„Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Hjörvar Ólafsson skrifar 30. janúar 2025 21:55 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, segir mikið vanta upp á hjá sínu liði eins og sakir standa. Vísir/Pawel Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var sár og svekktur með hugarfar og orkustig leikmanna sinna þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Stjörnunni í leik liðanna í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld. Jóhann Þór segir að lægðin sem hafi látið á sér kræla í nóvember sé enn til staðar hjá liðinu. „Við náðum aldrei neinu flugi í okkar leik og Stjörnumenn voru einfaldlega miklu betri í þessum leik. Við vorum slegnir utan undir strax í upphafi leiks og náðum okkur aldrei almennilega á strik. Það veldur mér áhyggjum hversu mikið betri þeir vorum á öllum sviðum í þessum leik,“ sagði Jóhann Þór, sýnilega hundfúll. „Við erum búnir að vera í lægð síðan um miðjan nóvember og við verðum að finna lausnir á því hvernig við náum að bæta leik liðsins. Það vantar alla orku og gleði í liðið og frammistaðan er eftir því. Við verðum að snúa bökum saman og snúa þessu í rétta átt,“ sagði Jóhann Þór enn fremur. „Það er eins og formaðurinn standi í hurðinni og dragði leikmenn og mig sjálfan inn á parketið til þess að spila þessa leiki. Það er engin gleði og það vantar allan vilja til þess að gera það sem þarf til þess að landa sigrum í höfn,“ sagði hann svekktur út í sjálfan sig og lærisveina sína. Grindvíkingar hafa ákveðið að skipta um Bandaríkjamann en Devon Thomas hefur verið leystur undan samningi. Jeremy Pargo sem á að leysa hann af hólmi og lappa upp á leik Grindavíkurliðsins er ekki kominn til landsins en Jóhann Þór segir að fjarvera hans geta ekki útskýrt muninn á liðunum í kvöld. „Við getum fengið til liðs við okkur 58 leikmenn en ef að andinn er ekki meiri í þeim leikmönnum sem eru til staðar inni á vellinum þá mun þetta ekkert breytast og við höldum bara áfram í sama horfinu. Nú er ekkert sem heitir lengur og við þurfum að grafa djúpt eftir þeirri orku og gleði sem til þarf til þess að vinna körfuboltaleiki,“ sagði Jóhann Þór vonsvikinn. Bónus-deild karla Grindavík Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira
„Við náðum aldrei neinu flugi í okkar leik og Stjörnumenn voru einfaldlega miklu betri í þessum leik. Við vorum slegnir utan undir strax í upphafi leiks og náðum okkur aldrei almennilega á strik. Það veldur mér áhyggjum hversu mikið betri þeir vorum á öllum sviðum í þessum leik,“ sagði Jóhann Þór, sýnilega hundfúll. „Við erum búnir að vera í lægð síðan um miðjan nóvember og við verðum að finna lausnir á því hvernig við náum að bæta leik liðsins. Það vantar alla orku og gleði í liðið og frammistaðan er eftir því. Við verðum að snúa bökum saman og snúa þessu í rétta átt,“ sagði Jóhann Þór enn fremur. „Það er eins og formaðurinn standi í hurðinni og dragði leikmenn og mig sjálfan inn á parketið til þess að spila þessa leiki. Það er engin gleði og það vantar allan vilja til þess að gera það sem þarf til þess að landa sigrum í höfn,“ sagði hann svekktur út í sjálfan sig og lærisveina sína. Grindvíkingar hafa ákveðið að skipta um Bandaríkjamann en Devon Thomas hefur verið leystur undan samningi. Jeremy Pargo sem á að leysa hann af hólmi og lappa upp á leik Grindavíkurliðsins er ekki kominn til landsins en Jóhann Þór segir að fjarvera hans geta ekki útskýrt muninn á liðunum í kvöld. „Við getum fengið til liðs við okkur 58 leikmenn en ef að andinn er ekki meiri í þeim leikmönnum sem eru til staðar inni á vellinum þá mun þetta ekkert breytast og við höldum bara áfram í sama horfinu. Nú er ekkert sem heitir lengur og við þurfum að grafa djúpt eftir þeirri orku og gleði sem til þarf til þess að vinna körfuboltaleiki,“ sagði Jóhann Þór vonsvikinn.
Bónus-deild karla Grindavík Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira