Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. nóvember 2024 15:30 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari. vísir/vilhelm Samningaviðræður í kjaradeilu lækna eru komnar á lokastig. Nýr taktur blasir við í kjaradeilu kennara eftir að samningsaðilar fundu sameiginlega grundvöll í gær. Þetta staðfestir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í samtali við Vísi. „Það er ekkert búið fyrr en allt er búið,“ ítrekar hann þó. Eins og greint hefur verið frá er mikið að gera í Karphúsinu um þessar mundir. Samninganefndir Kennarasambands Íslands og sveitarfélaga hafa fundað síðan klukkan tólf en samninganefndir lækna og ríkis hafa fundað í húsinu frá klukkan 9:30. Verið að teikna upp kjarasamning Ástráður segist reikna með því að samninganefndir lækna og ríkisins muni funda eitthvað fram á kvöld en allt kapp er lagt á að ná samningum áður en verkfall skellur á á miðnætti. Verið sé að teikna upp kjarasamning í þessum töluðu orðum. „Það er mjög góður gangur í því máli og allir vinna hörðum höndum að því að koma saman kjarasamningi sem að við vonum að geti komið í veg fyrir að það komi til verkfalla. Það er ekki útséð um það ennþá en við allavega erum enn þá að djöflast í þessu. Við erum bara mjög langt komin í því,“ segir Ástráður. Ertu vongóður um að það verði komist að niðurstöðu fyrir miðnætti? „Ég er alltaf vongóður, það er mitt millinafn.“ Samkomulag gærdagsins breyti miklu Hann segir stöðuna í kjaradeilu kennara vera komna á betri veg eftir að samningsaðilar fundu sameiginlegan grundvöll fyrir framhald viðræðna í gær. Nýr taktur sé viðræðunum. „Þar erum við bara að vinna við það að koma þeirri vinnu, sem við ákváðum í gær, af stað en það er miklu skemmra komið. Vinnulaginu var breytt í gær og við erum að vinna vinnu sem er nær því að vera til þess fallin að leiða af sér kjarasamning en áður.“ Kjaramál Læknaverkfall 2024 Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Þetta staðfestir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í samtali við Vísi. „Það er ekkert búið fyrr en allt er búið,“ ítrekar hann þó. Eins og greint hefur verið frá er mikið að gera í Karphúsinu um þessar mundir. Samninganefndir Kennarasambands Íslands og sveitarfélaga hafa fundað síðan klukkan tólf en samninganefndir lækna og ríkis hafa fundað í húsinu frá klukkan 9:30. Verið að teikna upp kjarasamning Ástráður segist reikna með því að samninganefndir lækna og ríkisins muni funda eitthvað fram á kvöld en allt kapp er lagt á að ná samningum áður en verkfall skellur á á miðnætti. Verið sé að teikna upp kjarasamning í þessum töluðu orðum. „Það er mjög góður gangur í því máli og allir vinna hörðum höndum að því að koma saman kjarasamningi sem að við vonum að geti komið í veg fyrir að það komi til verkfalla. Það er ekki útséð um það ennþá en við allavega erum enn þá að djöflast í þessu. Við erum bara mjög langt komin í því,“ segir Ástráður. Ertu vongóður um að það verði komist að niðurstöðu fyrir miðnætti? „Ég er alltaf vongóður, það er mitt millinafn.“ Samkomulag gærdagsins breyti miklu Hann segir stöðuna í kjaradeilu kennara vera komna á betri veg eftir að samningsaðilar fundu sameiginlegan grundvöll fyrir framhald viðræðna í gær. Nýr taktur sé viðræðunum. „Þar erum við bara að vinna við það að koma þeirri vinnu, sem við ákváðum í gær, af stað en það er miklu skemmra komið. Vinnulaginu var breytt í gær og við erum að vinna vinnu sem er nær því að vera til þess fallin að leiða af sér kjarasamning en áður.“
Kjaramál Læknaverkfall 2024 Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira