Aðgengi fyrir fatlaða í Viðey verulega ábótavant: „Óþolandi misrétti“ Nadine Guðrún Yaghi og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 13. október 2019 13:36 Guðjón Sigurðsson er formaður MND-félagsins. Vísir/Stöð 2 Aðgengi fyrir fatlaða í Viðey er verulega ábótavant að sögn Guðjóns Sigurðssonar, formanns MND-félagsins. Sjálfur styðst Guðjón við hjólastól. „Það bara er ófært þangað fyrir fólk í hjólastól,“ sagði Guðjón í hádegisfréttum Bylgjunnar fyrr í dag. Aðstæður við bryggjuna séu mjög slæmar. „Það er bara engin búnaður, hvorki til að taka okkur í ferjuna eða upp úr ferju eða niður í ferju.“ Á heimasíðu Viðeyjar segir að á eynni sé stígur að Viðeyjarnausti og Friðarsúlunni sem sé fær öllum hjólastólum. Guðjón segir að það breyti engu. „Það er ómögulegt fyrir mig að komast að bryggjunni upp í eyju eins og er,“ segir Guðjón. Guðjón segist margoft hafa fundað með ráðamönnum Faxaflóahafna og borgarinnar um lausnir á aðgengi fyrir hjólastóla. Endalaust sé lofað en ekkert sé gert. „[Viðey] er svona útivistarparadís Reykvíkinga segja þeir en útiloka svo ákveðinn hóp frá notkun. En þetta er ekkert nýtt.“ Guðjón segist lengi hafa reynt að vekja athygli á aðgengismálum. Hann nefnir sem dæmi að hann hafi ekki geta tekið þátt í viðburði í Viðey á dögunum þegar friðarsúlan var tendruð. „Þetta er bara höfnun og óþolandi misrétti sem þeir beita ef það hentar þeim,“ segir Guðjón.Lítið breyst á fimm árum Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðjón bendir á lélegt aðgengi fyrir þá sem styðjast við hjólastóla í Viðey. Í nóvember 2014 fjallaði Vísir um málið þar sem Guðjón, ásamt Arnari Helga Lárussyni, formanni SEM-samtakanna, vakti máls á sama máli. Lítið virðist þó hafa breyst síðan þá, þar sem ástandið er óbreytt, rétt tæpum fimm árum síðar. Viðtalið við Guðjón í hádegisfréttum Bylgjunnar má heyra hér að neðan. Félagsmál Reykjavík Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Aðgengi fyrir fatlaða í Viðey er verulega ábótavant að sögn Guðjóns Sigurðssonar, formanns MND-félagsins. Sjálfur styðst Guðjón við hjólastól. „Það bara er ófært þangað fyrir fólk í hjólastól,“ sagði Guðjón í hádegisfréttum Bylgjunnar fyrr í dag. Aðstæður við bryggjuna séu mjög slæmar. „Það er bara engin búnaður, hvorki til að taka okkur í ferjuna eða upp úr ferju eða niður í ferju.“ Á heimasíðu Viðeyjar segir að á eynni sé stígur að Viðeyjarnausti og Friðarsúlunni sem sé fær öllum hjólastólum. Guðjón segir að það breyti engu. „Það er ómögulegt fyrir mig að komast að bryggjunni upp í eyju eins og er,“ segir Guðjón. Guðjón segist margoft hafa fundað með ráðamönnum Faxaflóahafna og borgarinnar um lausnir á aðgengi fyrir hjólastóla. Endalaust sé lofað en ekkert sé gert. „[Viðey] er svona útivistarparadís Reykvíkinga segja þeir en útiloka svo ákveðinn hóp frá notkun. En þetta er ekkert nýtt.“ Guðjón segist lengi hafa reynt að vekja athygli á aðgengismálum. Hann nefnir sem dæmi að hann hafi ekki geta tekið þátt í viðburði í Viðey á dögunum þegar friðarsúlan var tendruð. „Þetta er bara höfnun og óþolandi misrétti sem þeir beita ef það hentar þeim,“ segir Guðjón.Lítið breyst á fimm árum Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðjón bendir á lélegt aðgengi fyrir þá sem styðjast við hjólastóla í Viðey. Í nóvember 2014 fjallaði Vísir um málið þar sem Guðjón, ásamt Arnari Helga Lárussyni, formanni SEM-samtakanna, vakti máls á sama máli. Lítið virðist þó hafa breyst síðan þá, þar sem ástandið er óbreytt, rétt tæpum fimm árum síðar. Viðtalið við Guðjón í hádegisfréttum Bylgjunnar má heyra hér að neðan.
Félagsmál Reykjavík Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“