Eins og flestum ætti að vera orðið kunnugt varð Chelsea í gær Evrópumeistari þegar þeir lögðu Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.
Kai Havertz valdi svo sannarlega rétta leikinn til að skora fyrsta Meistaradeildarmarkið sitt. Á 42. mínútu fékk Mason Mount boltann og fann samherja sinnn með fallegri stungusendingu.
Kai Havertz gerði engin mistök þegar hann lék á Ederson í markinu og renndi svo boltanum í autt netið.
Leikmenn City sóttu hart að Chelsea í seinni hálfleik, en varnarlína Lundúnaliðsins með N'Golo Kanté fyrir framan sig hélt vel.
Manchester City hafði ekki árangur sem erfiði og mar Kai Havertz reyndist eina mark leiksins. Það var því Chelsea sem landaði sætum sigri og það brutust út mikil fagnaðarlæti þegar César Azpilicueta, fyrirliði liðslins, lyfti bikarnum á loft.

Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.