Strákarnir fengu skell á móti Norðmönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2019 09:34 Fyrirliðinn Elliði Snær Viðarsson nýtti öll þrjú skotin sín en sömu sögu er ekki hægt að segja um félaga hans. Vísir/Daníeæ Íslenska 21 árs landslið karla í handbolta tapaði í morgun fyrsta leiknum sínum á heimsmeistaramótinu á Spáni og fyrsta tapið var stór skellur. Íslensku strákarnir töpuðu þá með tíu marka mun á móti Norðmönnum, 29-19 en fyrstu tveir leikir íslenska liðsins á mótinu höfðu unnist á móti Síle og Argentínu. Orri Freyr Þorkelsson var markahæstur hjá íslenska liðinu í leiknum með fjögur mörk. Fyrirliðinn Elliði Snær Viðarsson og Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoruðu báðir þrjú mörk. Norðmenn voru með einn sigur og eitt tap fyrir leikinn en sýndu styrk sinn í öruggum sigri á íslenska liðinu. Norska liðið komst mest tólf mörkum yfir en íslenska liðið lagaði stöðuna aðeins í lokin. Robin Paulsen Haug, markvörður norska landsliðsins var íslenska liðinu mjög erfiður í leiknum en hann varði sautján skot þar af þrjú víti og mörg dauðafæri. Íslensku strákarnir komust í 1-0 en það var líka í eina skiptið sem íslenska liðið var yfir í leiknum. Norðmenn skoruðu þrjú næstu mörk og voru komnir með forystuna sem þeir héldu út leikinn. Norska liðið náði fljótlega fjögurra marka forystu, 7-3, og var síðan sex mörkum yfir í hálfleik, 17-11. Einar Andri Einarsson tók leikhlé í stöðunni 21-14 fyrir Norðmenn og reyndi að kveikja í sínum mönnum þegar átján mínútur voru eftir. Það tókst hins vegar ekki. Tvö víti fóru í forgörðum hjá íslensku strákunum í framhaldinu, liðið lenti mest tólf mörkum undir og í endann munaði tíu mörkum á liðunum. Tveir léttustu leikir íslenska liðsins í riðlinum eru að baki og ljóst að róðurinn verður þungur í síðustu tveimur leikjunum á móti Danmörku og Þýskalandi.Mörk íslenska liðsins í leiknum: Orri Freyr Þorkelsson 4/2 Elliði Snær Viðarsson 3 Bjarni Ófeigur Valdimarsson 3 Gabríel Martinez Róbertsson 2 Ásgeir Snær Vignisson 2 Jakob Martin Ásgeirsson 2 Örn Vésteinsson Östenberg 1 Kristófer Andri Daðason 1 Hafþór Már Vignisson 1 Handbolti Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Handbolti Fleiri fréttir Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Sjá meira
Íslenska 21 árs landslið karla í handbolta tapaði í morgun fyrsta leiknum sínum á heimsmeistaramótinu á Spáni og fyrsta tapið var stór skellur. Íslensku strákarnir töpuðu þá með tíu marka mun á móti Norðmönnum, 29-19 en fyrstu tveir leikir íslenska liðsins á mótinu höfðu unnist á móti Síle og Argentínu. Orri Freyr Þorkelsson var markahæstur hjá íslenska liðinu í leiknum með fjögur mörk. Fyrirliðinn Elliði Snær Viðarsson og Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoruðu báðir þrjú mörk. Norðmenn voru með einn sigur og eitt tap fyrir leikinn en sýndu styrk sinn í öruggum sigri á íslenska liðinu. Norska liðið komst mest tólf mörkum yfir en íslenska liðið lagaði stöðuna aðeins í lokin. Robin Paulsen Haug, markvörður norska landsliðsins var íslenska liðinu mjög erfiður í leiknum en hann varði sautján skot þar af þrjú víti og mörg dauðafæri. Íslensku strákarnir komust í 1-0 en það var líka í eina skiptið sem íslenska liðið var yfir í leiknum. Norðmenn skoruðu þrjú næstu mörk og voru komnir með forystuna sem þeir héldu út leikinn. Norska liðið náði fljótlega fjögurra marka forystu, 7-3, og var síðan sex mörkum yfir í hálfleik, 17-11. Einar Andri Einarsson tók leikhlé í stöðunni 21-14 fyrir Norðmenn og reyndi að kveikja í sínum mönnum þegar átján mínútur voru eftir. Það tókst hins vegar ekki. Tvö víti fóru í forgörðum hjá íslensku strákunum í framhaldinu, liðið lenti mest tólf mörkum undir og í endann munaði tíu mörkum á liðunum. Tveir léttustu leikir íslenska liðsins í riðlinum eru að baki og ljóst að róðurinn verður þungur í síðustu tveimur leikjunum á móti Danmörku og Þýskalandi.Mörk íslenska liðsins í leiknum: Orri Freyr Þorkelsson 4/2 Elliði Snær Viðarsson 3 Bjarni Ófeigur Valdimarsson 3 Gabríel Martinez Róbertsson 2 Ásgeir Snær Vignisson 2 Jakob Martin Ásgeirsson 2 Örn Vésteinsson Östenberg 1 Kristófer Andri Daðason 1 Hafþór Már Vignisson 1
Handbolti Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Handbolti Fleiri fréttir Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Sjá meira