Viðskipti innlent

„Fyrstu við­brögðin voru þetta er ekki hægt“

Stjórn Arion banka lýsti yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna bankanna fyrr í dag. Hagfræðingur telur það ólíklegt að Samkeppniseftirlitið heimili samrunann þar sem fordæmi séu fyrir því að eftirlitið heimili ekki bankasamruna.

Viðskipti innlent

Al­menningur fær for­gang og lægsta verðið

Fjármálaráðuneytið hefur kynnt fyrirkomulag sölu á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem fyrirhuguð er á næstu misserum. Í því felst að einstaklingar fá lægsta verðið í sölunni, allt að fimm prósenta afslátt frá markaðsvirði, og forgang við úthlutun.

Viðskipti innlent

Getur nú greitt fyrir bensínið með appi

Olís – ÓB hefur gefið út nýtt app sem hægt er að nota til að greiða fyrir eldsneyti á sjálfsölum og inni á stöðvum með einföldum hætti í símanum. Appið er aðgengilegt fyrir bæði Android og Apple stýrikerfi og hægt að nota veski í síma til að greiða. 

Viðskipti innlent

Ís­land komið í skammar­krókinn vegna osts

Evrópusambandið hefur í fyrsta sinn sett Ísland á lista yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum eru beitt í ríkjum utan sambandsins. Ástæðan er ákvörðun Skattsins árið 2020 að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu.

Viðskipti innlent

Helga Beck stýrir markaðs­málum Orkusölunnar

Orkusalan hefur ráðið Helgu Beck í starf markaðsstjóra hjá fyrirtækinu. Helga útskrifaðist með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 2015 og lauk MS gráðu í brand & communications management árið 2018 frá Copenhagen Business School.

Viðskipti innlent

Fé­lags­mið­stöð, Hitt húsið, FS og Heilsu­stofnun NLFÍ stofnanir ársins

Sameyki tilkynnti í dag um val sitt á stofnunum ársins. Þrjár stofnanir voru valdar hjá borg og bæjum. Það eru Félagsmiðstöðin Sigyn, Leikskólinn Lyngheimar og Hitt húsið. Hjá ríki voru einnig þrjár stofnanir valdar sem stofnanir ársins. Það eru Kvikmyndasafn Íslands, Þjóðskrá Íslands og Fjölbrautarskóli Suðurnesja. Þá fékk Heilsustofnun NLFÍ einnig verðlaun sem stofnun ársins í flokki sjálfseignarstofnana og fyrirtækja.

Viðskipti innlent

Hækka lág­marks­verð mjólkur

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur. Verðlagsbreytingin tekur gildi þann 17. febrúar.

Viðskipti innlent

Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra

Hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja, Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka, nam 87,8 milljörðum króna á síðasta ári. Mestur var hagnaður Landsbankans. Ráðgert er að þar af verði tæpur helmingur greiddur í arð til hluthafa. 

Viðskipti innlent

Jóna Dóra til Hag­kaups

Jóna Dóra Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin nýr vöruflæðis-og birgðastjóri Hagkaups. Meginhlutverk starfsins er að tryggja áreiðanleika upplýsinga í birgða- og innkaupakerfum Hagkaups. Vöruflæðis- og birgðastjóri starfar þvert á deildir fyrirtækisins. Hún hefur þegar hafið störf.

Viðskipti innlent

Skattrannsókn leiddi til gjald­þrots Davíðs Smára

Gjaldþrot Davíðs Smára Lamude, þjálfara Vestra í Bestu deild karla í knattspyrnu, nam 79 milljónum króna. Skatturinn sektaði Davíð Smára um tugi milljóna króna að lokinni rannsókn skattrannsóknarstjóra á þjálfaranum. Hann horfir björtum augum fram á veginn og segist hafa lagt á sig mikla vinnu til að snúa lífi sínu til betri vegar.

Viðskipti innlent

For­sendur kunni að bresta ef ríki­stjórnin nær sínu fram

Stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hefur lýst yfir áhyggjum af rekstrarskilyrðum í sjávarútvegi og fyrirætlunum stjórnvalda um verulegar breytingar sem lúta að atvinnugreininni. Í því samhengi sé umhugsunarefni að langtímakjarasamningar hafi verið gerðir við bæði sjómenn og landverkafólk, í krafti þess að aukin verðmætasköpun og framleiðni geti staðið undir skuldbindingum samninganna. „Þær forsendur kunna að bresta ef kynntar fyrirætlanir ríkisstjórnar ganga eftir.“

Viðskipti innlent

Alvotech vígir Frumuna

Alvotech vígir mun í dag vígja Frumuna, nýja miðstöð líftækni á Íslandi. Henni er ætlað að styðja við aukna nýsköpun, rannsóknir, þróun og samvinnu vísindamanna og frumkvöðla í líftækni á Íslandi.

Viðskipti innlent

Segja á­herslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tæki­færi fyrir Icelandair

Breska blaðið Telegraph fjallar um Icelandair og þau sóknarfæri sem sögð eru felast í áherslum Trump-stjórnarinnar í Bandaríkjunum fyrir íslenska flugfélagið. Með útvíkkun leiðarkerfis Icelandair um Atlantshafið stimpli félagið sig inn sem alvöru keppinautur annarra risa á flugmarkaði og félagið sé í kjörstöðu til að heilla Trump með því að opna á fleiri áfangastaði á Bandaríkjamarkaði.

Viðskipti innlent

Björn Brynj­úlfur selur Moodup

Skyggnir, eignarhaldsfélag í upplýsingatækni, hefur keypt allt hlutafé íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins Moodup af Birni Brynjólfi Björnssyni, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Moodup þróar lausnir á sviði starfsánægjumælinga.

Viðskipti innlent

Tólf hlutu Stjórnunar­verð­laun Stjórn­vísi 2025

Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.

Viðskipti innlent