Úrvalsdeildarliðin í stökustu vandræðum Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. janúar 2024 16:06 David Moyes var ansi áhyggjufullur á svip þegar hann horfði upp á frammistöðu sinna manna gegn Bristol. Vince Mignott/MB Media/Getty Images Sjö leikjum var að ljúka í ensku bikarkeppninni rétt í þessu og nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós. Úrvalsdeildarliðin West Ham, Nottingham Forest og Luton Town lentu í vandræðum, leikjum þeirra lauk með jafntefli og verða endurspilaðir. Luton Town tók á móti Bolton Wanderers. Jón Daði Böðvarsson sat á bekk Bolton en kom inn á völlinn á 76. mínútu. Honum tókst þó ekki að setja mark sitt á leikinn sem endaði með markalausu jafntefli. West Ham áttu í vandræðum með Bristol City, eftir að hafa komist snemma yfir lenti liðið á afturfótunum. Tommy Conway jafnaði leikinn fyrir Bristol í seinni hálfleik og tryggði endurtekningu á þeirra heimavelli. Blackpool komst grátlega nálægt því að skjóta Nottingham Forest óvænt út úr keppninni. Albie Morgan og Jordan Gabriel skoruðu mörkin fyrir gestina en mark þess síðarnefnda var einkar glæsilegt. Eftir að hafa lent 2-0 undir tók Forest leikinn í sínar hendur, jöfnuðu og komust nálægt því að setja sigurmarkið en svo varð ekki. Diving header 🚨Jordan Gabriel turns it in for @BlackpoolFC 🍊#EmiratesFACup pic.twitter.com/t89PCsZEm1— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 7, 2024 Eldgömlu erkifjendurnir Shrewsbury og Wrexham áttust við. Liðin hafa ekki mæst í rúm 15 ár og eftirvænting áhorfenda var ansi mikil. Svo fór að Wrexham vann nokkuð óvæntan 0-1 sigur með marki frá Thomas O'Connor. An incredible atmosphere at @shrewsburytown as they welcome a derby that’s been dormant since 2008 🤺#EmiratesFACup pic.twitter.com/suJ1WZB8OJ— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 7, 2024 Úrslit dagsins í FA bikarnum: Luton Town - Bolton Wanderers 0-0 Man. City - Huddersfield 5-0 Forest - Blackpool 2-2 Peterborough - Leeds 0-3 Shrewsbury - Wrexham 0-1 West Brom - Aldershot 4-1 Síðasti leikur dagsins, stórleikur Arsenal og Liverpool verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Hitað verður upp frá kl. 16:00 og leikar hefjast hálftíma síðar. Bein textalýsing verður sömuleiðis í gangi á vef Vísis. Enski boltinn Tengdar fréttir Í beinni: Man. City - Huddersfield | Meistararnir mæta til leiks Ríkjandi bikarmeistarar Manchester City fóru létt með Huddersfield í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta. Kevin De Bruyne sneri aftur á völlinn eftir langa fjarveru og lagði síðasta mark leiksins upp í 5-0 sigri. 7. janúar 2024 13:32 Arnór skoraði og lagði upp í bikarnum Tíu leikjum var að ljúka í FA-bikarnum á Englandi en þar ber helst að nefna viðureign Blackburn og Cambridge þar sem Arnór Sigurðsson var í byrjunarliði Blackburn og kom heldur betur við sögu. 6. janúar 2024 17:13 Hvaða leikmanna mun þitt lið sakna? Enska úrvalsdeildin hefur tekið saman lista yfir alla leikmenn sem verða fjarverandi næstu misserin vegna Asíu- og Afríkumótanna. 7. janúar 2024 13:21 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjá meira
Luton Town tók á móti Bolton Wanderers. Jón Daði Böðvarsson sat á bekk Bolton en kom inn á völlinn á 76. mínútu. Honum tókst þó ekki að setja mark sitt á leikinn sem endaði með markalausu jafntefli. West Ham áttu í vandræðum með Bristol City, eftir að hafa komist snemma yfir lenti liðið á afturfótunum. Tommy Conway jafnaði leikinn fyrir Bristol í seinni hálfleik og tryggði endurtekningu á þeirra heimavelli. Blackpool komst grátlega nálægt því að skjóta Nottingham Forest óvænt út úr keppninni. Albie Morgan og Jordan Gabriel skoruðu mörkin fyrir gestina en mark þess síðarnefnda var einkar glæsilegt. Eftir að hafa lent 2-0 undir tók Forest leikinn í sínar hendur, jöfnuðu og komust nálægt því að setja sigurmarkið en svo varð ekki. Diving header 🚨Jordan Gabriel turns it in for @BlackpoolFC 🍊#EmiratesFACup pic.twitter.com/t89PCsZEm1— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 7, 2024 Eldgömlu erkifjendurnir Shrewsbury og Wrexham áttust við. Liðin hafa ekki mæst í rúm 15 ár og eftirvænting áhorfenda var ansi mikil. Svo fór að Wrexham vann nokkuð óvæntan 0-1 sigur með marki frá Thomas O'Connor. An incredible atmosphere at @shrewsburytown as they welcome a derby that’s been dormant since 2008 🤺#EmiratesFACup pic.twitter.com/suJ1WZB8OJ— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 7, 2024 Úrslit dagsins í FA bikarnum: Luton Town - Bolton Wanderers 0-0 Man. City - Huddersfield 5-0 Forest - Blackpool 2-2 Peterborough - Leeds 0-3 Shrewsbury - Wrexham 0-1 West Brom - Aldershot 4-1 Síðasti leikur dagsins, stórleikur Arsenal og Liverpool verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Hitað verður upp frá kl. 16:00 og leikar hefjast hálftíma síðar. Bein textalýsing verður sömuleiðis í gangi á vef Vísis.
Úrslit dagsins í FA bikarnum: Luton Town - Bolton Wanderers 0-0 Man. City - Huddersfield 5-0 Forest - Blackpool 2-2 Peterborough - Leeds 0-3 Shrewsbury - Wrexham 0-1 West Brom - Aldershot 4-1
Enski boltinn Tengdar fréttir Í beinni: Man. City - Huddersfield | Meistararnir mæta til leiks Ríkjandi bikarmeistarar Manchester City fóru létt með Huddersfield í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta. Kevin De Bruyne sneri aftur á völlinn eftir langa fjarveru og lagði síðasta mark leiksins upp í 5-0 sigri. 7. janúar 2024 13:32 Arnór skoraði og lagði upp í bikarnum Tíu leikjum var að ljúka í FA-bikarnum á Englandi en þar ber helst að nefna viðureign Blackburn og Cambridge þar sem Arnór Sigurðsson var í byrjunarliði Blackburn og kom heldur betur við sögu. 6. janúar 2024 17:13 Hvaða leikmanna mun þitt lið sakna? Enska úrvalsdeildin hefur tekið saman lista yfir alla leikmenn sem verða fjarverandi næstu misserin vegna Asíu- og Afríkumótanna. 7. janúar 2024 13:21 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjá meira
Í beinni: Man. City - Huddersfield | Meistararnir mæta til leiks Ríkjandi bikarmeistarar Manchester City fóru létt með Huddersfield í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta. Kevin De Bruyne sneri aftur á völlinn eftir langa fjarveru og lagði síðasta mark leiksins upp í 5-0 sigri. 7. janúar 2024 13:32
Arnór skoraði og lagði upp í bikarnum Tíu leikjum var að ljúka í FA-bikarnum á Englandi en þar ber helst að nefna viðureign Blackburn og Cambridge þar sem Arnór Sigurðsson var í byrjunarliði Blackburn og kom heldur betur við sögu. 6. janúar 2024 17:13
Hvaða leikmanna mun þitt lið sakna? Enska úrvalsdeildin hefur tekið saman lista yfir alla leikmenn sem verða fjarverandi næstu misserin vegna Asíu- og Afríkumótanna. 7. janúar 2024 13:21