Tuttugu ár síðan Hollendingar klúðruðu fimm vítum í undanúrslitum á EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júní 2020 19:30 Francesco Toldo varði hvorki fleiri né færri en þrjár vítaspyrnur í leik Ítalíu og Hollands í undanúrslitum EM 2000. vísir/getty Í dag, 29. júní, eru 20 ár frá frægum leik Ítalíu og Hollands í undanúrslitum Evrópumótsins 2000. Hollendingar féllu úr leik eftir að hafa klúðrað fimm vítaspyrnum í leiknum, tveimur í venjulegum leiktíma og þremur í vítakeppninni sem Ítalir unnu, 3-1. Fyrri undanúrslitaleikurinn fór fram í Brussel daginn áður. Þar unnu Frakkar Portúgali, 2-1, á dramatískan hátt í framlengingu. Seinni undanúrslitaleikurinn fór fram í Amsterdam og þóttu Hollendingar sigurstranglegri. Þeir höfðu unnið alla fjóra leiki sína á EM með markatölunni 13-3 og voru á heimavelli. Hollendingar sóttu linnulítið í leiknum. Dennis Bergkamp skaut í stöng áður en Gianluca Zambrotta fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Hann fékk bæði spjöldin fyrir að brjóta á Boudewijn Zenden. Francesco Totti skoraði á eftirminnilegan hátt í vítakeppninni.vísir/getty Skömmu fyrir hálfleik fékk Holland vítaspyrnu eftir að Alessandro Nesta togaði í treyju Patricks Kluivert. Frank de Boer, fyrirliði Hollendinga, fór á punktinn en Francesco Toldo varði spyrnu hans. Eftir klukkutíma leik fékk Holland annað víti eftir Mark Iuliano felldi Edgar Davids. Að þessu sinni steig Kluivert fram en skaut í stöng. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og staðan var enn markalaus eftir framlengingu. Úrslitin réðust því í vítakeppni. Þar héldu ófarir Hollands áfram. watch on YouTube Luigi Di Biagio og Gianluca Pessotto skoruðu úr fyrstu tveimur spyrnum Ítala en tvær fyrstu spyrnur Hollendinga fóru forgörðum. Toldo varði aftur frá De Boer og Jaap Stam sendi boltann á sporbaug um jörðu. Í þriðja víti Ítalíu vippaði Francesco Totti boltanum á mitt markið og kom Ítalíu í 3-0. Kluivert varð því að skora úr næsta víti Hollands sem og hann gerði. Edwin van der Sar hélt vonum Hollendinga á lífi þegar hann varði fjórðu spyrnu Ítala frá fyrirliðanum Paolo Maldini. Paul Bosvelt fór næstur á punktinn en Toldo varði og tryggði Ítalíu sæti í úrslitaleiknum. Hann varði alls þrjú víti í leiknum sem var sá eftirminnilegasti á hans ferli. Toldo ver frá Bosveldt.vísir/getty Toldo, sem var á þessum tíma markvörður Fiorentina, hefði að öllu eðlilegu ekki spilað á EM en fékk tækifæri vegna meiðsla Gianluigis Buffon og greip það með báðum höndum. Ítalía var hársbreidd frá því að verða Evrópumeistari en þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegum leiktíma í úrslitaleiknum þegar Sylvain Wiltord jafnaði fyrir Frakkland. David Trezeguet skoraði svo sigurmarkið í framlengingu. Fótbolti Einu sinni var... Holland Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Í dag, 29. júní, eru 20 ár frá frægum leik Ítalíu og Hollands í undanúrslitum Evrópumótsins 2000. Hollendingar féllu úr leik eftir að hafa klúðrað fimm vítaspyrnum í leiknum, tveimur í venjulegum leiktíma og þremur í vítakeppninni sem Ítalir unnu, 3-1. Fyrri undanúrslitaleikurinn fór fram í Brussel daginn áður. Þar unnu Frakkar Portúgali, 2-1, á dramatískan hátt í framlengingu. Seinni undanúrslitaleikurinn fór fram í Amsterdam og þóttu Hollendingar sigurstranglegri. Þeir höfðu unnið alla fjóra leiki sína á EM með markatölunni 13-3 og voru á heimavelli. Hollendingar sóttu linnulítið í leiknum. Dennis Bergkamp skaut í stöng áður en Gianluca Zambrotta fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Hann fékk bæði spjöldin fyrir að brjóta á Boudewijn Zenden. Francesco Totti skoraði á eftirminnilegan hátt í vítakeppninni.vísir/getty Skömmu fyrir hálfleik fékk Holland vítaspyrnu eftir að Alessandro Nesta togaði í treyju Patricks Kluivert. Frank de Boer, fyrirliði Hollendinga, fór á punktinn en Francesco Toldo varði spyrnu hans. Eftir klukkutíma leik fékk Holland annað víti eftir Mark Iuliano felldi Edgar Davids. Að þessu sinni steig Kluivert fram en skaut í stöng. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og staðan var enn markalaus eftir framlengingu. Úrslitin réðust því í vítakeppni. Þar héldu ófarir Hollands áfram. watch on YouTube Luigi Di Biagio og Gianluca Pessotto skoruðu úr fyrstu tveimur spyrnum Ítala en tvær fyrstu spyrnur Hollendinga fóru forgörðum. Toldo varði aftur frá De Boer og Jaap Stam sendi boltann á sporbaug um jörðu. Í þriðja víti Ítalíu vippaði Francesco Totti boltanum á mitt markið og kom Ítalíu í 3-0. Kluivert varð því að skora úr næsta víti Hollands sem og hann gerði. Edwin van der Sar hélt vonum Hollendinga á lífi þegar hann varði fjórðu spyrnu Ítala frá fyrirliðanum Paolo Maldini. Paul Bosvelt fór næstur á punktinn en Toldo varði og tryggði Ítalíu sæti í úrslitaleiknum. Hann varði alls þrjú víti í leiknum sem var sá eftirminnilegasti á hans ferli. Toldo ver frá Bosveldt.vísir/getty Toldo, sem var á þessum tíma markvörður Fiorentina, hefði að öllu eðlilegu ekki spilað á EM en fékk tækifæri vegna meiðsla Gianluigis Buffon og greip það með báðum höndum. Ítalía var hársbreidd frá því að verða Evrópumeistari en þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegum leiktíma í úrslitaleiknum þegar Sylvain Wiltord jafnaði fyrir Frakkland. David Trezeguet skoraði svo sigurmarkið í framlengingu.
Fótbolti Einu sinni var... Holland Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira