylti þó fyrst og fremst á trúverðugleika Íslands á alþjóðavettvangi. Ólafur Darri tók undir þetta, trú á íslenskt efnahagslíf skipti sköpum. Nauðsynlegt væri að ganga þannig frá samningum um slit föllnu bankanna að þeir röskuðu ekki fjármálastöðugleika og ekki væri hægt að líta á erlendar eignir hér sem sjálfstæðan tekjustofn. Sigríður sagði að útgönguskattur á eignir erlendra kröfuhafa væri í eðli sínu ákveðið form hafta. Við afnám haftanna væri mikilvægt að skerpa enn frekar á sjálfstæði Seðlabankans. Ef horft væri framhjá umræddum eignum erlendra kröfuhafa væri fjárfesting erlendra aðila á íslenskum markaði á eðlilegu róli.
Alþingi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira