Þórður með gull á Gautaborg Open Anton Ingi Leifsson skrifar 26. maí 2019 13:00 Íslenski hópurinn. mynd/karate samband Katalandslið Íslands keppti í dag á sterku móti í Svíþjóð, Gautaborg Open, þar sem yfir 450 keppendur voru skráðir til keppni. Öllum hópnum gekk vel en bestum árangri náði Þórður Jökull Henrysson sem vann eitt gull og eitt brons. Þórður byrjaði á að sigra sinn undanriðil í flokki juniora (16–17 ára) örugglega og mætti Isak Larsson, sem vann sinn undanriðil, í úrslitum. Þórður vann þá viðureign, fékk 23,76 stig á móti 23,74 stigum hjá Ísaki. Í fullorðinsflokki varð Þórður annar í sínum undanriðli þar sem 4 efstu komast áfram í 2. umferð. Eftir 2. umferð varð Þórður aftur annar og fékk því rétt til að keppa um 3ja sæti. Þar mætti hann Michael Brolin og vann hann örugglega með 24,42 stig á móti 23,36 stigum hjá Michael. Sannarlega góður árangur hjá Þórði sem er á sínu fyrsta ári í fullorðinsflokki enda ekki nema 16 ára. Freyja Stígsdóttir átti einnig góðan dag þar sem hún endaði með silfur í flokki junior eftir að hafa unnið sinn undanriðil nokkuð örugglega. Í úrslitum mætti hún sænsku landsliðskonunni Mathilda Skalare, sem að lokum vann Freyju með 23,68 stigum á móti 22,94 stigum Freyju. Þess má geta að Mathilda vann til silfurverðlauna á síðasta Norðurlandameistaramóti. Svana Katla Þorsteinsdóttir keppti í fullorðinsflokki kvenna þar sem yfir 20 keppendur voru skráðir, þar á meðal flestar landsliðskonur Svía. Svana varð í 2. sæti í sínum undanriðli og í 2. sæti í 2. umferð og fékk þar með réttinn til að keppa um 3ja sætið. Í þeirri viðureign mætti Svana Ellinor Wardman og vann hana með 25,82 stigum á móti 25,52 hjá Ellinor. Í kadettflokki stúlkna áttum við tvo keppendur, Oddnýju Þórarinsdóttur og Eydísi Magneu Friðriksdóttur. Báðar fóru þær örugglega upp úr undanriðlum og lentu í 2. sæti í riðlum sínum 2. umferð. Þær fengu því réttinn til að keppa um sitt 3ja sætið hvort. Eydís lenti á móti Emily Grönsholt og vann hana með 22,26 stigum á móti 20,82 og bronsið því Eydísar. Oddný mætti Cornelia Jönsson í hinni viðureigninni um 3ja sætið og vann hana örugglega með 23,46 stigum á móti 22,2. Vel gert hjá okkur ungu landsliðskonum sem eru 14 og 15 ára gamlar. Í kadettflokki pilta áttum við einn keppanda, Tómas Pálmar Tómasson. Tómas lenti í 2. sæti í sínum undanriðli og 2. sæti í 2. umferð og því með rétt til að keppa um 3ja sætið. Í þeirri viðureign mætti Tómas Elias Ekman. Elias vann viðureign þeirra með 24,4 stigum á móti 24,06 hjá Tómasi, en Tómas missti jafnvægið í einni stöðunni sem lækkaði einkunn hans. Í dag, sunnudag, mun hópurinn svo keppa á Gladsaxe Karate Cup. Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn með verðlaun sín, frá vinstri Tómas, Eydís, Freyja, Oddný, Svana og Þórður. Íþróttir Karate Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Sjá meira
Katalandslið Íslands keppti í dag á sterku móti í Svíþjóð, Gautaborg Open, þar sem yfir 450 keppendur voru skráðir til keppni. Öllum hópnum gekk vel en bestum árangri náði Þórður Jökull Henrysson sem vann eitt gull og eitt brons. Þórður byrjaði á að sigra sinn undanriðil í flokki juniora (16–17 ára) örugglega og mætti Isak Larsson, sem vann sinn undanriðil, í úrslitum. Þórður vann þá viðureign, fékk 23,76 stig á móti 23,74 stigum hjá Ísaki. Í fullorðinsflokki varð Þórður annar í sínum undanriðli þar sem 4 efstu komast áfram í 2. umferð. Eftir 2. umferð varð Þórður aftur annar og fékk því rétt til að keppa um 3ja sæti. Þar mætti hann Michael Brolin og vann hann örugglega með 24,42 stig á móti 23,36 stigum hjá Michael. Sannarlega góður árangur hjá Þórði sem er á sínu fyrsta ári í fullorðinsflokki enda ekki nema 16 ára. Freyja Stígsdóttir átti einnig góðan dag þar sem hún endaði með silfur í flokki junior eftir að hafa unnið sinn undanriðil nokkuð örugglega. Í úrslitum mætti hún sænsku landsliðskonunni Mathilda Skalare, sem að lokum vann Freyju með 23,68 stigum á móti 22,94 stigum Freyju. Þess má geta að Mathilda vann til silfurverðlauna á síðasta Norðurlandameistaramóti. Svana Katla Þorsteinsdóttir keppti í fullorðinsflokki kvenna þar sem yfir 20 keppendur voru skráðir, þar á meðal flestar landsliðskonur Svía. Svana varð í 2. sæti í sínum undanriðli og í 2. sæti í 2. umferð og fékk þar með réttinn til að keppa um 3ja sætið. Í þeirri viðureign mætti Svana Ellinor Wardman og vann hana með 25,82 stigum á móti 25,52 hjá Ellinor. Í kadettflokki stúlkna áttum við tvo keppendur, Oddnýju Þórarinsdóttur og Eydísi Magneu Friðriksdóttur. Báðar fóru þær örugglega upp úr undanriðlum og lentu í 2. sæti í riðlum sínum 2. umferð. Þær fengu því réttinn til að keppa um sitt 3ja sætið hvort. Eydís lenti á móti Emily Grönsholt og vann hana með 22,26 stigum á móti 20,82 og bronsið því Eydísar. Oddný mætti Cornelia Jönsson í hinni viðureigninni um 3ja sætið og vann hana örugglega með 23,46 stigum á móti 22,2. Vel gert hjá okkur ungu landsliðskonum sem eru 14 og 15 ára gamlar. Í kadettflokki pilta áttum við einn keppanda, Tómas Pálmar Tómasson. Tómas lenti í 2. sæti í sínum undanriðli og 2. sæti í 2. umferð og því með rétt til að keppa um 3ja sætið. Í þeirri viðureign mætti Tómas Elias Ekman. Elias vann viðureign þeirra með 24,4 stigum á móti 24,06 hjá Tómasi, en Tómas missti jafnvægið í einni stöðunni sem lækkaði einkunn hans. Í dag, sunnudag, mun hópurinn svo keppa á Gladsaxe Karate Cup. Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn með verðlaun sín, frá vinstri Tómas, Eydís, Freyja, Oddný, Svana og Þórður.
Íþróttir Karate Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Sjá meira