Walker hetja City gegn Southampton Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. nóvember 2019 16:45 City-menn fagna sigurmarki Walkers. vísir/getty Kyle Walker var hetja Manchester City þegar liðið vann 2-1 sigur á Southampton á Etihad í ensku úrvalsdeildinni. Walker lagði fyrra mark City upp fyrir Sergio Agüero og skoraði það seinna á 87. mínútu. City er í 2. sæti deildarinnar með 25 stig, sex stigum á eftir toppliði Liverpool. Liðin mætast um næstu helgi. James Ward-Prowse kom Southampton yfir á 13. mínútu. Hann fylgdi þá eftir skoti Stuarts Armstrong sem Ederson varði. City var miklu meira með boltann en skapaði sér fá færi. Liðið átti ekki skot á mark í fyrri hálfleik. Á 70. mínútu jafnaði Sergio Agüero eftir fyrirgjöf Walker. Þetta var fyrsta skot City á markið í leiknum. Agüero hefur skorað níu mörk á tímabilinu en hann er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni ásamt Jamie Vardy. Þegar þrjár mínútur voru eftir skoraði Walker svo sigurmark City. Southampton er í 18. sæti deildarinnar með átta stig. Liðið hefur ekki unnið í sex deildarleikjum í röð. Enski boltinn
Kyle Walker var hetja Manchester City þegar liðið vann 2-1 sigur á Southampton á Etihad í ensku úrvalsdeildinni. Walker lagði fyrra mark City upp fyrir Sergio Agüero og skoraði það seinna á 87. mínútu. City er í 2. sæti deildarinnar með 25 stig, sex stigum á eftir toppliði Liverpool. Liðin mætast um næstu helgi. James Ward-Prowse kom Southampton yfir á 13. mínútu. Hann fylgdi þá eftir skoti Stuarts Armstrong sem Ederson varði. City var miklu meira með boltann en skapaði sér fá færi. Liðið átti ekki skot á mark í fyrri hálfleik. Á 70. mínútu jafnaði Sergio Agüero eftir fyrirgjöf Walker. Þetta var fyrsta skot City á markið í leiknum. Agüero hefur skorað níu mörk á tímabilinu en hann er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni ásamt Jamie Vardy. Þegar þrjár mínútur voru eftir skoraði Walker svo sigurmark City. Southampton er í 18. sæti deildarinnar með átta stig. Liðið hefur ekki unnið í sex deildarleikjum í röð.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti