Sér ekki eftir neinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson. skrifar 11. apríl 2015 06:00 Gunnar Nielsen leikur með Stjörnunni í sumar. Hér er hann með þjálfara Garðabæjarliðsins, Rúnari Páli Sigmundssyni. Vísir/Stefán Gunnar Nielsen, landsliðsmarkvörður Færeyja, vill sýna sig og sanna upp á nýtt með Íslandsmeisturum Stjörnunnar en hann samdi nýverið við liðið og hefur nú hafið æfingar í Garðabænum. Hann var kynntur fjölmiðlum á blaðamannafundi á Samsung-vellinum í gær. „Ég er ánægður með að vera kominn hingað til Stjörnunnar,“ sagði Gunnar sem er hálfur Íslendingur en móðir hans er frá Siglufirði. Gunnar ólst þó upp í Færeyjum en hefur margsinnis heimsótt Ísland. Þessi 28 ára gamli markvörður á langan feril að baki og hefur verið á mála hjá bæði Blackburn og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Þar fékk hann hins vegar fá tækifæri en varð fyrsti Færeyingurinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni er hann kom inn á fyrir Shay Given í leik City gegn Arsenal árið 2010. En tíð meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá honum og það var ekki fyrr en hann samdi við Motherwell í Skotlandi árið 2013 að hann fékk að spila reglulega. En samningi hans við félagið var rift í síðasta mánuði og vildi hann ekki greina frá ástæðum þess. „Ég veit að ég hef átt skrýtinn feril og þegar maður ákveður að semja við stór lið eins og Blackburn og Manchester City er áhættan vissulega sú að það sé erfitt að komast í liðið. En mér fannst að ég yrði að segja já þegar maður fær tækifæri sem þetta,“ sagði hann. „Ég sé ekki eftir neinu. Auðvitað vil ég spila meira og nýta þau tækifæri sem ég fæ. En það er margt sem getur skemmt fyrir, eins og meiðsli, sérstaklega þegar maður er hjá stórum félögum.“ Hann vill sanna sig hjá Stjörnunni og veit að gott gengi á Íslandi getur leitt til þess að stór erlend félög fylgist með honum. „Ég vil fyrst og fremst fá að spila fullt af leikjum. Vonandi tekst okkur að ná árangri, hvort sem er í deildinni eða Evrópukeppninni. Ég hef líka séð að leikmenn sem standa sig vel hér fá tækifæri hjá erlendum liðum. Ég lít ekki á þetta sem skref aftur á bak,“ segir Gunnar en hann samdi við Stjörnuna út tímabilið. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Gunnar Nielsen, landsliðsmarkvörður Færeyja, vill sýna sig og sanna upp á nýtt með Íslandsmeisturum Stjörnunnar en hann samdi nýverið við liðið og hefur nú hafið æfingar í Garðabænum. Hann var kynntur fjölmiðlum á blaðamannafundi á Samsung-vellinum í gær. „Ég er ánægður með að vera kominn hingað til Stjörnunnar,“ sagði Gunnar sem er hálfur Íslendingur en móðir hans er frá Siglufirði. Gunnar ólst þó upp í Færeyjum en hefur margsinnis heimsótt Ísland. Þessi 28 ára gamli markvörður á langan feril að baki og hefur verið á mála hjá bæði Blackburn og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Þar fékk hann hins vegar fá tækifæri en varð fyrsti Færeyingurinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni er hann kom inn á fyrir Shay Given í leik City gegn Arsenal árið 2010. En tíð meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá honum og það var ekki fyrr en hann samdi við Motherwell í Skotlandi árið 2013 að hann fékk að spila reglulega. En samningi hans við félagið var rift í síðasta mánuði og vildi hann ekki greina frá ástæðum þess. „Ég veit að ég hef átt skrýtinn feril og þegar maður ákveður að semja við stór lið eins og Blackburn og Manchester City er áhættan vissulega sú að það sé erfitt að komast í liðið. En mér fannst að ég yrði að segja já þegar maður fær tækifæri sem þetta,“ sagði hann. „Ég sé ekki eftir neinu. Auðvitað vil ég spila meira og nýta þau tækifæri sem ég fæ. En það er margt sem getur skemmt fyrir, eins og meiðsli, sérstaklega þegar maður er hjá stórum félögum.“ Hann vill sanna sig hjá Stjörnunni og veit að gott gengi á Íslandi getur leitt til þess að stór erlend félög fylgist með honum. „Ég vil fyrst og fremst fá að spila fullt af leikjum. Vonandi tekst okkur að ná árangri, hvort sem er í deildinni eða Evrópukeppninni. Ég hef líka séð að leikmenn sem standa sig vel hér fá tækifæri hjá erlendum liðum. Ég lít ekki á þetta sem skref aftur á bak,“ segir Gunnar en hann samdi við Stjörnuna út tímabilið.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira