Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2024 12:31 Íslendingar fagna sigrinum frækna á Þjóðverjum á HM 2011. Hrafnhildur Skúladóttir brosir breitt en hún skoraði fimm mörk í leiknum. pjetur Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Þýskalandi í úrslitaleik um sæti í milliriðli á EM 2024 í kvöld. Til að brýna sig fyrir leikinn mikilvæga geta stelpurnar okkar rifjað upp eftirminnilegan sigur á Þjóðverjum á HM 2011. Þann 7. desember 2011 vann íslenska kvennalandsliðið í handbolta einn sinn fræknasta sigur þegar það lagði Þýskaland að velli, 26-20, í fjórða og næstsíðasta leik sínum í A-riðli á HM í Brasilíu. Tvær í íslenska landsliðshópnum í dag voru í liðinu sem vann Þýskaland fyrir þrettán árum: Rut Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir. Rut skoraði fjögur mörk í leiknum og Þórey Rósa þrjú. Þjálfari Íslands á HM 2011 var Ágúst Jóhannsson, núverandi aðstoðarþjálfari liðsins. Ísland vann óvæntan sigur á Svartfjallalandi í fyrsta leik sínum á HM 2011, 21-22, en tapaði næstu tveimur leikjum; 24-28 gegn Angóla og 27-14 fyrir Noregi. Liðið var því með tvö stig líkt og Þýskaland fyrir leik liðanna í Santos. Útlitið var ekki bjart fyrir íslenska liðið framan af leik enda lenti það sjö mörkum undir, 4-11, eftir sautján mínútur. Íslendingar héldu þó ró sinni og unnu sig aftur inn í leikinn. Þeir skoruðu níu af síðustu tíu mörkum fyrri hálfleiks og leiddu eftir hann, 13-12. Seinni hálfleikurinn var lengst af spennandi og þegar þrettán mínútur voru eftir komst Þýskaland yfir, 17-18. En Karen Knútsdóttir skoraði næstu fjögur mörk Íslands af vítalínunni og kom liðinu aftur í bílstjórasætið. Íslendingar lönduðu á endanum sex marka sigri, 26-20. Vörnin var frábær en síðustu 43 mínútur leiksins skoruðu Þjóðverjar aðeins níu mörk. Á meðan gerðu Íslendingar 22. „Maður gefst aldrei upp og heldur alltaf áfram. Við fórnuðum okkur í þetta og náðum þessu góðum vörnum sem skiluðu okkur hraðaupphlaupum. Þetta var mjög góður leikur hjá okkur,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sem átti stórleik í íslensku vörninni ásamt Stellu Sigurðardóttur. Þá reyndust markverðirnir Guðný Jenný Ásmundsdóttir og Sunneva Einarsdóttir mikilvægar og vörðu samtals tólf skot. Karen fór mikinn í leiknum og skoraði níu mörk, flest allra á vellinum. Hrafnhildur Skúladóttir átti einnig góðan leik og skoraði fimm mörk. „Við byrjuðum illa en sýndum mikinn karakter með því að koma til baka. Svo var ekki aftur snúið. Það var mikill vilji og hungur í liðinu,“ sagði Ágúst sigurreifur í leikslok. Hans beið mikil þrekraun eftir leikinn því hann hafði lofað íslensku leikmönnunum að hlaupa upp allar tuttugu hæðirnar á liðshóteli ef sigur myndi vinnast. Íslendingar tryggðu sér svo sæti í sextán liða úrslitum HM með því að vinna Kínverja í lokaleik sínum, 16-23. Ásamt Íslandi komust Noregur, Angóla og Svartfjallaland upp úr A-riðli en Þýskaland sat eftir með sárt ennið þrátt fyrir að hafa unnið Noreg í fyrsta leik sínum á mótinu. Í sextán liða úrslitunum mættu Íslendingar ógnarsterkum Rússum. Íslenska liðið stóð í því rússneska í fyrri hálfleik og munurinn að honum loknum var aðeins þrjú mörk, 15-12. En í seinni hálfleik gáfu Rússar í og unnu á endanum ellefu marka sigur, 30-19. Íslendingar þurftu að bíða í tólf ár eftir því að spila næst á HM. Fyrir ári var Ísland hársbreidd frá því að komast í milliriðla á HM 2023 en tryggði sér Forsetabikarinn með því að vinna síðustu fjóra leiki sína á mótinu. Núna, ári seinna, er íslenska liðið aftur í þeirri stöðu að geta tryggt sér sæti í milliriðli, að þessu sinni á EM. Og væri ekki upplagt að endurtaka leik gömlu hetjanna frá því í Brasilíu 2011? EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Sjá meira
Þann 7. desember 2011 vann íslenska kvennalandsliðið í handbolta einn sinn fræknasta sigur þegar það lagði Þýskaland að velli, 26-20, í fjórða og næstsíðasta leik sínum í A-riðli á HM í Brasilíu. Tvær í íslenska landsliðshópnum í dag voru í liðinu sem vann Þýskaland fyrir þrettán árum: Rut Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir. Rut skoraði fjögur mörk í leiknum og Þórey Rósa þrjú. Þjálfari Íslands á HM 2011 var Ágúst Jóhannsson, núverandi aðstoðarþjálfari liðsins. Ísland vann óvæntan sigur á Svartfjallalandi í fyrsta leik sínum á HM 2011, 21-22, en tapaði næstu tveimur leikjum; 24-28 gegn Angóla og 27-14 fyrir Noregi. Liðið var því með tvö stig líkt og Þýskaland fyrir leik liðanna í Santos. Útlitið var ekki bjart fyrir íslenska liðið framan af leik enda lenti það sjö mörkum undir, 4-11, eftir sautján mínútur. Íslendingar héldu þó ró sinni og unnu sig aftur inn í leikinn. Þeir skoruðu níu af síðustu tíu mörkum fyrri hálfleiks og leiddu eftir hann, 13-12. Seinni hálfleikurinn var lengst af spennandi og þegar þrettán mínútur voru eftir komst Þýskaland yfir, 17-18. En Karen Knútsdóttir skoraði næstu fjögur mörk Íslands af vítalínunni og kom liðinu aftur í bílstjórasætið. Íslendingar lönduðu á endanum sex marka sigri, 26-20. Vörnin var frábær en síðustu 43 mínútur leiksins skoruðu Þjóðverjar aðeins níu mörk. Á meðan gerðu Íslendingar 22. „Maður gefst aldrei upp og heldur alltaf áfram. Við fórnuðum okkur í þetta og náðum þessu góðum vörnum sem skiluðu okkur hraðaupphlaupum. Þetta var mjög góður leikur hjá okkur,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sem átti stórleik í íslensku vörninni ásamt Stellu Sigurðardóttur. Þá reyndust markverðirnir Guðný Jenný Ásmundsdóttir og Sunneva Einarsdóttir mikilvægar og vörðu samtals tólf skot. Karen fór mikinn í leiknum og skoraði níu mörk, flest allra á vellinum. Hrafnhildur Skúladóttir átti einnig góðan leik og skoraði fimm mörk. „Við byrjuðum illa en sýndum mikinn karakter með því að koma til baka. Svo var ekki aftur snúið. Það var mikill vilji og hungur í liðinu,“ sagði Ágúst sigurreifur í leikslok. Hans beið mikil þrekraun eftir leikinn því hann hafði lofað íslensku leikmönnunum að hlaupa upp allar tuttugu hæðirnar á liðshóteli ef sigur myndi vinnast. Íslendingar tryggðu sér svo sæti í sextán liða úrslitum HM með því að vinna Kínverja í lokaleik sínum, 16-23. Ásamt Íslandi komust Noregur, Angóla og Svartfjallaland upp úr A-riðli en Þýskaland sat eftir með sárt ennið þrátt fyrir að hafa unnið Noreg í fyrsta leik sínum á mótinu. Í sextán liða úrslitunum mættu Íslendingar ógnarsterkum Rússum. Íslenska liðið stóð í því rússneska í fyrri hálfleik og munurinn að honum loknum var aðeins þrjú mörk, 15-12. En í seinni hálfleik gáfu Rússar í og unnu á endanum ellefu marka sigur, 30-19. Íslendingar þurftu að bíða í tólf ár eftir því að spila næst á HM. Fyrir ári var Ísland hársbreidd frá því að komast í milliriðla á HM 2023 en tryggði sér Forsetabikarinn með því að vinna síðustu fjóra leiki sína á mótinu. Núna, ári seinna, er íslenska liðið aftur í þeirri stöðu að geta tryggt sér sæti í milliriðli, að þessu sinni á EM. Og væri ekki upplagt að endurtaka leik gömlu hetjanna frá því í Brasilíu 2011?
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Sjá meira