Fjármálaráðherra segir eðlilega leynd yfir afnámi hafta Heimir Már Pétursson skrifar 5. mars 2015 19:49 Formaður Vinstri grænna segir að sú leynd sem hvíli yfir áformum stjórnvalda um hvernig standa eigi að afnámi gjaldeyrishafta veki tortryggni. Fjármálaráðherra segir hins vegar nauðsynlegt að menn ræði ekki út og suður þá kosti sem íslensk stjórnvöld séu að skoða, meðal annars vega áhrifa slíkrar umræðu á fjármálamarkaðinn. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna vísaði til þess í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að forsætisráðherra hefði áður gefið henni þau svör að nauðsynlegt væri að aðgerðaráætlun um losun gjaldeyrishafta væri leynileg. Miklir hagsmunir væru undir og kröfuhafar föllnu bankanna beittu ýmsum aðferðum til að komast yfir upplýsingar. Katrín tók undir það að miklir þjóðarhagsmunir væru í húfi. „Er þetta ekki eitthvað sem er eðlilegt að við fáum opna umræðu um? Ekki bara hér á Alþingi heldur líka gagnvart fólkinu í landinu? Því þetta er hagsmunamál okkar allra. Þetta stóra efnahagsmál. Þannig að ég spyr hæstvirtan fjármálaráðherra hvort hann sé sammála um að það sé eðlilegt að hjúpa þetta þessum leyndarhjúp,“ sagði Katrín. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði mikilvægt að blanda ekki saman almennri umræðu um það hvernig stjórnvöld hygðust haga peningastjórn í landinu og hvaða varúðartæki stjórnvöld hygðust taka upp til að tryggja stöðugleika í efnahagsmálum eftir afnám hafta og síðan því hvernig stjórnvöld ætluðu nákvæmlega að taka á vandanum sem tengdist föllnu bönkunum. „Og birtist okkur í í fyrsta lagi í aflandskrónuvandanum. Í öðru lagi hættunni af skyndilegu gengishruni vegna uppgjörs á slitabúum hinna föllnu banka,“ sagði Bjarni. Þar þyrfti að skoða ýmsa valkosti sem ekki væri æskilegt að ræða mikið opinberlega. „Og það er staðreynd sem forsætisráðherra hefur bent á, að það kann að vera að það þjóni ekki okkar hagsmunum að vera að tala út og suður um alla þá ólíku valkosti,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir að sú leynd sem hvíli yfir áformum stjórnvalda um hvernig standa eigi að afnámi gjaldeyrishafta veki tortryggni. Fjármálaráðherra segir hins vegar nauðsynlegt að menn ræði ekki út og suður þá kosti sem íslensk stjórnvöld séu að skoða, meðal annars vega áhrifa slíkrar umræðu á fjármálamarkaðinn. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna vísaði til þess í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að forsætisráðherra hefði áður gefið henni þau svör að nauðsynlegt væri að aðgerðaráætlun um losun gjaldeyrishafta væri leynileg. Miklir hagsmunir væru undir og kröfuhafar föllnu bankanna beittu ýmsum aðferðum til að komast yfir upplýsingar. Katrín tók undir það að miklir þjóðarhagsmunir væru í húfi. „Er þetta ekki eitthvað sem er eðlilegt að við fáum opna umræðu um? Ekki bara hér á Alþingi heldur líka gagnvart fólkinu í landinu? Því þetta er hagsmunamál okkar allra. Þetta stóra efnahagsmál. Þannig að ég spyr hæstvirtan fjármálaráðherra hvort hann sé sammála um að það sé eðlilegt að hjúpa þetta þessum leyndarhjúp,“ sagði Katrín. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði mikilvægt að blanda ekki saman almennri umræðu um það hvernig stjórnvöld hygðust haga peningastjórn í landinu og hvaða varúðartæki stjórnvöld hygðust taka upp til að tryggja stöðugleika í efnahagsmálum eftir afnám hafta og síðan því hvernig stjórnvöld ætluðu nákvæmlega að taka á vandanum sem tengdist föllnu bönkunum. „Og birtist okkur í í fyrsta lagi í aflandskrónuvandanum. Í öðru lagi hættunni af skyndilegu gengishruni vegna uppgjörs á slitabúum hinna föllnu banka,“ sagði Bjarni. Þar þyrfti að skoða ýmsa valkosti sem ekki væri æskilegt að ræða mikið opinberlega. „Og það er staðreynd sem forsætisráðherra hefur bent á, að það kann að vera að það þjóni ekki okkar hagsmunum að vera að tala út og suður um alla þá ólíku valkosti,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira