Enski boltinn

Potter orðaður við Leicester á nýjan leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Graham Potter hefur verið án starfs síðan í apríl á síðasta ári.
Graham Potter hefur verið án starfs síðan í apríl á síðasta ári. Visionhaus/Getty Images

Samkvæmt veðbönkum í Englandi er Graham Potter talinn líklegastur til að vera næsti þjálfari enska úrvalsdeildarliðsins Leicester City. Refirnir reyndu að ráða Potter í sumar en hann afþakkaði pent.

Steve Cooper, sem endaði á að taka við nýliðum Leicester í sumar, var látinn fara á sunnudag eftir tap gegn Chelsea deginum áður. Hann var aðeins í starfi í rétt rúmlega 150 daga.

Potter, sem gerði garðinn frægan hjá Brighton & Hove Albion áður en hann tók við Chelsea, er nú orðaður við Refina eftir að hafa neitað þeim síðasta sumar. Það mætti ætla að Potter sé tilbúinn að snúa aftur í þjálfun og því séu veðbankarnir með hann efstan.

Í öðru sætinu er David Moyes, sá hefur verið án starfs síðan West Ham United framlengdi ekki samning hans síðasta sumar. Þar áður hefur hann þjálfað lið á borð við Manchester United, Real Sociedad, Everton og Sunderland.

Leicester City er í 16. sæti ensku deildarinnar með 10 stig að loknum 12 leikjum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×