ekkirusl.is Sóley Tómasdóttir skrifar 8. janúar 2016 11:00 Yfirstandandi breytingar á sorphirðu í Reykjavík eru til þess gerðar að auðvelda borgarbúum að flokka sorp, auka endurnotkun og endurvinnslu og draga úr myndun úrgangs. Markmiðið er minni neysla, minni sóun og umhverfisvænni borg. Mikið hugarfarsbreyting hefur átt sér stað á undanförnum árum og sorpflokkun hefur aukist. Blandaður heimilisúrgangur hefur minnkað um 31% frá árinu 2005, var þá 229 kg á íbúa á móti 149 kg árið 2014. Tilkoma bláu tunnunnar árið 2009 breytti miklu en hlutfall pappírsefna fór þá úr 27% af blönduðum heimilisúrgangi í 11% árið 2014. Notkun grenndargáma og endurvinnslustöðva hefur aukist til muna á sama tíma. Borgarbúar hafa tekið vel við sér, en betur má ef duga skal. Breytt, bætt og sveigjanlegri þjónusta Til að ná markmiðum um vistvænni neysluhætti hefur þjónustu borgarinnar nú verið breytt, boðið er upp á sorphirðu á þremur flokkum við heimili og fleiri valkostir standa borgarbúum til boða þegar kemur að sorphirðuílátum. Til viðbótar við gráar tunnur í tveimur stærðum geta borgarbúar fengið bláa tunnu undir pappír og græna tunnu undir plast. Samsetning og ákvörðun um þjónustustig er alfarið í höndum borgarbúa, hvert heimili getur valið allt frá einni lítilli grárri tunnu yfir í margar tunnur af öllum sortum. Kostnaður vegna þjónustunnar er mishár – en augljóslega minnstur hjá þeim heimilum sem mest flokka og nýta sér grenndarstöðvar sem mest. Hagrænn og heilsusamlegur ávinningur af regluglegum gönguferðum á grenndarstöðvar getur verið umtalsverður. Í Reykjavík eru reknar 57 grenndarstöðvar, staðsettar í innan við 500 metra fjarlægð við 85% heimila í Reykjavík. Vegalengdin er jafnvel styttri á grenndarstöð en í matvöruverslun, þar sem borgarbúar sækja stóran hluta þess varnings sem síðar myndar úrganginn. Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið sem býður upp á þennan sveigjanleika, eina sveitarfélagið sem gerir íbúum kleift að velja hversu mikil þjónustan á að vera – og greiða í samræmi við notkun. Framtíðin Aðgerðaráætlun borgarinnar í úrgangsmálum gerir ráð fyrir að 80% af öllum pappa, 60% af öllu plasti og allur lífrænn úrgangur verði endurnýttur árið 2020. Stefnt er að því að taka á móti gleri, steinefnum og málmum á grenndarstöðvum strax á þessu ári. Í aðgerðaráætluninni er lögð rík áhersla á frekari vitundarvakningu og breytta neysluhætti og hafa margar hugmyndir komið fram í þeim efnum. Nýta mætti húsnæði borgarinnar undir skiptimarkaði, t.a.m. útifataskipti í grunnskólum, hjólaskipti í frístundamiðstöðvum eða almenna skiptimarkaði í Ráðhúsinu þar sem hvers kyns fatnaður, leikföng, húsbúnaður og/eða raftæki skipta um eigendur útgjaldalaust. Sömuleiðis getur borgin stuðlað að bættri nýtingu lífræns úrgangs við heimili með námskeiðum í moltugerð á meðan ekki er tekið á móti honum á grenndarstöðvum. Þannig eru umhverfisleg áhrif úrgangsins og endurvinnslunnar minnst, ef endurvinnslan fer fram við heimilin í sem mestum mæli án bílferða milli staða. Um val og skyldur Við hljótum öll að vera sammála um mikilvægi vistvænni lifnaðarhátta. Þó hafa heyrst gagnrýnisraddir gagnvart þeim mikilvægu skrefum sem nú eru stigin í átt að umhverfisvænni höfuðborg. Þar hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokks farið fremst í flokki en jafnframt örlaði á gagnrýni í leiðara Fanneyjar Birnu Jónsdóttur hér í Fréttablaðinu undir yfirskriftinni Villandi val. Þar var fullyrt að verið væri að skerða þjónustuna og rukka meira. Það er undarleg túlkun á breytingum þar sem fleiri flokkar eru sóttir heim og fólki er gert kleift að spara umtalsverðar upphæðir. Um hitt getum við verið sammála, ég, Fanney Birna og vonandi allir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokkins: Aukin sorpflokkun er ekki val. Okkur ber öllum að leggja okkur fram um að draga úr neyslu og sóun, auka endurvinnslu og endurnýtingu og ábyrgari lifnaðarhætti. Þær skyldur höfum við gagnvart jörðinni og framtíðinni og þær þurfum við að rækja í sameiningu, borgarbúar, fjölmiðlafólk og borgaryfirvöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Yfirstandandi breytingar á sorphirðu í Reykjavík eru til þess gerðar að auðvelda borgarbúum að flokka sorp, auka endurnotkun og endurvinnslu og draga úr myndun úrgangs. Markmiðið er minni neysla, minni sóun og umhverfisvænni borg. Mikið hugarfarsbreyting hefur átt sér stað á undanförnum árum og sorpflokkun hefur aukist. Blandaður heimilisúrgangur hefur minnkað um 31% frá árinu 2005, var þá 229 kg á íbúa á móti 149 kg árið 2014. Tilkoma bláu tunnunnar árið 2009 breytti miklu en hlutfall pappírsefna fór þá úr 27% af blönduðum heimilisúrgangi í 11% árið 2014. Notkun grenndargáma og endurvinnslustöðva hefur aukist til muna á sama tíma. Borgarbúar hafa tekið vel við sér, en betur má ef duga skal. Breytt, bætt og sveigjanlegri þjónusta Til að ná markmiðum um vistvænni neysluhætti hefur þjónustu borgarinnar nú verið breytt, boðið er upp á sorphirðu á þremur flokkum við heimili og fleiri valkostir standa borgarbúum til boða þegar kemur að sorphirðuílátum. Til viðbótar við gráar tunnur í tveimur stærðum geta borgarbúar fengið bláa tunnu undir pappír og græna tunnu undir plast. Samsetning og ákvörðun um þjónustustig er alfarið í höndum borgarbúa, hvert heimili getur valið allt frá einni lítilli grárri tunnu yfir í margar tunnur af öllum sortum. Kostnaður vegna þjónustunnar er mishár – en augljóslega minnstur hjá þeim heimilum sem mest flokka og nýta sér grenndarstöðvar sem mest. Hagrænn og heilsusamlegur ávinningur af regluglegum gönguferðum á grenndarstöðvar getur verið umtalsverður. Í Reykjavík eru reknar 57 grenndarstöðvar, staðsettar í innan við 500 metra fjarlægð við 85% heimila í Reykjavík. Vegalengdin er jafnvel styttri á grenndarstöð en í matvöruverslun, þar sem borgarbúar sækja stóran hluta þess varnings sem síðar myndar úrganginn. Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið sem býður upp á þennan sveigjanleika, eina sveitarfélagið sem gerir íbúum kleift að velja hversu mikil þjónustan á að vera – og greiða í samræmi við notkun. Framtíðin Aðgerðaráætlun borgarinnar í úrgangsmálum gerir ráð fyrir að 80% af öllum pappa, 60% af öllu plasti og allur lífrænn úrgangur verði endurnýttur árið 2020. Stefnt er að því að taka á móti gleri, steinefnum og málmum á grenndarstöðvum strax á þessu ári. Í aðgerðaráætluninni er lögð rík áhersla á frekari vitundarvakningu og breytta neysluhætti og hafa margar hugmyndir komið fram í þeim efnum. Nýta mætti húsnæði borgarinnar undir skiptimarkaði, t.a.m. útifataskipti í grunnskólum, hjólaskipti í frístundamiðstöðvum eða almenna skiptimarkaði í Ráðhúsinu þar sem hvers kyns fatnaður, leikföng, húsbúnaður og/eða raftæki skipta um eigendur útgjaldalaust. Sömuleiðis getur borgin stuðlað að bættri nýtingu lífræns úrgangs við heimili með námskeiðum í moltugerð á meðan ekki er tekið á móti honum á grenndarstöðvum. Þannig eru umhverfisleg áhrif úrgangsins og endurvinnslunnar minnst, ef endurvinnslan fer fram við heimilin í sem mestum mæli án bílferða milli staða. Um val og skyldur Við hljótum öll að vera sammála um mikilvægi vistvænni lifnaðarhátta. Þó hafa heyrst gagnrýnisraddir gagnvart þeim mikilvægu skrefum sem nú eru stigin í átt að umhverfisvænni höfuðborg. Þar hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokks farið fremst í flokki en jafnframt örlaði á gagnrýni í leiðara Fanneyjar Birnu Jónsdóttur hér í Fréttablaðinu undir yfirskriftinni Villandi val. Þar var fullyrt að verið væri að skerða þjónustuna og rukka meira. Það er undarleg túlkun á breytingum þar sem fleiri flokkar eru sóttir heim og fólki er gert kleift að spara umtalsverðar upphæðir. Um hitt getum við verið sammála, ég, Fanney Birna og vonandi allir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokkins: Aukin sorpflokkun er ekki val. Okkur ber öllum að leggja okkur fram um að draga úr neyslu og sóun, auka endurvinnslu og endurnýtingu og ábyrgari lifnaðarhætti. Þær skyldur höfum við gagnvart jörðinni og framtíðinni og þær þurfum við að rækja í sameiningu, borgarbúar, fjölmiðlafólk og borgaryfirvöld.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun