Ætla prófa að refsa markvörðum með innköstum eða hornspyrnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2024 14:30 Jordan Pickford, markvörður Everton og enska landsliðsins, með boltann. Getty/Robbie Jay Barratt Reglugerðarsamband fótboltans, International Football Association Board, skammstafað IFAB, er alltaf að leita leiða til að útrýma leiktöfum úr fótboltanum. Nú eru nýjar hugmyndir að komast á næsta stig. Strangari reglur og fleiri gul spjöld fara á loft til að vinna á móti freistingum leikmanna til að reyna að tefja leikinn. Nú er komin fram enn ein hugmyndin að tilraunaverkefni í þá átt en þessi snýr að því að koma í veg fyrir leiktafir markvarðanna sjálfra. ESPN fjallar um þetta. Tvær refsingar eru í boði fyrir nýtt tilraunaverkefni. Það er að mótherjarnir fái annað hvort innkast eða hornspyrnu verði markvörðurinn uppvís að því að taka sér of langan tíma að sparka boltanum í leik. Tilraunin mun standa yfir á 2024-25 tímabilinu og árangurinn af því verður síðan grannskoðaður á fundi IFAB í lok næsta árs. Ef að þessi tilraun gengur vel þá gæti þessi reglubreyting tekið gildi að full fyrir 2026-27 tímabilið. Markmenn mega ekki halda boltanum lengur en í sex sekúndur samkvæmt reglunum og brjóti þeir þessa reglu þá á að dæma á þá óbeina aukaspyrnu þar sem þeir stóðu með boltann þegar dómarinn flautaði. Í ljós hefur komið að dómarar hafa verið hikandi í því að dæma á markverði vegna þess að það er svo hörð refsing að dæma á þá aukaspyrnu í eigin vítateig. Markverðir hafa því gengið á lagið og eru oft miklu lengur með boltann en sex sekúndur. Það er samt vilji hjá IFAB að þvinga þá til að koma boltanum í leik sem fyrst í stað þess að tefja. Því er ætlunin að prófa það að herða eftirlit dómara með sex sekúndunum en um leið refsa markvörðunum ekki með aukaspyrnu heldur með annað hvort innkasti við vítateiginn eða með hornspyrnu. Sick of keepers holding the ball for 30-40 seconds to waste time or slow down play?The [unenforced] law says a keeper can only hold the ball for 6 seconds. Any longer and it's an indirect FK to the opposition.We now have details of The IFAB trial to change it.Thread. pic.twitter.com/vo7tDs5mW8— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) April 16, 2024 Fótbolti Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Strangari reglur og fleiri gul spjöld fara á loft til að vinna á móti freistingum leikmanna til að reyna að tefja leikinn. Nú er komin fram enn ein hugmyndin að tilraunaverkefni í þá átt en þessi snýr að því að koma í veg fyrir leiktafir markvarðanna sjálfra. ESPN fjallar um þetta. Tvær refsingar eru í boði fyrir nýtt tilraunaverkefni. Það er að mótherjarnir fái annað hvort innkast eða hornspyrnu verði markvörðurinn uppvís að því að taka sér of langan tíma að sparka boltanum í leik. Tilraunin mun standa yfir á 2024-25 tímabilinu og árangurinn af því verður síðan grannskoðaður á fundi IFAB í lok næsta árs. Ef að þessi tilraun gengur vel þá gæti þessi reglubreyting tekið gildi að full fyrir 2026-27 tímabilið. Markmenn mega ekki halda boltanum lengur en í sex sekúndur samkvæmt reglunum og brjóti þeir þessa reglu þá á að dæma á þá óbeina aukaspyrnu þar sem þeir stóðu með boltann þegar dómarinn flautaði. Í ljós hefur komið að dómarar hafa verið hikandi í því að dæma á markverði vegna þess að það er svo hörð refsing að dæma á þá aukaspyrnu í eigin vítateig. Markverðir hafa því gengið á lagið og eru oft miklu lengur með boltann en sex sekúndur. Það er samt vilji hjá IFAB að þvinga þá til að koma boltanum í leik sem fyrst í stað þess að tefja. Því er ætlunin að prófa það að herða eftirlit dómara með sex sekúndunum en um leið refsa markvörðunum ekki með aukaspyrnu heldur með annað hvort innkasti við vítateiginn eða með hornspyrnu. Sick of keepers holding the ball for 30-40 seconds to waste time or slow down play?The [unenforced] law says a keeper can only hold the ball for 6 seconds. Any longer and it's an indirect FK to the opposition.We now have details of The IFAB trial to change it.Thread. pic.twitter.com/vo7tDs5mW8— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) April 16, 2024
Fótbolti Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira