Meirihluti í G7-ríkjunum telur kynin jafnhæfa leiðtoga Kjartan Kjartansson skrifar 27. nóvember 2018 18:01 Konur treysta konum almennt frekar til að leiða en karlar í G7-ríkjunum. Vísir/Getty G7-ríkin svonefndu skipta sér í tvo hópa þegar kemur að afstöðu til jafnréttis í leiðtogastöðum í samfélaginu. Ný vísitala sem kennd er við Reykjavík og var kynnt á ráðstefnu í dag sýnir að Bretar, Frakkar, Kanada- og Bandaríkjamenn eru líklegri til þess að telja kynin jafnhæf til að gegn stjórnunarstöðum en Japanir, Þjóðverjar og Ítalir. Reykjavíkurvísitalan um forystu byggist á viðhorfskönnun þar sem tíu þúsund manns í G7-ríkjunum voru spurðir út viðhorf sín varðandi konur í áhrifastöðum í stjórnmálum og viðskiptum. Vísitalan nær frá núll upp í hundrað þar sem efri talan þýðir að samfélagið er algerlega sammála um að körlum og konum sé jafnvel treystandi til að vera við stjórnvölinn á öllum sviðum þess. Fyrir G7-ríkin í heild var vísitalan 66. Í Bretlandi, Frakklandi, Kanada og Bandaríkjunum var hún um og yfir 70 en í hinum ríkjunum þremur var hún öllu lægri. Í Japan var hún 61, Þýskalandi 59 og á Ítalíu 59. Töluverður munur var einnig á afstöðu kynjanna innan hvers ríkis. Almennt voru konur líklegri til að telja kynin jafnhæf en karlar, 67 gegn 61. Sambærilegt misræmi er til staðar í hverju landi fyrir sig og í öllum þeim tuttugu geirum sem spurt var um.Þýskir karlar íhaldssamir Innan við einn af hverjum fjórum þýskum karlmönnum sagðist líða vel með að kona stýrði landinu eða stórfyrirtæki. Það er töluvert lægra en meðaltal G7-ríkjanna þar sem 37% karla töldu konum treystandi til að stýra ríkisstjórn og 40% höfðu trú á þeim til að stýra fyrirtækjum. Þýskar konur voru einnig undir meðaltali G7-ríkjanna. Aðeins 30% sögðust treysta konu til að stjórna landinu borið saman við 48% allra kvenna í G7-ríkjum. Mest jafnræði var á milli afstöðu kynjanna í Bretlandi. Þar telja 78% kvenna kynsystur sínar jafnhæfar til að vera í áhrifastöðum og 75% karla. Af einstökum geirum samfélagsins voru fjölmiðlar og afþreyingariðnaðurinn með hæsta skorið á Reykjavíkurvísitölunni, 80. Það var einnig yfir 75 í ýmsum vísinda-, tækni, verkfræði- og stærfræðitengdum störfum. Alþjóðasamtökin Konur í pólitískri forystu (Women Political Leaders) kynntu Reykjavíkurvísitöluna á heimsþingi kvennleiðtoga í Hörpu í dag. Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi ráðherra, er stjórnarformaður samtakanna. Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
G7-ríkin svonefndu skipta sér í tvo hópa þegar kemur að afstöðu til jafnréttis í leiðtogastöðum í samfélaginu. Ný vísitala sem kennd er við Reykjavík og var kynnt á ráðstefnu í dag sýnir að Bretar, Frakkar, Kanada- og Bandaríkjamenn eru líklegri til þess að telja kynin jafnhæf til að gegn stjórnunarstöðum en Japanir, Þjóðverjar og Ítalir. Reykjavíkurvísitalan um forystu byggist á viðhorfskönnun þar sem tíu þúsund manns í G7-ríkjunum voru spurðir út viðhorf sín varðandi konur í áhrifastöðum í stjórnmálum og viðskiptum. Vísitalan nær frá núll upp í hundrað þar sem efri talan þýðir að samfélagið er algerlega sammála um að körlum og konum sé jafnvel treystandi til að vera við stjórnvölinn á öllum sviðum þess. Fyrir G7-ríkin í heild var vísitalan 66. Í Bretlandi, Frakklandi, Kanada og Bandaríkjunum var hún um og yfir 70 en í hinum ríkjunum þremur var hún öllu lægri. Í Japan var hún 61, Þýskalandi 59 og á Ítalíu 59. Töluverður munur var einnig á afstöðu kynjanna innan hvers ríkis. Almennt voru konur líklegri til að telja kynin jafnhæf en karlar, 67 gegn 61. Sambærilegt misræmi er til staðar í hverju landi fyrir sig og í öllum þeim tuttugu geirum sem spurt var um.Þýskir karlar íhaldssamir Innan við einn af hverjum fjórum þýskum karlmönnum sagðist líða vel með að kona stýrði landinu eða stórfyrirtæki. Það er töluvert lægra en meðaltal G7-ríkjanna þar sem 37% karla töldu konum treystandi til að stýra ríkisstjórn og 40% höfðu trú á þeim til að stýra fyrirtækjum. Þýskar konur voru einnig undir meðaltali G7-ríkjanna. Aðeins 30% sögðust treysta konu til að stjórna landinu borið saman við 48% allra kvenna í G7-ríkjum. Mest jafnræði var á milli afstöðu kynjanna í Bretlandi. Þar telja 78% kvenna kynsystur sínar jafnhæfar til að vera í áhrifastöðum og 75% karla. Af einstökum geirum samfélagsins voru fjölmiðlar og afþreyingariðnaðurinn með hæsta skorið á Reykjavíkurvísitölunni, 80. Það var einnig yfir 75 í ýmsum vísinda-, tækni, verkfræði- og stærfræðitengdum störfum. Alþjóðasamtökin Konur í pólitískri forystu (Women Political Leaders) kynntu Reykjavíkurvísitöluna á heimsþingi kvennleiðtoga í Hörpu í dag. Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi ráðherra, er stjórnarformaður samtakanna.
Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira